Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
39
var ekki í kot vísað. Páll var gjör-
kunnugur í flestum sveitum lands-
ins og kom þessi þekking hans sér
mjög vel í þessu oft erfiða og sund-
urlausa starfi sem hér um ræðir.
Það var mjög gott og ánægjulegt
að starfa með Páli að þessum verk-
efnum. Ég tel að hann hafí verið
sérlega traustur og farsæll í sínu
starfí og góður embættismaður. Ut
í aðra sálma ætla ég ekki að fara
í þessum fáu línum, að leiðarlokum,
það munu vafalaust aðrir gera. Ég
get þó ekki látið hjá líða að minnast
þess hve Páll var traustur og góður
félagi, hvort sem um var að ræða
í hópi starfsbræðra og kunningja
eða á breiðara sviði félagsmála.
Blessuð sé minning Páls Hafstað
og innileg samúð mín til konu hans,
bama og annarra aðstandenda.
Guðjón Guðmundsson
þó alvörugefna manns koma.
Leiðir okkar lágu aftur saman á
árunum 1966—1969 þegar ég starf-
aði hjá Rafmagnsveitum ríkisins en
hann í sama húsi hjá Orkustofnun
og störf beggja tengdust rafvæð-
ingunni, hvort með sínum hætti.
I því samstarfí þróaðist vinátta,
sem síðan hélst, þótt starfsleiðir
skildu. Ég minnist margra sam-
verustunda með Páli og Guðmundi
heitnum Hannessyni við störf að
línuframkvæmdum og ég minnist
góðra stunda í öræfaferðum með
þeim félögum og nafna hans Hall-
grímssyni, sýslumanni á Selfossi.
Fyrst og fremst minnist ég þá að
leiðarlokum mannkosta Páls.
Páll var þannig maður að eftir
honum var tekið. Hann var meðal-
maður á hæð og grannvaxinn, beinn
í baki og bar sig vel. Hann var
skarpleitur og brúnamikill og and-
litsfallið stórgert nokkuð og þekkt-
ust þeir bræður hver af öðrum.
Páll var einarður maður og hafði
ákveðnar skoðanir og þorði að
standa við skoðanir sínar. Hann var
ekki ætíð sammála síðasta ræðu-
manni og ekki allra, en traustur
vinur vina sinna.
Ég hafði ekki séð Pál lengi þegar
ég heimsótti hann fyrir fáum vikum.
Það var sunnudagsmorgunn eins
og hann getur fegurstur orðið í
Snekkjuvogi. Páll hafði þá enn fóta-
vist, en var brugðið.
Við sátum úti í garði og Ragn-
heiður færði okkur Egils öl. Páll
ságði mér hispurslaust og án allrar
viðkvæmni af sjúkleika sínum og
síðan fórum _við og heimsóttum
nágrannann. A leiðinni sýndi hann
mér reyniviðartréð, sem vaxið hefur
í víðirunnanum miðjum við inn-
ganginn. Eftir að hafa setið þar
drykklanga stund gengum við aftur
heim til Páls og þar kvöddumst við.
„Ég hef ekki kvalir og ég sef á
nóttum. Ég er þakklátur fyrir að
geta enn verið hér heima hjá þess-
um dásamlegu manneskjum sem
styðja mig og styrkja á allan hátt
og kvarta ekki. Segðu það vinum
mínum að ég kvíði ekki morgundeg-
inum.“
Þetta voru síðustu orðin sem
Páll talaði til mín.
Ragnheiði, konu Páls, og bömum
þeirra hjóna, Steinunni, Baldri og
Völu, sem kom heim frá útlöndum
til að geta verið sem lengst hjá
föður sínum, votta ég samúð mína.
Tryggvi Sigurbjamarson
Mánudaginn 14. september
kveðjum við á Orkustofnun sam-
starfsfélaga okkar Pál Hafstað.
Sumir kveðja hann eftir örfárra ára
kynningu, aðrir lengri, ég t.d. eftir
nær 40 ár. Margs er að minnast
og þakka, þegar litið er úm öxl.
Páli fylgdi alltaf hressandi and-
blær, frískur og hreinn. Ég ætla
mér ekki þá dul að lýsa manninum,
vini mínum Páli Hafstað. En eitt
er það starf eða réttara sagt sam-
starf okkar Páls, sem ég vil minnast
á, það er samstarf okkar að bænda-
virkjununum svonefndu, þ.e.a.s. að
litlum vatnsaflsheimilisstöðvum úti
um sveitir landsins. Páll var þá rit-
ari Raforkuráðs. Fyrirgreiðsla og
fjármál þessara litlu virkjana hvíldu
á herðum Páls. Hann lét sér afar
annt um þær, setti sig vel inn í
aðstæður allar, hið verklega úti við,
fjármálin og svo hinn mannlega
þátt, þ.e.a.s. hina þjóðfélagslegu
stöðu dreifbýlismannsins. Fram-
faraeldmóður og þor hreif Pál, að
slíku lífsviðhorfí vildi hann hlúa,
enda af kjarnmiklu bændafólki
kominn. Hugsunarlaust fálm eða
fullkomið óraunsæi þoldi Páll illa.
Þegar reynt var að stimpast eða
þráast á móti tölrænum staðreynd-
um hitnaði Páli í hamsi. Enda var
mikið í húfi. Litla heimilisvirkjunin
er í eðli sínu þannig, að hún flytur
eiganda sínum og heimili hans ann-
aðhvort gleði og hamingju eða þá
sár vonbrigði.
Það er ógleymanlegt að hafa
starfað með Páli Hafstað að bænda-
virkjununum á sérstæðu þróun-
artímabili íslenskra virkjunarmála.
Ljúfar minningar lifa, hugheilar
samúðarkveðjur sendi ég vanda-
mönnum.
Sigurjón Rist
Vinur minn, Páll Hafstað, lést á
Landakotsspítala laugardaginn 5.
sept. sl. Ótímabært andlát hans
kom ekki á óvart.
Ég kynntist Páli fyrst sumarið
1958 þegar ég ungur stúdent vann
eitt sumar á Raforkumálaskrifstof-
unni þáverandi. Páll var þar fulltrúi
raforkumálastjóra og hafði m.a.
með höndum rafvæðingu sveitanna.
Mér þótti strax mikið til þessa
hressilega, spaugsama og kvika en
Blómastofa
Friöfmm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opi^ öli kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Kostir þess að velja IBM eru yfirgnæfandi:
1. Gott verð. 2. Góður og gangviss vélbúnaður.
3. Margbreytilegur hugbúnaður. 4. Einstök
þjónusta.
Vert er að gefa sérstakan gaum að rekstraröryggi
SYSTEM/36 og /38. Það byggist á:
1. Þaulreyndum búnaði. 2. Óbrigðulli varahluta-
þjónustu. 3. Hæfni tæknimanna. 4. Fullkomnum
búnaði til að leita uppi bitanir (stöðugu sambandi
við gagnabanka IBM erlendis).
Samstarfsaðilar IBM eru:
ALMENNA KERFISKRÆÐISTOFAN.
REYKJAVÍKURVEGI 66, HF. S. 651077.
FORRITUN SF, HAMRABORG 12. KÓP. S. 641750.
FRUM HF, SUNDABORG 1, RVK. S. 681888.
GÍSLI J. JOHNSEN SF. NÝBÝLAVEGI 16. KÓP.
S. 641222.
HAGRITUN. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 4. AKUREYRI,
S. 96-27322.
HUGBÚNAÐARHÚSIÐ. SÍÐUMÚLA 21, RVK.
S 688811.
HUGSJÓN, AUSTURVEGI I. ÍSAF. S. 94-4544.
IHUGUR HF, HAMRABORG 12, KÓP. S 641230.
HUGVIRKl, HÖFÐABAKKA 9c, RVK. S. 671822.
KERFI HF, HÖFÐABAKKA 9, RVK. S 671920 '
MIÐVERK, SKÚLAGÖTU 51, RVK.S. 19920.
RF.KSTRARTÆKNI HF, SÍDUMÚLA 37, RVK. S. 685311.
SKRIFSTOFUVÉLAR HF, HVERFISGÖTU 33. RVK.
S 623737
TÖLVER. ÁRMÚLA 40, RVK. S. 681288.
TOLVUBANKINN, SÍDUMÚLA 21, RVK. S. 681780.
Það orkar ekki tvímælis að nú er rétti tíminn til
að skipta yfir í fullkomnari og öruggari tölvu-
búnað. Þú getur kvatt fortíðina með góðri
samvisku!
Hafðu samband sem fyrst við söludeild okkar
eða einhvern af samstarfsaðilum IBM.
VANDVIRKNIIHVIVETNA____________
Skattahlið 24 105 Reykjavik Simi 27700
IBM REISIR BRÚ
MILLI FORTÍÐAR
OG FRAMTIÐAR
Fram til 30. september tökum við upp þá ný-
breytni að kaupa notaðan vélbúnað af fyrir-
tækjum sem skipta yfir í ÍBM SYSTEM/36 eða
/38. Þannig getur þitt fyrirtæki í senn eignast
afar fullkominn tölvubúnað og komið gömlu
tölvunni í verð.
Þær fjölnotendavélar sem við kaupum eru m.a.:
WANG,HP, VAX, PDP, BURROUGHS, ND,TI,
QUANTEL, DG, KIENZLE, SAGE, TELEVIDEO,
NORTH STAR, LUXOR OG SUPERBRAIN
Komdu gömlu tölvunni
i verð í skiptum fyrir IBM
System/36 eða /38
■■■