Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 205. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vegabréfsáritanir til Frakklands: Vilja Evrópuráð- ið frá Strassborg Strflsshnrff Rpiiter ^ * Strassborg, Reuter. HÓPUR þingmanna beitir sér nú fyrir því að fundarstaður Evr- ópuráðsins verði fluttur frá Strassborg í Frakklandi þar til frönsk stjórnvöld fallast á að endurskoða reglur um vega- bréfsáritanir. Yfirvöld í Frakk- Frakkland: Sovétmenn fylgjast með heræfingum París, Reuter. V—7 SENDIMENN frá Sovétríkjunum og öðrum ríkjum Varsjárbanda- lagsins munu i fyrsta skipti fylgjast með æfingum franskra hersveita, sem hefjast á mánudag. Er þetta í samræmi við samkomu- lag Stokkhólmsráðstefnunnar um traust milli þjóða, sem undirritað var i september á síðasta ári. Æfíngar þessar ganga undir kenniheitinu „Crevecoeur" og munu þær standa yfír í viku. 25.000 menn munu taka þátt í þeim og munu þeir hafa 800 brynvarða bíla og 48 þyrlur sér til fulltingis. A mánudag komu eftirlitsmenn frá ríkjum austan Jámtjaldsins til Vest- ur-Þýskalands til að fylgjast með æfíngum þar. Fulltrúar NATO hafa fylgst með nokkrum æfíngum her- afla Varsjárbandalagsríkjanna á þessu ári. Samið var um eftirlit þetta á ráðstefnu 35 ríkja í Stokkhólmi og er því ætlað að draga úr líkum á átökum. Reuter Ráðherra á uppleið Manfred Wörner, varnar- málaráðherra Vestur-Þýska- lands og frambjóðandi til embættis framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, lét ekki sitt eftir liggja í gær er haldin var bamaskemmtun í Bonn. Brá hann sér á fjaðra- dýnu fimleikamanna, sem fengnir höfðu verið til að skemmta ungviðinu, og lék listir sínar. Svipur ráðherrans lýsir einbeitingu en viðstaddir höfðu allnokkra skemmtan af þessu athæfi hans. landi ákváðu að gera erlendum ferðamönnum skylt að útvega sér vegabréfsáritanir eftir mikla sprengjuherferð öfgamanna á síðasta ári. Ferðamenn frá aðildarríkjum Evrópubandalagsins eru undan- þegnir þessum reglum en hins vegar þurfa fulltrúar frá sjö ríkjum að sækja um vegabréfsáritanir hyggist þeir sitja fundi Evrópuráðsins. Þessi ríki eru ísland, Danmörk, Svíþjóð, Austurríki, Malta, Kýpur og Tyrk- land. 12 þingmenn frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Austurríki, Tyrk- landi, Bretlandi, Vestur-Þýskalandi og Ítalíu hafa lagt fram tillögu þess efnis að fundir Evrópuráðsins fari fram utan Frakklands þar til yfír- völd þar hafa fallið frá þessari tilskipun. I tillögunni segir að ákvörðun Frakka feli í sér mismun- un gagnvart aðildarríkjum Evrópu- ráðsins. Er hvatt til þess að fulltrúar ríkjanna komi saman til funda í Lúxemborg þar til Frakkar hafa gripið til viðeigandi ráðstafana. Onafngreindur franskur embætt- ismaður sagði í gær að yfírvöldum væri fullkunnugt um óánægju til- tekinna ríkja og unnið væri að lausn málsins. Reuter Páfi fundar með leiðtogum gyðinga JÓHANNES Páll páfí II, sem nú heiðrar Bandaríkja- menn með nærveru sinni átti í gær fund með leiðtogum bandarískra gyðinga og fór hann fram í Miami. Fór vel á með þeim og sögðu leiðtogamir að heimsókn páfa kynni að marka tímamót. Páfí kvað bæði gyðinga og Palestínumenn eiga rétt á eigin heimalandi. Hins vegar vakti það athygli er páfí varði framgöngu Píusar páfa XII á árum síðari heimsstyrjaldarinnar en sumir sagnfræðingar hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa þagað um helför nas- ista gegn gyðingum. Myndin sýnir Mordechai Waxman rabbía ávarpa páfa í upphafí fundarins. Sjá einnig „Páfi berorður um ...“ á bls. 30. Afvopnunarviðræður risaveldanna: Bandaríkjastjóm tilbúin til að undirrita samning — segir George Shultz utanríkisráðherra Washington, Paris, Bonn, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Reuters-iréttastofuna i gær að Bandaríkjastjórn væri tilbúin til að undirrita samkomu- lag um upprætingu skamm- drægra og meðaldrægra kjamorkuflauga. Sagði hann stjórnina geta fellt sig við þau samkomulagsdrög sem fyrir liggja eftir fundi samninga- manna risaveldanna i Genf. Kvað hann Sovétstjórnina sífellt setja fram ný skilyrði fyrir samkomu- lagi. Vladimir Petrovsky, aðstoð- arutanrikisráðherra Sovétríkj- anna, sem staddur er í Vestur-Þýskalandi, sakaði bandarísk stjórnvöld um slíkt hið sama og sagði að enn væru ýmis ágreiningsmái óleyst. George Shultz sagði Sovétmenn sífellt setja fram nýjar kröfur og vísaði til ummæla Viktors Karpov, helsta sérfræðings Sovétmanna í afvopnunarmálum, sem segir Sov- étstjómina kreQast þess að Banda- ríkjamenn eyði öllum kjamaoddum í eldflaugar af gerðinni Pershing 1A bæði í Vestur-Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Sovétmenn höfðu áður krafist þess að samkomulag risaveldanna tæki einnig til Pers- hing lA-fiauga í eigu Vestur-Þjóð- veija. Bandaríkjamenn og aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins voru sammála um að vísa bæri þess- ari kröfu á bug þar eð eldflaugamar tilheyrðu þriðja ríki. Nýlega lýsti Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, yfír því að stjórn hans væri reiðubúin að uppræta eldflaug- amar eftir að stórveldin hefðu undirritað samkomulag. Voru vonir bundnar við að þetta gæti liðkað fyrir samkomulagi en undanfarna daga og vikur hafa sovéskir emb- ættismenn sagt að þetta sé ekki fullnægjandi trygging fyrir því að kjamaoddar í flaugamar verði eyði- lagðir auk þess sem þeir hafa krafist þess að Bandaríkjamenn eyði einnig kjamaoddum í Persh- ing-flaugamar sem geymdir eru í Bandaríkjunum. Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, kemur til Washington á sunnudagskvöld og mun hann eiga viðræður við Shultz og Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta. Vænta menn þess að þar verði gengið frá lokadrögum samkomu- lags, sem unnt verði að undirrita á þessu ári. Aðspurður kvaðst George Shultz telja að Sovétstjómin vildi ná samkomulagi og hann væri reiðubúinn til að hlusta á sjónarmið Shevardnadzes. Fréttir af gangi samningavið- ræðnanna í Genf eru nokkuð ósamhljóða. Bandarískir embættis- menn segja að helsta óleysta ágreiningsefnið varði eftirlit með því að ákvæði samkomulagsins verði virt. Sovéskir starfsbræður þeirra segja á hinn bóginn að Pers- hing-flaugamar í Vestur-Þýska- landi og kjarnaoddar, sem unnt er að koma fyrir í þeim, standi í vegi fyrir samkomulagi. Grænlandsmála- ráðuneytið lagt af Nuuk, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. Grænlandsmálaráðuneyti dönsku ríkisstjórnarinnar hef- ur verið lagt niður í kjölfar myndunar nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Ákveðið hafði ver- ið að leggja ráðuneytið niður um næstu áramót en þá tekur grænlenska heimastjórnin við rekstri heilbrigðiskerfisins á Grænlandi. Ákvörðun þessi kom Grænlend- ingum stórkostlega á óvart. Þegar Poul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur, hafði lokið við að mynda minnihlutastjóm sína hringdi hann í Jonathan Motzfeld, formann grænlensku heima- stjómarinnar, og tilkynnti honum að ráðuneytið hefði verið lagt nið- ur. Motzfeld sagði í viðtali við útvarpið í Grænlandi að hann myndi eiga fund með danska for- sætisráðherranum innan tíðar og myndu þeir ákveða hvenær heimastjómin yfirtekur ýmsan rekstur sem nú er í höndum danska ríkisvaldsins. Danska heilbrigðismálaráðu- neytið mun fara með heilbrigðis- mál Grænlendinga fram að áramótum. Námavinnsla á Grænl- andi mun heyra undir danska orkumálaráðuneytið en forsætis- ráðuneytið mun annast önnur samskipti ríkjanna líkt og það gerir varðandi Færeyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.