Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 44

Morgunblaðið - 12.09.1987, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 H Metúsalem Þórisson talsmaður nýrra græningjasamtaka: Leggjum áherslu á lífs- fyllingu í stað hagvaxtar SAMTÖK íslenskra grseningja voru formlega stofnuð nú fyrir skðmmu. Að samtökunum, sem í eru um 300 manns, standa að milu leyti fyrrum félagar í Flokki mannsins og munu grseningjar líklega að bjóða fram í næstu sveitastjóma- og alþingiskosning- um. „Þeir sem standa að stofnun þess- ara samtaka er fólk sem hefur verið lengi að vafstrast í félagsmálum og kemur stór hluti frumkvöðlanna úr Flokki mannsins. Hann hefur þó ekki verið lagður niður eftir því sem ég veit best," sagði Metúsalem Þórisson, talsmaður íslenskra græningja. „Þeir í Flokki mannsins leggja áherslu á mjög vítt svið. Við viljum beina okk- ur að umhverfísvemd og friðarmál- um. Við leggjum áherslu á að markmið þjóðfélagsins verði að veita þegnum sínum lífsfyllingu en ekki einungis hagvöxt. Hagvöxtur er í sjálfu sér aukaatriði. Aðalatriðið er að hafa hreint loft og vatn fyrir okk- ur og komandi kynslóðir og eru græningjasamtök stofnuð í því skyni að vinna gegn niðurrifsstefnu í þjóð- félögum um allan heim. Sem dæmi um mál sem snerta okkur íslendinga eru hvalveiðamar og landbúnaður- inn. Við viljum friða hvalinn og stöðva þann uppblástur og þá lan- eða þjóð þurfí þess með. En undir- niðri líta þeir á sjálfa sig sem einangruð fyrirbæri, verslunarvöru, dauða hluti." Metúsalem sagði íslensku græn- ingjasamtökin vera í samskiptum við erlenda græningja og hefðu íslend- ingar sent fulltrúa á þriðja alþjóða- þing græningja sem haldið var í Stokkhólmi dagana 29.-30 ágúst. Það var Davíð Jónsson sem sótti þingið fyrir hönd íslenskra græningja Morgunblaðið/PPJ Morgunblaðið/KGA Metúsalem Þórisson deyðingu sem fylgir landbúnaðinum í d_ag.“ í stefnuyfirlýsingu íslenskra græningja segir m.a. að það sé sann- færing græningja að örlög lífs á jörðinni séu háð því að virðing sé borin fyrir náttúrunni og lífinu yfír- höfuð. Síðar segir: „Þeir sem koma fram við náttúruna og fólk eins og hluti standa í stöðugri baráttu til að eignast „hluti" sem veita upphefð og völd. Þeir réttlæta athafnir sínar út frá eigpnhagsmunasjónarmiðum, þeir sjálfír, þjóðfélagshópur þeirra Fimmtug flugvél við sjómengunareftirlit GÖMUL flugvél af gerðinni Douglas DC-3 Dakota frá flugfé- laginu Air Atlantique í Bretlandi hafði viðkomu á Reykjavíkur- flugvelli fyrir skömmu á leið sinni til Bandarikjanna. Það er i sjálfu sér ekki i frásögur fær- andi þótt Dakota-vél lendi hér, því fjölmargar slíkar flugvélar eru enn í góðu ásigkomulagi viða um heim og lenda alltaf nokkrar þeirra á Reykjavíkurflugvelli ár hvert. Það sem er merkilegt við þessa flugvél er það að hún er nú, langt komin á fimmtugsald- urinn, að fá nýtt hlutverk, sem mun væntanlega lengja líf henn- ar í háloftunum um nokkur ár. Framvegis verður flugvél þessi notuð við sjómengunar- varnir við Bretlandsstrendur, en til Bandaríkjanna var flugvélinni flogið til að fá ísettan sérstakan búnað sem sprautar kvoðu yfir olíubrák í sjó. Sex hempuklæddir prestar í Ameskirkju Prestarnir sex að aflokinni messu, talið frá vinstri: sr. Guðni Þór Ólafsson prófastur Melstað, sr. Einar Jónsson Árnesi, sr. Baldur R. Sigurðsson Hólmavik, sr. Ægir Sigurgeirsson Skagaströnd, sr. Bjarni Rögnvaldsson Prestbakka og sr. Robert Jack Tjörn. Árneii. HÉRAÐSFUNDUR Húnavatns- og Strandaprófastsdæmis var haldinn hér í Árnesi laugardag- inn 5. september sl. Fundinn sóttu prestar, safnaðarmenn og safnaðarfulltrúar, um 20 manns. Þetta er í fyrsta sinn sem Héraðs- fundur er haldinn í Ámesi, sem er, eins og nýkjörinn prófastur, sr. Guðni Þór Ólafsson á Melstað orð- aði það, nyrsti útvörður kirkjulegs starfs í prófastsdæminu. Fundinum lauk svo með hátíðar- messu og altarisgöngu í Ámes- kirkju á sunnudagsmorgni. Sóknarböm fjölmenntu til messu og fylltu kirkjuna, enda ekki á hveijum degi að sex hempuklæddir prestar eru þar innan dyra. Sr. Ægir Sigurgeirsson, nývígð- ur prestur á Skagaströnd, prédik- aði, en sr. Baldur Rafn Sigurðsson á Hólmavík þjónaði fyrir altari. Organisti var sr. Einar Jónsson prestur í Ámesi, en enginn organ- isti er í Ámessókn. Eftir veglegan hádegisverð í boði safnaðarformanns, Gunnsteins Gfslasonar Norðurfírði, var komið við að Krossneslaug og Eyri við Ingólfsfjörð í glampandi sólskini. Var það táknrænn og ánægjulegur endir á góðum samvistum, sem okkur heimamönnum var sómi að gerr, og við munum búa lengi að. — Einar. Söfnuðurinn gengur Úr kirkju. Morgunblaðið/EinarJónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.