Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
49
Látúns-
barki
Þeir látúnsbarkar sem Stuð-
menn uppgötvuðu láta nú
mikið að sér kveða í íslensku tónlist-
arlífi, enda hæfileikafólk á ferð.
Hann Hermann Ólafsson frá Hvera-
gerði, sem er Látúnsbarki Suður-
lands, lætur ekki sitt eftir liggja
við að koma sinni verðlaunuðu rödd
að hlustum landsmanna, en hann
er nú að byija að syngja af krafti
með hljómsveitinni Lótus.
Þeir í Lótus eru nýbúnir að fjár-
festa í hljómflutningstækjum, sem
vera munu ein hin fullkomnustu á
landinu, og hafa þegar spilað með
þeim á þremur böllum. Lótus lék
fyrir dansi á Borgarnesi um síðustu
helgi, en annars hefur hljómsveitin
einkum spilað á Suðurlandi og á
höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem ekki geta beðið eftir
að heyra í Hermanni á balli með
Lótus, geta hlustað á hann á nýju
látúnsbarkaplötunni, en þar syngur
Hermann lagið um Svarta Pétur.
Lótus mun svo líka vera í hljóm-
plötuútgáfuhugleiðingum, en sú
plata mun varla líta dagsins ljós
fyrr en næsta vor.
Hermann er rétt tæplega 19 ára,
og nemur á eðlisfræðibraut í Fjöl-
brautaskólanum á Selfossi. Þó að
hann sé ekki eldri, er hann samt
ekki algjör nýliði á tónlistarsviðinu.
Þegar Hermann var 15 ára kom
hann fyrst fram með Hveragerðis-
hljómsveitinni Ljósbrá, og söng með
henni í tvö ár, og svo gekk hann í
Lótus fyrir ári síðan. Látúnsbarka-
keppnin kom Hermanni svo enn
frekar á framfæri, og hefur lítið
komist að hjá honum síðan nema
tónlistin.
Hermann Ólafsson hvílir barkann á milli balla. Morgunbiaðið/KGA
Morgunblaðið/Sigurgeir
Sigmund Jóhannsson og Hlynur sonur hans í startstellingum.
Feðgar
á
vélhjólum
Honum Sigmund teiknara í
Vestmannaeyjum er ýmislegt
fleira til lista lagt en að koma les-
endum Morgunblaðsins í gott skap
með dráttlist sinni. Hann er mikill
áhugamaður um vélhjól, og með-
fylgjandi mynd smellti Sigurgeir í
Eyjum af þeim Sigmund og Hlyni
syni hans þar sem þeir voru á leið
í ökuferð saman.
Modelsmíði er heillandi tómstundagaman, sem stundað er af
fólkl á öllum aldrl.
Vönduðu plastmódelin frá REVELL fást nú í geysilegu úrvalí:
Flugvélar, bílar, mótorhjól, bátar, geimför, lestir og hús í öllum LaugDuegnSi-Rsnfciauil: S--S1901
mögulegum gerðum og stærðum. ................. —
TÓmSTUnDfíHÚSID HF
nDUsnn
RÖYAL
STURTUKLEFAR
OG
BA0VEGGIR
ÚRÁLIOG HVÍTU
Suðurlandsbraut 10. S. 686499.