Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B 206. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Þorkell Skyggnst um skjái Persaflóastríðið: Iranir gera harð- ar árásir á Irak - þrátt fyrir friðarferð de Cuellars Bagdað, Reuter. ÍRAKAR sögðu í gær, að íranir hefðu haldið uppi stórskotaliðsár- ásum á íraskar byggðir við landa- mærin þrátt fyrir, að Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, væri nú að ræða við írönsk yfirvöld í Teheran um frið i Persaflóastríðinu. Talsmaður íraska hersins sagði, að 36 óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í árásunum og 158 slasast, eink- um í borgunum Basra og Sulay- maniyah. Eru þessar árásir gerðar á sama tíma og de Cuellar, fram- Kína: kvæmdastjóri SÞ, er staddur í Teheran til að ræða við yfirvöld þar um ályktun Öryggisráðsins frá 20. júlí sl. um að stríðsaðilar slíðri sverð- in. Öryggisráðið hafði skorað á þá að hætta átökum meðan á ferð de Cuellars stæði. De Cuellar sagði á föstudag eftir fyrstu viðræður við írani, að hann væri viss um, að þeir myndu hlíta ályktun SÞ en íranir hafa sett það skilyrði, að umheimurinn viðurkenni, að það hafi verið írakar, sem hófu Persaflóastyijöldina. Pappír 200 árum yngri en talið var Peking, Reuter. SAMKVÆMT China Daily hefur komið í ljós að uppfinning pappírs- ins er ekki eins gömul og fyrr var talið. Þar skeikar 200 árum. Vald- ur að þessu er kínverskur forn- leifafræðingur, sem falsaði niðurstöður sínar fyrir 30 árum. Á forsíðu China Daily sagði að ekki léki vafi á því að Cai Lun, geld- ingur við hirð Han-ættarinnar, hefði fundið upp pappírinn fýrstur manna árið 105 e.Kr. Hráefnið var börkur, klæði, hör og net. Cai Lun og uppfinning hans voru máð úr Kínasögu árið 1957 þegar tekin var gild sú fullyrðing fomleifa- fræðingsins Chens Xuehua að hann hefði fundið pappír frá 95 f.Kr. skammt frá borginni Xian. Samtök kínverskra pappírsfram- leiðenda urðu til þess að koma upp um Chen Xuehua og hefur hann nú játað að hafa falsað sönnunargögn og niðurstöður sínar. { blaðinu var hvergi getið um svip- aðar uppfinningar utan Kína, svo sem papírusinn í Egyptalandi til foma. Páfi í Vesturheimi: Ræddi mál blakkra í New Orleans Sveitarstjórnarkosningar í Noregi á mánudag: Framfaraflokki spáð mikilli fylgisaukningu Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttarítara Mc Framfaraflokkurinn verður sigurvegari kosninganna, Hægri- flokkurinn tapar og Verka- mannaflokkurinn áfram sá stjórnmálaflokkur, sem hefur mest og traustast fylgi. Þannig virðist landið liggja fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í Noregi á mánudag, 14. september. Frá því í vor hefur Framfara- flokkurinn tvöfaldað fylgi sitt í skoðanakönnunum. Ef marka má tölur hefur flokkurinn með Carl I. Hagen í fararbroddi sópað til sín 80.000 atkvæðum í ágústmánuði einum. Á þessum sama tíma hefur Hægriflokkurinn fallið úr 30,5% í 26% og virðist sem flokkurinn missi kjósendur í allar áttir en mest þó til Framfaraflokksins. Fylgi Verka- mannaflokksins er nú eftir þessum mælingum rétt innan við 40%. Framan af þótti kosningabarátt- an fremur daufleg en nú síðustu dagana hefur hún verið öllu fjör- legri. í fyrstu var mest rætt um aðbúnað sjúkra og aldinna, skatta- mál og vexti en nú eru umræðumar famar að snúast um það hvort Hagen og þeir framfaraflokksmenn séu kynþáttahatarar. Það bar til á kosningafundi í Þrændalögum, að Hagen dró upp úr pússi sínu bréf frá múhameðsk- um innflytjanda og taldi, að með því hefði hann það vopn, sem biti. I bréfinu lýsti bréfritari því fjálg- lega hvemig múhameðstrúarmenn hygðust leggja Noreg undir sig og um fánann sagði: „Krossinn skal burt." í ljós kom hins vegar að bréf- ið var ekki skrifað af téðum múslimi og þurfti Hagen því að biðjast af- sökunar. Hagen lætur þó engan bilbug á sér finna. Hann vísar á bug aðdrótt- unum um kynþáttahatur og segist styðja sömu stefnu í málefnum flóttamanna og Danir, að taka að- eins við 1.200 árlega. Hægriflokksmenn hafa skiljan- lega miklar áhyggjur af uppgangi Framfaraflokksins. í fyrirspuma- þætti í sjónvarpinu sl. fimmtudags- kvöld þótti Jan P. Syse, fulltrúi Hægriflokksins og einn reyndasti þingmaður hans, standa sig mjög vel og er nú almennt um það rætt, að hann muni taka við af Rolf Prest- hus sem forsætisráðherraefni flokksins en frammistaða Presthuss í kosningabaráttunni hefur þótt fá- dæma léleg. Á föstudagskvöld leiddu flokks- foringjamir saman hesta sína í sjónvarpi í hálfan þriðja tíma, en enginn þótti fara með sigur af hólmi. Talið er að enn séu 30% kjós- enda óráðnir. Allt bendir þó til, að Framfaraflokkurinn sigri. New Orleans, Reuter. PÁFI hélt áfram för sinni um Bandaríkin í gær og heimsótti þá borgina New Orleans í Louis- iana-fylki, sem hefur verið lýst sem vin kaþólikka í eyðimörk mótmælenda. Páfi notaði tæki- færið og ræddi hin ýmsu vanda- mál svertingja, en þeir eru fjölmennir þar syðra. Áður en páfi fór til Suðurríkjanna kom hann við í „Biblíubeltinu" svo- nefnda, þar sem hann hvatti mótmælendur til þess að vinna með kaþólikkum að framgangi kristni og sagði jafnframt að Bandaríkin ættu á hættu siðferðilegt hrun ef sjálfselskufullri efnishyggju yrði ekki skorður settar. Þá hitti hann Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna stuttlega, en Carter hafði áður þurft að aflýsa fundi þeirra vegna alvarlegar veikinda bróður síns, Billy. í New Orleans ræddi páfi mest um vanda negra og menntakerfi kaþólsku kirkjunnar. Svertingjar hafa verið fámennir í söfnuði kaþ- ólskra vestra og finnst sumum þeirra, sem enn gæti kynþáttahat- urs í þeirra garð auk annarrar' mismununar. Benda þeir m.a. á að aðeins 11 hinna 300 kaþólsku bisk- upa í Bandaríkjunum eru blakkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.