Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987
nc
36
t
Maðurinn minn,
BJÖRN RAGNAR HJÁLMARSSON,
sjómaður,
lóst 12. nóvember að Hrafnistu.
Kristjana Gísladóttir.
t
Móðir okkar,
ÚLFHILDUR ÓLAFSDÓTTIR,
sem lést á Hrafnistu 9. nóvember síðastliðinn veröur jarösungin
frá Áskirkju mánudaginn 16. nóvember kl. 13.30.
Kristófer Ásgrfmsson,
Karl G. Ásgrímsson,
Leifur Ásgrimsson.
t
Jarðarför
MAGNEU GÍSLADÓTTUR,
frá Skarði,
Þykkvabœ,
sem andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 10. nóvember, fer fram frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 17. nóvember kl. 13.30.
Aðstandendur.
t
Eiginmaöur minn, sonur, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON,
Dúfnahólum 2, Reykjavfk.
sem andaöist laugardaginn 7. nóvember, veröur jarösunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 16. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir.
Garða Jónsdóttir,
Daðey Guðmundsdóttir,
Erla Aðalsteinsdóttir, Sigurður Oddsson,
Hinrik Aðalsteinsson, Friðlfn Valsdóttir,
Ómar Aðalsteinsson, Ella Stefánsdóttir,
börn og barnabörn.
t
Systir okkar,
KLARA KRISTIANSEN
hárgreiðslumeistari
frá Seyðisfirði,
Njálsgötu 34b,
sem andaðist .9. nóvember verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 17. nóvember kl. 15.00.
Gústaf Kristiansen,
Selma Kristiansen,
Trúmann Kristiansen.
t
Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
RAGNAR BERGSTEINS HENRYSSON,
Otrateig 20,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. nóvember
kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eða önnur
líknarfélög.
Sigríður Erla Jónsdóttir,
Jón Ingi Ragnarsson, Ingibjörg Á. Torfadóttir,
Arnheiður Ragnarsdóttir, Sigurþór H. Sigmarsson
og barnabörn.
t
Eiginkona mín og dóttir,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hellissandi,
Bergstaðastræti 43,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. nóvember
kl. 13.30.
Guðmundur Ingi Bjarnason,
Kristfn Hjartardóttir.
t
Útför bróður míns,
GUNNARS BJARNASEN
frá Vestmannaeyjum,
verður gerð frá Dómkirkju Krists konungs i Landakoti mánudag-
inn 16. nóvember kl. 13.30.
Anton Bjarnasen.
Minning:
Aðalsteinn Guðmunds-
mundsson vagnstjóri
Fæddur 15. október 1920
Dáinn 7. nóvember 1987
Tengdafaðir minn, Aðalsteinn
Guðmundsson, verður jarðsunginn
mánudaginn 16. nóvember. Þó svo
meir en áratugur sé liðinn síðan
Aðalsteinn missti heilsuna þá kom
kallið skyndilega og á óvart. Minn-
ingamar leita á hugann nú þegar
hann er á brott kvaddur og langar
mig að minnast hans með nokkrum
línum.
Ekki er ég fær um að rekja ætt-
ir og lífshlaup Aðalsteins að öðru
lejdi en því sem hér fer á eftir.
Hann ólst upp í foreldrahúsum að
Króki við ísaflörð. Systkinahópur-
inn var stór og náðu fullorðinsaldri
auk Aðalsteins 6 systur og 5 bræð-
ur. Aðalsteinn kvæntist 9. febrúar
1946 eftirlifandi konu sinni Görðu
Jónsdóttur frá Ólafsfírði. Þau eign-
uðust 3 böm, Erlu, Hinrik og Ómar,
sem syrgja föður sinn.
Ég kynntist Alla, eins og hann
var kallaður af vinum og kunningj-
um, fyrst fyrir 30 árum er ég varð
skellinöðrueigandi, en hann seldi
þá mótorhjól og rak viðgerðar-
stæði, auk þess sem hann keyrði
strætó. Ég minnist sérstaklega
hversu gott var að leita til hans og
hve hann var miklu lagnari að gera
við en að skrifa reikninga. Á þess-
um tíma gmnaði mig ekki að 10
ámm síðar yrði ég tengdasonur
Alla og ætti eftir að kynnast honum
enn betur. Sumarið 1966 bjuggum
við hjónin hjá tengdaforeldrum
mínum í Ásgarði 75. Alli ók þá enn
strætisvagni auk þess sem hann
átti og rak sendibíl. Þau hjónin
unnu bæði mikið, höfðu gaman af
að fá gesti, vom gestrisin og höfðu
meiri ánægju af að gefa en þiggja.
Það hafði þó ekki alltaf verið svona
mikil vinna. Alli sagði mér til marks
um atvinnuleysið á ísafírði að hann
hefði rétt átt fyrir farinu til
Reykjavíkur en hann flutti fyrstur
systkina sinna suður og svo komu
foreldramir á eftir.
Eitt af því sem var sérstaklega
áberandi var það hversu mjög allir
krakkar og unglingar hændust að
Alla. Ég tel að það hafí verið, auk
góðmennskunnar sem geislaði af
honum, að hann talaði alltaf við þau
sem jafningja.
Aðalsteinn var mjög fískinn og
hafði gaman af að veiða. Minnist
ég margra ánægjulegra veiðiferða
sem við fómm og sérstaklega er
hann dró 11 punda sjóbirting að
Hrauni í Ölfusi. Þó Aðalsteinn hafí
verið þéttur á velli var hann mjög
liðugur. Ég hafði oft heyrt sögur
af því að í ferðalögum hjá SVR
hefði hann gengið og hlaupið á
höndum auk þess sem hann hefði
tekið öll möguleg stökk. Aðalsteinn
kom er aldrei eins á óvart og í stof-
unni í Ásgarðinum þegar hann kom
inn og spurði mig hvort ég gæti
tekið kraftstökk þama á stofugólf-
inu. Ég svaraði ekki beint en spurði
hvort hann gæti það. Ég hafði varla
sleppt orðinu þegar hann var búinn
að því og svona til að sannfæra
mig um að mig hefði ekki verið að
dreyma þá vom tvær örfínar rendur
í stofuloftinu þar sem tæmar snertu
það.
Það var árið 1975 sem reiðar-
slagið kom, en þá fékk Aðalsteinn
blóðtappa og var fluttur meðvitund-
arlaus í sjúkrahús. Ári síðar hafði
Alli náð sér það vel að hann vildi
komast í vinnu aftur. Hann hafði
keyrt strætisvagn í Reykjavík síðan
áður en SVR var stofnað, en nú
gat hann það ekki lengur. Það er
erfítt að gera sér grein fyrir hversu
mikið áfall það er fyrir mann sem
alltaf hefur unnið mikið, að vilja
vinna en fá ekki að vinna.
Ég íaði oft að því við Alla hvort
hann vildi ekki koma í vinnu til
mín. Hann eyddi því lengi vel, vildi
frekar útvega sér starf sjálfur. Þeg-
ar það gekk ekki kom hann og
spurði hvort ég héldi að hann gæti
stjómað pokavél. Ég var sannfærð-
ur um að svo væri en sagði að það
kostaði ekkert að reyna. Alli hóf
síðan störf hjá Plastos og gekk
vel. Það var sérstaklega ánægjulegt
að fylgjast með hvað hann hresstist
fljótt á sál og líkama við vinnuna.
Sjúkdómurinn hetjaði þó alltaf á
hann. Eftir um það bil eins árs starf
á vél kom Alli til mín og bað um
að vera fluttur til í starfí. Hann
t
Eiginmaður minn og faðir,
ÓLAFUR ÓFEIGSSON,
fyrrverandi skipstjóri,
verður jarðsunginn þriðjudagin 17. nóvember kl. 10.30.
Danielina Sveinbjörnsdóttir,
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN INGI RÓSANTSSON
klæðskeri,
Bogahlíð 22,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. nóvember
kl. 13.30.
Guðbjörg Pálsdóttir,
Þórunn Jónsdóttir,
Þórlaug Jónsdóttir, Stefán Svavarsson,
Óskar Jónsson, Ingveldur H. Aðalsteinsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, Friðrik Kristjánsson,
Þórunn Marfa Jónsdóttir
og barnabörn.
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúsiega uppiýsingar og ráðgjöf
um gerð og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKÐvWWEGI 48 SIMI 76677
kvaðst ekki lengur geta skipt hjálp-
arlaust um rúllu og vildi komast í
pökkun. Alli starfaði síðan við pökk-
un næstu árin eða þar til hann lenti
í árekstri á bílnum sínum fyrir um
það bil 5 ámm. Hann náði sér aldr-
ei eftir það slys og var ömurlegt
að fylgjast með hvemig honum
hrakaði með hveijum mánuðinum
sem leið.
Síðustu árin var Alli í dagvistun
hjá Sjálfsbjörgu í Hátúni og leið
þar mjög vel. Fyrir hönd okkar
aðstandenda hans vil ég þakka
starfsfólki Sjálfsbjargar hvað það
hugsaði vel um hann. Ég bið góðan
guð að gefa tengdamóður minni
styrk í sorg sinni. Hann einn veit
hversu mjög veikindi Alla reyndu á
hana og hvað hún Iagði sig alla
fram við að gera honum lífíð létt-
ara á sama tíma og hún átti sjálf
við heilsuleysi að stríða.
Sigurður Oddsson
Kær föðurbróðir minn, Aðal-
steinn Gunnarsson, hefur kvatt
þetta líf eftir margra ára veikindi.
Það fylgir því alltaf sami sársauk-
inn þegar við kveðjum ættingja og
vini, jafnvel þó þeir hafí ekki notið
þessa. lífs að fullnustu til margra
ára;
Ég minnist Alla frá bamsaldri
sem stóra sterka frændans sem fjöl-
skylda mín gat alltaf leitað til á
erfiðum stundum, og aldrei stóð á
stuðningi í einhverri mynd. Hann
reyndist foreldmm mínum alla tíð
vel í þeirra erfíðu veikindum.
Tveimur ámm eftir lát föður míns
veiktist Alli af sama sjúkdómi sem
ekki reyndist unnt að ráða bót á,
þá fóm í hönd erfið ár hjá fjöl-
skyldu hans.
Alli fæddist að Fossum í Skutuls-
fírði þann 16. október 1920, einn
af 12 bömum þeirra hjóna Guð-
mundar Jónatanssonar og Daðeyjar
Guðmundsdóttur sem lifir son sinn
í hárri elli. Hann var kvæntur Görðu
Jónsdóttur frá Ólafsvík, hinni mestu
myndar- og dugnaðarkonu, sem
hefur staðið við hlið hans og styrkt
hann þennan erfíða tíma ásamt
bömum þeirra þrem og fjölskyldum
þeirra.
Ég kveð frænda minn með þökk
og veit að hans bíða vinir í varpa.
Ranna
Blómastofa
fíiðfinns
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
tll kl. 22,- eínnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.