Morgunblaðið - 12.09.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 12.09.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 53 Okufanturinn Friðrik prins Friðrik krónprins Dana og Volvoinn hans. Miðasala og borðapantanir daglega í síma 77500. leikur fyrir dansi. ★ ★ ★ Stórsýning (Tilvitnun i þáttinn Sviösljós á Stöð 2) WöflnW/ Allar götur síðan Friðrik krón- prins Dana fékk ökuskírteini í fyrra hefur hann verið plága á vegum landsins, og vilja Danir að móðir hans, Margrét drottning, skikki drenginn til, þar sem hinn langi armur laganna dugi ekki til. Friðrik á sportbíl af Volvo-gerð, og sem títt er um unga menn hefur hann mikið gaman af að kitla pinn- ann á tryllitækinu, og hefur hann sést á 160-170 kílómetra hraða á vegum þar sem hámarkshraðinn er aðeins 80 km á klst. Lögreglan hefur blandað sér í aksturslag pilts- ins, en getur ekki svipt hann ökuleyfinu, eða refsað honum á annan hátt, því að það mun víst einfaldlega ekki vera hægt að dæma krónprins fyrir lögbrot í Danaveldi. Lögreglan hefur hins vegar skrifað skýrslur um framferði Friðriks, og klagað í mömmu hans, og bíða menn nú og vona að drottn- ingin bjargi þegnum sínum frá þessarri hættu sem sonurinn er. Krónprinsinn hefur ekki látið það sér að kenningu verða að frændi hans, Páll, krónprins Grikkja, lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi í Englandi, þegar hann ók útaf eftir glannaakstur. Þá er ferill dönsku konungsíjölskyldunnar í umferðinni allt annað en fallegur. Árið 1948 ók Ingiríður Danadrottning á tré, og slasaðist lítillega, og árið 1970 ók Friðrik konungur, afi krónprins- ins, á umferðarskilti. Friðrik, sem nú er orðinn 19 ára, hefur annars lítið vit á bifreiðum, fyrir utan það að vita hvar bensín- gjöfín er. Um daginn sprakk hjá honum, og þurfti krónprinsinn þá að leita sér utanaðkomandi aðstoð- ar, því hann kunni ekki að skipta um dekk. Atvinnunornin Laurie Cabot segist ekki stunda nein myrkraverk. Nomastarfið er misskilið - segir atvinnunornin Laurie Cabot Nomir eru fómarlömb misskiln- ings og fordóma, að sögn Laurie Cabot, sem er 54 ára gömul atvinnunorn í borginni Salem í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hún hefur verið í forsvari noma sem mótmæla nýjustu ófrægingar- herferðinni gegn nomastarfínu, sem er kvikmyndin „The Witches of Eastwick“, eða „Eystrivíkur- nornirnar", með Jack Nicholson, Cher og fleimm í aðalhlutverkum. Ekki ætlar Laurie samt að senda stefnivarg til höfuðs aðstandendum myndarinnar, eða breyta þeim í eðlur, enda segir hún að nútíma nomir stundi alls ekki svartagaldur og djöfladýrkun, slíkt sé einungis hluti af ranghugmyndum almenn- ings. Alvöru nomagaldur em trúar- brögð sem eiga rætur sínar að rekja til fomrar frjósemisdýrkunar og trú á mátt jarðar, segir Laurie. Hún kvartar yfír ágangi fólks sem kem- ur til hennar og biður hana að koma sér í samband við kölska, sem hún segir að sé sér með öllu óviðkom- andi. Hún segir að nomagaldur sé list og vísindi, auk þess að vera trúarbrögð, og að nomir trúi á tvö æðstu goðmögn, karl- og kvenkyns. Þessi máttarvöld tilbiður Laurie síðan tvisvar á mánuði ásamt söfn- uði sínum, „Hinum Svörtu Dúfum ísis“. Galdur notar Laurie til að færa sér og öðmm hamingju og hag- sæld. Hún segist hafa notað sálrænan kraft sinn til að hjálpa verðbréfabraskara á Wall Street til að sjá fyrir sveiflur á markaðinum, og sjálfri sér til að verða sér úti um Rolex-úr. Laurie vissi snemma að noma- starfið lá fyrir henni, eða allt frá því að hún hóf að lesa hugsanir fólks þriggja ára gömul. Hún hefur nú verið nom í 38 ár, er fráskilin tveggja bama móðir, og er þekktur góðborgari í Salem-borg. Eins og áður sagði fínnst Laurie lítið gaman að „Eystrivíkumomun- um“, sem annars á að vera gamanmynd. Laurie segir að þarna sé um grófan atvinnuróg að ræða, þar sem vegið sé að 6 milljónum noma um heim allan. Ekki fylgir sögunni hvemig Laurie veit þessa tölu, en hún fullyrðir að í Salem- borg einni séu 2.000 nomir. Laurie hefur skrifað bréf til leikara og framleiðenda myndarinnar, og mót- mælt opinberlega í Boston, en allt hefur komið fyrir ekki. Hins vegar hefur Laurie fengið óvænta hjálp í baráttu sinni við „Eystrivíkumorn- imar“ þar sem eru kvikmyndagagn- Ein viðáttumesta stórsýning hér- lendis um árabil, þar sem tónlist tjútt og tfðarandi sjötta áratugar- ins fá nú steinrunnin hjörtu til að slá hraðar. Spútnikkar eins og Björgvin Halldórs, Eiríkur Hauks, Eyjólfur Kristjáns, og Sigríður Beinteins sjá um sönginn. Rokkhljómsveit Gunnars Þórðar- sonar fær hvert bein til að hrist- ast með og 17 fótfráir fjöllista- menn og dansarar sýna ótrúlega tilburði. Saman skapar þetta harðsnúna lið stórsýningu sem seint mun gleymast. Ljós: Magnús Sigurðsson. Hljóð: Sigurður Bjóla. rýnendur, en flestir þeirra eru lítið hrifnir af myndinni. Það skyldi þó aldrei vera að Laurie hefði haft þar hönd í bagga? í kvöld Hljómsveitin Sveitin milli sanda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.