Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
25
Dagvistarupp-
eldi í hættu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun sem sam-
þykkt var á félagsfundi Fóstru-
félags íslands miðvikudaginn 9.
september:
„Félagsfundur Fóstrufélags ís-
lands lýsir áhyggjum sínum yfír því
ófremdarástandi sem skapast hefur
í dagvistaruppeldi. Það er staðreynd
að mikill óstöðugleiki er í starfs-
mannahaldi, skortur á fóstrum og
öðru starfsfólki.
Ljóst er því að fagleg vinnubrögð
eru fyrir borð borin og dagvistar-
uppeldi í hættu. Við þetta verður
ekki unað.
Fóstrufélag íslands dregur
stjórnvöld og forráðamenn dagvist-
ar í landinu til ábyrgðar og skorar
á viðkomandi aðila að fínna lausn
á þessum gífurlega vanda sem nú
ríkir."
*
Islensk verk
á tón listarhá-
tíð í Svíþjóð
DAGANA 8.—12. september er
haldin tónlistarhátíð í Stokk-
hólmi sem gengur undir nafninu
Fylkingen. Fylkingen hefur ver-
ið starfrækt í Stokkhólmi síðustu
fimmtíu árin og helgar sig kynn-
ingu á nýrri tónlist. A Pejling
verða flutt þrjátíu ný verk frá
Norðurlöndunum fimm og er
ekkert verkanna eldra en sjö
ára. Markmið hátíðarinnar er að
gefa mynd af því sem verið hef-
ur að gerast á sviði tónsköpunar
á Norðurlöndunum síðan árið
1980.
Fimm íslensk tónskáld eiga verk
á þeirri tónlistarhátíð sem nú stend-
ur yfír á vegum Fylkingen í
Stokkhólmi. Eftir Áskel Másson
verður flutt verkið Teikn fyrir ein-
leiksfíðlu en Áskell skrifaði þetta
verk upphaflega fyrir Guðnýju Guð-
mundsdóttur konsertmeistara. Eftir
Atla Ingólfsson verður flutt verkið
Berging fyrir einleiksflautu. Á opn-
unartónleikum hátíðarinnar mátti
heyra tríó Hjálmars H. Ragnarsson-
ar fyrir klarinet, selló og píanó, en
tríó þetta kom út á hljómplötu frá
íslenskri tónverkamiðstöð síðastlið-
inn vetur. Verk Karólínu Eiríks-
dóttur á hátindi er In Vultu Soiis
fyrir einleiksfíðlu. In Vultu Solis
samdi Karólína árið 1980 fyrir
Guðnýju Guðmundsdóttur. Fimmta
íslenska verkið á hátíðinni í Stokk-
hólmi er eftir Þorstein Hauksson
og heitir Are We? Verkið samdi
Þorsteinn fyrir beiðni frá IRCAM,
í Centre G. Pompidou í París árið
1980. Verkið er samið fyrir tvo
trompeta, tvær básúnur, slagverk
og segulband.
Tveir íslenskir flytjendur taka
þátt í flutningi þeirra verka sem
flutt eru á Pejling í ár, þær Auður
Hafsteinsdóttir fíðluleikari og Ást-
hildur Haraldsdóttir flautuleikari.
Nefnd kannar
fjárfestingu
erlendra aðila
Forsætisráðherra hefur skip-
að nefnd til að gera tillögur um
samræmingu á lögum og regl-
um um fjárfestingu erlendra
aðila í íslensku atvinnulífi.
Nefndina skipa Björn Friðfinns-
son framkvæmdastjóri, Brynjólfur
Bjamason framkvæmdastjóri,
Eiríkur Tómasson hrl., Margeir
Daníelsson liagfræðingur, Þor-
valdur Gylfason prófessor og
Baldur Guðlaugsson hrl., sem er
formaður nefndarinnar.
GLASGOW
Helgarverð frá kr. 15.559,—
5 daga verð frá kr. 19.762,—
Vikuverð frá kr. 21.923,—
Sértilboð þridjudaga - laugardaga
frákr. 16.639,—
Innifalið í verði: Flug, gisting og morgunverður.
Hótelmöguleikar: HOSPITALITY INN, INGRAM, CREST.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum
Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
‘Gildistími 15/9 '87 - 31/3 ’88
“Gildistími frá 15/9 ’87 - 15/12 ’87
Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi.
P.S. Það er fleira skemmtilegt að gera í GLASGOW
en að fara í búðir.
FLUGLEIÐIR
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2,
Hótel Esju og í Kringlunni.
AUK hf. 110.29/SÍA