Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
45
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Verksmiðjuvinna
Óskum eftir að ráða vélgæslumann til starfa
við áfyllivél. Einnig vantar okkur konur og
karla til almennra starfa í vélasal.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri
í síma 18700.
Verksmiðjan Vífilfell hf.
Bæjarritari
Starf bæjarritara á Siglufirði er laust til um-
sóknar. Æskilegt er að viðkomandi hafi
viðskiptafræðimenntun og eða reynslu í sam-
bærilegum störfum.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 21. sept-
ember nk. sem einnig veitir nánari upplýsingar
um starfið í síma 96-71700.
Bæjarstjórinn Sigiufirði.
Starfsfólkí
fataverksmiðju
Óskum að ráða starfsfólk í pressun og á
saumastofu.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 18840.
FATAVERKSMIÐJAN
Snorrabraut 56 - ReykjavíkáíiI
Skiptiborð
Óskum eftir að ráða starfsmann á skiptiborð
okkar. Vinnutími 9.00-14.00. Vélritunarkunn-
átta æskileg.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri á skrif-
stofu Miklagarðs, sími 83811.
yyx
A1IKUG4RDUR
MAfíKADUR VID SUND
Fjölbreytt og litríkt
starf
Okkur bráðvantar starfskraft sem getur sinnt
starfi gjaldkera og svarað í síma.
Viðkomandi þarf að hafa:
Bíl til umráða.
Kunnáttu í vélritun.
Og umfram allt, geislandi af vinnugleði.
Starfið er laust nú þegar og við biðjum þig
að koma til viðtals við Ólaf milli kl. 9.00 og
11.00 næstu þrjá daga.
Aoglísingos*0'0
Laugavegi 145.
Ljósmyndun
Starfsmann vantar eftir hádegi á skyndi-
myndastofu á góðum stað í borginni. Starfs-
þjálfun veitt.
Smiðir — bygginga-
verkamenn — pípu-
lagningamaður.
Smiði, verkamenn og pípulagningamann
vantar til starfa við nýbyggingar. Mikil vinna,
góð laun.
vettvangúrT
STARFSMIÐLUN
Skólavörðustíg 12, sími 623088.
Ert þú vanur
málmiðnaði?
í stálbirgðastöð okkar, Borgartúni 31, vantar
stálhressa afgreiðslumenn hið fyrsta. Ef létt
andrúmsloft, góð starfsskilyrði og sanngjörn
laun skipta þig máli er þetta kjörið tækifæri
á góðu framtíðarstarfi. Mikil vinna í boði
fyrir þá sem vilja!
Fáðu þér kaffisopa með Sigurði Gunnars-
syni, starfsmannastjóra, og ræddu málin í
rólegheitunum.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir sem trúnaðarmál.
SINDRA
STALHF
POSTHOIF 881 BORGARTÚNI 31 121 REYKJAVlK SlMAR 27222 - 2168
Verslunarstjóri
Austfirðir
Öflugt .verslunarfyrirtæki á Austfjörðum vill
ráða röskan og drífandi aðila, til að annast
verslunarstjórn (matvörur).
Æskilegt að viðkomandi hafi verslunarpróf
og starfsreynsla nauðsynleg.
Laun samningsatriði, húsnæði fylgir.
Tilvalið tækifæri fyrir aðila, sem vilja starfa
á landsbyggðinni í góðu starfi.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
okkar.
Gudnt Iónsson
RAÐCJOF U RAÐN I NCARMON LISTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Viðskiptafræðingur
sérstakt tækifæri
Við leitum að viðskiptafræðingi, helst með
framhaldsmenntun til starfa hjá öflugu þjón-
ustufyrirtæki. Flægt er að bíða eftir réttum
aðila.
Skilyrði að viðkomandi sé markaðs- og sölu-
sinnaður, fylginn sér og ákveðinn og njóti
sín best í hörðum heimi viðskiptalífsins.
Viðkomandi fær ca ár til að sýna árangur í
starf i en þá tekur við topp-staða f sölumálum.
Þjálfun fer fram erlendis og hér heima.
Há laun í boði og góð vinnuaðstaða.
Allar fyrirspurnir veittar á skrifstofu okkar í
algjörum trúnaði.
Giiðnt Tónsson
RÁÐCJÖF b RÁÐN I NCARLJÓN USTA
TÚNGÖTU 6. 101 RF.YKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Deildarstjóri
bókhald
Stórt deildaskipt þjónustufyrirtæki vill ráða
deildarstjóra bókhaldsdeildar. Starfið er
laust fljótlega.
Aðalverkefni er uppbygging og rekstur á
nýju tölvu-væddu bókhaldi fyrirtækisins
ásamt daglegri stjórnun deildar.
Leitað er að viðskiptafræðingi með bók-
haldskunnáttu eða aðila með viðskipta-
menntun og góða starfsreynslu t.d. á
endurskoðunarskrifstofu. Tölvuþekking er
nauðsynleg. Góð vinnuaðstaða. Nánari úpp-
lýsingar veittar á skrifstofu okkar.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu okkar, fyrir 24. sept.
nk.
GitðntTónsson
RAÐCJOF RÁPN I N CAR h J Ó N U STA
TUNGÓTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Málningarvörur
Málarameistarinn, Síðumúla 8 vill ráða góð-
an starfskraft, karl eða konu, til verslunar-
starfa, allan daginn.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Góð vinnuaðstaða. Nánari upplýsingar veitt-
ar á skrifstofu okkar.
GtiðntTónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVlK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
REYKJNJÍKURBORG
'I' StÖáWl
Skammtímavistunin
Álfalandi 6
Viltu vinna á litlum heimilislegum vinnustað?
Heimilið er skammtímavistun fyrir fötluð
börn. Á heimilinu dvelja 6 börn í senn og
okkur bráðvantar starfsmann til að elda
matinn okkar.
Um er að ræða 40% og 50% starf. Vinnutími
er virka daga frá kl. 16.00-20.00, 2 eða 3 daga
í viku, og aðra hverja helgi frá kl. 11.00-19.00.
Tilvalið fyrir þá sem vilja vinna með skóla.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
32766 og 18089.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð
á eyðublöðum sem þar fást.
A
Starfsmaður
óskast á sambýli
aldraðra
Sambýli aldraðra — Skjólbrekka sem starf-
rækt er í Kópavogi óskar eftir að ráða
starfsmann í fullt starf. Um vaktavinnu er
að ræða. Jafnframt vantar starfsmann í hluta-
störf frá kl. 17.00-20.00 virka daga.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 45088.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skjól-
brekku, Skjólbraut 1a, Kópavogi.
Umsóknarfrestur er til 21. september nk.
Félagsmálastjóri.