Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
59
ist öryggis- og vamarstefnan á
hvoru tveggja, þ.e. diplómatíi og
hervömum. Ríki vilja yfirleitt frið-
samleg samskipti og vinsamlega
samvinnu hvert við annað. Sagan
hefur eigi að síður kennt þeim nauð-
syn þess að vera í stakk búin til
þess að grípa til hervama gegn yflr-
gangi, ögmn og árás ef þörf krefur
vegna árásar- eða útþenslumark-
miða annars ríkis.
Að sjálfsögðu leggja ríki ekki á
sig þau gjöld og þær fórnir, sem
hervamir hafa í för með sér, nema
til þess að verja meiri verðmæti,
þ.e. að bægja frá ögmnum við sjálf-
stæði og fullveldi þeirra. Til notkun-
ar herafla er ekki gripið nema
árangur náist ekki eftir hinum frið-
sælu leiðum diplómatísins.
Og hvað var það þá á ámnum
1948 og 1949, sem kallaði á um-
ræðu um stofnun varnarbandalags
Norðurlanda og síðan NATO?
Útþensluógnun
Sovétríkja Stalíns
Það var útþensluógnun Sov-
étríkja Stalíns og kommúnismans í
Evrópu um og eftir síðari heims-
styijöldina, sem kallaði á stofnun
NATO árið 1949. í skjóli griðasátt-
mála Hitlers, sem þeir Molotov og
Ribbentrop undirrituðu í Moskvu 23.
ágúst 1939, og þó einkum leyni-
samnings tengdum honum, var
Austur-Evrópu skipt í sovéskt og
þýskt áhrifasvæði. Rússar lögðu því
undir sig austurhluta Póllands, Eist-
land, Lettland, Litháen, hluta af
Pinnlandi auk Bessarabíu, sem til-
heyrði Rúmeníu, strax árið 1940 og
bættu á árinu 1945 við viðbótar-
hluta af Póllandi og Rúmeníu, einnig
norð-austurhluta af Þýskalandi og
austurhluta Tékkóslóvakíu. Þannig
var samtals liðlega 182.000 fermíl-
um lands með tæplega 24 milljónir
íbúa sölsað undir Sovétríkin á ámn-
um 1940 og 1945 í óþökk íbúanna,
sem fengu engu um þessar landa-
mærabreytingar ráðið.
En þetta er bara byijunin.
Eftir sigurinn yfir Hitlers Þýska-
landi féll hvert landið í A-Evrópu
af öðm undir áhrifageira Sovétríkj-
anna: Pólland og Austur-Þýskaland
1945, Albanía og Búlgaría 1946,
Ungveijaland 1947, Rúmenía og
Tékkóslóvakía 1948. Varþetta sam-
tals 393.500 fermílna landsvæði
með um 92 milljónir íbúa.
Eftir að lönd þessi komust undir
áhrifageira Sovétríkjanna og komm-
únismans lokuðust þau austan við
járntjald. Fjölflokkakerfið og lýð-
ræðislegar kosningar hurfu úr
þjóðfélagsgerðinni. Lögregluríkið
var stofnað. Kommúnistar fengu
einkarétt á pólitísku starfi og völd-
um. Skoðana- og tjáningafrelsi var
þröngur stakkur skorinn. Valfrelsi
í kosningum raunvemlega afnumið.
Eftir alla þessa útþenslu Sov-
étríkjanna fóm forystumenn vest-
rænu lýðræðisríkjanna að spuija:
Hvar tekur þetta enda: Hver verður
næstur? Hvað er til vamar?
í umróti slíkra spuminga fæddist
hugmyndin um eitt öflugt varnar-
bandalag vestrænna lýðræðisríkja,
sem hefta skyldi frekari útþenslu
Sovétríkja Stalíns og kerfisbreyt-
ingu yfir í kommúnisma. NATO var
í augsýn sem vamarbandalag, er
stæði vörð um sjálfstæði og fullveldi
lýðræðisríkja Eviópu, stæði vörð um
pólitískar erfðarvenjur þeirra og
treysti og tryggði öryggi þeirra. Þar
var í fæðingu viðnámið, sem hefti
frekari útþenslu Sovétríkjanna í
Evrópu og hefur tryggt okkur Evr-
ópubúum frið og öryggi síðan.
Ekkert Evrópuríki hefur verið svift
fullveldi sínu og sjálfstæði síðan
1949, hinu kommúníska kerfi ekki
þvingað upp á neina Evrópuþjóð
síðan.
í ljósi reynslunnar af útþenslu-
ógnun Sovétríkja Stalíns gat ábyrg
íslensk ríkisstjóm ekki tekið aðra
afstöðu en að þiggja boð um aðdild
að Atlantshafsbandalaginu árið
1949. Það var ábyrg leið að því
markmiði að tryggja við þáverandi
aðstæður fullveldi og sjálfstæði
íslenska ríkisins. Reynslan hafði
sýnt, að hið rauða veldi í austri virti
ekki sjálfstæðis- og fullveldisrétt
smærri ríkja Evrópu. Eitt og eitt
út af fyrir sig hefðu lýðræðisríki
Vestur-Evrópu lítið getað gert sér
til vamar gegn ógnunum hins nýja
stórveldis í austri. En sameinuð í
vamarbandalagi með Bandaríkjun-
um og Kanada stöðvuðu þau
útþenslu Sovétríkjanna og komm-
únismans í Evrópu árið 1949 og
hafa tryggt frið í álfunni síðan.
Þótt til sanns vegar megi færa,
að íslandi hafi ekki beinlínis verið
ógnað allt lýðveldistímabilið, þá var
ógnunin óbein í ljósi útþenslu Sov-
étríkjanna 1940—1948 og vegna
hinnar messiansku hugmyndafræði
sem að baki bjó. Við vitum ekki
hversu mörg Evrópuríki til viðbótar
A-Evrópuríkjunum hefðu glatað
fullveldi sínu og sjálfstæði, ef NATO
hefði ekki verið til. Við byrgjum
brunninn áður en barnið dettur ofan
Hug-myndaf ræði
útþenslunnar
Hinn messianski boðskapur
Marxismans um að öreigar allra
landa sameinist hefur í áranna rás
mótað hugmyndafræði stjómvalda
Sovétríkjanna. Fékk ég gott tæki-
færi til að kynnast henni þau 9 ár
sem ég starfaði í Moskvu og sjá
Togliatti
„stórasannleik", og virðast trúa
honum, að vondir menn á Vestur-
löndum, einkum þó í Bandaríkjun-
um, stjórni árásargjörnum ríkjum,
vilji trufla eðlilegan framgang sögu-
þróunarinnar til sósíalisma, reyna
að stöðva hana og jafnvel snúa
henni við með vopnaðri árás á
kommúnistaríkin, eyða hinu sósí-
alska skipulagi og koma aftur á
auðvaldsþjóðfélagi. Sovétríkin og
bandamenn þeirra verði því alltaf
að vera viðbúin að mæta slíkri ár-
ás. Ekkert annað en sigur komi til
greina fyrir Sovétríkin og sósíalism-
ann í slíkum átökum. Þess vegna
verði kommúnistaríkin að ráða yfir
meiri og betri herbúnaði en aðrir,
standa engum að baki á sviði her-
mála.
Bréshnev-kenningin
Á gmndvelli „alþjóðahyggju ör-
eiga“, sem er enn einn liður í
hugmyndafræði Kremlveija, tengj-
ast allir kommúnistaflokkar heims
undir forustu flokks föðurlands
kommúnismans, Sovétríkjanna, og
Berlinguer
sósíalistaríkis frá sósíalisma. Full-
veldi og sjálfstæði Tékkóslóvakíu
var virt að vettugi, vopnuð innrás
gerð í landið, „villutrúarmennimir"
settir af, tök hins gamla kerfis treyst
undir stjóm útvalinna manna, sem
innrásarlið kommúnistaríkjanna
valdi, en ekki þjóðin eða tékkneskir
kommúnistar. — Og þessi kenning
gilti í augum Kremlveija ekki aðeins
um Tékkóslóvakíu 1968, nei, hún
er talin altæk og algild hvar sem er
í heiminum í hliðstæðar aðstæður,
samanber t.d. Afganistan 1979. Ör
þróun frá kommúnisma að vilja
fólksins í kommúnistaríki er óþol-
andi og hún verður kaffærð með
vopnavaldi á grundvelli alþjóða-
hyggju sósíalismans.
Margt mætti nefna því til sönnun-
ar, að ekkert nýtt var í Bréshnev-
kenningunni. Tveir eldri atburðir
koma strax í hugann.
Fyrst: 17. júní 1953 hófust í
Austur-Berlín mótmælaaðgerðir
vegna óánægju með vinnuaðstöðu
og kjör iðnverkafólks. Mótmælaald-
an breiddist óðfluga út um Austur-
ítalskir kommúnistar höfðu fengið nóg af kreddum Kremlveija, þegar mest bar á Bréshnev-kenning-
unni. Þeir sögðu þá eins og skáldið: Ekki meir, ekki meir. Upp spratt Eurokommúnisminn og ítalski
kommúnistaflokkurinn tók upp jákvæða stefnu til NATO. — Nú spyrja menn hér á íslandj. Hafa nýir
forystumenn Alþýðubandalagsins hugrekki, glöggskyggni og áhrif til þess að varpa aulastefnunni í
öryggismálum fyrir borð og taka upp nýja að fordæmi ítalskra kommúnista?
hvemig hún var aflavaki aðgerða
Kremlveija á ýmsum sviðum, þ.á m.
á sviði utanríkismála.
Kremlveijar eru öðrum þræði
miklir trúmenn, en trúin er bundin
hugmyndafræði kommúnismans. Á
þeim bæ er það bjargföst trú manna,
að „lögmál hinnar sögulegu þróun-
ar“ muni óhjákvæmilega leiða til
sigurs kommúnisma yfir kapítal-
isma og „frelsun" verkalýðs annarra
ríkja undir vemdarvæng kommún-
isma, þ.e. fækkun kapítal- ískra
ríkja, fjölgun hinna kommúnísku og
þar með samsvarandi veldisauki foð-
urlands kommúnismans, Sovétríkj-
anna.
Annar liður í þessu trúarkerfi
kommúnismans er að rétt sé fyrir
Sovétríkin og fylgiríki þeirra að
ástunda friðsamlega og vinsamlega
sambúð við þau ríki utan áhrifa-
geira Sovétríkjanna, þar sem frelsi
ríki til stéttabaráttu og hvers konar
áróðursstarfsemi, af þvi að þar
gæti starfsemi kommúnista smám
saman skilað árangri í samræmi við
„lögmál hinnar sögulegu þróunar"
í átt til sósíalisma. Sovétríkjunum
og alþjóðahreyfíngu kommúnista
beri því að styðja og styrkja sem
best bræðraflokka í slíkum lýðræð-
isríkjum til öflugs starfs í þágu
meginmarkmiðsins um valdatöku
kommúnista, fyrst ásamt með
vinstri sósíalistum og öðrum nyt-
sömum og saklausum stjómmála-
flokkum, sem gerðir yrðu óvirkir í
valdakerfinu, þegar „lögmál hinnar
sögulegu þróunar“ hefði komist á
það stig, að kommúnistar gætu ein-
ir farið með völd.
Aðrar viðurkenndar leiðir komm-
únista til valda eru bylting, saman-
ber Rússland 1917, innrás og stríð,
samanber Afganistan síðan í desem-
ber 1979, og fleira með tilliti til
taktískra aðstæðna á hveijum stað.
Markmiðið er alls staðar og alltaf
að gera út af við sjálfstæði og full-
veldi viðkomandi ríkis og stofna í
staðinn kommúnistaríki.
Enn einn þáttur hugmyndafræð-
innar fæst við réttlætingu hervæð-
ingarinnar. Kremlveijar boða þann
njóta aðstoðar og fyrirgreiðslu hans
eftir því sem þörf og tækifæri til
valdatöku bjóða upp á.
Enn einn liður í þessu hugmynda-
fræðikerfí Kremlveija er það sem
nefnt er „alþjóðahyggja sósíalism-
ans“. Samkvæmt þessari trúarsetn-
ingu kenningakerfisins tengjast allir
kommúnistaflokkar, sem náð hafa
völdum í heimaríkinu, sjálfkrafa
öðrum kommúnistaflokkum, sem
náð hafa völdum. Þessir valdhafar
mynda sérstakt ríkjasamfélag sósí-
alskra ríkja undir forustu föðurlands
kommúnismans. Meginmarkmið
þessa ríkjasamfélags sósíalismans
eru varnir, viðhald og vöxtur hins
kommúníska kerfis og heims án til-
lits til fullveldisréttar annarra sjálf-
stæðra ríkja.
Þáð var á grundvelli þessa þáttar
hugmyndafræðinnar, að hin svokall-
aða Bréshnev-kenning var sett fram
á þingi pólska kommúnistaflokksins
árið 1969 til réttlætingar á innrás-
inni inn í Tékkóslóvakíu 21. ágúst
1968.
Samkvæmt Bréshnev-kenning-
unni, sem byggir á gamalkunnum
trúaratriðum úr hugmyndafræði
Kremlvetja, ber sérhver kommún-
istaflokkur ekki aðeins ábyrgð á
eigin fólki heldur ber hann einnig
sinn hluta ábyrgðar á kommúnista-
flokkum sósíölsku ríkjanna og á
hinni alþjóðlegu hreyfíngu komm-
únista. Skyldan við þessa yfir-
gripsmiklu ábyrgð á vexti og
viðgangi kommúnismans er sett of-
ar öllu öðru, þar á meðal ofar
fullveldi og sjálfstæði einstakra
ríkja. Þess vegna var það óþolandi
og útilokað að aðrir kommúnista-
flokkar létu það afskiptalaust, að
farið væri að þoka söguþróun sós-
íalismans aftur á bak, eins og Dubc-
hek og félagar hans við völd í
Tékkóslóvakíu voru að gera með því
að auka frelsi og lýðræðislega
stjórnarhætti í þessu sósíalistaríki á
árinu 1968. Nei, þetta mátti ekki.
Það var frumskylda kommúnista-
hreyfíngarinnar og ríkja hennar
undir forustu föðurlands kommún-
ismans að stöðva þessa þróun
Þýskaland og fékk strax á sig
einkenni baráttu fyrir frelsi og sam-
einingu þjóðarinnar. Þetta stóðst
ekki samkvæmt kenningunni um
„lögmál hinnar sögulegu þróunar".
Vélaherdeildum Rauða hersins var
sigað á fólkið og uppreisnin skotin
niður.
Síðara dæmið er frá Ungveija-
landi en á rætur sínar í Póllandi. Á
árinu 1956 var mikill kurr í Pól-
landi vegna lélegra kjara. Leiddi það
til nokkurra ryskinga en friðsamlegt
samkomulag var síðar gert, sem
tryggði pólskri alþýðu nokkrar
kjarabætur. Síðar sama ár fetuðu
Ungveijar að nokkru í fótspor Pól-
veija en voru harðari í kröfum og
beindu spjótum sínum mjög að Sov-
étríkjunum. Lögreglan beitti skot-
vopnum til þess að hefta
mótmælaaðgerðimar. Það leysti úr
læðingi uppreisn gegn hinum
kommúnísku valdhöfum og kom af
stað frelsisbaráttu þjóðarinnar fyrir
sjálfstæðu og fullvalda lýðræðisríki
í Ungveijalandi. Á grundvelli skyld-
unnar samkvæmt trúarsetningu
hugmyndafræðikerfísins um „al-
þjóðahyggju sósíalismans" og
„lögmál hinnar sögulegu þróunar"
var vélaherdeildum Rauða hersins
beitt gegn illa vopnuðum frelsis-
sveitum fólksins. Harðir bardagar
urðu í Búdapest og víðar. Ofurefli
Rauða hersins braut frelsisbaráttu
fólksins á bak aftur. Talið er að um
2000 Ungveijar úr frelsissveitum
fólksins hafi fallið en um 200.000
flúið í útlegð.
Dæmi þessi sanna ótvírætt, að
trúarsetningar Bréshnev-kenning-
arinnar voru ekki nýjar af nálinni
1969. Kenningin var byggð á hug-
myndafræði og reynslu Kremlveija
af að beita henni gegn kúguðum
þjóðum í uppreisnarhug undir
kommúnisma, þjóðum, sem þráðu
frelsi, sjálfstæði og fullveldi, en
Rauði herinn hneppti í fjötra komm-
únismans.
Eurokommúnisminn
Var nema von, að ýmsum stofu-
kommum úti í heimi brygði í brún
við Bréshnev-kenninguna og dæmin
um útfærslu hennar í Berlín, Búda-
pest og Prag?
Jafnvel hér á íslandi stóðu ein-
faldir sakleysingjar stofukommún-
ismans með öndina í hálsinum. Ég
man ekki betur en að grein Einars
Olgeirssonar í Rétti um harmleikimP
í Prag 1968 hefjist eitthvað á þá
leið: Nei, þetta gat ekki skeð. Það
er ómögulegt að eitt sósíalskt ríki
ráðist á annað með vopnavaldi.
En þetta var nú hinn kaldi veru-
leiki. Og hann var í fullu samræmi
við hugmyndafræðina, sem stofu-
kommar hafa enga afsökun fyrir
að þekkja ekki svo oft og ítarlega
sem leiðtogarnir í Kreml útlista
hana og vitna til hinna ýmsu þátta
hennar.
Eftir Prag 1968 opnuðust augu
bæði bolsóttra og einfaldra sakleys-^^
ingja víða um heim fyrir því, að
þeir ættu ekki samleið með hug-
myndafræði Kremlveija, a.m.k. ekki
öllu trúarkerfinu. Palmiro Togliatti,
kommúnistaleiðtogi Ítalíu, hafði
reyndar rumskað fyrr. Hann lét eft-
ir sig testament mikið þegar hann
dó og félagar hans í ítalska komm-
únistaflokknum sáu um útgáfu á
bókinni árið 1964. Þar setur Togl-
iatti fram kenningu um nauðsyn
sjálfstæðrar starfsemi kommúnista-
flokka heims á grundvelli þjóðlegra
aðstæðna og þarfa mismunandi
landa. I heild má líta á kenningu
Togliattis sem eins konar fjöl-
hyggjukommúnisma. Hann hafnar
því afdráttarlaust, að aðeins eir1{—
rétt leið sé til við framkvæmd kom-
múnisma. Leiðimar séu margar og
þurfi í hveiju landi að taka tillit til
sögulegra hefða, menningarerfða,
landsgæða og efnahagslegs þróun-
arstigs. Og umfram allt verði
flokkamir að starfa á þjóðlegum
grundvelli.
Enrico Berlinguer og félagar hans
í ítalska kommúnistaflokknum tóku
kenningum Togliattis fegins hendi.
Og um líkt leyti og mest var skrifað
og skrafað um Bréshnevkenninguna^- _
fór að bera meira á kenningum
Togliatti, nú í hugmyndafræðisam-
safni, sem brátt fékk á sig nafnið
Eurokommúnismi. Á grundvelli
hans hafa ýmsir kommúnistaflokkar
losað sig við ýmis trúaratriði hug-
myndafræði Kremlveija. Þannig
hafa t.d. ítalskir kommúnistar tekið
þá afstöðu í öryggismálum að aðild
að NATO sé mikilvægt öryggisatriði
fyrir sjálfstæði og fullveldi Italíu.
Breytt og bætt
öryggisstefna
Alþýðubandalagsins?
En nú vaknar spurningin, hvort
íslenskir kommúnistar meti meira__,
sjálfstæði og fullveldi íslands og*^
öryggi þess eða hugmyndakerfí
Kremlveija með trúarsetningunum
um „lögmál hinnar sögulegu þróun-
ar“, „alþjóðahyggju öreiga", „al-
þjóðahyggju sósíalismans",
„Breshnev-kenninguna" og aðrar
slíkar kreddur?
Meti þeir sjálfstæði, fullveldi og
öryggi íslenska ríkisins meira en
kreddurnar væri rökrétt fyrir þá að
fylgja fordæmi Togliatti og Berl-
inguer, varpa frá sér aulastefnunni
í öryggismálum og taka upp nýja
stefnu, jákvæða gagnvart aðildinni
að NATO. Hvort nýir forystumenn
Alþýðubandalagsins hafa hugrekki
og glöggskyggni til þess að beita^ .
sér fyrir slíkri stefnubreytingu 1
öryggismálum kemur væntanlega í
Ijós á landsfundi þeirra, sem nú er
í undirbúningi.
Hitt er svo annað mál, hvaða leið-
ir til breytinga á varnarsamstarfínu
í landinu ber að fara. Sumir vilja
enga breytingu og herinn hér. Aðrir
vilja herinn burt. Of lítið hefur hins
vegar verið rætt um breytt og bætt
vamarsamstarf þar sem íslendingar
taki sjálfir skref fyrir skref við eftir-
lits- og gæslustörfunum fyrir og á
kostnað NATO og Bandaríkjanna,
en útlendingamir hverfi smátt og '
smátt úr landi. Það er vel þess virði
að hugleiða þann kost. Mun ég gera
það á næstunni á öðmm vettvangi.
Höfundur er annar af tveimur
heimasendiherrum utanríkisþjón-
ustunnar, sem annast stjómmála-
sambandið við fjarlæg ríki.