Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1987
35
Stjörim-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
ÁriÖ framundan
hjá Meyju
í dag ætla ég að fjalla um
árið framundan hjá Meyjar-
merkinu (23. ágúst-23.sept.).
Einungis er miðað við afstöð-
ur á sólarmerkið og lesendur
minntir á að hver maður á
sér nokkur stjörnumerki.
Aðrir þættir hafa því einnig
áhrif á komandi ári.
Misjafnt ár
Þegar á heildina er litið má
segja að komandi ár verði
misjafnt. Þeir sem fæddir eru
framarlega í merkinu geta
búist við frekar rólegu ári,
en hjá þeim sem fæddir eru
í síðara hluta merkisins ligg-
ur órólegri orka í loftinu.
Júpíter
Júpíter er hlutlaus í dag en
verður hagstæður Meyjum
frá mars til júlí á næsta ári,
þó ekki verði hann sterkur.
Það táknar að ákveðin mýkt
mun einkenna lífið, að ferða-
lög ættu að vera þeim
hagstæð og ánægjuleg, og
að Meyjar koma til með að
geta fært út kvíarnar án
rnikilla átaka. Frá júlí fram
í október 1988 verður Júpíter
í spennuafstöðu við Sól þeirra
sem eru fæddir frá 23.-29.
ágúst. Þá er líklegt að hjólin
fari að snúast og viðkomandi
finni til þarfar fyrir að færa
út fyrir alvöru og stækka við
sig. Það verður fjörugur og
kraftmikill tími.
Satúrnus
Þær Meyjar sem eru fæddar
frá 8.-23 september koma til
með að takast á við Satúmus
á næsta ári. Það táknar að
árið mun einkennast af þörf
fyrir vinnu og aga og upp-
byggingu. Tími alvöru og
álag getur einnig orðið tölu-
vert. Þeir sem eru fæddir frá
8. sept. eru að ganga í gegn-
um þetta tímabil núna en
þeir sem eru fæddir t.d. eftir
17. sept. fá þessa orku sterk-
ari í líf sitt á næsta ári.
Úranus
Þær Meyjar sem fæddar eru
frá 16.-23. september eru að
ganga í gegnum breytinga-
tímabil. Á næsta ári má búast
við óþoli ef ástand er óbreytt.
Hins vegar er góður byr til
að gera róttækar breytingar,
til að gerast sjálfstæðari en
áður og takast á við ný mál.
Nýir straumar koma til með
að leika um lífið.
Neptúnus
Neptúnus orka ímyndunar-
afls og drauma er hagstæð
Meyjum þessi ár. Það táknar
að raunsæi þeirra ætti að
vera ágætt og að þær koma
ekki til með að þurfa að beij-
ast við þoku og óvissu á
næstunni.
Plútó
Plútó pláneta sálrænnar
hreinsunar er einnig hlutlaus
Meyjum á næstu árum.
Ár athafna
Það að Satúmus og Úranus
ásamt Júpíter koma til með
að hafa áhrif á líf Meyja, en
plánetumar Neptúnus og
Plútó eru hlutlausar, táknar
að næsta ár er ár raunsæis
og ytri átaka. Innri sjálfs-
skoðun er lítil, en áherslan
beinist að því að takast á við
ytra líf, að breyta til, t.d. í
sambandi við vinnu, að
byggja upp, vinna og ferð-
ast. Það má þvi kannski segja
að áhuginn beinist frá því
persónulega að þjóðfélaginu
og því að ná árangri. Næsta
ár- verður því ár athafna.
GARPUR
GRETTIR
gkettk?, c?y ralæicnionn Segir
AÐ þó VERPIR AP HALPA þlG IMMAN-
PyRA, pvi ÞAE> ER HAVA/All- KATTA-
1 /NNFLUENSA AP GANGA
TOMMI OG JENNI
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
FERDINAND
PIB
ONE THIN6 THAT MARE5 0065 5UPERI0R 15 OUR ABILITV TO RAISE 0UREAR5.. ^ /like THIS/j , A 4,\ VSEE?y'| |)’ /ANOTHER THIN6 \ ÍTHAT MAKE5 P065J \5UPERI0R I5..^y
/2-6 © 1986 Unlted Feature Syndlcate.lnc
Það er eitt sem setur okk- Svona, sérðu? Svo er annað sem setur
ur hundana ofar öðrum ... okkur ofar ...
við getum lyft eyrun-
SMÁFÓLK
IaJAIT! I WAS 60IN6
TO TELL VOU ABOUT
OUR. NATURAL HUMILIT1/..
Bíddu! Ég ætlaði að fara
að segja þér hvað við erum
lítillátir að eðlisfari —
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Bretarnir Forrester og Brock
náðu fallegri vörn í bútaspili
gegn Spánverjum á EM í Bright-
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 864
♦ 74
♦ K2
♦ ÁK10753
Vestur
♦ ÁG1065 111
♦ DG7
♦ DG94
Austur
♦ KDG732
♦ 93
♦ 96
♦ 82
Suður
♦ Á105
♦ K82
♦ Á108543
♦ 6
Leikurinn var sýndur á tjaldi
og þannig sáu áhorfendur sagn-
ir þróast í opna salnum:
Vestur Nordur Austur Suður
— — — 1 tígull
1 hjarta 2 lauf 2 spaöar Pass
Pass 3 lauf 3 hjörtu Pass
Pass Pass
Samningurinn er dæmdur til
að fara einn niður, og skýrendur
í sýningarsalnum þóttust góðir
að hafa komið auga á leið til
að taka spilið tvo niður. „Norður
verður að skipta yfir í smáan
tígul í öðmm slag,“ sögðu menn
og bættu við að ómögulegt væri
að gera það við borðið.
Ekki fyrr höfðu menn sleppt
orðinu en Tony Forrester í norð-
ur lagði niður laufás, leit
stundarkom á blindan og spilaði
tígultvisti! Brock drap á ás og
spilaði aftur tígli á kóng makk-
ers, sem núna gat leyft sér að
taka laufkónginn og spila þriðja
laufinu. Brock fékk því slag á
hjartakóng líka.
Á hinu borðinu gáfu Flint og
Sheehan Spánveijunum bútinn
eftir í þremur tíglum. Spilið fór
einn niður, en þó er til mjög
skemmtileg vinningsleið: Spaða-
útspilið er tekið á ás, tveir efstu
i laufi teknir og lauf stungið.
Tígulás og tígull inn á kóng og
lauf aftur stungið. Nú er búið
að strípa véstur af laufi og
spaða, svo óhætt er að spila
honum inn á tromp og bíða svo
eftir slag á hjartakóng.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á millisvæðamótinu í Zagreb
í Júgóslavíu, sem nú er að Ijúka,
kom þessi staða upp í skák
þeirra Baragar, Kanada, sem
hafði hvítt og átti leik, og
sovézka alþjóðlega meistarans
Ehlvest.
I
11 1
w
k &
iM
i & 4 m
& m, m .. S E®
Fyrir þessa skák hafði Barag-
ar aðeins hlotið hálfan vinning
út úr tíu skákum, en Ehlvest var
hins vegar í efsta sæti. Það
formsatriði að vinna Baragar
hefði þýtt að Sovétmaðurinn
hefði verið næstum ömggur með
að komast áfram í áskorenda-
mótið. En þá þurfti Baragar
endilega að vakna til lífsins: 43.
Hxg6! - fxg6, 44. Bd5+ -
He6, 45. Df7+ - Kh7, 46. Kg3
og svartur gafst upp, því hann
á enga vöm við hótuninni Hh2
mát. Jan Ehlvest, sem er lang-
bezti skákmaður Eistlendinga
síðan Paul Keres leið, beit í
skjaldarrendur eftir þetta mikla
áfall og á enn góða möguleika
á að komast áfram.