Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 Reuter Viðræðum fagnað JóhanneBarborg, Reuter. HVÍTIR námaeigendur hófu á þriðjudag samn- fund með fulltrúum námaeigenda að nokkuð ingaviðræður við verkalýðsfélag svartra hefði þokast en verkfallið héldi áfram. Viðræð- námumanna (NUM). Cyril Ramaphosa, leiðtogi urnar voru hinar fyrstu síðan verkfallið hófst námamanna, sagði eftir fjögurra klukkustunda fyrir rúmum hálfum mánuði. Útgjöld til hermála óvinsæl í Danmörku Kaupmannahöfn, Reuter. MIÐAÐ við þjóðarframleiðslu eyða Danir minna fé til vamar- mála en allar aðrar aðildar- þjóðir Atlantshafsbandalagsins (NATO) að Kanadamönnum og Lúxemborgarmönum undan- skildum.I skoðanakönnun dagblaðsins Jyllands-Posten í fyrradag kom fram að 74% aðspurðra vildu ekki hækka framlög til varnarmála. „Okkur hefur ekki tekist að koma því nógu skýrt á framfæri að Danir borga að meðaltali minna til varnarmála miðað við þjóðar- framleiðslu en t.d. Englendingar sem búa þó við verri lífskjör en við,“ sagði Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráherra Danmerkur, í viðtali við blaðið. Hans Engell, vamarmálaráðherra, sagði að menn hefðu alltaf verið tregir til að greiða fyrir raunhæfar vamir enda þótt mikill meirihluti styddi ávallt aðildina að NATO og danska herinn. Útgjöld danska ríkisins til vam- armála em sem stendur um 2,3% af heildarútgjöldum á fjárlögum. Hvalveiðibann óvinsælt í Japan: „BandarQgajnenn eiga sér skemmri sögu en hvalát“ Tókýjó, Reuter. JAPONUM þeim, sem gott þykir að borða hvalkjöt og hval- spik á skyndibitastöðum með hráum fiski, hafa nú áhyggjur af því að hvalveiðimenn láti undan þrýstingi umhverfis- verndarsinna og leggi skutulinn á hilluna. „Má vænta þess að hvalkjöt verði ekki á boðstólum á veitingastöð- um,“ sagði kaupsýslumaðurinn Keita Kurosaki með munninn fullan af dökkrauðu hvalkjöti. Japanar halda ekki aðeins fram að hvalkjöt sé ljúffengt: það er hollt. „Það er fítulítið, próteinríkt og bragðgott," sagði grannvaxin há- skólastúlka, sem var að skoða matseðil á matsöluhúsi, sem sér- hæft er í hvalkjöti. Japanar gefa tilfínningum sínum lausan tauminn þegar þess er kraf- ist í vestrænum ríkjum að hvalveið- um verði hætt til að bjarga þeim tegundum, sem sérfræðingar þar um slóðir segja að séu í útrýmingar- hættu. Mutsuki Kato, landbúnaðar-, skógræktar- og sjávarútvegsráð- herra Japans, sagði í fáum orðum hvað samlöndum fyndist um hval- friðunarmál í ræðu, sem hann hélt á þingi í júlí: „Margir Japanar telja fráleitt að sjálfsagt sé að drepa kýr, en ekki hvali,“ sagði Kato. „Að okkar hyggju ber yfirlýsing um að villimannlegt sé að borða hvali kyn- þáttafordómum vitni og við erum ekki sannfærðir þegar okkur er sagt að veiða ekki hvali í eigin land- helgi.“ Japanar hafa borðað hvalkjöt í rúmlega eitt þúsund ár og bera það fram á ýmsa vegu. Borða þeir þurrkað hvalspik, en hrátt sporð- kjöt, sem þeir nefna onomi, telst sælgæti. Mörgum Japönum finnst að þeir eigi skilið að fá sömu undanþágur til þess að halda áfram veiðum og eskimóar í Norður-Ameríku hafa fengið. Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í ábataskyni árið 1982. Japanar samþykktu ekki að virða bannið fyrr en Bandaríkjamenn hótuðu að minnka veiðikvóta þeirra í bandarískri landhelgi. í júní sam- þykkti ráðið ályktun um að endur- skoða vísindaveiðar til þess að tryggja að þær verði ekki notaðar sem yfirskin yfír veiðar í gróða- skyni. Þess má geta að hvalir, sem Japanar veiða í vísindaskyni, metta að lokum gesti á veitingahúsum í Japan. Japanar eru vissir um að hvala- vinir á Vesturlöndum hafi tekið skakka hæð í pólinn þegar þeir komust að þeirri niðurstöðu að út- rýming hvala væri á næsta leiti. Að auki hafi þeir alltaf borðað hval- kjöt: „Bandaríkjamenn eiga sér skemmri sögu en hvalát okkar,“ sagði húsmóðir í hvalveiðiþorpinu Taiji á vesturströnd Japans. „Ef hvalurinn er ekki í útrýmingar- hættu, hvernig er unnt að setja boð og bönn um mataræði okkar og menningu?" Ky nþokkafulli kanslarinn Vín, Reuter. FRANZ Vranitzky, kanslari Austurríkis, er kynþokkafyllsti maður i landinu, ef marka má Gallup-skoðanakönnun sem birt- ist i tímaritinu Basta í gær. „Aldrei hefur hérlendur stjóm- málamaður haft jafn eggjandi bros,“ sagði í blaðinu. Mikill meiri- hluti karla var þeirrar hyggju að Vranitzky væri sá Austurríkismað- ur, sem byði af sér bestan þokka, og 43 prósent kvenna sögðu að hann væri sá maður, sem þær gimt- ust mest. Þess má geta að austurríska kappaksturshetjan Gerhard Berger sigldi í kjölfar kanslarans og skemmtikrafturinn með hármott- una, Peter Alexander, var í þriðja sæti í skoðanakönnuninni um kynæsandi austurríska karlmenn. Franz Vranitzky kanslari: eng- inn Austurríkismaður hefur jafn eggjandi bros og hann. Tómatastríð áSpáni Bunol, Spáni, Reuter. TÍU þúsund íbúar Bunol á Spáni börðust á aðaltorgi bæjarins í gær. Engan sakaði og má geta þess að bæjarbúar höfðu aðeins tómata að vopni. Bæjarbúar skiptust í tvær fylk- ingar, sem kenndar vom við ljót- leika og fegurð, og grýttu sextíu tonnum af tómötum hver í annan. Bæjarráðið í Bunol greiddi fyrir tómatana og lét einnig koma fyrir áttatíu sturtum við bæjarlækinn til þess að íbúamir gætu þvegið sér að tómatastríðinu loknu. Bunol er í tómataræktarhéraðinu Valencia og er árlega haldin þar uppskeruhátið. Tómatastríð hefur verið fastur liður í hátíðahöldunum undanfarin þijátíu ár. ■■ Yi ' \ - Mánudaga - fímmtudaga kl. 9-1830 . . .- - .- —■-■■y.,-V,- Föstudaga kl.9-2000 Laugardaga kl.9-1600 AIIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.