Morgunblaðið - 01.11.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.11.1987, Qupperneq 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 optibelt viftureimar, tímareimar FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 < j^^SÍMI 84670 Huglækningar; Manning vinnur með orku úr efn- islíkama sínum -frásögn skyggnar konu af fyrirlestri Mannings Á FYRIRLESTRI huglæknisins Matthews Mannings í Langholtskirkju var stödd kona er sér árur og verur af öðrum heimi. Hún gaf góðfúslega leyf i sitt til að birta lýs- ingu af því sem hún sá á meðan Manning vann með konu sem var með slitgigt, auk teikninga af árum hans. Árur eru mismun- andi litir geislahjúpar er umlykja hvern ogeinn. „Matthew Manning er með mjög fallega innsæisáru (sólaráru), þ.e sálarlíkama: kjam- inn er gulur og utan um eru rósrauðir og grænir litir eins og blóm. Sérkennilegast við Manning, er að orkublik efnislíkama (sú orka sem efnislíkaminn gefur frá sér) er óvenju- legt. Það er mjög kraftmikið, eins og sést í kringum rafmagnssúlu, nema rafmagnið er ekki lýsandi. Þegar hann vinnur með sjúka, notar hann þennan kraft og má sjá sterka geisla út frá líkama hans, Hann vinnur með sólarplexus: hjartastöð og magastöð. Hjá hon- um stóðu 2 menn og 1 kona af annarri vídd og gáfu kraft í gegnum hann til sjúku konunn- ar. Einnig var hvítgul lýsandi ljóssúla frá skínandi veru er kom í gegnum altarið og stóð fyrir ofan hann. Kom þessi ljóssúla niður og gegnum Manning og dreifðist um konuna sem hann var að vinna með. Var orkublikið eins og eldtungur frá höndum hans þegar hann læknaði. Tónlistin sem leikin var hafði þau áhrif á hann að vitundin var ekki bundin jarðlíkamanum, heldur lýsti aðeins fyrir ofan hann.“ Hjartans þakkir fceri ég öllum œttingjum og vinum sem glöddu mig á 80 ára afmceli mínu. GuÖ blessi ykkur öll. Guðný Sigríöur Gísladóttir. Stýrikerfið MS-DOS Góð þekking á stýrikerfinu MS-DOS er forsenda þess að geta notað PC-tölvur með góðum árangri. Á námskeiðinu er farið rækilega í allar helstu skipanir kerfisins. Sérstaklega erfarið í notkun harðra diska. Leíðbeinandi: Óskar B. Hauksson verkfrseðingur Tími: 16.-18. nóvember kl. 13-17 Innritun í símum 687590 og 686790 rÉTÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. TILSÖLU ER ÞESSI ATLAS1622 BELTAGRAFA árg. '81,20-21 tonn, keyrð 12000 tíma, upptekinn mótor og glussadælur og undirvagn frá '86 (langur). 3 skóflur fylgja. Upplýsingar i síma 681299á skrífstofutíma. Scania til sölu: SCANIA LBS 141 1980 með dráttarskífu, sérstaklega gotteintak. SCANIA LS111 1979 með palli og sturtum, lítið ekinn. NÁNARIUPPLÝSINGAR í SÖLUDEILD. ÍMttN H.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.