Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 Markmið og leiðir í öryggismálum Hugleiðingar vegna skrifa Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns eftír dr. Hannes Jónsson ^ Morgunblaðið birti 1. þ.m. grein eftir Steingrím J. Sigfússon, al- þingismann, sem á að vera svar við greinum um öryggismál, sem þrír sendiherrar, Benedikt Gröndal og undirritaður birtu í Morgunblaðinu, en Einar Benediktsson í Tímanum. Við lestur greinarinnar er ekki laust við, að manni finnist hún ekki standa undir nafni. „Sendiherrum svrað" heitir hún. Að lestri loknum verður.ekki betur séð en að greinin hreki ekkert með gildum rökum af því, sem haldið var fram í greinun- um þremur. Steingrímur birtir í grein sinni . hálfan dálk uppprentaðan úr grein „ rninni og staðhæfir svo, að það sé ' „þvættingur“. Nefnir síðan fjögur atriði, sem eiga að rökstyðja þennan sleggjudóm. Sanna þau þó fremur en afsanna réttmæti skoðana minna á stefnu Alþýðubandalagsins í ör- yggismálum. Allir kunnugir þjóðmálaumræð- unni síðustu 35 ár eða svo vita, að hin óraunhæfa og öfgakennda stefna Alþbl. í öryggismálum hefur ekki örfað faglega alvöruumræðu um málið heldur þras á svörtum .. nótum og hvítum. Þannig hefur hún -íitt meginþátt í að skapa áhuga- og afskiptaleysi almennings. Megin- þorri Islendinga telur stefnuna ómarktæka. Þess vegna hafa menn ekki fundið hjá sér brýna þörf að leita nýrra leiða í öryggis- og varn- armálum. Stefna aðalgagnrýnanda ríkjandi stefnu hefur því í reynd verkað öfugt við tilgang sinn og skaðað mest markmiðið um að draga úr áhrifum útlendinga við hervamir á íslandi. Það segir svo sína sögu um veik- leikann í málflutningi Steingríms, að annar rökliður hans til sönnunar því að mat mitt á stefnu Aiþbl. í öryggismálum sé „þvættingur" sannar einmitt hið gagnstæða. Út úr orðum alþingismannsins má lesa, að um 80% þjóðarinnar sé fylgjandi NATO-aðild og 64% með veru varn- arliðsins í landinu að óbreyttu ástandi alþjóðamála. Hvemig ber þá að skilgreina stefnuna „úr NATO — herinn burt“? Verður hún með réttu kölluð annað en aulastefna? Þótt Steingrímur reyndi að flækja málið með því að blanda stefnu ríkis- stjómar Olafs Jóhannessonar inn í umræðuna og setji eins konar jöfnur á milli stefnu hennar og Alþbl. þá er það fölsun. Engin ríkisstjóm hef- ur haft stefnu Alþbl. „úr NATO — herinn burt“ á stefnuskrá sinni. Aðeins síðari þáttur þessarar stefnu var á stefnuskrá ríkisstjóma Her- manns Jónassonar 1956 og Ólafs Jóhannessonar 1971. Báðar ríkis- stjómimar gáfust upp á að fram- kvæma þessa stefnu m.a. vegna skorts á þingfylgi vegna sérstakra aðstæðna. Tvö sjálfstæð mál Stefna Alþýðubandalagsins í ör- yggismálum „Úr NATO — herinn burt“ slengir saman tveimur sjálf- stæðum málum, annars vegar aðildinni að Atlantshafsbandalag- inu, hins vegar veru bandaríska vamarliðsins á Islandi. Fylgi við annað málið kallar hins vegar alls ekki nauðsynlega á fylgi við hitt. Málin em sjálfstæð og aðskilin. Um aðildina að NATO gildir langtímasamningur, sem var óupp- segjanlegur fyrstu 20 árin, en vamarsamningurinn frá 1951 er skammtímasamningur uppsegjan- legur með 12 mánaða fyrirvara að undangenginni 6 mánaða endur- Meti þeir sjálf stæði, fullveldi og öryggi íslenska ríkisins meira en kreddurnar væri rökrétt fyrir þá að fylgja fordæmi Togl- iatti og Berlinguer, varpa frá sér aulastefn- unni í öryggismálum og taka upp nýja stefnu, jákvæða gagnvart að- ildinni að NATO. Hvort nýir forystumenn Al- þýðubandalagsins hafa hugrekki og glögg- skyggni til þess að beita sér fjtrir slíkri stefnu- breytingu í öryggismál- um kemur væntanlega í ljós á landsfundi þeirra, sem nú er í und- irbúningi. skoðun í samráði við Atlantshafs- bandalagið. Ljóst dæmi um eðlismun þessara tveggja mála er aðild Islands að bandalaginu á ámn- um 1949—1951. Þá var enginn varnarsamningur í gildi og ekkert vamarlið í landinu. Oraunhæf öfga- afstaða Alþýðubandalagsins í málinu hefur hins vegar leitt til fá- lætis almennings um umíjöllun um ýmsa þætti þess. Þess vegna hefur hún ekki örvað faglega umræðu um nýjar leiðir í vamarmálum og breytt og betra vamarsamstarf, sem fyrir löngu er orðið tímabær. iillnaBL HáSKIkABÍQ EimWtte SIMI 2 21 40 Supermaneraft- urkominnáloft. Flýgurumalltá stóra tjaldinu í Háskólabíó. Nútilaðbjarga heiminum. Superman aldrei betriennú. MYND FYRIR ÞIG Dr. Hannes Jónsson Skoðana- og tjáninga- frelsi opinberra starfsmanna þetta bendi ég honum á að lesa bókina „Lýðræðisleg félagsstörf", bls. 11—24. Þar er félagsfræðileg grein gerð fyrir einkennum innhópa og úthópa og félagslegri verkan þeirra. En eins og sendiherrar túlka sem embættismenn stefnu ríkisstjóma á hveijum tíma þannig túlkar líka blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar hennar viðhorf í sínu embætti. Það bindur ekki hendur þessara embætt- ismanna til persónulegrar tjáningar á innlendum vettvangi um eitt og annað, þ.á m. um alþjóðamál, sbr. reglubundin skrif núverandi blaða- fulltrúa ríkisstjómarinnar í Helgar- póstinn. Á hliðstæðan hátt er ofur eðlilegt að íslenskir sendiherrar taki þátt í innlendri umræðu um ut- anríkis- og öryggismál, þar sem áratuga reynsla þeirra og þekking- aröflun hefur gefið þeim nokkuð fram að fæ'ra á þessu sviði. En grein alþingismannsins gefur einnig tilefni til að skoða ákveðin gmndvallaratriði, sem hafa áhrif á markmið og leiðir í öryggismálum. Alþingismaðurinn varpar fram þeirri spumingu, hvort ég sé sendi- herra og opinber embættismaður allrar þjóðarinnar „eða blaðafulltrúi ameríska hersins, Varðbergs eða Sjálfstæðisflokksins, nema allra væri í senn?“ Ég þakka Steingrími það mikla álit, sem hann virðist hafa á starfs- hæfni minni að gera því skóna, að ég gæti gegnt öllum þessum störf- um í senn. En þetta er auðvitað oflof og á kannski að vera hótfyndni, sem ekki á við í alvöruumræðu um öryggis- mál. Hitt á Steingrímur svo að vita, þótt grein hans gefi hið gagnstæða til kynna, að íslenskir embættis- menn svifta sig engum mannréttind- um stjórnarskrárinnar með því að taka við embætti í utanríkisþjón- ustunni eða á öðrum sviðum stjórn- sýslunnar. Þeir hafa bæði skoðana- og tjáningafrelsi í ræðu og riti, kosn- ingarétt og kjörgengi, eins og hver annar borgari, réttindi, sem þeir eiga við sjálfa sig eina hvernig þeir nýta. Augljóslega gegna embættis- menn ríkisins, og þar með sendiherr- ar, hlutverkum sínum fyrír íslenska ríkið og þar með alla þjóðina. Sendi- herrar túlka t.d. sjónarmið og stefnu ríkisstjóma gagnvart erlendum aðil- um og stjómvöldum, sama hvort þeir em stefnunni sammála eða ekki. Eftir sem áður geta þeir haft sína eigin persónulegu skoðun. Er- lendis vinna þeir að íslenskri hagsmunagæslu fyrir ríkið, íslensk félög, firmu og íslenska borgara án tillits til þess hverjir þeir eru, hvar í flokk eða félög þeir hafa skipað sér. Þessir aðilar mynda allir einn innhóp í augum embættismanna utanríkisþjónustunnar. Þeir eru allir Islendingar og í þágu þeirra og hagsmuna þeirra er unnið. Ef^ Steingrímur á erfítt með að skilja Hlutverk ríkisins í öryggismálum Enda þótt áhangendur mismun- andi stjómmálaskoðana greini á um hvaða hlutverki ríkið eigi að gegna og hversu mikil eða lítil afskipti þess af borgurunum og atvinnu- rekstri eigi að vera em formælendur stjómmálaskoðana í öllu litrófi þeirra sammála um, að á meðal óumflýjanlegra hlutverka ríkisins, þ.e. verkefna, sem það kemst ekki hjá að gegna, sé að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. í fyrra tilfellinu er markmiðið að tryggja öryggi borgaranna, reglu og almennt velsæmi, fyrirbyggja gripdeildir og uppreisnir með því að sjá um, að yfirleitt sé farið að lögum. Leiðir að þessu marki er fræðsla um lög og reglur og að sjá um að framfylgja þeim með lögreglu- og dómsvaldi. Rekstur lögreglu og dómstóla í þágu reglu og almenns velsæmis, öryggis borgaranna og ríkisins eru því óumflýjanleg verk- efni ríkisins. En í síðara tilfellinu, að tryggja öryggi ríkisins út á við, er markmið- ið að treysta sjálfstæði og fullveldi ríkisins með því að efna til og við- halda vinsamlegum samskiptum við önnur ríki og tryggja því varnir gegn hvers konar erlendri ögrun eða árás, ef með þarf. Þarna er því að- eins um tvær leiðir að ræða. Hin fyrri er sú, að tryggja öryggi ríkis- ins með hæfilega öflugum hervörn- um, sú síðari með vinsamlegum samskiptum og samvinnu við önnur ríki eftir leiðum diplómatísins. Hemaður og diplómatí eru þó í eðli sínu andstæður og því hefur með réttu verið haldið fram, að diplómatíið endi þar sem stríð hefj- ist og öfugt að stríði Ijúki, þegar diplómatíið hefjist. Reyndin er þó sú í dag, að hjá flestum ríkjum bygg- Veitingahús — brauöbúðir svuntur í mörgum litum ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR, sími 11785.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.