Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 25 Dagvistarupp- eldi í hættu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem sam- þykkt var á félagsfundi Fóstru- félags íslands miðvikudaginn 9. september: „Félagsfundur Fóstrufélags ís- lands lýsir áhyggjum sínum yfír því ófremdarástandi sem skapast hefur í dagvistaruppeldi. Það er staðreynd að mikill óstöðugleiki er í starfs- mannahaldi, skortur á fóstrum og öðru starfsfólki. Ljóst er því að fagleg vinnubrögð eru fyrir borð borin og dagvistar- uppeldi í hættu. Við þetta verður ekki unað. Fóstrufélag íslands dregur stjórnvöld og forráðamenn dagvist- ar í landinu til ábyrgðar og skorar á viðkomandi aðila að fínna lausn á þessum gífurlega vanda sem nú ríkir." * Islensk verk á tón listarhá- tíð í Svíþjóð DAGANA 8.—12. september er haldin tónlistarhátíð í Stokk- hólmi sem gengur undir nafninu Fylkingen. Fylkingen hefur ver- ið starfrækt í Stokkhólmi síðustu fimmtíu árin og helgar sig kynn- ingu á nýrri tónlist. A Pejling verða flutt þrjátíu ný verk frá Norðurlöndunum fimm og er ekkert verkanna eldra en sjö ára. Markmið hátíðarinnar er að gefa mynd af því sem verið hef- ur að gerast á sviði tónsköpunar á Norðurlöndunum síðan árið 1980. Fimm íslensk tónskáld eiga verk á þeirri tónlistarhátíð sem nú stend- ur yfír á vegum Fylkingen í Stokkhólmi. Eftir Áskel Másson verður flutt verkið Teikn fyrir ein- leiksfíðlu en Áskell skrifaði þetta verk upphaflega fyrir Guðnýju Guð- mundsdóttur konsertmeistara. Eftir Atla Ingólfsson verður flutt verkið Berging fyrir einleiksflautu. Á opn- unartónleikum hátíðarinnar mátti heyra tríó Hjálmars H. Ragnarsson- ar fyrir klarinet, selló og píanó, en tríó þetta kom út á hljómplötu frá íslenskri tónverkamiðstöð síðastlið- inn vetur. Verk Karólínu Eiríks- dóttur á hátindi er In Vultu Soiis fyrir einleiksfíðlu. In Vultu Solis samdi Karólína árið 1980 fyrir Guðnýju Guðmundsdóttur. Fimmta íslenska verkið á hátíðinni í Stokk- hólmi er eftir Þorstein Hauksson og heitir Are We? Verkið samdi Þorsteinn fyrir beiðni frá IRCAM, í Centre G. Pompidou í París árið 1980. Verkið er samið fyrir tvo trompeta, tvær básúnur, slagverk og segulband. Tveir íslenskir flytjendur taka þátt í flutningi þeirra verka sem flutt eru á Pejling í ár, þær Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari og Ást- hildur Haraldsdóttir flautuleikari. Nefnd kannar fjárfestingu erlendra aðila Forsætisráðherra hefur skip- að nefnd til að gera tillögur um samræmingu á lögum og regl- um um fjárfestingu erlendra aðila í íslensku atvinnulífi. Nefndina skipa Björn Friðfinns- son framkvæmdastjóri, Brynjólfur Bjamason framkvæmdastjóri, Eiríkur Tómasson hrl., Margeir Daníelsson liagfræðingur, Þor- valdur Gylfason prófessor og Baldur Guðlaugsson hrl., sem er formaður nefndarinnar. GLASGOW Helgarverð frá kr. 15.559,— 5 daga verð frá kr. 19.762,— Vikuverð frá kr. 21.923,— Sértilboð þridjudaga - laugardaga frákr. 16.639,— Innifalið í verði: Flug, gisting og morgunverður. Hótelmöguleikar: HOSPITALITY INN, INGRAM, CREST. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. ‘Gildistími 15/9 '87 - 31/3 ’88 “Gildistími frá 15/9 ’87 - 15/12 ’87 Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. P.S. Það er fleira skemmtilegt að gera í GLASGOW en að fara í búðir. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. AUK hf. 110.29/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.