Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 Rannsóknarnefnd flug'slysa kom á vettvang í gærmorgun og skoðaði flakið, en að því loknu var flugvélarflakinu komið á bílpall til brottflutnings af slys- stað. Á myndinni hér að neðan eru Guðjón Benediktsson með þriggja ára son sinn Inga Val og Logi Benediktsson. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hélt að þetta væru endalokin - segir Guðjón Benediktsson farþegi í TF AEI sem hrapaði við Selfossflugvöll Selfossi. „Ég hugsaði með mér að þetta væru endalokin og það væri kraftaverk að komast út úr vélinni. Ég var eiginlega búinn að sætta mig við þetta en hugsaði alltaf að það þýddi ekki að gef- ast upp,“ sagði Guðjón Benediktsson farþegi í flugvélinni TF AIE sem nauðlenti logandi við Selfossfliigvöll á föstudag. Guðjón sagði að allt hefði virst eðlilegt þar til þeir voru að losna frá jörðu í flugtakinu á vellinum. Á myndbandi sem bróðir hans tók af atburðinum sést að eldur kem- ur upp fremst í vélinni strax og hún losnar frá jörðu. „Þegar við vorum komnir í 50 -100 fet þá sá ég eldtungumar sleikja vænginn yfir bensíntankn- um. Mér varð auðvitað mjög hverft við og gerði mér strax grein fyrir að tankurinn geti sprungið. Eftir þetta gerðust hlutimir mjög hratt og eldurinn magnaðist gífur- lega. Þegar við vorum komnir í beygjuna til vesturs fylltist allt af reyk. Þór flugmaður kallaði til mín að opna húsið sem ég gerði og tókst að opna örlítið en ekki nóg því opið minnkaði þegar vélin hallaðist fram. Þá opnaði ég það aftur með átökum og náði að þrykkja húsinu aftur. Þá náðum við andanum stutta stund en reyk- urinn kom strax beint framan í okkur og við sáum ekkert til jarð- ar. Mér varð litið á Þór flugmann og sá að hann var í örvæntingu að reyna að sjá út. Ég leit út og sá glitta í jörðina. Þá gerði ég mér grein fyrir stöðu vélarinnar að hún væri í bröttu homi niður og í um 30 gráðu beygju. Hélt að dagar okkar væru taldir Það eina sem ég hugsaði á þessu augnabliki var að ef við færum á þessu horni niður væm dagar okkar taldir. Ég reif stýrið að mér og reyndi að ná vélinni réttri með því að beygja. Síðan kom ógurlegur dynkur, vélin pressaðist niður, hoppaði upp, hallaði og fór á bakið. Ég hugs- aði um það að ég mætti ekki rotast í fallinu, ég pressaðist niður og kastaðist til hliðar. Ég hugsaði sem svo að þetta væru endalokin og það væri kraftaverk að komast út og var eiginlega búinn að sætta mig við þetta. En- það þýddi ekki að gefast upp. Þegar vélin stöðvaðist varð mér litið til Þórs og sá enga hreyfíngu með honum. Þá sá ég lítið gat en datt ekki í hug að ég kæmist út um það en ekki ir um annað að ræða en reyna. Ég losaði beltin og hugsaði mér að fara út og sækja Þór svo á eftir. En í því sem ég er að skríða út sé ég að Þór er að losa sig. Hann kom síðan út strax á eftir mér og við gengum frá flakinu," sagði Guðjón Bene- diktsson um þessa sérstæðu reynslu sína. Hann hlaut smá- skrámu í andliti og á fæti en var annars heill. Ótrúlegt að þeir slyppu Manni fannst þetta vonlaust og ótrúlegt að þeir slyppu,“ sagði Logi Þorsteinsson sem varð vitni að því þegar flugvélin fórst. Hann er bróðir Guðjóns Þorsteinssonar, farþega vélarinnar. Logi tók atburðinn upp á mynd- band. Hann sagðist hafa horft í gegnum tökuvélina og ekki gert sér grein fyrir eldinum fyrr en fímm sekúndur voru eftir í jörð- ina. „Ég rauk strax í bílinn og ók niðureftir. Þegar ég kom að voru þeir að ganga frá flakinu, heilir á húfi. Þetta var krafta- verk,“ sagði Logi. Sig. Jóns. Davíð Oddsson borgarstjóri á ráðstefnu um byggðamál: Rangar ákvarðanir og fjármunum kastað á glæ í nafni byggðastefnu DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri gagnrýndi í ræðu sinni á ráð- stefnu Byggðastofnunar og Sambands islenskra sveitarfélaga á Selfossi hvernig opinberu fiármagni er ráðstafað með tilliti til þess að 55% landsmanna búa í Reykjavík og næsta ná- grenni. Hann sagði að í nafni byggðastefnunnar hefðu verið teknar rangar ákvarðanir og peningum kastað á glæ. Borgarstjóri rakti í ræðu sinni þróun byggða og atvinnumála á Islandi og benti á þá þjóðfélags- þætti sem hafa haft áhrif á búsetu og sagði að nú væri svo komið að 55% landsmanna byggi í Reykjavík og nágrenni. Margir sæu ofsjónum yfír vexti Reykjavíkur og teldu nauðsynlegt að beita öllum ráðum og fjárhæðum úr sameiginlegum sjóðum til að halda aftur af þeim vexti. Hann fullyrti hins vegar að þjóðin í heild hefði farið mikils á mis í mennta-, heilbrigðis- og fé- lagsmálum ef landsmenn hefðu dreifst jafnt um bæi ogengin höfuð- borg myndast. „Nú vil ég endilega haga orðum mínum svo, að menn taki þau ekki á þann veg, að ég geri lítið úr þeim mikla vanda, sem íbúar sveitarfé- laga og landshluta eiga við að etja vegna fámennis, fólksfækkunar eða annarra aðstæðna, sem ætla mætti að fólksfjölgun gæti leyst,“ sagði Davíð. „Og fjarri er að ég telji æskilegt, að heilu byggðirnar legg- ist í eyði. Þvert á móti tel ég nauðsynlegt og skynsamlegt að reyna að glæða lífvænlegt atvinn- ulíf á sem flestum stöðum í landinu. Og jafnframt, að slíkt atvinnulíf geti borið þjónustu uppi, sem nái þeim gæðum, sem fólkið á viðkom- andi stað getur sætt sig við.“ Hann vék síðan að fólksfjölgun sem orðið hefur í Reykjavík á und- anfömum árum og þeirri uppbygg- ingu ásamt kröfti um aukna þjónustu sem henni fylgir. Borg- arbúar bæru hlýjan hug til lands- byggarinnar sem heildar, enda væru þeir ættaðir þaðan. „Ég held að þeim sé flestum farið eins og mér að vilja ekki sjá vaxandi erfið- leika þar vegna mannaflaskorts og samdráttar. Þeir hafa tekið því með þögninni, að stórir fjármunir hafi farið úr sameiginlegum sjóðum til annarra svæða, án þess að Reykjavíkurborg hafi fengið hlut- fallslega í sinn hlut. I því sambandi þarf ekki að minnast á neitt annað en vegagerð, 70-80 heilsugæslu- stöðvar, sem rísa úti á landi á meðan engin hefur verið byggð í Reykjavík. Nýjustu dæmin eru um stuðning við hitaveitu tiltekinna sveitarfélaga, sem er slíkur að vöxt- um, að ef Hitaveita Reykjavíkur fengi samskonar eða sambærilegan styrk, miðað við höfðatölu íbúanna, skattborgaranna í landinu, þá myndi ríkið borga Nesjavallavirkjun alla á 3 milljarða króna fyrir borg- ina, en til virkjunarinnar leggur ríkið ekki krónu, eins og kunnugt er. Borgarbúar og þingmenn Reykjavíkur, sem manni hefur stundum fundist gera lítið fyrir sitt kjördæmi, hafa því sýnt byggða- stefnunni mikla vinsemd, stundum jafnvel of mikið tómlæti, þegar hún hefur úr hófí gengið. Ég tel að í nafni byggðastefnunnar hafí mörg röng ákvörðun verið tekin og stór- kostlegum peningum á glæ kastað og fjármunum beinlínis verið illa varið," sagði Davlð. Hann sagðist hafa grun um að hagkvæmnisskýrslur sérfræðinga væru samdar til að láta vonlaus dæmi líta bærilega út en þegar út af brigði væri aldrei minnst á sér- fræðingana, né þeir dregnir til ábyrgðar. Énda væru þeir önnum kafnir við að fegra næsta verkefni. „Ég þarf ekki að nefna hér sjóefna- vinnslu, graskögglaverksmiðju, þörungavinnslu eða steinullarverk- smiðju sérstaklega, því dæmin eru svo mýmörg. Slík byggðastefna, sem slíkar ákvarðanir þrífast á get- ur aldrei gengið til lengdar," sagði Davíð. Stjórnarand- staðan sarnmæl- ist um kjör í nefndir og ráð Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur gert samkomulag um kosn- ingu í þær nefndir sem starfa utan þingsins. Samskonar sam- komulag var gert fyrir kosningu þingnefnda að öðru leyti en því að þá stóðu Samtök jafnréttis og félagshyggju þar fyrir utan. Þórhildur Þorleifsdóttir formaður þingflokks Kvennalistans sagði að nefndakosningu hefði verið frestað um nokkrar vikur og væri nú fyrir- hugað að hún færi fram 23. nóvember. Þarna er um að ræða kosningu í ýmsar nefndir og stjórn- ir eins og útvarpsráð, Norðurlanda- ráð, stjóm Byggðastofnunar, tryggingaráð o. fl. Málverkauppboð á Hótel Sögu í kvöld: Stórt málverk eftir Kjarval á uppboðinu STÓRT Kjarvalsmálverk er með- al 68 málverka sem boðin verða upp vegum Klausturhóla á Hótel Sögu í kvöld, sunnudagskvöld, klukkan 20.30. Alls eru sjö verk eftir Kjarval á uppboðinu, auk verka eftir ýmsa af þekktustu listmálurum þjóðarinnar, eldri og yngri. Stóra Kjarvalsmálverkið á uppboð- inu heitir Esjan, og er olía á striga, 178,5 x 112,5 sm. að stærð, merkt 1934. Þetta verk er langstærsta málverkið sem boðið verður upp. Myndirnar verða til sýnis að Hótel sögu í dag, frá klukkan 14 til 18. Fleiri bíla- stæði við Kringluna Ákveðið hefur verið að koma upp 400 nýjum bílastæðum í Kringl- unni. Verða þau upp á þijár hæðir til norðurs í beinu framhaldi af þeim bílastæðum, sem þegar eru risin, en þau eru tvær hæðir. Eiga þessi nýju bílastæði að vera tilbúin næsta sumar. í dag JHorflunhhjbH) I. blað C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.