Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
11
verksins trúanlega, nema að
vissu marki, því að víst er að
hann verður á jafn skömmum
tíma úreltur og bylgjan gengur
yfir.
Og fáar liststefnur hafa verið
jafn klisjukenndar og nýja mál-
verkið enda mála fulitrúar þess
um allan heim, af ólíkum þjóð-
ernum og kynþáttum ákaflega
svipað og mjög fáir búa yfir
persónulegum tjákrafti og hvað
þá menntun í málverkinu til að
koma hugmyndum sínum og
draumum í sannverðugan bún-
ing.
Myndrænan búning, sem "
byggist á allt annarri tækni en
yfirborðsleikni, fáfengilegum
brellum og brögðum.
Það eru að mínu viti einmitt
myndir hnitmiðaðra vinnu-
bragða, hreinnar og beinnar
lifunar inn í myndefnið svo sem
„Sjálfsmynd" (14), „Nótt“ (18),
„Sjálfsmynd með vasa á höfði“
(20), „Hið eilífa ferðalag" (25)
„Vorvindar“ (34) og „Uppstill-
ing í landslagi" (39), sem eru
þróttmesta framlag Helga Þorg-
ils til íslenzkrar myndlistar, svo
og aðrar í líkum dúr.
Alltof oft koma fram laus,
kæruleysisleg klastursvinnu-
brögð, er ganga eins og fleinn
í annars ágætar myndheildir. í
heild ber þessi sýning vaxandi
listamanni vitni.
Eitt langar mig til að benda
á að lokum og það er að í þessu
tilviki sem mörgum öðrum njóta
myndimar sín best í dagsbirtu
að morgni dags og ljósi á kvöld-
in en síður eftir að kveikt hefur
verið á ljósum er skyggja tekur
er mætast náttúru- og gervi-
birta.
Hví ekki að breyta opnun-
artíma Kjarvalsstaða þannig að
fóik fái tækifæri til að njóta
náttúrubirtunnar, sem er eina1
eðlilega birtan fyrir málverk?
Loka kannski fyrr á kvöldin
eða á sama tíma og veitingabúð
— hafa þó opið nokkur kvöld í
viku og þá veitingabúðina einn-
ig...
ÓFRESKIR DRAUMAR
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Myndlistarmaðurinn Helgi
Þorgils Friðjónsson telst einn
helsti fulltrúi nýja málverksins
svonefnda hér á landi. Hann er
með sýningarglöðustu fulltrúum
yngri kynslóðar (f. 1953) enda
afkastamikill og fylginn sér.
Um þessar mundir eru tvær
sýningar í gangi á verkum hans,
önnur á Kjarvalsstöðum en hin
í Gallen Svart á hvítu við Óðin-
storg. í Kjarvalssal sýnir Helgi
43 máiverk, sem flest virðast
vera máluð á þessu ári og með
tilliti til þess að mörg eru þau
stór en fæst lítil eru afköstin
gríðarleg en það eru nú einmitt
einkenni nýbylgjumálaranna.
Hér skilur Helgi sig þó úr að
því leyti að hann stendur, að því
er ég best veit, einn að verki en
þeir ytra hafa margir hveijir og
þá einkum hinir þekktari nokkra
aðstoðarmenn við strengingu
lérefta, undirbúning og efnisinn-
kaup, — geta því alfarið einbeitt
sér að útfærslu og mótun sjálfra
verkanna. Nýbylgjumálverkið í
hinum ýmsu myndum á miklu
fylgi að fagna hér á landi um
þessar mundir og virðist síður
en svo á undanhaldi líkt og
víðast hvar ytra. Fágaðri og
hnitmiðaðri vinnubrögð ásamt
lengri yfirlegu yfír hveiju verki
virðist vera það sem nú sækir
á, — jafnvel flatarmálsmálverkið
gamla hefur verið endurlífgað
undir nýjum formerkjum og
nefnist „Neo Geo“. En það er
eins með flatarmálverkið og
fígúruna; hvorugt listformið
hvarf af sjónarsviðinu heldur
lifði góðu lífi og var vel ræktað
af áhengendum þess alla tíð
þótt minna bæri á því opinber-
lega.
Listbylgjumar sem ganga yfir
halda að vissu marki lífí í rök-
fræði og rannsóknum á mögu-
leikum myndlistarinnar en eru
langt í frá algildar um það, hvað
helst sé að ske á listasviðinu
hveiju sinni, — einungis hvað
efst sé á baugi.
*
Málverk Helga Þorgils koma
mér fyrir sjónir að vera undarleg
blanda af ófreskum, bemskum
draumum þar sem bókmennta-
leg frásagnargleðin gengur á
fullu, nostalgía aldamótaáranna
(Belle Epoque) svífur yfír vötn-
um ásamt kynlífsórum goð-
sagnalegrar forskriftar. Helgi
leitar víða fanga í listasögunni
svo og nútímanum að myndefni
og hrærir saman svo að á köflum
finnst áhorfandanum sem hann
sé að rýna í myndasögu þar sem
sjálf frásögnin sé allyfirgnæf-
andi meginás.
En svo einfalt er þetta ekki
því að þótt Helgi máli hrjúft og
afneiti staðfastlega fagurfræði-
legum hugleiðingum í tilurð
málverka sinna; telji sig vilja
afmá úr myndum sínum allt sem
minnir á „gott málverk" að
sígildum skilningi — þá bera
hans bestu málverk ríkulegan
og máski ósjálfráðan keim af
þessum almennu lögmálum.
Ymsir nafnkenndustu fulltrú-
ar nýja málverksins svo sem
Sandro, Chia, Anselm Kiefer og
Rainer Fettig búa einmitt yfir
innsærri tækni og málunar-
leikni, sem er öfundsverð og
kostar gríðarlega vinnu að þróa.
Þannig séð er mjög varhuga-
vert, að taka hráan boðskap og
rökfræði fulltrúa nýbylgjumál-
Hverjir gáfu í
Kínaspilinu?
Erlendar baekur
Jóhanna Kristjónsdóttir
John Ehrlichman: The China
Card
Útg. Corp Books 1987
Ehrlichman var iðulega í fréttum,
þegar Watergate-hneykslið kom
uppá. Hann var helzti ráðgjafi Nix-
ons í innanríkismálum og varð að
segja af sér eins og forsetinn og
fleiri. Um hríð heyrðist lítið frá
honum, en fyrir nokkrum árum
sendi hann frá sér bókina Witness
to Power: The Nixon Years og
seinna tvær skáldsögur.
Sennilega má fullyrða, að engin
bókanna hefur vakið jafn almenna
athygli í Bandaríkjunum og sú, sem
hér er fjallað um. Eins og titillinn
gefur til kynna er höfundur að
skrifa um aðdraganda þess, að Kína
var opnað Bandaríkjamönnum.
Hvemig að því var staðið. Því að
fæst er sem sýnist. Ehrlichman set-
ur þetta upp í skáldsöguformi og
getur þar af leiðandi leyft sér að
blanda saman staðreyndum og
skáldskap. Gerir það með ágætum.
Raunar svo, að maður freistast til
að halda, að þannig hafi Kínaspilið
verið leikið.
Matthew Thompson er ungur
lögfræðingur, og hann fær vinnu á
lögfræðiskrifstofu Richards Nixons.
Árið er 1966 og flest bendir til að
Nixon muni fara í forsetaframboð.
Það er vegna persónulegra kynna
Nixons og föður Matthews, að ungi
maðurinn fær starfið. Pilturinn er
fæddur í Kína, þar eð foreldrar
hans bjuggu þar árum saman fyrir
stríð. Foreldrar hans höfðu haldið
við mandarin kínversku, svo að
hann skilur hrafl í málinu. Það kem-
ur sér vel síðar.
í Kína fer menningarbyltingin
eins og logi yfír akur um þessar
mundir. Stjómleysið er algert í stór-
um hlutum landsins, og þeir Mao
formaður og Chou En-lai forsætis-
ráðherra mega hafa sig alla við.
Því að Lin Piao, varnarmálaráð-
herra, þótt veikur sé og hrumur,
er ekki af baki dottinn.
Einn af þeim mætu mönnum sem
hafði verið sendur í „endurhæfingu“
er Teng fyrrum starfsmaður í ut-
anríkisráðuneytinu. Hann er nú
kvaddur til Peking og leiddur á
fund Chou forsætisráðherra. Teng
hafði í gamla daga verið kunnugur
föður Matthews. Og nú er sem sagt
meiningin að hann hafi samband
við piltinn og fái hann í lið með
Chou og Mao. Því að Chou hefur
afráðið - þótt það skýrist ekki fyrr
en löngu síðar í bókinni - að Nixon
verði forseti Bandaríkjanna og hann
hefur sömuleiðis séð út leiki til að
Nixon taki upp samskipti við
Kínverska alþýðulýðveldið og láti
Taiwan fara fyrir lítið.
Matthew fyllist áhuga á því verk-
efni, sem kynnt er honum: að stuðla
að því að samskipti Bandaríkjanna
og Kína geti ekki bara orðið eðli-
leg, heldur vinsamleg. Höfundur
ætlar honum bókina út í gegn, aldr-
ei aðrar hvatir en góðar og aldrei
fellst Matthew á að réttlætanlegt
sé, þegar fram í sækir, að setja
hann á bekk með njósnurum.
Matthew fer nokkrar ferðir til
Kína, allt verður það að vera með
mestu leynd, en eftir að Nixon hef-
ur verið kosinn, er Matthew ráðinn
til starfa í Hvíta húsinu. Og Kínveij-
um er vitaskuld akkur í að fá
allítarlegar lýsingar á því sem menn
eru að bauka þar. Þeir sjá alltaf
nokkra leiki í spilinu, áður en
Bandaríkjamenn koma auga á þá.
En Matthew lendir einnig i háska;
þegar Lin Piao hefur fregnir af
John Ehrlichman
áformum Maos og Chous að ving-
ast við Bandaríkin, bregst hann
hinn versti við. Meðal annars gerir
hann tilraun til að láta ræna Matt-
hew í einni Kínaferðinni, þótt það
ævintýri fari vel að lokum. Lin Piao
er ekki á þeim buxunum að gefast
upp og ásamt yfirmönnum flug-
hers, sem hann virðist hafa í hendi
sér, skipuleggur hann samsæri
gegn Mao. En Chou er honum klók-
ari. Og kenning Ehrlichmans er sú,
að Lin Piao er skotinn til bana með
konu sinni þegar þau eru á leið úr
elskulegu kvöldverðarboði hjá form-
anninum.
Smám saman hafa þeir félagar
Teng kínverski og Matthew banda-
ríski komið því í kring, að löndin
eru farin að skiptast á leynilegum
orðsendingum og það kemur að því
að farið er að tala um að banda-
rískur fulltrúi fljúgi til Kína og
ræði málin. Það verður Henry Kiss-
inger, sem laumast þangað í fyrstu
heimsóknina. Allt hefur þó, án vit-
undar Kissingers, verið fastmælum
bundið fyrir löngu.
Matthew hefur orðið ástfanginn
af kínverskri stúlku Li-fa, sem er
hægri hönd Chous. Það er ekki
reiknað með slíkri uppákomu í
Kínaspilinu og Matthew teflir sjálf-
um sér og stúlkunni í hættu.
Sennilega hefðu Matthew betur
haldið sér við Glennu eða Mary.
Þær eru bandarískar, sætar stúlk-
ur, sem vilja óðar og uppvægar
giftast honum.
Ehrlichman lýsir flestum í
starfsliði Nixons með sínum réttu
nöfnum. Að vísu er enginn Ehrlich-
man í hópnum. Það er freistandi
að ætla að Ehrlichman vilji líta á
sig sem Matthew, altjent hvað hug-
sjónimar snertir. Kissinger og
Álexander Haig fá ekki par góða
útreið í bókinni. Þótt Matthew finn-
ist Nixon með ljótari mönnum,
verður vart ákveðinnar virðingar í
'nans garð. Chou En-lai er greini-
lega meistarinn í spilinu og aðdáun
á snilli hans fer ekkert á milli mála.
Þótt það komi fram, að auðvitað
svífst hann einskis, frekar en aðrir
stjórnmálamenn, þegar á reynir.
Ehrlichman hefur hér skrifað
töluvert merkilega bók, þar sem
einlægninni er stillt upp versus
makki og undirferli pólitíkusa vítt
um verold. Hvort sem sagan styðzt
við raunveruleika eða ekki er hún
lærdómsrík og fróðleg. Byijunin er
dálítið þunglamaleg, en þegar hún
hefur verið yfírstigin og persónum-
ar hafa verið leiddar fram á sviðið
og spilið er hafið er líka óhætt að
segja að ég átti skemmtilegar
stundir á næstu sex hundruð síðum.