Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
Fangelsistakan á Elbu:
Slepptu einum
en skutu á
samningamann
Málið alfarið í
höndum Indverja
- segir stjórnarformaður Nóbels-samsteyp-
unnar um Bofors-málið
20 gíslar enn í haldi
Elbu, Reuter.
SEX FANGAR vopnaðir byssum
og sprengiefni hótuðu í gær að
drepa 22 gísla sína ef kröfum
þeirra yrði ekki sinnt. Þeir
leyfðu þó einum fangavarðanna
að fara auk þriggja sjúkra fanga,
sem voru í fangasjúkrahúsinu,
þar sem mennirnir hafa búið um
sig. Fangarnir, sem tóku fangels-
ið á Elbu herskildi, krefjast þess
að fá þyrlu til þess að komast
frá eyjunni. Elba er þekktust
fyrir að þangað var Napóleón
Frakklandskeisari sendur í fyrri
CAVACO Silva forsætisráðherra
stjórnar sósialdemókrata í
Portúgal tilkynnti í gær áform
sín um efnahagsbreytingar í
frjálsræðisátt, en Portúgal er
fátækasta ríki Vestur-Evrópu.
Þessar ráðstafanir felast helst í
sölu ríkisfyrirtækja og því að
ryðja úr vegi hindrunum svo
einkaframtakið megi blómstra.
„Tímabil ríkisforsjár verður
brátt úr sögunni," sagði Anibal
Cavaco Silva, sem er fyrsti for-
Pakistan:
11 látast í
byssubardaga
Karachi, Reuter.
ELLEFU manns létust og meira
en 80 særðust í bardaga milli
striðandi þjóðflokka í Karachi,
stærstu borg Pakistan í gær.
Stjórnvöld settu útgöngubann og
sendu herlið á vettvang til að
skilja að pastúna og mohajíra.
Vandræðin hófust í fyrradag
þegar skotum var hleypt af eftir
orðaskak um hvort draga ætti
flokksfána að húni. Reykjarmökkur
huldi borgina sem telur sjö milljón-
ir íbúa og lögregla átti í erfiðleikum
með að skakka leikinn.
útlegð sína.
Leiðtogi fanganna er Mario Tuti,
nýfasisti, sem afplánar tvöfaldan
lífstíðardóm fyrir morð. í gær náðu
þeir á sitt vald fangelsisstjóranum
og 21 fangelsisstarfsmanni öðrum.
Um svipað leyti og þeir slepptu
fangaverðinum í gær skutu þeir
jafnframt á samningamann stjóm-
valda. Hann slapp með skrekkinn.
í viðtali við ítölsku fréttastofuna
Ansi sagði Tuti að fangamir væru
tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn
og varaði lögregluna við því að
freista inngöngu, því þá yrði blóð-
bað í fangelsinu.
ítölsk stjómvöld segjast munu
sætisráðherra meirihlutastjóm-
ar eins flokks frá því að lýðræði
var endurreist í Portúgal fyrir
13 ámm.
„Áætlun okkar snýst um grund-
vallarhlutverk einkaframframtaks-
ins í efnahagsiífinu," tjáði Silva
þingmönnum í stefnuræðu sinni, en
þetta var fyrsti þingfundur Portú-
gals eftir að sósíaldemókrataflokk-
ur Silva, PSD, bar sigur úr býtum
í kosningunum í síðasta mánuði.
Flokkurinn, sem talinn er til hægri
við miðju, hefur 23 sæta meirihluta.
Cavaco Silva sagði í ræðu sinni
að flest iðnfyrirtæki og fjármála-
stofnanir, sem þjóðnýttar voru eftir
byltingu vinstrisinna árið 1974,
yrðu smám saman seldar á ný til
einstaklinga og fyrirtækja. „Ríkið
ætti einungis að stjóma fyrirtækj-
um, sem beint lúta að almennings-
þjónustu," sagði Silva og átti þar
við viss samgöngufyrirtæki, orku-
og vatnsveitur. Auk þess á að selja
hina margvíslegu fjölmiðla í eigu
ríkisins, utan sitt hvorrar útvarps-
og sjónvarpsrásarinnar, sem haldið
verður eftir.
Silva sagði að ríkisfyrirtæki (og
þá eru bankar og aðrar fjármála-
stofnanir ekki taldar með) hefðu
kostað þjóðina 13 milljarða Banda-
ríkjadala (um 520 milljarðar króna)
í beint tap og niðurgreiðslur undan-
Reuter
Mario Tuti.
taka á málinu af festu, en talið er
að með því eigi þau við að ekki
verði orðið við kröfu fanganna um
þyrlu. Hins vegar telja menn að
sérsveitir lögreglunnar verði ekki
fengnar til þess að ráðast inn í það
að svo búnu.
farinn árartug. Þá er ekki talið tap,
sem þessar stofnanir hafa valdið
öðrum fyrirtækjum. „Þessi tap-
rekstur verður að stöðvast eigi
Portúgal að takast að brúa það
efnahagshyldýpi, sem skilur það frá
hinum Evrópubandalagsríkjunum.
Samkvæmt hagspá mun verð-
bólga halda áfram að lækka í
Portúgal á næstunni, hagvöxtur
verður um 4% á ári og talið er að
HELMUT Kohl, kanzlari Vestur-
Þýskalands, sagði á blaðamanna-
fundi í gær að hann tilnefndi
vamamálaráðherra sinn, Manf-
red Wömer, til framkvæmda-
stjórastöðu varaarbandalags
vestrænna þjóða, NATO, sem
losnar á miðju næsta ári þegar
Carrington lávarður lætur af
starfinu. Kaare Willoch, fyrram
forsætisráðherra Noregs, hefur
einnig hug á stöðunni.
Kohl sagði að Wömer hefði þá
Stokkhólmi, Reuter.
STJÓRNARFORMAÐUR Nóbels-
samsteypunnar, Lars-Erik
Thunholm, sagði í viðtali við
sænska útvarpið í gær að dóttur-
fyrirtækið Bofors kynni að hafa
greitt einhveijar mútur, en að
rannsóknin ætti alfarið að vera í
höndum stjórnvalda í Nýju Delí.
Thunholm neitaði öllum ásökunum
um að Bofors hefði beitt brögðum til
að ná vopnasölusamnningi við Ind-
landsher, en sagðist ekki getað vitað
hvað orðið hefði um fjármuni þá er
runnu til umboðsmenn Bofors á Ind-
landi. Hins vegar sagði hann að þeir
peningar, sem ekki hefði verið gerð
grein fyrir í reikningum Bofors hefðu
verið skaðabótagreiðslur til umboðs-
manna Bofors vegna samningsrofs
þegar Rajiv Gandhi, forsætisráðherra
Indlands krafðist þess að engir milli-
liðir yrðu í samningum Bofors og
Indlandshers.
flárfestingar muni aukast um
8-10%.
Til þess að hrinda áformum
sínum í framkvæmd þarf Silva að
hafa 2/a þingheims á bak við sig,
því ríkiseign fjölda fyrirtækja er
bundin í stjómarskrána, sem er frá
miðjum síðasta áratug. Sósíalistar
í stjómarandstöðu, sem hafa 60
þingsæti, hafa þegar lýst sig fylgj-
andi breytingum Silva.
Kaare Manfred
Willoch. Wömer.
sérfræðiþekkingu og reynslu af al-
þjóðamálum, sem þyrfti til þess að
„Við vorum samningsbundnir við
þá. Það kostaði okkur peninga að
rifta þeim samningi og við höfum
greitt þá eins og um var beðið."
Þegar Thunholm var spurður hvort
umboðsmenn Bofors á Indlandi hefðu
mútað embættismönnum svaraði
hann: „Ég get ekki ábyrgst að svo
hafi ekki verið. Það kemur okkur í
raun ekki við, en við höfum ekki
greitt neinar mútur."
Orsök óeirðanna
í Lettlandi:
Léleg sögu-
þekking
- segir sovéskt dagblað
Moskvu, Reuter.
YFIRVÖLD í Lettlandi.hafa svik-
ist um að miðla íbúum landsins
nægilegri söguþekkingu og er þar
að finna ástæðuna fyrir mótmæl-
um 2000 manna í höfuðborg
sovétlýðveldisins, Riga, á sunnu-
daginn. Þessu er haldið fram í
grein í dagblaði sovéskra ung-
kommmúnista, Komsomolskaya
Pravda, í gær.
í blaðinu var einnig sagt að rúss-
neskir íbúar Lettlands kynnu oft
ekkert í lettnesku og skýrt frá því
að þjóðemisuppþot gegn Rússum
væru tíð.
í Moskvu herma heimildir að 40
manns hafi verið handteknir eftir
mótmælaaðgerðimar sem fóru fram
til að minnast innlimunar Eystra-
saltsríkjanna þriggja, Eistlands,
Lettlands og Litháens, í Sovétríkin
1939. Innlimunin fór fram með þegj-
andi samþykki þýsku nazistastjómar-
innar enda gerðu Hitler og Stalín
með sér friðarsamning sama ár.
verða framkvæmdastjóri NATO.
Fái Wömer stöðuna verður hann
fyrsti vestur-þýski framkvæmda-
stjóri bandalagsins.
Wömer, sem er 52 ára gamall,
hefur oft verið nefndur til starfans,
en hann hefur til þessa ávallt neitað
að taka opinbera afstöðu til máls-
ins. „Eins og þið vitið hefur
Vestur-Þjóðverji ekki gegnt stöð-
unni fyrr og ég held að okkar tími
sé upp runninn," sagði Kohl. „Ég
hef þegar hafið viðræður við vini
okkar og félaga í bandalaginu."
Wömer, sem sumir vilja telja til
„hauka" í vamarmálum, hefur farið
með varnarmál samsteypustjórnar
Kohls frá því að hún tók við taum-
unum árið 1982. Auk þess að vera
vamamálasérfræðingur er Wömer
flugkappi mikill og hefur iðulega
tekið þátt í heræfingum vestur-
þýska hersins.
A-Þjóðverji
flýr í frelsið
Hamborg-, Reuter.
I GÆR flúði Austur-Þjóðveiji
nokkur yfir i frelsið með því að
bijóta sér leið í gegnum landa-
mæratálma og klifra yfir víggirð-
ingar inn í Neðra-Saxland.
Maðurinn, sem er tvítugur verk-
fræðingur, sagði landamæralögregl-
unni að hann hefði verið óánægður
með heilsugæslukerfíð í A-Berlín.
Maðurínn fór yfir landamærin í
Liichow-Dannenberg, um 100 km
sauðaustur af -Hamborg.
Kína:
Siðgæðisherferð í kynferðismálum
Peking, Reuter.
KÍNVERSK yfirvöld vísuðu í
gær á bug fregnum vestrænna
fjölmiðla um að vestur-þýskum
starfsmanni Siemens-fyrirtæk-
isins í Kína hefði verið vísað
úr landi eftir að lögregla greip
hann glóðvolgan í rúminu með
kínverskri vinkonu sinni. Einn-
ig sagði talsmaður heilbrigðis-
ráðherra að það væri rangt
haft eftir yfirboðara sínum að
samkvæmt kínverskum laga-
bókstaf væru kynmök milli
ógifts fólks bönnuð.
Vestrænir fréttaritarar í Pek-
ing sögðu að þjóðveijinn hefði
ekki sinnt viðvörunum starfsfólks
á hótelinu, þar sem hann dvald-
ist, um að taka ekki vinkonuna
með sér inn á herbergi sitt. Sam-
starfsmaður hans hjá fyrirtækinu
sagði að lögreglan hefði staðið
skötuhjúin að „í miðjum klíðum",
hirt vegabréfið af manninum og
komið honum úr landi daginn eft-
ir. Ekki fylgdi sögunni hver urðu
afdrif kínversku vinkonunnar, en
líklegt var talið að hennar biði
ársvist í „endurhæfingarbúðum."
í tilkynningu kínverska ut-
anríkisráðneytisins sagði að eftir
því sem kínversk yfirvöld kæmust
næst hefði Siemens-fyrirtækið
sent manninn úr landi. Vestrænir
stjómarerindrekar sögðu að yfir-
völd hefðu ekki vísað manninum
úr landi. Aftur á móti hefði Siem-
ens-fyrirtækið verið beitt miklum
þrýstingi og ekki átt annars kost
en að senda hann brott.
„Bæði kynvilla og fíjálsar ástir
eru ólögleg og í andstöðu við
kínverskt siðferði," sagði heil-
brigðisráðherra Kína, Chen
Minzhang, í viðtali við kínverskt
tímarit fyrr í manuðinum. Ráð-
herrann sagði að af þessum
orsökum væri ólíklegt að alnæmi
gæti breiðst út að nokkru ráði í
Kína, en af því hafa erlendir sér-
fræðingar haft nokkrar áhyggjur.
Talsmaður Chens sagði aftur á
móti í gær að rangt hefði verið
farið með ummæli ráðherrans og
hvorki frjálsar ástir, né kynvilla
stríddi gegn kínverskum lögum.
Hvort sem til eru lög um bann
við ástaleikjum ógiftra eða ekki
fylgjast sérstakar nefndir á veg-
um Kommúnistaflokksins með því
að ungmenni séu ekki á villigötum
í þeim efnum og vara þau við ella.
Sérstaklega er þess gætt að
kínversk æska komist ekki í of
náin kynni við útlendinga.
Kínverska ríkisvaldið stendur
nú fyrir siðgæðisherferð í kyn-
ferðismálum og embættismönnum
er mikið í mun að hún beri árang-
ur áður en að þingi flokksins í
október kemur. Vændiskonur
hafa verið leitaðar uppi og við-
skiptavinum þeirra stungið inn og
ósiðleg rit hafa verið gerð upp-
tæk.
Dæmi um aukna hörku í sið-
gæðiseftirliti er mál 43 ára
gamals Shanghai-búa, sem var
dæmdur til dauða á sunnudag
„fyrir að spilla ungu fólki með
klámefni."
Portúgal:
Einkavæðing ríkisfyrir-
tækja lög'ð fyrir þingið
Vestur-Þýskaland:
Kohl tílnefnir Wömer næsta
framkvæmdastíóra NATO
Bonn, Reuter.