Morgunblaðið - 12.09.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 12.09.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 39 Steinullarverksrmðj- an gefur út bækling um brunavarnir Steinullarverksmiðjan h.f hefur í samstarfi við Brunabótafélag íslands og Brunamálastofnun ríkisins, gefið út leiðbein- ingabækling sem ber heitið „Brunavörn - einangrun og hönn- un bygginga." A blaðamannfundi sem ofan- greindir aðilar efndu til, kom fram að íslendingar nota eldfima ein- angrun í mun meira mæli en nágrannaþjóðirnar. Eru víða alvar- legar brunagildrur af þessum orsökum. Að sögn Þórðar Hilmars- sonar, framkvæmdastjóra Steinull- arverksmiðjunnar, er markmiðið með bæklingnum tvíþætt. Annars vegar er honum ætlað að kynna þann eiginleika steinullar að hún brennur ekki. Hins vegar er hann þáttur í auknu forvamarstarfi á sviði brunavama.I honum er lögð áhersla á mikilvægustu atriði bmnavarna og hönnunar. I máli Inga R. Helgasonar, for- stjóra Bmnabótafélags Islands kom fram, að með aukinni notkun óbrennanlegrar einangmnar og hitaveitu í 80% húsa, myndi bmna- tjónum fækka í heimahúsum. Bæklingnum verður víða dreift, m.a. til hönnuða húsnæðis, til bygg- ingavömverslana, sveitafélaga, slökkviliða, sjávarútvegs og iðnfyr- irtækja. Morgunblaðið/Þorkell Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigurveig Birgisdóttir og Sigurður Hreiðarsson, þátttakendur á námskeiðinu og Björn Dagbjartsson, forstöðumaður Þróunarsamvinnustofnunar íslands ar, sent með íslenskri áhöfn til Grænhöfðaeyja í nóvember næst komandi og verður þar fram á mitt ár 1989, aðallega við botnfiskveið- ar. Fengur er nú í slipp á Akureyri vegna breytinga. Þróunarsamvinnustofnunin mun einnig fjármagna uppbyggingu tveggja heilsugæslustöðva og menningarmiðstöðvar kvenna í Pra- ia, höfuðborg Grænhöfðaeyja, svo Stefán Þórarinsson ásamt sjó- mönnum frá Grænhöfðaeyjum við túnfiskveiðar á Feng Stefán Þórarinsson, verkefnisstjóri, með ungan eyjarskeggja í fang- inu. Við hlið þeirra standa forstjóri munaðarleysingjahælis þess sem getið er í greininni og aðstoðarmaður hans Bkidid sem þú vaknar við! Námskeið í þróunaraðstoð og styðja við bakið á velferðarsam- tökum sem reka munaðarleysingja- hæli fyrir utan höfuðstaðinn. Framkvæmdastjóri verkefnisins,' Stefán Þórarinsson, vann við þróun- araðstoð á Grænhöfðaeyjum í eitt og hálft ár en síðast liðið ár hefur hann unnið að undirbúningi þessa verkefnis og mun annast fram- kvæmd þess í eyjunum. Blaðamaður ræddi stuttlega við einn þátttakendanna á námskeið- inu, Sigurveigu Birgisdóttur, en hún fer til Grænhöfðaeyja í mars eða apríl á næsta ári. Hún sagðist vera mjög ánægð með námskeiðið og dvöiin í eyjunum leggst vel í hana. Á VEGUM Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands stendur nú yfir námskeið fyrir verðandi starfs- menn stofnunarinnar í þróunar- löndunum, svo og maka þeirra. Næsta verkefni stofnunarinnar er frekari aðstoð við íbúa Græn- höfðaeyja (Capo Verde), sem eru við norðvesturströnd Afríku. Námskeið þetta er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það stendur í einn mánuð og þátttakendur eru tíu. Á námskeiðinu er meðal annars íslensk þróunaraðstoð kynnt, farið í undirstöðuatriði portúgölsku og haldin erindi um heilsugæslu. Að sögn Bjöms Dagbjartssonar, forstöðumanns Þróunarsamvinnu- stofnunarinnar, verður veiðiskipið Fengur, sem er í eigu stofnunarinn- Morgunblaðið/Sverrir Þór Þorbjörnsson, sölustjóri Steinullarverksmiðjunnar, sýnir fram á brunaþol Steinullar. Hún þolir yfir 1000 gráðu hita í 2 klukkustund- ir án þess að bráðna. Þórður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Steinull- arverksmiðjunnar og Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélags Islands, standa hjá og fylgjast með. I KyÖLD Kl.21 Sverrir Stormsker T-I-V-O-II Hveragerði Sverrir Stormsker heldur tónleika

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.