Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 Minning: Páll Hafstað fv. skrifstofustjóri Fæddur 8. desember 1917 Dáinn 5. september 1987 Páll Hafstað fæddist í Vík í Skagafírði 8. desember 1917. For- eldrar hans voru Ami Hafstað, bóndi þar, og kona hans, Ingibjörg Sigurðardóttir Hafstað. Hann lauk stúdentsprófí í Noregi 1940 og kandídatsprófi í búnaðarfræðumfrá Landbúnaðarháskólanum að Ási, Noregi, 1943. Hann kom heim 1945 og lagði stund á ýmis störf uns hann gerðist jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands 1947. Því starfi gegndi hann til 1949. I þessu siarfí ferðaðist hann mikið um sveitir landsins. Á þeim ferðum mun hann hafa lagt grunninn að þeirri miklu og ítarlegu þekkingu á að- stæðum í sveitum um allt land sem hann bjó yfír æ síðan og vikið er að hlr á eftir. Vid Páll Hafstað vorum sam- starfsmenn hjá raforkumálastjóra og síðar Orkustofnun um meira en þriggja áratuga skeið. Vil ég því fara nokkrum orðum um störf hans að íslenskum orkumálum. Páll réðst sem fulltrúi til raforku- málastjóra árið 1949, og hafði þegar unnið þar um fímm ára skeið þegar ég kom til starfa hjá því embætti árið 1954. Hann var því þegar hinn starfsreyndi maður er fundum okkar bar fyrst saman. Meðal minna fyrstu verkefna hjá raforkumálastjóra var að gera und- ir stjóm Páls áætlanir um dreifíveit- ur fyrir rafmagn í sveitum víðsvegar um land. Mér er enn minnisstætt hversu vel Páll þekkti til í sveitum um land allt. Hann vissi upp á hár hvort jörð var raun- verulega í ábúð eða ekki. Á þeim árum var mikil ásókn í það í sveitum að fá rafmagn, eins og nærri má geta. Þá var það skilyrði fyrir að fá rafmagn að jörð væri setin allt árið en ekki notuð sem sumarbú- staður í fáeinar vikur að sumrinu. Fyrir kom að laxveiðimenn og hrossabændur í Reykjavík, sem keypt höfðu eyðijarðir, reyndu að fara í kringum þessi ákvæði. En þar var Páli að mæta, og riðu fæst- ir sem þetta reyndu feitum hesti frá skiptum við hann. Raforkuráð, sem stofnsett var með Raforkulögum frá 1946, var af Alþingi falið það hlutverk, meðal annars, að gera tillögur til raforku- ráðherra um ráðstöfun þess íjár sem Alþingi veitti ár hvert gegnum Raforkusjóð til rafvæðingar í sveit- um landsins. Ráðið var stjóm Raforkusjóðs, og vann því í nánu samstarfi við raforkumálastjóra, sem var lögum samkvæmt fram- kvæmdastjóri Raforkusjóðs, og hélt jafnan fundi sína á skrifstofu hans. Lagði hann og ráðinu til ritara. Vegna starfa sinna að rafvæðingu sveitanna kom það eðlilega í hlut Páls að gegna ritarastarfínu. Tók liann við því árið 1954. Með Orkulögum frá 1967 tók Orkuráð við hlutverki Raforkuráðs og orkumálastjóri við hlutverki raf- orkumálastjóra. Jafnframt var starfssvið ráðsins víkkað þannig að það tók einnig til jarðhita, auk raf- orku. Orkuráð gerði einnig tillögur til ráðherra um lánveitingar úr Orku- sjóði til bænda og annara sem reisa vildu einkarafstöðvar þar sem ekki var von á rafmagni frá samveitu í bráð, svo og til leitar að jarðhita með borunum. Fjölgaði umsóknum um slík lán mjög í kjölfar olíuverðs- hækkananna 1973—74. Einkaraf- stöðvalánin voru jafnan bundin því skilyrði að áætlanir um þessar stöðvar væru reistar á raunhæfum forsendum, t.d. að nægjanlegt vatn væri á öllum tímum árs í á þeirri eða læk er virkja skyldi. Það kom jafnan í hlut Páls að ganga úr skugga um þetta. Hann aflaði nauð- synlegra upplýsinga milli funda Orkuráðs og lagði þær fyrir ráðs- menn. Naut hann oft í þeim efnum hjálpar starfsfélaga síns hjá Orku- stoftiun, Siguijóns Rists, vatna- mælingamanns. Jarðhitaleitarlánin kröfðust líka margvíslegra upplýs- inga sem kom í hlut Páls að afla. Aldrei brást að hann legði nauðsyn- legar upplýsingar fyrir fundi ráðs- ins til að það gæti tekið sínar ákvarðanir. Það var orkumálastjóra og Orku- ráðsmönnum ómetanlegur styrkur í störfum þeirra að hafa mann eins og Pál í ritarastarfínu. Þeir fundu fljótt að upplýsingum hans mátti treysta. Auk þeirra starfa sem þegar hafa verið nefnd fyrir Orkuráð og að rafvæðingu sveitanna gegndi Páll Hafstað ýmsum öðrum störfum fyrir raforkumálastjóra og síðar Orkustofnun. Meðal annars annað- ist hann um margra ára skeið starfsmannamál stofnunarinnar. Síðustu ijögur ár sín í starfí hjá Orkustofnun var Páll skrifstofu- stjóri hennar. Þá hafði hún vaxið svo mjög að sérstakur starfsmanna- stjóri hafði létt af honum starfs- mannaumsýsluninni. Páll lét af störfum að eigin ósk síðla árs 1985. Að beiðni m:nni, og eftir eindregnum óskum Orkuráðs- manna, gegndi hann þó áfram störfum sem ritari Orkuráðs allt þar til á þessu sumri að hann varð að hætta vegna veikinda. Gegndi hann þannig ritarastarfinu á íjórða tug ára. Samviskusemi og fáguð snyrti- mennska auðkenndu öll störf Páls Hafstað. Hjá honum var ávallt allt í röð og reglu og hver hlutur á sínum stað. Hann var þess vegna alltaf fljótur að fínna gögn sem hann leit- aði að hveiju sinni. Kom það sér oft vel á fundum Orkuráðs. Páll átti því láni að fagna að starfsvettvangur hans var óaðskilj- anlegur hluti af einu mesta fram- faramáli þessarar aldar á íslandi: Rafvæðingu landsins, einkum hinna dreifðu byggða þess. Tilkoma raf- magnsins hefur valdið byltingu í lífskjörum og lífsháttum íslendinga, svo róttækri og altækri byltingu að ungt fólk í dag á í hinum mestu erfíðleikum með að gera sér í hug- arlund hvemig lífíð var hér á landi fyrir þá byltingu. Breytingamar eru líkastar stórkostlegu ævintýri. Páll Hafstað kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði Baldursdótt- ur, kennara, 26. okt. 1946. Eignuð- ust þau þijú mannvænleg böm, Steinunni, Baldur og Valgerði Ingi- björgu. Páll andaðist hinn 5. september síðastliðinn. Nú að leiðarlokum er mér þakk- læti í hug fyrir langt og ánægjulegt samstarf við Pál Hafstað, sem aldr- ei bar skugga á. Við starfsfólk Orkustofnunar og núverandi og fyrrverandi Orkuráðsmenn, vottum eiginkonu hans, bömum þeirra, bamabömum og fjölskyldu allri dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning Páls Hafstað. Jakob Björnsson Páll var kvikur á fæti, grannur og bar sig vel. Hárið liðað og grán- aði snemma, þykkar brúnir og næm augu. Fallegar hendur. Páll var gleðimaður, gaf augna- blikinu líf og mótaði veruleikann í sögur. Þegar sólin skein gekk hann í garðinn og hélt veislu með þó ekki væri nema einum gesti. Þegar dimmdi um vetur færðist hann í ljóðaham og fór þá með verk skálda sem ortu um ástir og tilfínningar, einsemd og sársauka. Það var alltaf gaman að, hitta Pál. Í fjölmenni gat hann sungið, einn eða með öðrum, í smærri hóp sagði hann frá, kannski frá ein- kennilegum mönnum úr Skagafirði eða frá konunni sem hélt hún væri nútímaleg og vildi banna honum að fá sér í pípu. Hann lýsti ferðum sínum þannig að þær festust manni skýrar í minni en eigin minningar. Hvort esm það var á sólbakaðri stétt á Ítalíu að lepja camparisoda, á rölti um rúsir Pompej eða sigl- andi eftir Rauðánni í Manitoba, allt varð ævintýri í frásögninni. Eins var um löngu liðna atburði sem Pál} sagði þó ekki oft frá. Á stríðsárunum var Páll við nám í Noregi og starfaði þá með and- spymuhreyfíngunni. Þar hjálpaði hann m.a. fólki að flýja yfir til Svíþjóðar, fór með því gangandi á skíðum þangað til skipt var um leið- sögn á ónefndum bóndabæ í skjóli nætur án þess að segja orð til að allir vissu sem allra minnst. Þangað til einn daginn að Páll svaf yfír sig og kom of seint í skólann. Það varð honum til happs því að fyrr um morguninn höfðu Þjóðveijar látið til skarar skríða og handtekið þá sem tengdust andspymuhreyfing- unni í skólanum. Páll frétti þetta hjá samstúdentum sínum sem hann mætti á leiðinni, fór strax í felur og flúði skömmu síðar til Svíþjóðar. Eftir stríð kom hann heim og tengdist þá nokkuð vaxtarbroddi íslenskra bókmennta, varð vinur Steins Steinarr og bauð honum með sér í mælingaleiðangur um Vest- fírði. Sú ferð varð uppistaða í sagnábálki eina jólanótt. Eg sat eftir þegar aðrir fóru úr jólaboði sem þau Páll og Ragnheiður héldu árlega fyrir ættingja og vini með söng, dansi og hljóðfæraslætti. I stað þess að fara heim og fletta jólabókunum naut ég frásagnar- gáfu Páls fram eftir nóttu eða þangað til frú Ragnheiður kom inn og bauð manni sínum upp í dans. Ég dáist að þeim samhljómi sem þau hjón náðu alla tíð. Ragnheiður, föðursystir mín, og Páll bjuggu í næstu götu, „úti í húsi“, sem kallað var, með þremur börnum sínum, Steinunni, Baldri og Völu. Það var því ævinlega mik- ill samgangur á milli heimilanna. Einn laugardagsmorgun kemur Páll og stingur brosandi upp á því að ég komi með sér að þvo bílinn. Ég játa því og við vinnum verkið sem er í sjálfu sér fáfengileg at- höfn. En þegar við ökum burt af þvottaplaninu stoppar Páll og send- ir mig aftur fyrir bílinn að gæta að því hvort eitthvað sé laust því að sér hafí heyrst vera komið auka- hljóð sem ekki ætti að vera. Ég geri þetta og fínn ékkert athuga- vert en þegar ég kem aftur er hann búinn að opna hanskahólfíð og stilla þar upp tveimur glösum með ís- köldu hvítvíni sem hann býður mér að dreypa á. Þannig varð augna- blikið eilíft. Þegar leið að páskum kom Páll ævinlega með afskomar tijágreinar úr garði sínum og færði okkur til að setja í vasa. Þetta var fyrsti vorboðinn og lýsti hugulsemi sem fáum er gefín. Síðast í vetur snar- aði hann sér inn á gólf til mín með greinaknippi að láta laufgast í stof- unni. Páll ræktaði garðinn sinn og notaði hann til að gleðja sig og aðra. Páll las mikið, sögur og ljóð, og var smekkmaður á bókmenntir. Hann hreifst af fegurð, rómantík og einlægni en leiddist tilgerð og hroðvirkni sem honum fannst oft njóta óverðskuldaðrar virðingar. í afstöðu hans kóm fram heilsteypt lífssýn mannvinar sem leitar fram á við en veit þó að hver stund er dýrmæt og má ekki fara í súginn og verða ljótleikanum að bráð. Með Páli er genginn góður dreng- ur og óvenju minnisstæður öllum sem þekktu hann. Það er mikil gæfa að hafa átt hann að vini. Gisli Sigurðsson Páll Hafstað fyrrum skrifstofu- stjóri við Orkustofnun er nú allur, tæplega sjötugur. Hann var einn þeirra mörgu Víkursystkina úr Skagafirði, hóf þar ungur nám að Hólum í Hjaltadal og lauk síðar langskólanámi úti í Noregi. Foreldrar Páls, Ingibjörg Sigurð- ardóttir og Ámi Hafstað, reistu sér menningarsetur í Vík og stjómaði Ámi þar skóla um nokkurt skeið. Frá þessum bæ barst ljúfur andblær mennta víða um hémð, og fullvíst að böm þeirra Áma og Ingibjargar ræktu sinn arf af kostgæfni. Víkur- systkinunum var snemma við bmgðið fyrir góðar gáfur og menn- ingarleg viðhorf. Þetta fólk var ávallt veitandi í víðtækasta skilningi þess orðs. Man ég glöggt hversu gaman var að hitta það á manna- mótum norður í Skagafírði, taka það tali um líf og list líðandi stund- ar og fylgjast með því út yfir mörk hversdagsleikans. Við andát Páls Hafstað er þess fyrst að minnast hversu trúr hann var alla ævi uppeldi sínu og upp- rana, enda og óvenjulega vel gerður maður og höfðingi á alla lund. Hann var bókmenntamaður, víðles- inn og hafði yndi af fögmm hlutum. Best undi hann sér á heimili sínu hér í Reykjavík, norður í Skagafírði eða hvar annars staðar sem virða mátti fyrir sér gróður jarðar og gróður andans. Páll var hefðarmaður í allri fram- göngu, snyrtimenni svo af bar, og breytti þar aldrei háttum sínum. Hann var ljúfur og kurteis en þó skapmikill. Um hann lék birta, þótt ský kæmu nær jörðu. Góð þótti mér návist hans. Frá heimili þeirra Páls Hafstað og konu hans, frú Ragnheiðar Bald- ursdóttur, í Snekkjuvogi 3 hér í Reykjavík á ég góðar minningar enda hjónin samvalin, heimilið ein- stakt. Gaman var þá að hlýða á ljóð og jafnvel taka lagið, ef svo bar undir. Sérstaklega minnumst við hjónin þó góðra stunda með þeim Páli og Ragnheiði vestur í Ameríku fyrir nokkmm ámm. Þá tókst okk- ur að tengja hljómlistina öðmm listum og láta til okkar taka á góð- an og eftirminnilegan hátt. Brottför Páls úr heimi hér veldur miklum söknuði. Þó er ekki ráð að dveljast um of á því sviði, heldur minnast samfylgdar hans og örlæt- is og þá þess einnig að nú skilur hann eftir fjölskyldu sinni, frændliði öllu og stómm vinahópi minningar úr góðu efni og traustu. Eg votta fjölskyldu Páls Hafstað dýpstu samúð. Haraldur Bessason Þá er Páll Hafstað látinn eftir erfíða sjúkdómsbaráttu síðustu misserin. Við Páll áttum áratuga samstarf að baki enda þótt við störfuðum hjá nokkuð aðskildum deildum inn- an stofnunar raforkumálastjóra og síðar hver hjá sinni stofnuninni, hann hjá Orkustofnun og ég hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Það var mikið afrek sem unnið var á tæpum þremur áratugum að rafvæða meg- inhlutann af dreifbýli — sveitum landsins. Þar gætti verka Páls í ríkum mæli. Okkar aðalsamskipti í hinu daglega amstri snertu raf- væðingu sveitanna. Orkuráð fjallaði um framkvæmdaþættina á þessu sviði, en þar annaðist Páll ritara- starf í áratugi. Rafmagnsveitumar sáu hinsvegar um framkvæmda- hliðina eftir að iðnaðarráðuneytið hafði endanlega úrskurðað hvaða verk skyldu unnin á hveijum tíma. Þótt Páll væri „aðeins“ ritari Orku- ráðs hafði hann æði oft áhrif á ýmsa þá þætti í sveitarafvæðing- unni sem íjallað var um og þá ávallt út frá hagkvæmnis- og rétt- lætissjónarmiði og leitaði þá gjam- an álits okkar Rafmagnsveitu- manna í því efni. Einn var sá þáttur í sveitaraf- væðingunni sem á stundum reynd- ist allerfíður úrlausnar, en það var ákvörðun um heimtaugargjöld. Þegar um vafaatriði var að ræða í þessu efni höfðum við starfsmenn Rafmagnsveitnanna ávallt samráð við Pál um lausn málsins og þar t Innilegar þakkir færi ég ættingjum, vinum og vandamönnum fyrir hlýhug og samúft vift fráfall og jarðarför eiginkonu minnar og móftur okkar, GUÐRÍÐAR SIGJÓNSDÓTTUR, Hrafnhólum 6. Jón Karlsson, Kolbrún, Hrafnhildurog Edda Kristín. t Þökkum innilega auðsýnda samúft og vinarhug vift andlát og útför ELÍNAR JÖRGENSEN, Bogahlíð 18, Reykjavík. Guftmundur Bergþórsson, Halldór Guðmundsson, Stefón Guðmundsson, Kristinn Kristinsson, Sigríður Kristinsdóttir, Bergþór Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Steingrfmur Guðmundsson og barnabörn. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, INGÓLFS ÓMARS ÞORSTEINSSONAR, Móabarði 2b, Hafnarfirði. Þorsteinn Sigurðsson, íris Kristjánsdóttir, Jenný Þorsteinsdóttir, Dagbjört Lína Þorsteinsdóttir, Vera Lind Þorsteinsdóttir, Ægir Þorsteinsson, Andri Þorsteinsson. t Þökkum innilega auftsýnda samúð og vináttu vift andlát og útför móður okkar, tengdamóftur, ömmu og langömmu, INGILEIFAR MALMBERG, Smyrlahrauni 56, Hafnarfirði. Sigríður O. Malmberg, Ásta Antonsdóttir, Halldór E. Malmberg, OttoJ. Malmberg, Svend-Aage Malmberg, Gunnar S. Malmberg, Helga Ragnarsdóttir, Inga Dagný Maimberg, Halldór Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.