Morgunblaðið - 12.09.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 12.09.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 53 Okufanturinn Friðrik prins Friðrik krónprins Dana og Volvoinn hans. Miðasala og borðapantanir daglega í síma 77500. leikur fyrir dansi. ★ ★ ★ Stórsýning (Tilvitnun i þáttinn Sviösljós á Stöð 2) WöflnW/ Allar götur síðan Friðrik krón- prins Dana fékk ökuskírteini í fyrra hefur hann verið plága á vegum landsins, og vilja Danir að móðir hans, Margrét drottning, skikki drenginn til, þar sem hinn langi armur laganna dugi ekki til. Friðrik á sportbíl af Volvo-gerð, og sem títt er um unga menn hefur hann mikið gaman af að kitla pinn- ann á tryllitækinu, og hefur hann sést á 160-170 kílómetra hraða á vegum þar sem hámarkshraðinn er aðeins 80 km á klst. Lögreglan hefur blandað sér í aksturslag pilts- ins, en getur ekki svipt hann ökuleyfinu, eða refsað honum á annan hátt, því að það mun víst einfaldlega ekki vera hægt að dæma krónprins fyrir lögbrot í Danaveldi. Lögreglan hefur hins vegar skrifað skýrslur um framferði Friðriks, og klagað í mömmu hans, og bíða menn nú og vona að drottn- ingin bjargi þegnum sínum frá þessarri hættu sem sonurinn er. Krónprinsinn hefur ekki látið það sér að kenningu verða að frændi hans, Páll, krónprins Grikkja, lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi í Englandi, þegar hann ók útaf eftir glannaakstur. Þá er ferill dönsku konungsíjölskyldunnar í umferðinni allt annað en fallegur. Árið 1948 ók Ingiríður Danadrottning á tré, og slasaðist lítillega, og árið 1970 ók Friðrik konungur, afi krónprins- ins, á umferðarskilti. Friðrik, sem nú er orðinn 19 ára, hefur annars lítið vit á bifreiðum, fyrir utan það að vita hvar bensín- gjöfín er. Um daginn sprakk hjá honum, og þurfti krónprinsinn þá að leita sér utanaðkomandi aðstoð- ar, því hann kunni ekki að skipta um dekk. Atvinnunornin Laurie Cabot segist ekki stunda nein myrkraverk. Nomastarfið er misskilið - segir atvinnunornin Laurie Cabot Nomir eru fómarlömb misskiln- ings og fordóma, að sögn Laurie Cabot, sem er 54 ára gömul atvinnunorn í borginni Salem í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hún hefur verið í forsvari noma sem mótmæla nýjustu ófrægingar- herferðinni gegn nomastarfínu, sem er kvikmyndin „The Witches of Eastwick“, eða „Eystrivíkur- nornirnar", með Jack Nicholson, Cher og fleimm í aðalhlutverkum. Ekki ætlar Laurie samt að senda stefnivarg til höfuðs aðstandendum myndarinnar, eða breyta þeim í eðlur, enda segir hún að nútíma nomir stundi alls ekki svartagaldur og djöfladýrkun, slíkt sé einungis hluti af ranghugmyndum almenn- ings. Alvöru nomagaldur em trúar- brögð sem eiga rætur sínar að rekja til fomrar frjósemisdýrkunar og trú á mátt jarðar, segir Laurie. Hún kvartar yfír ágangi fólks sem kem- ur til hennar og biður hana að koma sér í samband við kölska, sem hún segir að sé sér með öllu óviðkom- andi. Hún segir að nomagaldur sé list og vísindi, auk þess að vera trúarbrögð, og að nomir trúi á tvö æðstu goðmögn, karl- og kvenkyns. Þessi máttarvöld tilbiður Laurie síðan tvisvar á mánuði ásamt söfn- uði sínum, „Hinum Svörtu Dúfum ísis“. Galdur notar Laurie til að færa sér og öðmm hamingju og hag- sæld. Hún segist hafa notað sálrænan kraft sinn til að hjálpa verðbréfabraskara á Wall Street til að sjá fyrir sveiflur á markaðinum, og sjálfri sér til að verða sér úti um Rolex-úr. Laurie vissi snemma að noma- starfið lá fyrir henni, eða allt frá því að hún hóf að lesa hugsanir fólks þriggja ára gömul. Hún hefur nú verið nom í 38 ár, er fráskilin tveggja bama móðir, og er þekktur góðborgari í Salem-borg. Eins og áður sagði fínnst Laurie lítið gaman að „Eystrivíkumomun- um“, sem annars á að vera gamanmynd. Laurie segir að þarna sé um grófan atvinnuróg að ræða, þar sem vegið sé að 6 milljónum noma um heim allan. Ekki fylgir sögunni hvemig Laurie veit þessa tölu, en hún fullyrðir að í Salem- borg einni séu 2.000 nomir. Laurie hefur skrifað bréf til leikara og framleiðenda myndarinnar, og mót- mælt opinberlega í Boston, en allt hefur komið fyrir ekki. Hins vegar hefur Laurie fengið óvænta hjálp í baráttu sinni við „Eystrivíkumorn- imar“ þar sem eru kvikmyndagagn- Ein viðáttumesta stórsýning hér- lendis um árabil, þar sem tónlist tjútt og tfðarandi sjötta áratugar- ins fá nú steinrunnin hjörtu til að slá hraðar. Spútnikkar eins og Björgvin Halldórs, Eiríkur Hauks, Eyjólfur Kristjáns, og Sigríður Beinteins sjá um sönginn. Rokkhljómsveit Gunnars Þórðar- sonar fær hvert bein til að hrist- ast með og 17 fótfráir fjöllista- menn og dansarar sýna ótrúlega tilburði. Saman skapar þetta harðsnúna lið stórsýningu sem seint mun gleymast. Ljós: Magnús Sigurðsson. Hljóð: Sigurður Bjóla. rýnendur, en flestir þeirra eru lítið hrifnir af myndinni. Það skyldi þó aldrei vera að Laurie hefði haft þar hönd í bagga? í kvöld Hljómsveitin Sveitin milli sanda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.