Morgunblaðið - 27.08.1987, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
BRUNNDÆLUR
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 3
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER <
Hvar er
lögreglan?
Ágfæti Velvakandi!
Skrif Konu í Borgamesi í Morg-
unblaðinu 23. ágúst sl. hafa orðið
mér tilefni hugleiðinga um um-
ferðarmál hér á landi. Ég er henni
sammála í flestum atriðum. Hækk-
un hámarkshraða á vegum nýlega
var vægast sagt vafasöm ákvörðun.
Fæstir vegir á íslandi eru þannig
úr garði gerðir að hægt sé að leyfa
90 km hraða án þess að stofna lífi
vegfarenda í verulega hættu. Það
er ekki nóg að leggja varanlegt slit-
lag á mjóan veg þar sem bílar geta
varla mæst og ætla síðan að hann
þoli umferð á 90 km hraða. Á ferð-
um mínum um landið í sumar blasti
90 km skiltið víða við á mjóum og
lélegum vegum, en á sambærilegum
vegum erlendis væri aðeins leyfður
50—70 km hámarkshraði.
Island sker sig úr frá nágranna-
löndum hvað varðar háa tíðni
umferðarslysa. Ástandið hefur ekk-
ert batnað undanfarin misseri, þrátt
fyrir linnulausan áróður og upplýs-
ingaherferð á borð við Fararheill
Morgunblaðið/Júlíus
Bréfritari hefur áhyggjur af fjölda umferðarslysa hér á landi.
87. Sú spuming hlýtúr að vakna
hvort ákveðin takmörk séu ekki
fyrir því hversu langt sé hægt að
ná með fræðslu og áróðri? Er ekki
einnig þörf á að efla og auka lög-
gæslu í umferðinni á Islandi? Á
hverjum degi verðum við vitni að
grófum umferðarlagabrotum og
oftast nær er engin lögregla nærri
til að grípa í taumana. Mig grunar
að margir ökumenn sýndu ekki
slíka ógætni í umferðinni ef þeir
óttuðust verulega að þurfa að sæta
refsingu fyrir brot sín. Ég veit að
þetta er ekki einfalt mál til úrlausn-
ar, lögreglan er fáliðuð og tíðarand-
inn er þannig að störf lögreglu eru
ætíð undir gagnrýninni smásjá al-
mennings. Hins vegar er ástand
umferðarmála hér í þvílíkum ólestri
að til einhverra róttækra aðgerða
verður að grípa.
n
IÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
Eftirtalin námskeið verða haldin á
næstunni hjá Iðntæknistofnun
Fræðslumiðstöð iðnaðarins:
23.-25. sept. Námskeið fyrir ræstingafólk. Námskeiðið er ætlaö
þeim sem hafa með höndum eftirlit með almennri
ræstingu þar sem ekki er kraftist sérstakrar hrein-
gerningar til sótthreinsunar.
Málmtæknideild:
28.-30. sept. Suðunámskeið, notkun duftfylltra víra. Notkunar-
svið, kostir og gallar. Afköst, fjárhagsleg atriði.
Fiokkun suðuvíra og helstu eiginleikar. Verklegar
æfingar og sýnikennsla.
9.-10. sept. Tölvustýrðar vélar og framleiðsla i málmiðnaði.
Kynningarnámskeið um tölvustýrðar málmvinnslu-
vélar. Hvað eru tölvustýrðar vélar? Hverning er
unnið með þessum vélum? Hvað er tölvustýrð fram-
leiðsla? Hvað er tölvuvædd hönnun? Leiðbeinendur
eru reiðubúnir að halda námskeiðið víös vegar um
landið eftir samkomulagi.
Raftæknideild:
1.- 4. sept. Örtölvutækni II. Forritun, framhaldsnámskeið.
Smalamál. Skipanamengi í APX 8088. Minnisskipt-
ing (segments), rof (interrupt). 40 kennslustundir.
7.-10. sept. Örtölvutækni III. Vélbúnaður. Inn/út tengingar.
Stjórnvistunar- og gagnalínur. Minnisrásir, RAM,
ROM og EPROM. Tengslarásir8255, 8251 og 8253.
40 kennslustundir.
Rekstrartæknideild:
7.-12. sept. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Hald-
ið á kvöldin og fyrir hádegi á laugardegi. Námskeið-
inu er ætlað að auka skilning þátttakenda á því
hvað atvinnurekstur útheimtir, hvað þarf að athuga
og hvað þarf að varast.
21.-26. sept. Stofnun og rekstur fyrirtækja. (Fyrir alla.)
28.-30. sept. Vöruþróun. Kl. 8.30-12.30. Námskeiðið er ætlað
stjórnendum er bera ábyrgð á: framkvæmdastjórn,
hönnun og þróun, framleiöslustjórn, hönnun og
þróun, framleiðslustjórn og markaðsmálum.
Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðn-
tæknistofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari
upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma
91-687000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma
91-687440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma
91-687009.
Geymið auglýsinguna!
Þessir hringdu . . .
Verndum þennan
græna reit
Jensina Halldórsdóttir hringdi:
„Ég hringi í tilefni af því að
fólk í Safamýri og nágrenni er
mjög óánægt með þá ákvörðun
skipulagsnefndar Reykjavíkur að
taka græna svæðið á homi Miklu-
brautar, Háaleitisbrautar og
Safamýrar undir bankabyggingu.
Máluð hefur verið á bílskúrana
gegnt græna svæðinu orðsending-
in: „Vemdum græna svæðið,
stoppum fyrirhugaða byggingu á
flötinni“.
Verið er að safna undirskriftum
í Safamýri og nágrenni til að
mótmæla þessu og þegar hafa 80
manns skrifað undir. Mótmæla-
listann átti að leggja fram á fundi
borgarráðs á þriðjudaginn.
Við höfum bara bílskúra og
malbik við nefið á okkur ef þessi
græni reitur fer undir steinsteypu
auk þess sem mengunin frá bílum
mun aukast. Hann hefur verið
mikið notaður og mun verða sárt
saknað ef þessi bygging fær að
rísa.“
Hækkun mótmælt
Oánægður getraunaþátttak-
andi hringdi:
„Ég hringi til að mótmæla
hækkuninni sem hefur orðið á
röðunum í getraununum. Þær
voru hækkaðar úr fímm krónum
í tíu og vil ég hvetja fólk til að
mótmæla þessu með því að snúa
sér bara að lottóinu í staðinn ef
þessu verður ekki breytt aftur.
Einnig vil ég hvetja þá sem eru
óánægðir með þetta að láta heyra
í sér.“
Ráðherra rétti hlut
aldraðra
Ellilífeyrisþegi hringdi:
„Mig langar að skora á hann
Matthías Á Mathiesen samgöngu-
málaráðherra að rétta nú hlut
þeirra öldruðu sem sjá fram á
stórhækkaða símreikninga eftir
gjaldskrárhækkun Pósts og síma.
Eg þekki ákaflega marga aldraða
sem búa í heimahúsum en ekki á
stofnunum og eru afar einmana.
Oft eru símtöl við ættingja og
vini þeirra helsta afþreying og
þeir eiga erfítt með ferðast eða
hafa hreinlega ekki efni á því.
Aldraðir hafa stritað alla sína ævi
og greitt sín gjöld samviskusam-
lega og því er hart að skella
þessari skrefatalningu á þá án
þess að nokkuð komi á móti.“
Yíkveiji skrifar
Hagrannsóknir er orð sem sjald-
an var nefnt fyrr á árum og
var þó ekki annað að sjá en þjóðar-
búið kæmist af. í dag eru hagrann-
sóknir stundaðar í fjölda stofnana
í þjóðfélaginu og hagspár út gefn-
ar, sem svo reynast misjafnlega
haldlitlar þegar til kastanna kemur.
Enda kannski ekki við öðru að bú-
ast í hinu sviptivindasama íslenzka
efnahagslífi.
Þetta er nefnt hér af gefnu til-
efni á dögunum, þegar frá því var
skýrt að aðstoðar þjóðhagsstjórinn
hefði verið ráðinn til að stunda
hagrannsóknir í fjármálaráðuneyt-
inu. Ritari þjóðhagsstjórans fylgdi
honum á nýja staðinn. Víkveija telst
til að nú stundi eftirtaldir aðilar
hagrannsóknir í landinu: Þjóðhags-
stofnun, Hagstofan, Vinnuveit-
endasambandið, Alþýðusambandið,
Verzlunarráðið, Félag íslenzkra iðn-
rekenda, ijármálaráðuneytið og
efnahagsráðunautur ríkisstjómar-
innar. Og kannski eru þeir fleiri?
Fróðlegt væri að vita hve margar
manneskjur stunda hagrannsóknir
í landinu og hve mikla peninga
þessi starfsemi kostar þjóðina.
Yíkveiji nefndi það á dögunum,
hve mikill munur er að aka
leiðina milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar nú en var fyrir nokkmm
árum. Er bundnu slitlagi fyrir að
þakka. En að einu leyti hefur verið
um afturför að ræða. Ekki er annað
að sjá en ásókn búíjár í vegakanta
hafi aukist til muna svo að til vand-
ræða horfir. Hvað eftir annað þarf
að hægja ferð bifreiða um þjóðveg
nr. 1 til að forða ótímabærum dauða
vegalamba. Mikið er enda í húfí því
bifreiðaeigendur eru bótaskyldir ef
þeir aka á sauðféð. Vegagerðin
þarf að griþa til einhverra aðgerða
í þessu máli.
XXX
Maður, sem Víkveiji metur mik-
ils, var að ræða um Útvegs-
bankamálið á dögunum. Hann sagði
efnislega þetta: Ekki skil ég í þess-
um mikla áhuga á að eignast
Útvegsbankann. Hann var reis úr
rústum íslandsbanka, sem varð
gjaldþrota. Það gjaldþrot fór illa
með margan manninn. Rekstur
bankans hefur gengið upp og ofan
og hann hefur haft marga erfiða
kúnna á sínum snærum. Að lokum
fór svo að einn viðskiptavinurinn,
Hafskip, varð svo rækilega gjald-
þrota að hann dró bankann með sér
í djúpið. í kjölfarið voru bankastjór-
amir dregnir á sakamannabekk
ásamt forstjómm skipafélagsins en
þeir sném vörn í sókn með þeim
afleiðingum að saksóknaraembæt-
tið er nú í rúst. Og enginn veit
hvar þetta endar. Ég vildi ekki eiga
einseyring í þessum banka.
Hér er óneitanlega horf á Út-
vegsbankamálið frá öðru sjónar-
horni en í hinni daglegu umræðu.
XXX
Meðferð fjölmiðla á svokölluðu
Svefneyjamáli var lítillega
rædd í þessum dálki í gær. Víkverji
vill aðeins árétta að hann telur
umijöllun sumra fjölmiðla um mál-
ið, og þá fyrst og fremst DV,
Ríkissjónvarpsins og Stjörnunnar,
algert hneyksli. Víkverji skorar
jafnframt á Blaðamannafélag ís-
lands að taka þetta mál til sérstakr-
ar umfjöllunar innan félagsins hið
allra fyrsta.