Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 9 HUGVEKJA METNAÐUR eftir séra Halldór Gunnarsson 13. sd. e. Trin. Mt. 20; 20.-28. Það rru margskonar öfl sem með okkur hrærast, eru innra með okkur og koma fram í skapgerð okkar við mismunandi tækifæri. Við þekkjum hvernig reiðin við minnsta tilefni brýst fram og krefst útrásar, hvernig gleðin kemur og léttir, hvernig sorgin yfirþyrmir og þyngir, hvemig eig- ingimin gætir sinna hagsmuna, hvemig eins og hjartað getur opn- ast fyrir áhrif kærleikans, hvemig ástin allt í einu kemur og ræður og hvernig metnaðurinn blundar og getur kynt undir. Svo sannarlega eru þessi öfl fyrir hendi í lífi hvers einasta ein- staklings og reyndar eru þau miklu fleiri og margbrotnari. Þau em í persónu okkar og skipta allt- af sköpum gagnvart stundinni sem er að líða hjá. Við erum í rauninni alla ævina ýmist að glíma við þessi öfl eða að reyna að hlúa að þeim, meðvitað og ómeðvitað. Nálgumst eitt þessara afla, metnaðinn. Hversu oft kemur hann ekki fram og er aflvaki þess sem gert er og getur þannig orð- ið til góðs. Hins vegar getur þessi sami metnaður svo auðveldlega gengið aðeins lengra og orðið afl- gjafi leyndra óska sem þola ekki dagsljósið. Þá er lagt á ráð, króka- stig gengin og launráð bmgguð. Em ekki þessar leyndu óskir á bak við alla baráttu, undirrót átaka stórvelda og hins svokallaða kalda stríðs? Það er ekki aðeins að einstakl- ingar búi yfir metnaði sjálfum sér til handa heldur getur maður einn- ig átt metnað fyrir annarra hönd. Það er áreiðanlega algengast inn- an fjölskyldunnar. Þú getur haft metnað fyrir hönd maka þíns og það getur verið til góðs, en það getur einnig verið til tjóns ef maki þinn stendur ekki undir þeirri byrði sem metnaðarvonir skapa. A sama hátt getur þú haft metnað fyrir hönd bama þinna, sem er þó oftar til tjóns, því hinar leyndu óskir em ekki óskir þess heldur þínar. Þessar óskir geta tengst nafni bamsins, ætt þess, starfi föður sem barnið á að búa sig undir að taka við eða ein- hverju öðm líku. Og oft vill það koma fyrir að makaval bams veld- ur foreldrum vonbrigðum vegna þess metnaðar sem foreldrar bám fyrir hönd bamsins síns og þeim finnst að makavalið hafi eins og komið í veg fyrir það sem gæti orðið. Miklu fleiri em afbrigði þessa metnaðar, sem næstum allt- af leiðir á villigötur. Eða hver er sá, að hann geti dæmt um ham- ingju framtíðarinnar? I Heilagri ritningu er sagt frá konu sem kom með sonu sína á fund Jesú. Hún sagði: „Seg þú, að þessir tveir synir mínir skuli sitja annar til hægri handar þér og hinn til vinstri handar þér í ríki þínu.“ í augum konunnar var Jesús konungur komandi tíma, konungur valds, stjómmála og hernaðar. Jesús hafði verið að búa lærisveina sína undir förina til Jerúsalem þar sem þjáningin og krossinn biðu hans. Því sagði hann við synina: „Getið þið dmkk- ið bikarinn, sem ég á að drekka?“ Og við lærisveinana og móðurina sagði hann: „Sérhver sá, er vill verða mikill yðar á meðal, hann skal vera þjónn yðar.“ Þetta varð. Lífið kenndi Zebedeusar-sonunum og Salóme móður þeirra sannleika þessara orða. Hann hafði dreymt um upphefð sona sinna. Sú upp- hefð varð með öðmm hætti en hana hafði órað fyrir. Þeir fluttu áfram fagnaðarboðskap hans og dóu báðir píslarvættisdauða, dmkku bikarinn hans. Hún lærði að skilja leyndardóm þjónustunn- ar og fórnarinnar, sem er and- stæða metnaðarins. Hún var ein af þeim fáu sem höfðu kjark og þrek til að standa hjá krossinum hans við Golgata. Hún missti syni sína sem hinir miklu draumar um glæsta framtíð höfðu verið bundn- ir við. Og hún hafði fengið að skilja á langri ævi það sem mest var um vert, hvað þjáningin getur gefið, hvers fómin krefur og hvernig auðmýktin og kærleikur- inn er uppfylling allra vona og allra drauma, auðmýktin sem e'r andstæða drambsins og kærleik- urinn sem „breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt“. Kona með metnaðinn fyrir hönd sona sinna lærði það sem við fæst getum lært og reyndi jafnframt þjáninguna í sinni átakanlegustu mynd. Þessi mikla þjáning er enn í lífi svo margra. Móðir með deyj- andi börn, sem svo miklar vonir höfðu verið bundnar við. Það er bikarinn hans, sem við verðum svo oft að drekka með einhvetjum hætti og sá djúpi lífsskilningur að við finnum líf okkar með því að týna því í þjónustu og kærleika. Páll postuli sagði að kærleikur- inn félli aldrei úr gildi. Hann sagði: „Kærleikurinn er langlynd- ur, hann er góðviljaður; kærleik- urinn öfundar ekki; kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sann- leikanum." Kærleikur er sá kraftur sem við öll verðum að hlúa að og opna hjarta okkar fyrir þannig að við séum fær um að þjóna. Skyldfólki mínu, vinum og vandamönnum, sem heimsóttu mig á áttrœÖis afmœli mínu 5. september og glöddu mig með gjöfum og skeyt- um, sendi ég bestu kveÖjur mínar ogþakkir. Áslaug Steinsdóttir, Úlfsstöðum, Borgarfiröi. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Mínar hjartans þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig í tilefni 85 ára afmœlis míns. GuÖ blessi ykkur öll, Brynhildur Snædal Jósefsdóttir. Gengi: 13. sept. 1987: Kjarabréf 2,288 - Tekjubréf 1,244 - Markbréf 1,144 - Fjölþjóðabréf 1,060 NÝJUNG í PENINGAMÁLUM Nú getur þú einnig ávaxtað fé þitt í KRINGLUNNI. -Um leið og þú gerir innkaup þín í Kringlunni getum við aðstoð- að þig við að ávaxta fé þitt á hagkvæman hátt. Við leggjum áherslu á persónulega ráðgjöf. Allir geta verið með. Pú getur byrjað með smáar upphæðir jafnt sem stórar. Mögu- leikarnir eru margir s.s. Kjarabréf, Tekjubréf, Markbréf, Fjölþjóða- bréf, Fjármálareikningur og Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Hjá okkur getur þú einnig sótt um Eurocard kreditkort og keypt þér líf- og heilsutryggingu. Við starfsfólk Fjárfestingarfélagsins í Kringlunni erum ávallt reiðubúin að aðstoða þig. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Sigrún Ólafsdóttir Stefán Jóhannsson Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.