Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 16

Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 1 „Risar“ í görðum II Við tökum nú upp þráðinn þar sem frá var horfíð í síðasta þætti og í kjölfar „risanna" verða nú talin upp nokkur „hálftröll" sem vel sóma sér í görðum og nota má á ýmsa vegu en þó fyrst og fremst sem „solitaire“-plöntur, þ.e. að láta þær standa einar sér, t.d. á gras- flöt eða í homi í garðinum. Tökum t.d. JÖTUNJURT (Aruncus dioic- us, A. vulgaris eða A. sylvestris) sem er mjög glæsileg og getur við bestu skilyrði náð allt að tveggja metra hæð. Jötunjurtin gengur einnig undir nafninu GEITA- SKEGG og á Norðurlöndum er hún kölluð FJERBUSK, Qaðrarunni, og þó hún teljist ekki til eiginlegra runna má segja að blómin sem hún ber í stórum næstum hvítum skúf- um minni talsvert á skrautfjaðrir. Þetta er votlendisjurt sem þolir nokkum skugga. Leggimir eru svo stinnir að jurtin þarfnast ekki stuðnings. GULLKORNBLÓM (Centaurea macrocephala) er fremur sjaldgæft og ekki mikið í sviðsljósinu. Það er blaðstórt og hefur stinna stöngla sem verða á annan metra á hæð. Blómkarfan er sérkennileg, reifa- blöðin mynda brúnhreistróttar kúlur á stöngulendunum en upp úr þessum kúlum opnast síðan sól- gullin blómkrónan, en það gerist ekki fyrr en mjög seint á sumri og tæplega nema í bestu tíð eins og þeirri sem við höfum notið í ríkum mæli þetta árið. Unir sér sem önnur komblóm á sólríkum stað, fremur þurrum. Varla er unnt að nefna hávaxin og tilkomumikil blóm í görðum án þess að RIDDARASPORAR komi þar við sögu. Um þá mætti segja langa sögu, en því verður ekki komið við að sinni, enda hefur þeirra líka verið getið í þættinum áður (grein nr. 17 — 23.8.1986). Varla getur að líta meiri litauðgi og fegurð en hjá þessum tígulegu jurtum. Þó má e.t.v. nefna í sömu andrá SKRAUTLÚPÍNUR (Russ- els) en hjá þeim fer saman mikið litskrúð og glæsileiki. RANDAGRASIÐ (Phalaris ar- undinacea) með sín grágræ/ hvítröndóttu blöð getur ekki státað af litskrúði, þó er það býsna heill- andi ekki síst síðsumars þegar axið hefur náð fullri hæð og mikið kann ég alltaf vel við skijáfíð í því þegar um það leikur hæg gola. En það er frekt til fjörsins og veit- ir ekki af að hafa gát á að það gerist ekki of heimaríkt og gott er að gera sér að vana að snyrta það og skera utan af því á hveiju vori. ÞYRNIKOLLUR (Echinops) er stundum kallaður KULUÞISTILL: Tilkomumikil jurt með stinna stöngla, 100—150 sm á hæð. Á stöngulendunum sitja smávaxin blóm og mynda þéttar kúlur sem eru harðar viðkomu. Það sama má segja um blöðin, stór, gljáandi og dálítið þymótt. Jurtin þarf djúp- an jarðveg því rætumar eru öflugar og leita langt niður. Þekkt- astir í ræktun hér á landi eru BLÁÞYRNIKOLLUR (E. ritro) og GRÁKOLLUR (E. sphaerocoephal- us). Þessari sundurlausu og handa- hófskenndu upptalningu lýkur með því að minnast verður lítillega á stórvaxna MJÓLKURJURT (Euphorbia palustris). Hún getur náð 150—180 sm hæð þegar hún er búin að koma sér vel fyrir og hefur náð fullum vexti en það get- ur tekið hana alllangan tíma. Blómin fagurgul að lit sitja á stöngulendunum, í raun og veru eru það ekki blóm heldur svokölluð háblöð (sbr. jólastjömu, E. pulcher- rima). Állt um það er jurtin væn ásýndum og ánægjulegt að eiga hana í garði sínum. Þær jurtir sem taldar hafa verið upp í þessum tveim þáttum um „risa í görðum" hafa um langt árabil verið ræktaðar hér á landi með góðum árangri og geta því sannarlega talist algengar. Þeim má auðveldlega fjölga með skipt- ingu og sumar hveijar þroska fræ. Síðar verður e.t.v. getið fáeinna tegunda sem fágætari eru. ÁBj. Þessi mjólkuijurt, Euphorbia polychroma, er aðeins 25-30 sm á hæð, en blómskipun er mjög lík og hjá Euphorbia palustris, sem getið er í greininni. Alla daga vikunnar til Evrópu Amarflug hefur nú náð þeim langþráða áfanga að flogið er alla daga vikunnar til Evrópu. ■ Við fljúgum fimm sinnum í viku til Amsterdam og tvisvar í viku til Hamborgar. ■ Brottfarir eru þannig settar upp að við lendum á Schiphol flugvelli í Amsterdam á hádegi. ■ Pá er einmitt besti tíminn til að ná tengiflugi áfram, til allra heimshorna. ■ Hjá Arnarflugi fœrðu farmiða hvert sem er í heiminum. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.