Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmaaon Pétur Friðrik Á sýningu Péturs í Holyday Inn er þó ein portrettmynd. Hún sýnir gamlan bónda með stórar og vinnul- únar hendur. „Þetta er bóndinn á Ásum í Gnúpveijahreppi, hann sat fýrir hjá mér í þrjá tíma,“ segir Pétur. „Hann er öðruvísi en margt eldra fólk sem alls ekki vill láta mála sig af því það heldur að það sé orðið svo ljótt. Það er mikil íjar- stæða. Það er líka gaman að mála ung- ar konur því litaspil líkama þeirra getur verið mjög fagurt. Sé konan með hvíta húð þá koma fallegir grænir skuggar undir bijóstin og víóletttónar sem fólk tekur ekki eftir þó það sjái nakið fólk. Málar- inn tekur hins vegar eftir þessu og reynir að raða saman heitum og köldum litum um líkaman svo þeir spili saman og úr verði listræn heild. Það má segja að málverk hjá mér gangi mikið út á að raða sam- an heitum og köldum litum. Sá maður sem hefur litatilfinningu hann getur málað alla skapaða hluti.“ Viðfangsefni Péturs eru mjög mörg úr náttúrunni og umhverfinu. Hann segir mér að hann grípi góð- viðrisdaga til að mála. Fari jafnvel út á sumamóttum til að vinna, sé veðrið gott. „Ég er þá gjaman byij- aður að teikna upp og mála í morgunsárið," segir Pétur. „Við- fangsefnin vel ég þá eftir birtu og litum og það hendir oft að ég tek mér allt annað viðfangsefni en ég ætlaði upphaflega vegna þess að birtan og skuggamir eru þannig." Pétur segir mér að hann eigi fjöl- margar myndir heima sem hann hafi aldrei sýnt og hafí þaðan af síður hugsað sér að selja. „Ég ætla að eyðileggja þær áður en ég dey,“ segir hann og hlær dálítið. „Ég hef einu sinni haldið myndabrennu, þegar ég flutti úr Hafnarfírðinum eftir að hafa búið þar í 22 ár. Einni mynd var þó bjargað úr þeim bruna. Rafvirki einn, kunningi minn, kippti einni mynd úr brunanum og bað mig að gefa sér hana. Ég lét það gott heita og sú mynd hangir upp á vegg hjá honum enn í dag. Ég sá hana hjá honum mörgum ámm seinna og fannst hún þá hreint ekki svo galin. Þegar ég spyr Pétur af hveiju hann máli þá er hann fljótur til svars. „Ég mála,“ segir hann, „vegna þess að mér líður illa ef ég er ekki að mála. Ef ég mála ekki í nokkra daga þá kemur í mig ein- hver leiðindatilfinning. Mér líður hins vegar vel þegar ég er búinn að vinna við einhveija mynd, fæ einhveija lífsnautn út úr því jafnvel þó myndin mistakist. Meðan ég er að mála gleymi ég mér alveg við vinnuna, en þegar ég er búinn og sest inn í bíl þá er ég stundum svo þreyttur að ég verð að keyra lús- hægt í bæinn aftur. Það er óskap- lega gaman að vera úti í náttúrinni að mála. Ég væri vansæll maður ef ég gæti ekki málað. Texti: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR ■BBBSSSBSSBSBSSSaSSBSSSSaSSS MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 29 Helgarverð frá kr.14,796 — Vikuverð frá kr. 22.800,- Innifalið: Flug, gisting og morgunverður. Hótelmöguleikar: ITALIA, NOBILIS, LE ROYAL, HOLIDAY INN. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. •Gildistími frá 1/10 - 30/11 ’87 "Gildistími frá 15/9-31/12 '87 Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. P.S. Þú veist kannski að bílaleigubílar fást hvergi á betra verði en í LUX! FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. piDrgiutblafefö Metsölublaó á hverjum degi! AUKhl. 110.31/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.