Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 RÆTT VIÐ JON ÞORARINSSON SJÖTUGAN Hdma mr nógaðgera - Það var kosturinn við að koma heim eftir æsilegt líf í útlöndum Jón Þórarinsson er sjö- tugur í dag. Jón hefur lagt gjörva hönd á margt í tónlistarlífínu hér, fengist við tónsmíðar, kennt, komið við sögu í fé- lagsstarfi tónlistar- manna og ekki sízt við sögu Sinfóníuhljómsveitar íslands. Ætli það fari ekki bezt á að taka upp þann hógværa, en þegar grannt er skoðað, yfírgripsmikla titil, sem er að fínna í þeirri efalausu bók, síma- skránni. Þar stendur nefnilega Jón Þórarinsson tónlistarmaður. En jafnvel svo víðfeðmur titill spannar ekki allt starf Jóns, því um skeið vann hann hjá sjónvarpinu, var for- stöðumaður lista- og skemmtideildar. Og núna, þegar Jón er kominn á þann aldur að geta minnkað við sig umsvifín formálalaust, er hann ekk- ert sérstaklega mikið að því. Um þessar mundir situr hann við að semja íslenzka tónlistarsögu og er formaður stjómar Listahátíðar. Þess vegna var hann að tala við tollembættismann þegar leiðir okk- ar lágu saman í vikunni. Kvikmynd- ir, sem verða á kvikmyndahátíð Listahátíðar, voru að daga uppi í tollinum. Einhveijum var orðið heitt í hamsi. . . ekki þó Jóni... og ein- hver hefði líklega hleypt af sér gufu yfír tollarann. Ekki þó Jón ... og erindinu var tekið ljúflega. Hver segir að æsingurinn sé alltaf væn- legastur? Þung og þétt alvaran kemur öðrum í skilning um að á ferðum sé mál, sem skiptir máli, ekki síst þegar alvaran er lýst upp af kímnisbliki í augunum og radd- sett af lágværu brosi. Og það þurfti vísast alvöruna þykka og þunga til að koma mönnum í skilning um til- verurétt sinfóníuhljómsveitar hér einu sinni. Hún var ekki einstök rödd gamla þingmannsins, sem sagði í þingumræðum að hann hefði Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson en bamlaus og þau hjón tóku nem- endur hans að sér eins og böm sín. Kona mín var með mér og við eign- uðumst son þama úti, sem þau hjón fæddu og klæddu einsog afabam. En Hindemith var harður kenn- ari og gekk eftir að menn sinntu sínu og væm vakandi í tímum. Hann var af almúgafólki kominn, hafði ekki hlotið formlega skóla- göngu, heldur aðeins lært á fíðlu í tónlistarskóla. Við óperuna í Frank- furt varð hann konsertmeistari innan við tvítugt, auk þess sem hann var tekinn til við tónsmíðar. En honum fannst hann skorta fræðilegan gmnn, sökkti sér þá niður í miðaldamúsík og lærði latínu í leiðinni, svo hann las latínu reip- rennandi. Hann var því orðinn hámenntaður og auk þess feikivel ritfær. Það var líkt á komið með honum og Páli ísólfssyni, sem fékk nú lifað löngu og góðu lífi án sin- fóníuhljómsveitar og vorkenndi engum að gera hið sama. Svona raddir heyrast á stundum, svo al- varan óhvikandi er enn nauðsynleg, þegar tónlistin er annars vegar. En af hveiju kaus Jón að nota alvömþungann í þágu tónlistarinn- ar, en ekki einhvers annars? Af hveiju tónlistarmaður? Hvað var að sjá og heyra í Banda- ríkjunum eftir stríð og hvemig var að koma heim eftir þau kynni? En byijum á byijuninni, af hveiju tón- listin og hvað svo? „Ég er alinn upp á heimili, með músík. Ég byijaði ungur að spila á orgel, eignaðist orgel snemma og var þá fljótt látinn spila undir söng. Benedikt, eldri bróðir minn, var góður söngmaður. Kórfélagar hans komu inn á heimilið með honum, menn eins og synir Kristjáns lækn- is, þeirra á meðal Kristján Krist- jánsson söngvari. Um tíma gerðist ég afhuga tónlist, en svo fór ég í skóla á Akureyri 15 ára og kynnt- ist blómlegu kórstarfí þar hjá mönnum eins og Björgvini Guð- mundssyni, Áskeli Snorrasyni og Ingimundi Ámasyni. Einhvem tíma á þeim árum upptendraðist í mér sú hugmynd, að líklega væri tónlist- in það mesta í heiminum. Það var þó ekki sjálfgefíð að fara í háskólanám í tónlist og lengi vel var ég að hugsa um norrænu. Tónlistin var ekki sérlega árennileg grein. Þegar ég kynnti pabba ákvörðun mína, sagði hann við mig: Á hveiju ætlarðu að lifa? Það varð samt úr náminu þó það yrði seinna en ég ætlaði, því þegar ég var tilbú- inn, skall stríðið á og leiðimar til meginlandsins lokuðust. Þá ákvað ég að fara til Bandaríkjanna. Meðan ég beið utanferðarinnar, notaði ég tímann hér heima, var um skeið í tónlistarskólanum hjá Áma Kristjánssyni, dr. Franz Mixa, Jón Þórarinsson ásamt konu sinni Siguijónu Jakobsdóttur. Páli ísólfssyni og seinna nokkuð mikið í einkatímum hjá dr. Ur- bancic. Þetta nám flýtti heilmikið fyrir mér þegar vestur kom. Ég fór vestur 1944 og á þeim tíma varð fýrst að sigla héðan í skipalest til Skotlands og svo þaðan í enn stærri lest til Ameríku. Fyrsta útlandið, sem ég sá, var skozki fjörðurinn, þar sem skipin söfnuð- ust saman. Og fyrsta erlenda borgin, sem ég sá var New York. Mér þótti mikið til um. Svo mikið, að eiginlega hefur mér þótt fátt til um flestar aðrar borgir, þar sem ég hef komið síðan. En ég stoppaði stutt í New York, heldur hélt til New Haven, Connecticut, í Yale-há- skóla. Ég var fyrsti íslendingurinn, sem fór vestur í tónlistamám, svo það var ekki mikil reynsla að byggja á heiman að. Dr. Urbancic benti mér þó á að þama í Yale væri evrópsk- ur kennari, Paul Hindemith. Hann þótti þá hálfgerður „enfant terrible", þó hann væri aðeins far- inn að stillast. Hjá honum var ég svo í þijú ár. Það er margt um hann að segja. Hann var lítill maður vexti, en mik- ill persónuleiki. Hann var á stærð við Helga Hjörvar, fyrir þá sem muna Helga. Reyndar voru þetta allt smávaxnir menn, Stravinskí, Bartók, Schönberg og Hindemith, en hann var þó ekki eins visinn og hinir, því hann var kraftalegur. Það kvörtuðu margir undan því hve hann væri yfírþyirnandi, fannst hann vera bælandi. Ég fann þó aldr- ei fyrir þeirri hlið hans. Líklega hef ég notið þess að vera eini Evrópubú- inn þama. Meistarinn var kvæntur Ármaður íslenskrar nútímatónlistar kki kann ég að rekja ættir Jóns Þórarinssonar eða segja nokk- uð til um þroskasögu hans, því fund- um okkar bar fyrst saman er hann var ráðinn yfirkennari tónfræði- deildarinnar við Tónlistarskólann í Reykjavík, sem þá var til húsa í Þjóðleikhúsinu. Hann kom inn í heim okkar, sem stunduðu nám við skólann, eins og sendiboði tíðinda er bæði vöktu undrun og forvitni samofna við efasemdir og vantrú um ágæti þeirra. Tíðindi þessi mörkuðu tímamót, því hann færði okkur íslendingum nútímatónlistina, bergmál þeirra umbrota í sköpun nýrrar tónlistar í Evrópu og Ameríku er fékk sérstakt inntak þá menn reyndu að hefja sig upp úr hugarþrengingum heimsstyij- aldarinnar síðari. Þjóðemishroki var bannorð og nú vildu menn trúa á sameinaðar þjóðir og öll listsköpun átti að vera alþjóðleg, sameign mann- fólksins. Tveir helstu kenninga- mennimir í tónlistarfræðum voru Schönberg og Hindemith og það sem aðallega var andstætt í kenn- ingum þeirra, var að Hindemith byggði að nokkm á hefðbundnum gildum, sem Schönberg hafnaði nær því að öllu leyti. Hér norður við heimskaut uggðu menn ekki að sér og þegar Jón kom heim frá námi hjá Hin- demith var landinn alls óviðbúinn og kunni því ekki þau hugtök og skilgreiningar sem menn úti í hin- um stóra og særða heimi vildu beita til að skilgreina markmið nútímaviðhorfa til listsköpunar. Nú þegar löng leið er að baki er gott að minnast þess að Jón Þórarinsson var ármaður íslenskr- ar nútímatónlistar og sem kennari var hann þekktur fyrir að vera óvæginn og harður í gagnrýni sinni en ávallt með það markmið í huga að nemandinn temdi sér vönduð vinnubrögð. Á þeirri kröfu var aldrei slakað og því eiga margir tónlistarmenn honum mik- ið að þakka. En það er tónskáldið sem tónlistarunnendur þekkja og eru mörg laga hans perlur sem þjóðin hefur í bókstaflegri merk- ingu eignað sér, er birtist í þeirri mynd að allir kunna tónmál þeirra. Jón krafðist vandaðra vinnubragða af nemendum sínum og það viðhorf einkennir einnig tónverk hans. Með hamingjuóskum til handa Jóni Þórarinssyni og fjölskyldu hans fylgja þakkir fyrir þær stundir er við áttum samleið, þá hann var kennari minn og síðar samstarfsmaður, þakkir sem erf- itt er að orða öðruvísi en að gott hafí verið að eiga hann að vini. Jón Ásgeirsson heldur ekki formlega menntun. Þessum mönnum varð allt að menntun. Hann kenndi tónlistarfræði og tónsmíðar, sem mestur tíminn fór í. Tvisvar í viku voru tímar hjá honum frá morgni og fram á miðjan dag. Þar var krufíð til mergjar það sem nemendumir höfðu skrifað milli kennslustunda. Hann var harð- ur og hikaði ekki við að strika yfír síðu, en venjulega var hann jákvæð- ur. Hann gat skrifað upp úr sér það, sem hann áleit nemendann vera að leita að, en ekki hafa fund- ið. Hann var sjór fróðleiks um alla mögulega tónlist. Hann var einlæg- ur aðdáandi Bruckners og lét okur leika fjórhent í tímum allar sinfóní- ur hans. Auk þess lét hann okkur umskrifa þær fyrir píanó, til að þjálfa okkur. Á þessum tíma gerði ég einnig píanóútsetningu af einu verki hans, sem var svo gefín út af forlagi hans í Þýzkalandi. Svo voru þama aðrir kennarar, þó þeir væm ekki eins víðkunnir. Það þótti skraut að hafa hann í þessum hópi, og hann vildi líka gjaman falla inn í hann. Á þessum tíma gerði hann til dæmis oratoríu n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.