Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 27 við texta eftir Walt Whitman og fékk bandarískan ríkisborgararétt. Hann taldi Evrópu sér glataða, bjóst ekki við að geta snúið aftur, en gerði það þó síðar. Hann var af- kastamikið tónskáld og var orðinn klassískari í viðhorfum þegar þama var komið, var raunar bendlaður við ný-klassismann.“ Hvemig var að koma heim, eftir svona æsilegt líf? „Þegar ég fór vestur, hafði ég verið starfsmaður útvarpsins. Það var ábyggilega fyrir atbeina Páls Isólfssonar, að Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri gerði samning við mig um að útvarpið skyldi styrkja mig í 2V2 ár, gegn því að ég starfaði svo þar í 5 ár eftir heimkomu. Ég hafði því að vísu að hverfa. Dvölin lengdist reyndar í 1 ár, því ég fékk ríflegan styrk frá háskólanum, sem var vittur í fyrsta skiptið þá. Ég bætti því við mig masters-gráðu og fór svo heim. Ef ekki hefði komið til starfið heima við útvarpið, hefði ég líklega ekki farið aftur heim í bráð, því ég átti kost á ýmsu úti. Einn kosturinn við að koma heim, var að hér var nóg að gera. Auk útvarpsstarfans var ákveðið að ég kenndi líka. Það gerði ég í 20 ár og fyrsti nemandi minn í tónsmíð- unum var Jón Nordal. Það vom auðvitað heilmikil við- brigði að koma heim. Ég hafði stundað tónleika stíft úti. Í New Haven starfaði sinfóníuhljómsveit og Boston-sinfónían kom þangað tvisvar á ári. Það var ekki nema eins og hálfs tíma lestarferð til New York og þangað fór ég bæði á tón- leika, ópem og leikhús. Hér var allt með mun daufari brag, svo maður reyndi að steypa sér út í uppbyggingu. Það var átakanlegt hvað þeir kraftar, sem þó vom til, dreifðust mikið, nýttust því illa. Þjóðleikhúsið var að taka til starfa og ljóst að senn yrði nauðsyn- legt að þar yrði hljómsveit til taks. Eftir þóf og bréfaskriftir tók Jónas Þorbergsson af skarið og flutti til- lögu í útvarpsráði ásamt okkur Páli Isólfssyni um fjárframlag til hljómsveitar. Starfsemin, sem fór þá af stað, þóttist takast svo vel, að ekki kom annað til greina en að halda áfram. Á þessu stigi var hljómsveitin að hálfu skipuð áhuga- mönnum og þeim missnjöllum. Margir unnu fyrir sér með dans- músík, sem samiýmist illa æðri tónlist. En eins og fleiri tímar hér, vom þetta verðbólgutímar, styrkir ákveðnir fyrirfram og vom svo orðnir að engu, þegar átti að nota þá. Það var því erfítt að láta enda ná saman. Ég fór til Austurríkis veturinn 1954—55 og þegar ég kom heim, var hljómsveitin að lognast út af, því útvarpið var að gefast upp á rekstrinum. Það vill svo til, að fyrsta tilraun til að koma saman hljómsveit hér var fyrir konungs- komu 1921 að Þórarinn Guðmunds- son var fenginn til að hóa saman sveit. Og nú kom danskur kóngur enn óbeint til hjálpar. Friðrik 9. kom hingað í heimsókn 1956. Hann var einkar músíkalskur, hafði meðal annars gripið í að stjóma dönsku útvarpshljómsveitinni, svo það þótti ekki hægt annað en að hafa hér hljómsveit þegar hann kæmi. Ég var þá kallaður til og gerður að framkvæmdastjóra, með sjö manna ráð yfír mér. Þama var ég í fimm ár, ^fram til 1961. Ég held að segja megi skmm- laust að starfíð hafí verið blómlegt á þessum tíma. Hljómsveitin kom reglulega fram í Reykjavík og tón- leikaflutningur í ópemm náði til ijölda manna sem ekki sótti venju- lega sinfóníutónleika. Það var mikið starfað fyrir útvarpið og það var tekið upp á því að fara í tónleika- ferðir út um land. 1969 vomm við nokkrir, sem beittum okkur fyrir stofnun söngsveitarinnar Fflharm- óníu. Þá var enginn kór starfandi hér, sem hægt var að grípa til fyr- ir flutning stærri verka. Nú em hér margir ágætir kórar, en samstarfíð hefur þó haldist." En hvemig gekk að halda áfram iðjunni frá Bandaríkjadvölinni, sumsé tónsmíðunum? „Ég hef nú aldrei litið á mig sem neinn sérstakan stórkompónista, hef aldrei skrifað neitt til að eiga í skúffu. Hins vegar hefur komið fyrir að ég hef verið beðinn um að semja verk og þá gert það. Kannski hefur eftirspumin verið of lítil. . . Ég hef aldrei skrifað nótu, nema ég viti hvar og hvenær hún yrði spiluð. Ég hefði svosem viljað hafa haft fleiri tækifæri til tónsmíða, en ég harma ekkert og sé ekki eftir neinu. Ætli ég voni ekki, að það annað sem ég hef gert, geri gagn. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með viðgangi Tónlist'ar- skólans. Ég var í honum 1937 og þá var hann til húsa í Hljómskálan- um, sem var og er eina húsið á Islandi, sem er sérstaklega byggt fyrir tónlist. Þá var ein stofa á hvorri _hæð og það heyrðist vel á milli. Ámi Kristjánsson kenndi á píanó niðri og Páll tónfræði og -sögu uppi. Aðalkennari minn þenn- an vetur var annars dr. Franz Mixa, sem var þá á síðasta vetri sínum hér. Hann var aðalkennari heillar kynslóðar íslenskra tónskálda og ég var lang yngstur í hópnum.' Þama voru menn eins og Karl O. Runólfsson, Ámi Bjömsson, Helgi Pálsson og Siguringi Hjörleifsson. Ég hafði mikið gagn af vem minni þama. Dr. Mixa flutti út vorið 1938 og þá kom dr. Urbancic á staðinn. Kennsla þeirra fór fram í rauða húsinu á homi Klapparstígs og Hverfísgötu. Þeir bjuggu þar uppi á lofti og kenndu í einni stofunni. Þeir komu með austurríska hefð með sér, færir menn, þó ólíkir væm. Gróskan hér í tónlistarlífinu og reyndar menningarlífinu yfírleitt er nánast óskiljanleg. Við eigum ábyggilega öll met, miðað við höfða- tölu, bæði í tónsmíðaafköstum og tónleikasókn. Það er slíkt sumar núna, að á þeim vordögum, sem ég lifði ungur, var varla hægt að gera sér annað eins líf í hugarlund .. . Texti: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR LONDON Líf og fjör íLondon! Eina helgi eða í heila viku Helgarverð frá kr.16.253,— Vikuverð frá kr.24.848,- Innifalið í verði: Flug, gisting og morgunverður. Hótelmöguleikar: Y-HOTEL, BAILEYS, GRAFTON, KENILWORTH, METROPOL, CLIFTON FORD, GLOUCESTER. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum •Gildistími frá 1/11 '87 - 31/3 ’88 Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. P.S. LONDON er allt sem þér dettur í hug! FLUGLEIDIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. tikiiiiiUlí \ AUK hf. 110.27/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.