Morgunblaðið - 12.09.1987, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
Rófur
Uppruni rófunnar er óljós, en talið er að hún sé bastarð-
ur af næpu og káli, sennilega frá því á 17. öld. Rófan
var þekkt á meginlandinu um aldamótin 1700, en hún
kom frá Hollandi til Englands um 1755, og sennilega
um svipað leyti til norðlægari landa. Lengi hefur rófan
verið notuð sem skepnufóður, og hafa svín einkum
verið fóðruð á henni. En á þessari öld hefur vegur hennar vaxið og
fólk er farið að meta kosti rófunnar, hollustu og bragðgæði. Rófan
hefur stundum verið kölluð „sítróna norðursins" vegna hins mikla
C-vítamíninnihalds. Rófur þrífast vel á norðlægum slóðum, t.d. á ís-
landi.
Á ensku heita rófur Swede, og hefur mér dottið í hug að það nafn
tengist á einhvem hátt Svíþjóð, sem á ensku heitir Sweden, en í
Ameríku er rófan kölluð rutabaga, sem er dregið af nafninu rot-
bagga, sem þýðir rót hrútsins.
Ræktun á rófum hérlendis hefur aukist mjög hina síðari áratugi.
Áður var meira ræktað af næpum. Það undarlega er, að nú sjást
sjaldan næpur í verslunum, en böm í skólagörðum rækta talsvert af
þeim. Næpur henta betur í kjöt- og fisksúpur heldur en rófur, þar
sem rófur em heldur sætar, sérstaklega verða súpumar of sætar séu
rófur soðnar með fiskinum eða kjötinu, og er ráð að sjóða þær sér,
en bæta síðan í súpuna þegar þær era fullsoðnar.
Ýmislegt er hægt að búa til úr
rófum og ef þið eigið mikið magn
af þeim, en hafið ekki góða
geymslu, er upplagt að stappa
soðnar rófur og geyma í frysti,
búa síðan til ýmislegt að vetrinum
úr stöppunni. Þunnar rófusneiðar
era hentugar til að borða milli
mála í stað sælgætis, bæði fyrir
þá sem era í megran og eins böm
og raunar alla. Agætt er að sneiða
heila rófu þunnt niður, setja síðan
í skál með köldu vatni í kæliskáp-
inn. Þannig er gott að grípa til
þeirra og borða í stað kexins sem
liggur á eldhúsborðinu. En hvað
kosta rófumar? „20 krónur kíló-
ið,“ sagði kaupmaðurinn á hom-
inu. Mér varð að orði: „Hlægilegt
verð.“ „Já, það er sko spreng-
hlægilegt verð,“ sagði kaup-
maðurinn. En við skulum ekki
hlæja, heldur kætast yfir að fá
eitthvað ódýrt, og það hollan og
góðan mat, og borða mikið af
rófum.
Steiktar rúllur
úr rófum og skinku
Handa 3
15 örþunnar skinkusneiðar
1 msk. ijómaostur án bragðefna
V8 tsk. múskat
1 meðalstór rófa
2—3 dl saltvatn
1 egg + örlítið vatn
2 dl rasp
2 msk. matarolía + 1 msk. smjör
til að steikja úr
1. Afhýðið rófuna, skerið síðan
í 15 aflanga stafi, u.þ.b. 3 sm í
þvermál.
2. Setjið saltvatn í pott og látið
sjóða upp. Setjið síðan rófustafina
í vatnið og látið sjóða í 7—10
mínútur.
3. Hellið rófustöfunum á sigti
og látið renna af þeim.
4. Smyijið skinkusneiðamar
þunnt með ijómaostinum, stráið
síðan múskati yfir.
5. Leggið einn rófustaf á hveija
sneið. Vefjið síðan upp.
6. Hitið smjör og matarolíu á
pönnu. Hafið miðlungshita.
7. Setjið vatn saman við eggið
og sláið sundur með gaffli.
8. Veltið skinkurúllunum upp
úr egginu, síðan raspinu og steik-
ið á öllum hliðum.
Meðlæti: Soðið blómkál eða
hvítkál eða hrásalat með sýrðum
ijóma.
Rófubakstur með
gulrótum og maís
Handa 4—5
750 g rófur
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
250 g gulrætur
saltvatn
1 lítil dós maís, 200 g
25 g smjör eða smjörlíki
2 msk. mjólk
nýmalaður pipar
3 stórir tómatar
V2 dl brauðrasp
1. Afhýðið rófumar, skafið
gulrætumar, skerið í bita.
2. Hitið saltvatn og sjóðið rófur
og gulrætur í því í 10 mínútur.
Hellið þá á sigti og látið vatnið
renna af.
3. Hellið maísnum á sigti og
látið renna af honum.
4. Setjið rófur og gulrætur í
hrærivél og hrærið vel í sundur,
setjið síðan smjör og mjólk út í
ásamt pipar. Setjið þá maís í.
Rófubakstur
með saltfiski
Handa 4
V2 kg rófur
saltvatn til að sjóða rófumar í
V2 kg saltfiskur, afvatnaður
1 hvítlauksgeiri
3 msk. smjör eða smjörlíki
3 msk. hveiti
1 peli mjólk
3 egg
V2 dl rasp
smjör eða smjörlíki til að smyija
mótið með
1. Setjið saltvatn í pott. Af-
hýðið rófumar og skerið í bita.
Sjóðið í vatninu í 10 mínútur, eða
þar til þær era meyrar.
2. Sjóðið saltfiskinn, takið af
honum roð og fjarlægið bein.
3. Setjið rófumar í hrærivélar-
skál og hrærið vel sundur, setjið
síðan saltfiskinn saman við og
hrærið sundur.
4. Meijið hvítlauksgeirann og
hrærið saman við.
5. Bræðið smjörið, setjið hveiti
út í það, þynnið með mjólkinni
og búið til uppbakaðan jafning.
6. Takið jafiiinginn af hellunni,
hrærið síðan eggin út í hann.
7. Setjið jafninginn saman við
rófu/fiskstöppuna.
8. Smyijið eldfasta skál, stráið
raspi inn í hana, setjið síðan stöpp-
una í skálina. Stráið raspi yfir.
9. Hitið bakaraofn í 190°C,
blástursofn í 170°C. Setjið skálina
f miðjan oftiinn og bakið í 30
mínútur.
Meðlæti: Soðnar kartöflur.
5. Smyijið eldfasta kringlótta
skál, setjið maukið í skálina.
6. Skerið tómatana í sneiðar
og raðið ofan á skálina, stráið
síðan raspi yfir.
7. Hitið bakaraofninn í 210°C,
blástursofn í 190°C, setjið skálina
í miðjan ofninn og bakið í 10—15
mínútur.
Meðlæti: Ristað brauð.
Rófubúðingnr
Handa 4
1 kg rófur
saltvatn til að sjóða rófumar í
nýmalaður pipar
Vs tsk. múskat
1 tsk. hunang
3 msk. brauðrasp
3 msk. ijómi
2 egg
20 g smjör
1. Afhýðið rófumar, skerið í
bita og sjóðið í saltvatninu þar til
þær era orðnar meyrar.
2. Hellið rófunum á sigti en
geymið V2 dl af soðinu.
3. Setjið rófumar í hrærivélar-
skál og hrærið í mauk.
4. Setjið V2 dl af rófusoði út í
ásamt pipar, múskati, hunangi og
ijóma.
5. Setjið eggin út f og hrærið
vel á milli, setjið síðan raspið út
í. Látið sfðan standa í skálinni í
10 mínútur.
6. Smyijið eldfasta skál, setjið
maukið í skálina.
7. Bræðið smjörið og heliið
jafnt yfir það sem er í skálinni.
8. Hitið bakaraofn í 180°C,
blástursofn í 160°C. Setjið skálina
í miðjan ofninn og bakið f 45
mínútur.
Rófusalat með rúsín-
um
og appelsínum
1 stór rófa
2 appelsínur
1 di rúsínur
1. Afhýðið appelsínumar, sker-
ið eina í smábita, en kreistið
safann úr hinum tveimur.
2. Rífið rófuna gróft á riíjámi.
3. Blandið saman appelsfnubit-
um, rófum og rúsínum.
4. Kreistið safann úr 2 app-
elsínum, hellið yfir og blandið
saman með tveimur göfflum.
5. Leggið plastfilmu yfir skál-
ina og setjið í kæliskáp ef þið
berið þetta ekki fram strax, er
best er að bera salatið fram strax.
Þannig fáum við mest C-vítamín.
Athugið: Þetta salat er gott
með kjöti, físki, kexi eða eitt sér.
Rófustappa
1 kg rófur
saltvatn til að sjóða rófumar í
15 g smjör (1 smápakki)
V2 dl soð af rófunum
Vs tsk. múskat
1. Afhýðið rófumar og skerið
í bita, sjóðið síðan í saltvatni þar
til þær eru orðnar meyrar.
2. Stappið síðan með kartöflu-
stappara, setjið rófusoð, múskat
og smjör út í. Hitið vel í pottinum.