Morgunblaðið - 12.09.1987, Qupperneq 64
Framtíð
ER VIÐ SKEIFUNA
aana ^gmi » suzuki
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Hallormsstaður:
Tíu tonnaf
arinvið til
veitingahúsa
UM TÍU tonn af arinvið úr Hall-
ormsstaðarskógi eru seld til
veitingahúsa i Reykjavík á mán-
uði og er þetta ný tekjulind fyrir
Skógrækt ríkisins.
„Það eru „pizza“ húsin svoköll-
uðu sem hafa opnað þennan nýja
markað fyrir arinvið," sagði Jón
Loftsson skógarvörður í Hallorms-
stað. „Til að pizza standi undir
nafni verður hún að vera bökuð í
stórum ofni við opinn eld. Þá er
birkiviður mjög gott brenni. Fyrst
var birkið flutt inn en síðan hafa
menn uppgötvað að íslenska birkið
er jafn gott. Hafi menn verið að
velta því fyrir sér fyrir íjórum til
fímm árum hvað gera ætti við allan
þennan birkivið hefði engum dottið
þessi möguleiki í hug.“
Á undanfömum árum hefur
skógræktin að auki haft tekjur af
jólatrés- og plöntusölu auk arin-
viðar sem er seldur í handhægum
umbúðum á bensínstöðvum, bygg-
ingavöruverslunum og í einstaka
blómaverslun.
Gjöfultár
Árið hefur verið sjómönnum ákaflega gjöfult. Hér má sjá sjómenn á Bíldudal þvo fisk og stafla í kar.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Mikil óvissa um áfram-
haldandi fijálst fiskverð
SH o g SÍF fylgjandi framlengingu reynslutímans
FYRSTI fundur um fiskverð
síðustu 3 mánuði ársins verður
haldinn í Verðlagsráði sjávarút-
vegsins á mánudag. Fiskverð
hefur verið fijálst frá 15. júní
sl., en mikil óvissa ríkir um hvort
fulltrúar í Verðlagsráði komist
að samkomulagi um að svo verði
áfram til áramóta, enda skoðanir
skipar um ágæti þessa fyrir-
komulags. Af hálfu fiskvinnsl-
unnar hafa verið uppi efasemdir
um fijálsa verðlagningu og
reyndar meðal útgerðarmanna
líka, en að sögn Óskars Vigfús-
sonar, formanns Sjómannasam-
bands ísland, munu fulltrúar
Umferðarslys í
Mosfellsbæ:
Níu ára
drengur lést
BANASLYS varð í umferðinni i
MosfeUsbæ í gær. Níu ára dreng-
ur, tíl heimilis þar í bæ, lést þegar
hann varð fyrir sendibifreið.
Slysið varð á Vesturlandsvegi á
mót-s við Álafossveg laust eftir
klukkan 15 í gær. Drengurinn, sem
var hjólandi ásamt tveimur félögum
sínum, náði ekki að stöðva og hjól-
aði í veg fyrir sendibifreið, sem ók
norður Vesturlandsveg.
Ekki er unnt að birta nafn
drengsins að svo stöddu.
sjómanna leggja eindregið tii, að
fijálst fiskverð verði reynt
áfram.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun stjóm Sölusambands
íslenskra fiskframleiðenda hafa
ákveðið að reyna áfram fijálst fisk-
verð og stjóm Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna samþykkti á
fundi sínum í gær að fallast á
áframhaldandi ftjálst fiskverð til
áramóta til frekari reynslu.
Friðrik Pálsson, forstjóri SH,
staðfesti í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi, að stjómin hefði tekið
þessa ákvörðun á fundi sínum í gær
eftir miklar umræður, enda hefðu
verið uppi skiptar skoðanir um
ágæti fijálsrar verðlagningar í sum-
ar. Meirihluti stjómarinnar hefði
þó verið þeirrar skoðunar að ekki
væri fullreynt um ágæti eða galla
þessa fyrirkomulags, enda tíminn,
sem fijálst verð hefði verið í gildi
of stuttur til að draga ályktanir þar
að lútandi.
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambandsins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að sjómenn væm
almennt þeirrar skoðunar að reyna
ætti fijálst fískverð áfram. „Við
munum leggja mjög mikla áherslu
á framhald á þessu. Þrír mánuðir
yfir sumartímann segja ekkert.
Menn verða að sjá hvemig þetta
kemur út á ölium vertíðum. Fyrr
geta menn ekki dregið neinar álykt-
anir af þessu fyrirkomulagi," sagði
Óskar.
Utanríkismála-
nefnd í fyrsta
sinn til útlanda
Utanríkismálanefnd Alþingis
fer í heimsókn til Strassborgar
og Brussel 14.-18. september nk.
í boði þings Evrópubandalagsins.
Þetta er í fyrsta skipti í 60 ára
sögu nefndarinnar sem hún fer
til útlanda.
Nefndin mun m.a. eiga fundi með
Lord Plumb forseta Evrópuþingsins
og þingmönnum þess og einnig með
Willy de Clercq, sem fer með ut-
anríkis- og utanríkisviðskiptamál
bandalagsins, um samskipti EB og
EFTA og íslands og EB.
Þá verður fundað með Cardoso
e Cunha, sem fer með sjávarútvegs-
mál, um stefnu EB í sjávarútvegs-
málum og með Lord Cockfíeld,
varaforseta framkvæmdastjómar,
um innri markað EB og áætlun um
að koma honum á fót fyrir árslok
1992.
I Brussel munu nefndarmenn
hitta að máli yfírmenn ýmissa
helstu deilda framkvæmdastjómar
Evrópubandalagsins.
I lok ferðar sinnar mun utanríkis-
málanefnd heimsækja höfuðstöðvar
Atlantshafsbandalagsins.
Þorskurinn fór í 72 krónur
Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði:
Meðalverð á þorski 45,83 krónur,
sem er hæsta meðalverð frá upphafi
MJÖG gott verð fékkst fyrir
þorsk á Fiskmarkaðinum hf. í
Hafnarfirði i gær en þá voru
seld 8,5 tonn af þorski fyrir
45,83 króna meðalverð á kílóið.
Það er hæsta meðalverð sem
fengist hefur þar frá upphafi.
Hæsta verð fyrir þorskinn var
72 krónur kílóið. Kvaðst Einar
Sveinsson, framkvæmdastjóri,
ekki hafa heyrt um hærra verð
fyrir þorsk hér á landi. Kaupand-
inn var Sigurður Garðarsson,
útgerðarmaður í Vogum. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið
að fiskurinn yrði unninn i dag og
sendur út samdægurs með flugi
til Hollands. Sigurður keypti um
hálft tonn á þessu verði og auk
þess 2,5 tonn fyrir 43 krónur kíló-
ið. Hann kvaðst hafa kaupanda
að fiskinum í Belgíu og væri gert
ráð fyrir að fískurinn yrði kominn
til neytenda þar á mánudags-
morgun.
Það var snurvoðabáturinn
Sandafell HF, sem sló metið í
Hafnarfirði í gær, er hann seldi
þetta hálfa tonn af þorski fyrir
72 krónur kílóið. Alls hafa verið
seld 14,7 tonn af þorski á Fisk-
markaðnum í Hafnarfirði í þessari
viku. Er meðalverð 43,74 krónur,
sem er óvenju hátt, að sögn Ein-
ars Sveinssonar, framkvæmda-
stjóra Fiskmarkaðarins hf.
Einar sagði að alla þessa viku
hefði einnig fengist mjög gott
verð fyrir ódýrari fisktegundir,
svo sem karfa, ufsa, steinbít og
hlýra. Alls voru seld um 407,5
tonn af fiski í þessari viku í Hafn-
arfirði fyrir um 10,8 milljónir
króna. Þar af var karfi 253,3 tonn.
Var hæsta verð fyrir hann 25,50
og meðalverð 22,49 krónur sem
er óvenju hátt. Sömu sögu er að
segja um ufsa, en í þessari viku
voru seld 89,2 tonn af ufsa, fyrir
26,23 krónur að meðalverði. Fór
hæsta verð yfír 30 krónur á kíló-
ið. Megnið af ufsanum, sem fór á
þessu góða verði var smár milli-
ufsi. Meðalver steinbíts og hlýra
var 20 krónur kílóið þessa viku.