Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 36

Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 Framfærsluvísitalan hækkaði um 1,13% í ágúst: Vísitalan 5,65% hærri en reiknað var með í kjarasamningfum Launanefndir taka afstöðu til vísi tölubóta á næstu tveimur vikum Óskar Guðmundsson fisksali í Sæbjörgu Morgunblaðið/Sverrir Höfuðborgarsvæðið; Vinnutími f isksalanna hefur styst um þriðjung VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 1,13% frá því í byij- un ágiístmánaðar fram í byrjun september og er nú 210,38 stig. Umreiknað til eins árs jafngildir þetta 14,4% verðbólgu á ári, en undanfarna tólf mánuði hefur visitala framfærslukostnaðar hækkað um 20,3%. Undanfarna þijá mánuði hefur visitalan hækkað um 5,5%, sem jafngildir 23,7% verðbólgu á heilu ári. Af þessari 1,13% hækkun stafa um 0,1% af hækkun á verði mat- vöru, um 0,3% stafa af hækkun á verði fatnaðar og um 0,7% stafa af hækkun ýmissa vöru og þjón- Athugasemd: AÐSTOÐAR póst og símamála- stjóri Guðmundur Björnsson bað um að eftirfarandi athugasemd yrði komið á framfæri í blaðinu. Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um bilanir í stafræna símakerf- inu og beiðni samgönguráðherra um kröfu til framleiðanda varðandi tafarlausar úrbætur af hálfu selj- anda vil ég taka fram: Ég tel fulla ástæðu til að gæta réttar stofnunar- innar og þar með símnotenda ef um það er að ræða. Það er alls ekki ótímabært á nokkurn hátt. ustuliða, segir í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands. Hækkun framfærsluvísitölunnar frá því í maímánuði er samtals 5,65% meiri en miðað var við í kjarasamningum ASÍ og VSÍ/VMS í desember á síðasta ári. Það er á valdi launanefndar aðila að úr- skurða um það hvort þessi hækkun vísitölunnar verður bætt launþeg- um, en við mat sitt ber nefndinni að taka tillit til þróunar kaupmáttar og breytinga á efnahagslegum for- sendum. Umsamin 1,5% áfanga- hækkun launa kemur til framkvæmda um næstu mánaða- mót og gætu því laun samtals Við hjá Pósti og síma gerum okkur fyllilega grein fyrir alvöru þessa máls, þótt síðar verði að koma í ljós hvort grundvöllur sé fyrir sskaðabótakröfu. í bréfi ráðherra til okkar er ekkert fullyrt um það heldur bent á að athuga þurfi hvort um hugsanlega skaðabótaábyrgð hins erlenda framleiðanda geti verið að ræða. Verið er að ganga frá bréfi til framleiðanda og vonast ég til að hægt verði að póstleggja það fyrir helgi. hækkað um 7,23% 1. október, verði sú niðurstaða nefndarinnar að bæta hækkun framfærsluvísitölunnar að fullu. Pjórir menn eiga sæti í launa- nefnd ASÍ og VSI/VMS, tveir frá hvorum aðila, og fer ASÍ með odda- atkvæði í nefndinni verði ágreining- ur um úrskurðinn. Hingað til hefur ætíð orðið samkomulag um að bæta hækkun framfærsluvísitölunnar að fullu, en í þau skipti hefur vísitalan farið miklu minna fram úr því sem ráð var fyrir gert en nú. Óskipað er í tvö sæti í nefnd- inni. Bjöm Bjömsson, hagfræðing- ur, sem sat í nefndinni af hálfu ASÍ ásamt Hólmgeir Jónssyni, hefur látið af störfum hjá samtökunum og ''/ilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur, sem átti sæti í nefndinni af hálfu Vinnuveitendasambandsins ásamt Ólafi Davíðssyni, hefur hafíð störf hjá Verslunarráði íslands. Skipað verður í þessi tvö sæti strax eftir helgina. Urskurður nefndar- innar á að liggja fyrir 25. þessa mánaðar. Auk launanefndar ASÍ og VSÍ/ VMS em Samband bankamanna og félög opinberra starfsmanna og ríkið einnig með launanefndir á sínum snæmm. Leiðrétting Þau mistök urðu í inngangi að greinaflokki um helstu dánarorsak- ir í C-blaði Morgunblaðsins í gær að tölur um látna hér á landi og fjölda þeirra þar sem dánarorsökin var einn þeirra fímm sem algeng- astar em féllu niður. Nýjustu tölur sem fyrir liggja em frá árinu 1985 og taka til áranna 1981-84. Þá dóu að meðaltali um 1.600 Íslendingar á ári, og þar af 1.260 af ofangreind- um orsökum. Síðari talan skiptist þannig að 480 dóu úr hjartasjúk- dómu, 160 úr heilablóðfalli, 160 úr lungnasjúkdómum, 370 úr krabba- meini og 90 fómst í slysum. „Fiskmarkaðimir i Reykjavík og Hafnarfirði hafa stytt vinnu- tíma hins almenna fisksala í Reykjavík um tuttugu til þijátíu prósent,“ segir Öskar Guð- mundsson fisksali í Sæbjörgu á Grandagarði, sem á og rekur fiskbúðirnar á Bragagötu 22 og Dunhaga 18 i Reykjavík. Óskar sagði í viðtali við Morgun- blaðið að áður en Faxamarkaður hf. í Reykjavík og Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfírði vom opnaðir, hafí físksalar á höfuðborgarsvæðinu jafnvel þurft að bíða eftir físki upp úr bátum í Grindavík, Sandgerði og Keflavík til klukkan átta á kvöld- in. Fiskurinn hafí þá stundum ekki verið kominn í hús hjá þeim fyrr en klukkan ellefu á kvöldin. Hins vegar kaupi físksalar nú almennt fiskinn í fiskmörkuðunum. „Það er einnig þægilegra að skipta við fiskmarkaðina heldur en að vera með föst viðskiptasambönd við báta því að í fískmörkuðunum er hægt að kaupa hvort heldur sem er eitt eða fimm tonn af físki hveiju sinni. Nú emm við einungis í föstum viðskiptum við einn bát, Rúnu RE 150, en sennilega kaupum við físk af útgerðarfélaginu Þorbimi hf. í Grindavík næstu vetrarvertíð," sagði Óskar að lokum. Ráðherrar kynna sér Blönduvirkjun ÞORSTEINN Pálsson for- sætisráðherra og Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra skoðuðu framkvæmdir við Blönduvirkjun í boði Lands- virkjunar í gær. Með þeim í ferðinni vom Jóhannes Nordal stjómarform- aður Landsvirkjunar, Halldór Jónatansson forstjóri Lands- virkjunar og Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri. Ferðin var farin til að kynna ráðhermnum framkvæmdir við Blönduvirkjun. Tímabært að gæta réttar símnotenda - segir aðstoðar póst og símamála stjóri um biluðu símstöðvarnar Brids Arnór Ragnarsson Sumarbrids ’87 Metþátttaka var í sumarbrids sl. þriðjudag. 66 pör mættu til leiks og var salurinn í Sigtúni 9 fullskip- aður. Sumarbrids ’87 lýkur nú á fímmtudaginn, en næstu þriðjudaga verður boðið upp á haustbrids, þ.e. eins kvölds keppnir með sama fyrir- komulagi og í sumarbrids. Húsið verður opnað kl. 17.30 á þriðjudög- um og hefst spilamennska í hveijum riðli um leið og hann fyllist. Úrslit sl. þriðjudag urðu: A Stig: Óli Bjöm Gunnarsson — Ragnar Haraldsson 199 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 177 Guðmundur Kr. Sigurðsson — Steingrímur Steingrímsson 170 Gunnar Þorkelsson — Lárus Hermannsson 170 Nanna Agústsdóttir — Sigurður Amundason 170 B Stig: Huida Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 191 Sig.ríður Ottósdóttir — Ingólfur Böðvarsson 181 Bjöm Blöndal — Magnús Torfason 181 Hörður Pálsson — Þráinn Sigurðsson 178 Óskar Karlsson — Þröstur Sveinsson 171 C Stig: Guðlaugur Nielsen — Guðmundur Thorsteinsson 200 Erlendur Björgvinsson — Hallgrímur Mámsson 184 Gísli Þorvaldsson — Reynir Bjamason 181 Asthildur Sigurgísladóttir — Lárus Amórsson 180 Jónas Elíasson — JónG.Jónsson 174 D Stig: Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson 208 Kristján Ólafsson — Rögnvaldur Möller 184 Bemódus Kristinsson — Þórður Bjömsson 181 Ragnar Bjömsson — SævinBjamason 177 Guðni Hallgrímsson — Helgi Samúelsson 164 E Stig: Ármann J. Lárusson — Steingrímur Jónasson 142 Ríkharður Steinbergsson — Steinberg Ríkharðsson 130 Hermann Sigurðsson — Jóhannes O. Bjamason 130 Sigurður Karlsson — Sæmundur Jóhannsson 104 Og lokastaða efstu spilara í sum- arbrids 1987 varð sú að Jacqui McGreal sigraði glæsilega. Hún hlaut 387 stig á 33 spilakvöldum, sem er nýtt met í sumarbrids. Til hamingju með sigurinn, Jacqui. Röð efstu spilara varð: Sæti: Stig: 1. Jacqui McGreal 387 2.-3. Hulda Hjálmarsdóttir 370 2.-3. Þórarinn Andrewsson 370 4. Sveinn Sigurgeirsson 353 5.-6. Lárus Hermannsson 352 5.-6. Gunnar Þorkelsson 352 7. Þorlákur Jónsson 331 8. Jón Stefánsson 290 9. Þórður Bjömsson 277 10. Ragnar Jónsson 207 Alls hlutu 310 spilarar stig í sum- arbrids 1987, sem einnig er nýtt met. Meðalþátttaka var um 55 pör á kvöldi eða 110 pör á viku, sem einig er nýtt met í sumarbrids og þó víðar væri leitað í Evrópu. Eins og áður sagði, lýkur sum- arbrids á fimmtudag, en næstu þriðjudaga í haust og í vetur verður Opið hús á þriðjudögum, eins kvölds keppnir, opnar öllum. Umsjónar- maður verður Ólafur Lámsson. Úrslit í bikarkeppni Bridssambandsins Undanrásir í Bikarkeppni Brids- sambands íslands verða spilaðar í Sigrúni nk. laugardag. Þá spila saman sveitir Ásgríms Sigurbjöms- sonar frá Siglufirði gegn Sigurði B. Þorsteinssyni, Reykjavík og hins vegar sveitir Flugleiða, Reykjavík gegn Emi Amþórssyni, Reykjavík. Spilaðar verða 4x12 spila lotur og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 13. Sigurvegaramir spila síðan til úrslita á sunnudeginum á sama stað og hefst spilamennska þá stundvíslega kl. 10 árdegis. Keppn- isstjóri verður Hermann Lámsson. Góð aðstaða verður fyrir áhorf- endur um helgina. Núverandi bikarmeistari er sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar en meginuppi- staða sveitar Flugleiða er einmitt skipuð spilumm úr þeirri sveit. íslandsmót kvenna/ yngri spilara í tvímenning Bridssambandið minnir á skrán- ingu í íslandsmótið í tvímenning kvenna og flokki yngri spilara, fædda 1963 og síðar, sem haldið verður í Sigtúni helgina 10.—11. október. Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 5._ október. Skráð er á skrifstofu BSI eingöngu. Frá hjónaklúbbnum Vetrarstarf félagsins hefst þriðjudaginn 15. sept. í Hreyfils- húsinu kl. 19.45, byijað verður á eins kvölds tvímenningi, þann 29. sept. hefst síðan 3ja kvölda tvímenningur. Stjórnin Orðsending frá Bridsfélagi Breiðholts Við byijum vetrarstarfið þriðju- daginn 15. september með eins kvölds tvímenningi, einnig verður eins kvölds tvímenningur á dagskrá þriðjudaginn 22. september. En þriðjudaginn 29. september hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. Félagar em beðnir að mæta vel og stundvíslega og setja kraft í fé- lagsstarfið strax í bytjun, einnig em nýir félagar velkomnir. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Stjórnin. Frá Bridsfélagi Hafnarfjarðar Þann 31. ágúst kom nýkjörin stjórn félagsins saman og var störf- um skipt á milli stjómarmanna samkv. lögum félagsins, á eftirfar- andi hátt: Formaður Einar Sigurðsson; varaformaður Dröfn Guðmunds- dóttir; gjaldkeri Ingvar Ingvarsson; áhaldavörður Hulda Hjálmarsdóttir; ritari Árni Hálfdanarson; blaðafull- trúi Kristján Hauksson. Ákveðið var að heija spila- mennskuna mánudaginn 14. sept- ember nk. og byija að venju á eins kvölds tvímenningi með hefð- bundnu sniði. Stjórn félagsins vill hvetja alla félagana til að mæta til leiks og hafa með sér sem flesta nýja félaga. Spilað verður í vetur á sama tíma og sama stað og í fyrra, þ.e.a.s. hvern mánudag kl. 19.30 í Félagsheimilisálmu íþróttahússins v/Strandgötu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.