Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 urðin þar. Þarna sáum við smokk- fískinn þurrkaðan, ristan í strimla, léttreyktan og pakkaðan í plast- poka, sem síðan er seldur sem „snakk" og notaður svipað og við borðum kartöfluflögur, skrúfur o.fl. Þama var einnig unnið að niður- lagningu á laxi og blandað saman við hann íslenzkum loðnuhrognum og út kom hinn gómsætasti réttur. Það kom fram hjá framleiðslustjóra verksmiðjunnar, að þeir eru mjög ánægðir með íslenzku loðnuhrognin og sagði hann þá afurð vera mjög eftirsótta í Japan og viss trú væri á kynngimögnuðum krafti hrogn- anna og áhrifum þeirra á aukna kyngetu og heilbrigða líkamsstarf- semi. Þá er þess einnig vert að geta að þrifnaður og snyrtimennska voru í slíkum hávegum höfð, að vart er hægt að hugsa sér meiri í sambandi við matvælaframleiðslu. * I róður með japönsk- um f iskimönnum Að lokinni skoðunarferð um verksmiðjuna var haldið til norður- hluta skagans og stefnan tekin á fískiþorp eitt. Eigandi fískiðjuvers- ins, sem jafnframt var útgerðar- maður margra báta, vildi endilega koma okkur í róður með japönskum fískimönnum og var vel tekið í það af íslenzku sjómönnunum. Er við komum í þorpið var okkur fyrst sýnd stjómstöð fyrirtækisins og undruðumst við mjög tæknivæð- inguna, sem þar er. Þessi útgerð sérhæfír sig í veiðum með botnnet (setnet) (sjá mynd) og er þeim kom- ið fyrir úti fyrir ströndum á fiski- gönguslóð og þau eru gífurlega afkastamikil veiðarfæri. Bergmáls- mælum er komið fyrir við netið og senda þeir boð um göngu í netið, sem lesa má af skjám í stjómstöð- inni. Þar er alltaf einhver á vakt og lætur boð út ganga þegar afli er orðinn nægur fyrir róður. Engir fylutúrar á þeim bæ. Notaðir eru 2 bátar, ca. 20—30 tonn að stærð, við hvert botnnet og eru 12 menn á hveijum bát. Ekki var búist við miklum afla í okkar túr, enda eingöngu farinn til að sýna okkur íslendingunum virkni veiðarfærisins. Siglt var í rúma hálfa klukku- stund meðfram ströndinni og skyndilega var keyrt inn í mitt net- ið og bauja tekin. Markviss vinnu- brögð japanskra sjómanna vöktu aðdáun okkar og gekk hver maður að sínu starfí án allra láta og háv- aða. Drátturinn tók u.þ.b. 20 mínútur og var aflinn um 200 lax- ar, 8—10 pund að stærð, og auk þess aðrar verðmætaminni fískteg- undir. Veiðarfæri þetta er sem fyrr seg- ir mjög afkastamikið er göngur koma og fram komu hugmyndir að mögulegt væri að nota það við sfldveiðar við Austurland og sækja aflann eftir vinnslugetu stöðvanna í landi, því fiskurinn lifír góðu lífi í veiðarfærinu, þar til hans er vitj- að. Fylgdi því án efa minnkandi tilkostnaður og hagræðing í vinnslu. Á heimsiglingu var athygli okkar vakin á umfangsmikilli þangrækt meðfram allri ströndinni og við höfðum einnig orðið þess varir á japönskum veitingahúsum að þang er mikilvæg fæðutegund japönsku þjóðarinnar, þó okkur íslendingum þyki lítið til þarans koma, nema þá helzt sölva. Þessi dagur hafði verið mjög við- burðaríkur og öll sú vitneskja og lærdómur, sem við gátum dregið af því sem við höfðum séð og heyrt, varð grundvöllur mikilla umræðna innan hópsins um það hvaða lær- dóm við gætum fært með okkur heim til gamla Fróns. Mest bar á aðdáun okkar á virð- ingu Japana fyrir hráefninu, sem þeir höfðu milli handanna. Öll um- gengni var þvflík, að næstum hver fískur var strokinn og klappaður og boðinn veikominn um borð. Auð- séð var að menn gerðu sér fulla grein fyrir verðmætunum og lögðu sig fram um meðferð og undirbún- ing aflans fyrir vinnslu. Samtaka- máttur japönsku fiskimannanna var einnig aðdáunarverður og vinnan öll um borð gekk eins vel og smurð vél. íslendingamir ásamt japönskum hjálparmeyjum og gestgjafa. Talið f.v.: Hal'uór Þórðarson, Magnús Þórarinsson, Örn Þorláksson, Tómas Sæmur.dsson og Ingvar Þ. Gunnarsson. ÞAR KLAPPA ÞEIR OG STRJUKA HVERJUM FISKI JAPANSFERÐ ÍSLENZKRA SKIPSTJÓRA OG ÚTVEGSMAN N A Texti og myndir: ÖRN ÞORLÁKSSON í byijun októbermánaðar fóru fímm Islendingar tengdir sjávarút- vegi í ferð til Japans og fleiri Austur-Asíulanda. Tilgangur ferð- arinnar var fyrst og fremst að kynna sér nýjungar í fiskveiðum, fískvinnslu og veiðarfæragerð Jap- ana, sem eru eins og flestum mun kunnugt fremsta fískveiðiþjóð heimsins. Þátttakendur voru, auk greinarhöfundar, Halldór Þórðar- son, skipstjóri og eigandi mb. Freyju GK, Ingvar Þórhallur Gunn- arsson, eigandi og útgerðarmaður mb. Vattar SU 3 á Eskifírði, Magn- ús Þórarinsson, skipstjóri og útgerðarmaður mb. Bergþórs KE 5, og Tómas Sæmundsson, skip- stjóri og útgerðarmaður mb. Hafnarbergs RE 404. Komið var til Tókýó eftir 17 klukkutíma flug frá Kaupmanna- höfn yfír norðurpólinn með milli- lendingu í Alaska. Það voru þreyttir ferðalangar sem lentu á Narita- flugvelli seinnihluta laugardags 4. október. Eftir sólarhrings dvöl í Tókýó var flogið til Hokkaido, eyju í Norður-Japan, nánar tiltekið til borgarinnar Hakodate, sem er stærsta fiskveiðihöfn Japana. Þar var dvalið í 4 daga og skal nú greint frá því helzta, sem fyrir augu og eyru bar þann tíma. Á fyrsta degi var skoðuð neta- gerð í eigu Toyama Fishing Net Mfg. Co. Ltd., sem hefur um árar- aðir selt þorskanet til íslands. Unnið var þar að uppsetningu nótar til sardínuveiða, og vakti það undrun okkar, að þar vann eingöngu kven- fólk við fellinguna. Öll vinnan var unnin á gólfínu, stúlkumar lágu á hnjánum við vinnuna og fóru fímum Séð yfir flotkvíar við suðurströnd Japans. fíngrum með nálamar yfír teina og net. Mikil vinnugleði virtist ríkjandi á þessum vinnustað og gáfu þær sér varla tíma til að líta upp frá verki, þótt við stormuðum í salinn, fimm íslendingar frá fjarlægri álfu. Vakti iðnin athygli okkar og höfð- um við á orði, að þama lægi m.a. skýringin á velgengni Japana í framleiðslunni. Mikil iðni og nýtni á tíma. Seinna áttum við eftir að upplifa flölmörg dæmi um það, sem stjrrktu okkur í trúnni á þessa stað- reynd. í landi lltils landrýmis er hver fermetri nýttur til hins ítrasta og tókum við eftir því, að þegar kaffi- hlé kom var ekki haldið til kaffistofu og horfíð af vinnugólfinu, heldur var einfaldlega breiddur dúkur á gólfíð og settust stúlkumar I hring og hófu að matast. Engin var mat- stofan í þessu annars fjölmenna fyrirtæki. Á skólabekk Daginn eftir var haldið í háskól- ann í Hakodate og hittum við þar fyrir prófessor í veiðarfærafræðum, sem fræddi okkur um helztu nýj- ungar í veiðarfæragerð Japana. Unnið er að sífelldum rannsóknum á einþáttungum, bæði nylon- og gimisþáttum, með það að markmiði að auka styrk I sem grennstum þræði. Það er alkunn vitneskja, að net, framleidd úr grönnum þáttum, hafa meiri veiðihæfni, en grófari net og er lagt gífurlegt kapp á að vinna að þessu verkefni og jafn- framt að lækka kostnað við veiðar- færagerð. Japanir standa þjóða fremst í gerð veiðarfæra og er þessi iðnaður mikilvægur þáttur í þjóðar- framleiðslu þeirra ásamt öðmm textfliðnaði. Þessi fyrirlestur var hinn fróðleg- asti og var gaman að heyra, að ísland er talið vera mikilvægur markaður fyrir Japan I þorskanet- um og em flutt út frá Japan til íslands u.þ.b. 300 tonn af netum árlega. Eftir þennan fyrirlestur var skoð- að fiskiðjuver, sem sérhæfír sig í vinnslu á smokkfíski og afurðum úr laxi og loðnuhrognum. Japanir veiða gífurlegt magn af smokkfiski og er hann ein vinsælasta neyzluaf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.