Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 57

Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 57 núna, í fjórðu tilraun. Vegimir, landslagið og rómantíkin í kringum rallið er ævintýri líkust. Bíllinn er betri en síðast og við skulum í mark,“ sagði Philip. 18. Andy Basset/Alan Roberts, Fiat 131 Racing, 130 hestöfl. „Leiðimar eru góðar en erfíðar og krefjast fullrar einbeitingar. Það er auðvelt að lenda í óhappi, vegimir eru mjög misjafnir og maður verður að halda vöku sinni," sagði Andy. 19. Eiríkur Friðriksson, Datsun 160, 90 hestöfl. „Hef gaman af rallinu og reyni að vinna minn vélar- flokk," sagði Eiríkur. 20. Guðmundur Jónsson/ Sæmundur Jónsson, Nissan 240 RS, 220 hestöfl. „Förum varlega af stað, sjáum svo stöðuna þegar á líður. Vonast til að ná í verðlauna- sæti,“ sagði Guðmundur. 21. Jón S. Halldórsson/Guð- bergur Guðbergsson, Porsche 911,165 hestöfl. „Ætlum að vinna. Keyrum keppnina eins og um stutta keppni sé að ræða, hratt en ömgg- lega. Bíllinn nýyfírfarinn og traust- ur,“ sagði Jón. 22. Arni Sæmundsson/Sæmund- ur Eiríksson, Mazda 323 4x4, 150 hestöfl. „Flokkasigur er okkar vænting. Eigum ekki möguleika í stóru bílana og ætlum okkur því sigur í flokki óbreyttra bíla,“ sagði Ami. 24. Birgir V. Halldórsson/Ind- riði Þorkelsson, Mazda 323 4x4, 150 hestöfl. „Sigur í flokki óbreyttra bfla er á stefnuskránni. Það verður hörð keppni og fjöldi bíla. Undirbúningur kemur til með að skipta verulegu máli. Við ætlum okkur flokkadollumar." 25. Halldór Gíslason/Einar Þór Magnússon, Chevette, 150 hest- öfl. „Keppnin ætti ekki að vera vandamál. Mér líst vel á þetta og ætla að keyra fyrir skemmtunina. Ætli ég sé ekki maðurinn sem ætl- ar ekki að vinna, hinir eru svo margir," sagði Halldór. 26. Sigurður B. Guðmundsson/ Amar Theódórsson, Lancer. „Bfll okkar er dæmigerður Ljómarallbfll, sterkur og ólseigur. Ég held að við getum orðið framar en fólk býst við, bfllinn er í góðu standi. Verst hvað hann er ljótur...“ sagði Sig- urður. 27. Ólafur Baldvinsson/Hilmar Héðinsson, Lada, 80 hestöfl. „Að klára keppnina eru mínar bjartsýn- ustu vonir. Ég hef áður farið í þessa keppni en ekki komist á leiðar- enda,“ sagði Ólafur. 28. Michael Reynis/Magnús Emanúelsson, Ford Escort. „Nú skulum við ljúka keppni. Það hefur gengið erfíðlega en áhuginn er allt- af fyrir hendi. Bfllinn er í nokkuð góðu lagi og leiðimar skemmtileg- ar. Þetta verður §ör og vonandi óhappalaust." 29. Gunnlaugur Ingvarsson/ Ingvar Ingvarsson, Toyota Corolla, 150 hestöfl. „Ég vonast til að komast lengra en í síðustu keppni, þar sem við vorum strand við rásmarkið," sagði Gunnlaugur. 30. Þórunn _ Guðmundsdóttir/ Guðný H. Úlfarsdóttir, Toyota Corolla, 124 hestöfl. „Pabbi sendi mig í þetta ... Ég ætla að reyna að klára með Þórunni og að sjálf- sögðu að vinna Helgu og Lám. Ég er svolítið kvíðin og spennt, þori sjálfsagt ekki að sofa nóttina fyrir keppni." 31. Kristján Kristjánsson/ Jóhann Jónsson, Subaru, 82 hestöfl. „Reynum að vinna stand- ardflokkinn, byrja nógu stórt en þetta er fyrsta keppni okkar sem ökumenn," sagði Jóhann. 32. Helga Jóhannsdóttir/Lára Ómarsdóttir, Subaru, 82 hestöfl. „Ég fer með til gamans og til að ljúka keppni eins og undanfarin ár. Það ætla allir að verða fyrstir, ein- hver verður að vera síðastur. Það er sama á hvorum endanum maður er,“ sagði Helga. 33. Birgir Vagnsson/Gunnar Vagnsson, Toyota Corolla, 150 hestöfl. „Við leigðum bíl á mánu- daginn, gátum ekki horft á lengur eftir tveggja ára fjarveru. Fyrsti dagurinn fer í að læra á bflinn, svo sjáum við til. Við höfum ekkert skoðað leiðir," sagði Birgir. Akstursleiðir (sérleiðir) i Ljóma- rallinu og tímasetningar. Fimmtudagur: 12.00 Ræsing við Hótel Loftleiðir. 12.15 Reykjavíkurflugvöllur. 13.10 Uxahryggjaleið. 13.42 Kaldidalur. 15.11 Gijótháls. 15.30 Svartagil. 16.11 Viðgerðarhlé á Kleppjárns- reykjum. 16.41 Bær, Borgarfirði. 17.30 Uxahryggir. 18.09 Lyndalsheiði. 19.47 Lyngdalsheiði. 20.45 Esjuleið. 21.08 Keldnaholt. Næturhlé við Hótel Loftleiðir. Föstudagur: 6.00 Ræsing við Hótel Loftleiðir. 7.33 Heklubraut (Gunnarsholt). 8.11 Dómadalsleið (Landmanna- leið). 9.08 Fjallabaksleið nyrðri. 10.39 Eldhraun. 11.01 Viðgerðarhlé á Kirkjubæjar- klaustri. 14.35 Meðalland. 15.20 Fjallabaksleið. 16.39 Dómadalsleið. 17.31 Heklubraut. 20.00 Næturstopp við .Hótel Loft- leiðir. Laugardagur: 6.52 Lyngdalsheiði. 7.55 Lyngdalsheiði. 8.44 Esjuleið. 9.59 ísólfsskáli. 11.05 Stapafell. 11.38 ísólfsskáli. 15.00 Endamark við Hótel Loft- leiðir. SUMIR ERU ALLTAF AÐ SKIPTA Ác^a& ^tda^a^oH við Miklatorg sími 15014 -17171 Gólfefni í miklu úrvali n VATNSÞYNNANLEG EPOXY-GÓLFEFNI. Asamt flotgóiflagnarefnum og viðgerðarefnum fyrir gólf. Höfum verktaka á okkar snærum víða á landinu. Reykjavíkurvegi 26-28. Símar 52723/54766. ' 220 Hafnarfirði. Afmæliskveðja: Ágúst Lárusson Stykkishólmi 85 ára Hann á afmæli í dag. Langur og mikill starfsdagur að baki. Hann hefír kynnst öllum þjóðfélagsbreyt- ingum þessarar aldar. Fengið að taka þátt í athafnalífinu bæði til sjós og lands. Oft tekið á í átökum líðandi stundar og haft sigur í þeim átökum. Erfíðleika og mótlæti hefur honum tekist að halda í hæfílegri fjarlægð. Var alinn upp við að geyma aldrei til næsta dags það sem hægt væri að gera í dag og það strik hefír hann haldið. Reikningar liggja aldrei lengi ógreiddir á borð- inu hans. Minni hans er gott. Kynni hans við ótal menn í ótal viðskiptum eru mörg og ættir man hann og það sem hann hefír lesið um dagana virðist létt að rifja upp. Útvarp og sjónvarp notar hann á hagkvæman hátt. Þar útilokar hann hismi, háv- aða og hégóma. Sem sagt hann er einn af eldri kynslóðinni sem tók guð og góða menn alvarlega. Ágúst er fæddur 1902 í Stykkis- hólmi. Móðir hans var þá vinnukona hjá Samúel Richter sem þá stýrði Gramsverslun. Hún hét Kristín Lár- usdóttir. Fárra daga gamall fór hann til ömmu og afa að Hrísum og þeirra bama. Ommu naut hann til 11 ára aldurs, en afí hans dó fermingarárið 1916. Séra Sigurður Gunnarsson fermdi hann og þessar- ar stundar minnist Ágúst alla tíð. Á 15. ári fór svo Ágúst til vanda- lausra. Hann var 5 ár á Kárastöðum og þá aftur 5 ár í Hrísum og Hrísa- koti. Þá gerðist hann lausamaður. Fór að Fjarðarhomi og var þar í 4 ár en þá hóf hann búskap að Bú- landshöfða með konu sinni, Ástrósu Halldórsdóttur. Þar bjuggu þau í 14 ár en fluttust þá að Kötluholti í Fróðárhreppi, þar sem þau bjuggu í 29 ár og vom þar seinustu ábúend- ur. Þá fluttust þau hjónin tii Stykkishólms og þar hefir Ágúst átt heima síðan. Konu sína missti hann 1979 og höfðu þau eignast 4 böm og komið öllum til manns. Ágúst stundaði jöfnum höndum sjó og búskap um 60 ára skeið. Hann var 16 ára þegar hann fór fyrst á áraskip og 76 ára þegar seinasta sjóferðin var farin. Hann reri í eyj- um Breiðafjarðar og 10 ár var hann á vertíð í Grindavík, stundaði sjó á róðrabátum, opnum og þaðan er margs að minnast. Enn hefír hann samband við formanninn sinn frá þeim tímum sem nú lifír hress, 96 ára að aldri, en þeir em nú tveir eftir af 11 manna áhöfn. í Vest- mannaeyjum reri hann 2 ár með góðum formönnum og margar ver- tíðir stundaði hann sjó við Breiða- fjörð, bæði í Eyrarsveit og Óiafsvík. Éinnig við fiskvinnslu í landi. Þann- ig hefír hann kynnst flestum aðferðum og vinnubrögðum til sjós og gat jafnan tileinkað sér nýjustu tilfæringar. í hreppsnefnd Eyrarsveitar var hann 4 ár og í Fróðárhreppi í 28 ár og þar af oddviti í 24 ár. I sýslu- nefnd starfaði hann í 8 ár og mörgum öðmm opinbemm störfum hefir hann sinnt um dagana. Ágúst á margar minningar um samleið sína með litríku fólki á leið lífsins. Einna fjölbreyttastar og skemmtilegastar og bestar segir hann mér að séu tengdar nafni eins húsbónda síns, Ólafs Jónssonar frá Elliðaey. Það vom dýrðar dagar þrátt fyrir allt og við lærðum margt hvor af öðmm. Fleira væri gaman að minnast á en þá veit maður ekk- ert hvar skal stansa, segir Ágúst og líklega er það rétt. Við Agúst eigum mörg áhugamál saman, bæði að kynna okkur mannlíf, ættir, sagnir og ljóð og þvf hittumst við oft. Þetta er gróði beggja. Fyrir rúmum 5 ámm fékk Ágúst meinsemd í fótinn og varð að taka hann af fyrir ofan hné. Þetta var mikið áfall en það bugaði hann ekki því hann fékk sér grind til að styðjast við. Hendumar em sterkar, harkan enn í hámarki og með hjálp góðra manna fer hann það sem hugurinn gimist og er það mörgum undmnarefni. Og þátt í hinu daglega lífí tekur hann. Ég lét leggja til hans síma áður en ég yfirgaf stöðvarstjórastarfíð og er hann nú hans önnur hönd, tengilið- ur milli skyldmenna og vina. Það er ekki svo lítið og hann er vel nýttur. Fylgist vel með þróun tímans. Frá æsku hefír hann fylgt sjálfstæðisstefnunni, þeirri gömlu og góðu sem tók mið af hinu sterk- asta í lífi hvers manns og örvaði athafnamanninn til dáða. En Ágúst heldur áfram þrátt fyrir mikinn missi seinustu ár. Og hann ætlar að taka á móti gestum sínum á Hótel Stykkishólmi kl. 3 á laugardaginn 29. þ.m. og minnast þá liðinna stunda, en nú sem stend- ur er hann með kvikmyndaleik- hópnum út í Flatey að taka þátt í að koma myndinni af Nonna og Manna til skila. Er þar í einhveiju hefðarsæti. Þetta átti hann þá eft- ir. Vonandi verður hann hress á laugardaginn kemur og getur bros- að framan í vini og vandamenn. Um leið og ég óska honum allrar blessunar guðs í komandi framtíð vil ég þakka honum margar góðar, athyglisverðar og bjartar stundir. Og við hjónin sendum honum í okk- ar ágæta blaði kærar kveðjur. Árni Helgason DRÁTTARBEISLI Eigum fyrirliggjandi sérhönnuð dráftar- beisli og króka fyrir Volvo 200 og 700. Beisli á Volvo 200 frá árg. '81 kr. 5.887,- Beisli á Volvo 700 frá árg. ’82 kr. 6.872,- Skjót ísetning ef óskað er. \JI52l53I> Varahlutadeild.Suðurlandsbraut 16. Sími: 91-691600.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.