Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 31

Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 31 Verdens Gang George Visser var tekinn að hressast er þessi mynd var tekin af honum á sjúkrahúsi á Svalbarða í gær. A borðinu hjá honum er stytta af dýrategundinni, sem honum er tæplega nokkuð óskaplega hlýtt til þessa dagana. Svalbarði: Oður ísbjöm ræðst á tvo vísindamenn Osló, frá Jan Enk Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. TVEIR hollenskir vísindamenn voru aðeins hársbreidd frá dauða sínum er óður ísbjörn réðist á þá á Edge-eyju við Svalbarða nú í vikunni. Eftir árás bjarnarins lágu mennirnir særðir og blóðug- ir í skýli sínu í þijá sólarhringa áður en hjálp barst. Vísindamennirnir reyndu að fæla ísbjöminn burt er hann réðist á skýli þeirra og gúmbát. Rándýrið stökk á annan þeirra, Pete Oster- feldt, sló hann niður og beit hann í höfðuðið. „Hann fláði af honum höfuðleð- rið,“ sagði hinn vísindamaðurinn, Georg Visser. „Ég kveikti á lukt og reyndi að bjarga Pete. Ég hélt hann væri dáinn, en vildi hindra bjöminn í að éta hann.“ Visser barðist langa stund við bjöminn og hlaut mörg bit og risp- ur. Á meðan rankaði Osterfeldt við sér og tókst að skríða inn í skýlið. Visser flúði á eftir honum, og félag- amir kúldmðust særðir og óvopnað- ir í kofa sínum, sambandslausir við umheiminn. Þeir áttu hins vegar von á hollenskum báti, sem átti að sækja þá þremur dögum síðar. Báturinn kom eins og um var samið. Áhöfnin heyrði hróp félag- anna í kofanum og sá bjöminn, sem enn æddi um fyrir utan skýlið. Norska landstjóranum á Svalbarða var gert viðvart og þyrla send frá Longyearbyen. ísbjöminn var skot- inn á færi og Hollendingunum komið í sjúkrahús. Líðan vísindamannanna þykir góð eftir atvikum. Osterfeldt verður þó að fara í margar plastskurðað- gerðir áður en hann verður eðlilegur útlits aftur. Það mun taka langan tíma fyrir sárin á höfði hans að gróa saman. Persaflói: De Cuellar ræðirvið Iransstjóm Teheran, Reuter. í GÆR kom Perez De Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, til Teheran, höfuð- borgar írans. Tilgangur farar- innar er að reyna til þrautar að fá írani til þess að fallast á vopnahléskröfu Öryggisráðs SÞ. Fyrstan hitti De Cuellar Ali Ak- bar Velayati, utanríkisráðherra Irans, en frekari fundahöld með írönskum stjómvöldum eru fyrir- huguð í dag og á morgun. Þá fer De Cuellar áleiðis til Bag- dað, höfuðborgar íraks, þar sem hann mun dvelja í tvo daga. Eftir viðræður við þarlend stjórnvöld er ráðgert að hann haldi til New York-borgar á ný til skrafs og ráða- gerða við Öryggisráðið. Bandaríkin: V öruskiptahalli aldrei verið meiri Washington, Reuter. VÖRUSKIPTAHALLI Banda- ríkjanna í júlí nam 16,47 miHjörð- um Bandaríkjadala og er það enn eitt metið, sem slegið er á þessu sviði á árinu. Fyrra met var frá júní og var hann þá 15,71 millj- arðar. Talið er að Bandaríkjadal- ur muni lækka í verði i kjöifar þessa. Reyndar hafði verið búist við því að hallinn kynni að eitthvað hærri en í júlí, en ekki hafði verið búist við því að hann yrði jafnmikill og raun bar vitni. Halli þessi þykir ekki góður af- spumar í Washington og ekki bætir úr skák að forsetakosningar eru framundan á næsta ári. Þá hefur Bandaríkjaþing nú frumvarp til umræðu þar sem lagt er til að vemdarstefna verði á ný tekin upp í milliríkjaverslun þó í takmörkuð- um mæli verði. Talið er að ofan- greindar hagtölur muni hafa áhrif á brautargengi frumvarpsins. Nálega þriðjungur viðskiptahall- ans er vegna Japansviðskipta, en hallinn á þeim er talinn nema um 160 milljörðum Bandaríkjadala ár- lega. Frumvarpið beinist einkum gegn óheftum innflutningi frá Jap- an og er m.a. ætlað að þrýsta á stjómvöld í Tókíó um að láta af alls kyns viðskiptahömlum sem gera innflutning á bandarískri vöru til Japans illkleifan og kostnaðar- saman. í síðustu viku ákvað Seðlabanki Bandaríkjanna að hækka vexti um */2% í von um að styrkja gengi dals- ins gagnvart öðmm gjaldmiðlum, en jafnframt til þess að slá á ótta við að verðbólga kunni að fara af stað á ný. Nú er hætt við að þessar ráðstafanir hafi haft lítið að segja. Noregur: Hver bar byssurnar í sendiráðstökunni? Reuter Tveir sendiráðstökumanna á svölum sendiráðsins sl. fimmtudag. Ósló, Reuter. GETUM er nú að því leitt að byssumar, sem sáust og heyrðist í við töku sendiráðs írana í Ósló, hafi ekki verið f höndum töku- manna eins og fyrst var álitið. Þegar hinu þriggja tíma langa umsátri lauk á fimmtudag með uppgjöf ellefu iranskra kommún- ista fundust engar byssur á þeim, en sendiráðsmenn írans neituðu lögreglunni um frekari aðgang að sendiráðsbyggingunni og höfnuðu aukin heldur beiðni lög- reglunnar um að skrá vitnisburð sendiráðsstarfsmanna. Á fímmtudag, skömmu áður en árásarmennimir gáfust upp, heyrðu blaðamenn, sem staddir voru utan við sendiráðið, byssuskot inni í því og lögreglan sagðist hafa séð til vopnaðra manna í gluggum þess. Þegar lögreglan var spurð hvort verið gæti að sendiráðsmenn hefðu verið vopnaðir vildi talsmaður henn- ar ekki tjá sig um málið. Per Paust, KONA frá Leningrad, sem greindist með alnæmi, hefur undirritað skjal þess efnis að hún muni ekki hafa kynmök næstu fimm árin. Konan, sem er 28 ára, sam- þykkir þetta í ljósi laga frá því í ágúst. Að sögn Tass-fréttastofíinn- blaðafulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, sagði í viðtali við Reuters að samkvæmt alþjóðlegum samþykkt- um kæmi það Norðmönnum ekki við hvort sendiráð hefðu vopn eða annan búnað innan vébanda sinna. ar fékk konan að yfírgefa sjúkra- húsið sem hún dvaldi á eftir að hún skrifaði undir. Konan er sögð eina manneskjan í Leningrad sem greinst hefur með sjúkdóminn. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Sovét- ríkjunum hafa 102 einstaklingar greinst með sjúkdóminn, þar af eru 80 útlendingar. Ekki náðist í neinn sendiráðs- starfsmann til þess að tjá sig um málið, en sendiráðunauturinn Mo- hammed Hadi Ardebili, sem varð fyrir hnífsstungu á fímmtudag, sagði í viðtali við norska ríkisút- varpið af sjúkrabeði að engar byssur væru í sendiráðinu. „Við höfum engin vopn í sendiráðinu og getum ekki varið okkur." Hann gagnrýndi lögregluna jafnframt harðlega fyrir framgöngu sína. Ut- varpið í Tehran tók í sama streng og sagði að lögreglan hefði brugð- ist við „innrás hryðjuverkamann- anna af miklu ábyrgðarleysi." Að beiðni sendiráðsins hefur ör- yggisgæsla um það verið mjög hert og í Teheran var gæsla við norska sendiráðið einnig efld, þó svo að norsk stjómvöld hefðu ekki æskt þess. Alnæmissjúklingur hættir kynlífi í 5 ár Moskvu, Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.