Morgunblaðið - 10.10.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.10.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 23 Arnór Hannibalsson Tvær nýj- ar bækur eftir Arnór Hannibalsson ARNÓR Hannibalsson hefur sent frá sér tvær nýjar bækur, Sögu- speki og Fagurfræði. í bókinni Söguspeki er skýrt frá því hvað nokkrir af hinum fremstu heimspekingum hafa haft um sög- una að segja og eðli hennar, segir í fréttatilkynningu. Þar ber fyrst að telja, að gerð er grein fyrir sögu- skilningi heilags Agústínusar og kristinni söguskoðun. Þá eru og kaflar í bókinni um G.W.F. Hegel og Karl Marx. Lokakaflinn er um söguskoðun pósitífista, sem telja að saga geti ekki verið vísindi, nema hún tefli fram lögmálum sömu teg- undar og eru sett fram í náttúruvís- indum. Bókin Söguspeki er 141 bls. að lengd og skiptist í 9 kafla. I bókinni Fagurfræði er greint frá kenningum helstu heimspekinga sögunnar um eðli og gildi listar. Fyrsti þriðjungur bókarinnar er helgaður kenningum um eðli lista- verka og ber þar hæst kenningar Immanúels Kants og Benedettos Croces. Annar þriðjungur bókarinn- ar fjallar um bókmenntir og er þar greint frá kenningum Aristótelesar um skáldlistina. I lokaáfanga bók- arinnar er greint frá kenningum um sjónheim og myndlist. Bókinni lýkur með köflum um listgildi og sannleiksgildi. Bókin Fagurfræði er 209 bls. að lengd og skiptist í 21 kafla. Bóksala stúdenta annast dreif- ingu á báðum bókunum. Athugasemd VEGNA fréttar um verðkönnun á Vesturlandi og viðtals við Ein- ar Ólafsson, í samnefndri verslun á Akranesi, í blaðinu 8. okt. sl. óskast eftirfarandi tekið fram: Ranglega er farið með inn- heimtuþóknun til greiðslukortafyr- irtækja, sem sögð er vera 5%, eða kr. 1500 af kr. 30.000 viðskiptum á mánuði. Hið rétta er að, a.m.k. hvað VISA áhrærir, að þjónustugjald hjá matvörukaupmönnum er á bil- inu 1—1,5% eftir veltu. Því getur gjaldið í ofangreindu dæmi aldrei orðið hærra en kr. 450 á mánuði. Þá skal og á það bent að neyt- endur kaupa engar vörur á „meðaltalsverði" margra búða heldur einungis þar sem verslað er. Enda þótt ofangreind verslun, sem ekki tekur greiðslukort, hafi komið mjög vel út í könnuninni hvað verð snertir er það engu að síður staðreynd að 25 vörutegund- ir af 71 eða 35% fengust þar á dýrara verði en í öðrum þeim versl- unum sem könnunin náði til. Því er ljóst eins og fram kom í verðkönnun SKÁÍS í sl. mánuði að miklu fleiri þættir hafa áhrif á vöruverð en einungis hvort versl- anir taka greiðslukort eða ekki. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA í'Ca* Milljónir á hverjum laugardegi. j t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.