Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 17
V»QOr <Jr7faiKr3rVnrJO or aTT*^A(rTC A T nTfJ A T<7TATT»'\<7/'Mi«r
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
ff
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson
Á útborgnnardegi
Tíminn líður, langt liðið á sumar,
komið fram í septembermánuð og
allra veðra von. Fyrsti dagur hvers
mánaðar er eins og kunnugt er út-
borgunardagur hjá megin þorra
launþega og þá í mörgu að snúast
í bönkum og lánastofnunum. Fyrsta
dag septembermánaðar bar upp á
þriðjudag, og góður vinur, Guðni
Már Henningsson, kom í heimsókn
á bíl sínum, tékkneskum Skoda, í
tilefni dagsins, og kvað haustið
leggjast ágætlega í sig, beijatínsla,
réttir og tilheyrandi og stórkostleg
bókmenntahátíð í Reykjavík. Guðni
er rétt rúmlega þrítugur og gæslu-
maður á Kópavogshælinu, með laun
sem eru engan veginn mannsæm-
andi, innan við fjörutíu þúsund
krónur á mánuði, og hann gerir varla
meira en að draga fram lífið í starfí
sem einungis góðir drengir og stúlk-
ur taka að sér. Hann er samt nokkuð
ánægður með tilveruna enda á hann
ótal áhugamál og hefur löngum gert
góðlátlegt grín að lífsgæðakapp-
hlaupinu. Nægir að eiga tóbak í
pípuna, góðar bækur, plötur, föt og
fyrir fisk í soðið. Svo hefur hann
frumlegan húmor sem er bráðnauð-
synlegur á alvörutímum i lífi ein-
staklinga og þjóða. Á útborgunar-
dögum um mánaðamót veit hann
fátt skemmtilegra en að skoða
mannlífið og ekur þá oft á bíl sínum
niður Laugaveginn. Hann bauð mér
í slíka skoðunarferð fyrsta dag sept-
embermánaðar. Það 'voru rigning-
arskúrir af og til, mild veður og
ekið framhjá veðdeild Landsbank-
ans, Alþýðubankanum, Samvinnu-
bankanum. Á gangstéttum hópur
fólks og Kringlan búin að opna með
tilheyrandi hátíðarhöldum. Guðni
Bragason fréttamaður Sjónvarpsins
á gangi á homi Laugavegar og Vit-
astígs, í ljósum regnfrakka með bros
á vör og við búðarglugga, fólk að
spá í verðlag og gæði vöru. Einar
Már Guðmundsson rithöfundur þó í
engum slíkum hugleiðingum að sjá
þar sem hann kom upp Bankastræ-
tið með unga dóttur sína í fanginu
og kinkaði kolli til kunningja og
aðdáenda, yfirvegaður og stressið
vfðs §arri.
Guðni Már er ekki einn um að
gera góðlátlegt grín af lífsgæða-
kapphlaupi okkar Islendinga. Maður
kominn á sextugsaldurinn sem er
svo hógvær og lítillátur að hann vill
alls ekki láta nafns síns getið er
kominn í trillubátaútgerð og rær
með öðrum manni á nálæg mið hér
út af Gróttu. Hann er búinn að eiga
mörg áhugamál um dagana. Nú á
trillubátaútgerðin hug hans allan.
Hann var með golfdellu, skákdellu
og ótal aðrar dellur. Hann var ein-
mitt að fjárfesta í trillu, einn
útborgunardag hér fyrr í sumar,
ásamt Lalla vinnufélaga sínum og
vini, og nú borga þeir af trillunni
og hver mánaðamót allt fram til
áramóta.
— Ég skal segja þér að ég veit
fátt skemmtilegra en að róa á miðin
eftir fiski. Og frekar fæ ég mér
góða trillu en að eyða mánaðakaup-
inu inni á einhveijum stórmarkaðin-
um, í tómt glingur, sagði hann við
mig um daginn. Þetta gerði maður
svo sem. Kom heim um hver mánað-
mót með alls konar vaming og hlóð
upp í íbúðinni og átti það til að festa
það á filmu. Nei. Ég á allt af öllu.
Er með tvo fugla í búri, kött, mynd-
segulband, sjónvarp eins og lög gera
ráð fyrir og auðvitað útvarp, hljóm-
flutningstæki, nú teppi á gólfum,
nýja ryksugu, nýjan ísskáp og var
farinn að fjárfesta í verðbréfum þar
til ég áttaði mig á því að þetta er
allt saman hégómi. -Ég var satt að
segja stöðugt að safna að mér ein-
hveijum hlutum. Það vantaði samt
eitthvað í líf mitt eftir að konan hljóp
frá mér með manni til útlanda. Þá
var það að við Lalli ákváðum að
kaupa trillu. Hann er einnig fráskil-
inn. Trillubátaútgerðin getur verið
skemmtilegt sport svona með prent-
verkinu. Það var hér eina helgi, á
laugardegi, að við komum úr róðri
að bryggju inn í Sundum, með ýsu
og þorsk, ein fjögur tonn. Við vorum
að byija að landa þegar niður á
bryggjuna gengur kona sem fékk
nú hárin á höfðinu á mér til að rísa
og eru þau nú ekki mörg. Hún er
líklega eitthvað á fertugsaldri, ljós-
skolhærð og var í kjól sem náði henni
varla niður fyrir hné. Hún gekk til
okkar og spurði um aflann. Eg varð
fyrir svörum:
— Það er mesta furða hvað hægt
er að draga upp úr sjónum. Við erum
hér með vænan fisk, væna ýsu og
þorsk. Ég verð að segja að ég hefði
nú gjaman viljað fá jafn myndarlega
ýsu og þig á öngulinn. Við þessi
ummæli brá konunni. Hún var næst-
um dottin þama á bryggjunni. Lalli
var kominn upp úr bátnum og greip
hana í fallinu.
— Þú spriklar eins og ýsan, sagði
hann.
Það var svolítið slor þama á
bryggjunni og konan á þannig skóm
að enginn vandi var að hrasa. Hún
þáði nú síðar físk hjá okkur í soðið.
Við Guðni Már fórum í Skoda
bifreiðinni um Lækjargötu, Pósthús-
stræti og við Hótel Borg gekk Ingi
Bjöm Albertsson, alþingismaður,
yfir götu áleiðis að Dómkirkjunni, í
ljósum regnfrakka með skjalatösku
í hendi, svona til að minna á tilveru
Borgaraflokksins.
Góður kunningi sem þarf stundum
nokkuð að nota síma í heimahúsi
fékk um daginn símareikning sem
hljóðaði upp á 133 þúsund og 900
krónur. Hann var gjörsamlega miður
sín og skildi ekkert í því hvað reikn-
ingurinn var hár. Hélt þvi fram að
hann hefði kannski gengið um í
svefni sem hann á nú til og óvart
hringt til útlanda. Kannski talað við
helstu stjómmálamenn samtímans í
svefni. Hann var eiginlega friðlaus
í nokkra daga uns hann fékk annan
seðil, leiðréttingu og sá símareikn-
ingur hljóðaði upp á 1390 krónur. Á
einhvem óskiljanlegan hátt höfðu
orðið alvarleg mistök í útsendingu
fyrri reiknings. Hann hafði gert at-
hugasemd um leið og fyrir seðillinn
kom og var síðan beðinn afsökunar
á leiðum mistökum ...
HAUSTSALA
A HEL GARFERDUM
TIL FIMU BORGA
ÍEVRÓPU'
LONDON
Fjórir dagar - þrjár nœtur.
Gisting í tueggja manna herbergi
m/morgunverði.
Verð frá kr. 17.227
Gildir frá 15. sept.
CLASCOW
Fjórir dagar - þrjár nœtur.
Gisting í tveggja manna herbergi
m/morgunverði.
15.362,-t
Gildir frá 15. sept.
LUXEMBORG AMSTERDAM
Tvœr til þrjár nœtur.
Gisting í tveggja manna herbergi
m/morgunverði.
14.894,-
Sérstakt tilboð í október og
nóvember.
ATH!
Bjóðum einnig Glasgowferðir frá
þriðjudegi til laugardags.
Fimm dagar - fjórar nœtur.
Gisting í tveggja manna herbergi
m/morgunverði.
16.370. -
Gildir frá 15. sept.
Þrír dagar - tvœr nœtur.
Gisting í tveggja manna herbergi
m/morgunverði.
17.130.-
Gildir frá 1. okt.
KAUPMANNA-
00
HOFN
Fjórir dagar - þrjár nœtur.
Gisting í tveggja manna herbergi
m/morgunverði.
. 21.100.-
Gildir frá 15. sept.
FERÐASKRIFSTOFAN URVAL
- fólk sem kann sitt fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900