Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Fasteignasalar
Aðili með reynslu af fasteignasölu óskar eft-
ir samstarfi við fasteignasala sem sölumaður
og/eða meðeigandi.
Áhugasamir vinsamlegast sendi nafn og
símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Samstarf - 2806“ fyrir 20. nóvember.
HF OFNASMIÐJAN M
---------7-----------oxffLA
Verksmiðjustarf
Viljum ráða laghentan iðnverkamann í verk-
smiðju okkar í Hafnarfirði við fjölbreytilega
framleiðslu á hillubúnaði og fataskápum.
Unnið er frá 7.30-18.10 mánudaga til
fimmtudaga, á föstudögum er unnið til há-
degis. Heitur matur í hádeginu og ferðir
milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
Hafið samband við Jakob Friðþórsson verk-
stjóra í síma 52711 og 73212 heima.
Aðili í þjónustu
Áreiðanlegan og röskan starfskraft vantar í
þjónustu og kennslu á mjög útbreiddum við-
skiptahugbúnaði.
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á ein-
hverskonar viðskiptahugbúnaði eða grund-
vallarþekkingu á tölvum og notkun þeirra.
í boði eru góð laun og fyrirmyndar aðstaða.
Eiginhandarumsóknir óskast sendar auglýs-
ingadeild Mbl. þar sem tilgreind er menntun,
reynsla, aldur og launakröfur, merktar:
„K - 2499“ fyrir 24. nóv. nk..
Stjórnunarritari
Þekkt fjármálafyrirtæki vill ráða stjórnunar-
ritara til starfa sem fyrst.
Aldur 30-40 ára. Góð starfsreynsla skilyrði.
Áhersla lögð á sjálfstæði, þagmælsku, góða
framkomu og skipulagshæfni.
Laun samningsatriði.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
okkar í fullum trúnaði.
ftlDNTlÓNSSON
RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNU5TA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SfMI 621322
Yfirverkstjóri
- fiskvinna
Fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi vill ráða
yfirverkstjóra til framtíðarstarfa.
★ Leitað er að dugmiklum aðila sem hefur
frumkvæði, skipulagshæfileika og á gott
með mannleg samskipti.
★ Krafist er verkþekkingar og starfsreynslu
og æskilegt að viðkomandi hafi réttindi
frá Fiskvinnsluskólanum.
★ í boði er krefjandi og ábyrgðarmikið starf
við vinnslu og þróun.
★ Mjög góð laun fyrir réttan aðila.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstof-
unni. Umsóknum um starfið skal skila til
Ráðgarðs. Umsækjendum er heitið fullum
trúnaði.
RÁÐGAIOUR
RÁÐNINGAMIÐUJN
NÓATÚNI 17,105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688
Hefur þú áhuga á
að auka söluna?
Vantar þig góða sölumenn eða sölumann
(tímabundið)?
Við erum tilbúin að leggja þér lið.
Upplýsingar í símum 20980 og 20984.
Vörukynningar
Óskum eftir lausafólki til að kynna fram-
leiðsluvörur okkar, brauð og kökur í verslun-
um. Tilvalið starf fyrir húsmæður eða
skólafólk, þó ekki yngra en 20 qra. Góð fram-
koma og snyrtimennska skilyrði.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni eða í síma
83277.
Brauð hf.,
Skeifunni 11.
Skrifstofustarf
- bókhald
Innflutnings- og verslunarfyrirtæki óskar að
ráða starfskraft til bókhaldsstarfa sem fyrst.
í boði er fjölbreytt starf sem felst í bók-
haldsmerkingum, færslum, afstemmingum
og upgjörum á fjárhags- og viðskiptabók-
haldi, ásamt almennum skrifstofustörfum.
Öll bókhaldsvinnslan er tölvuvædd með IBM
S/36 tölvu og ALVÍS bókhaldskerfi.
Þær kröfur eru gerðar til umsækjenda að
þeir hafi haldgóða reynslu eða menntun í
bókhaldi og geti starfað sjálfstætt.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „B - 2500“.
smismmm */i
Óskum eftir að ráða sem fyrst gott fólk til
margvíslegra framtíðarstarfa.
- Stjórnunarstörf -
★ Viðskiptafræðinga í ýmiskonar störf.
★ Framkvæmdastjóra málmiðnaðarfyrirtækis.
- Skrifstofustörf -
★ Bókara til alhliða sjálfstæðra skrifstofu-
starfa. Góð laun.
★ Afgreiðslu og almenn skrifstofustörf.
★ Símavarslu og almenn skrifstofustörf.
- Hlutastörf -
★ Klinikdömu, hálfan daginn eftir hádegi.
★ Afgreiðsla og móttaka, snyrtivörur,
hálfan daginn.
★ Tölvuinnslátt, hálfan daginn eftir hádegi.
- Iðnaðarmenn -
★ Járniðnaðarmann, gæðaeftirlit og viðhald.
★ Byggingavöruverslun, stjórnunarstarf.
★ Sölumann, vélbúnað.
★ Offsetskeytingamann eða nemi.
★ Umbrotsmann, offsetprentsmiðju.
★ Klæðskera.
- Annað -
★ Útlitshönnuð eða auglýsingateiknara.
Ef þú ert í atvinnuleit, hafðu þá samband
við okkur.
smfsuómm n/r
BrynjólfurJónsson • Nóatún 17 105 Rvik • simi 621315
• AMöa raöningaþjonusta
• Fyrirtækjasala
• Fjarmalaraögjöf fyrir fyrirtæki
Háseta
vana netaveiðum vantar á mb. Sighvat GK-50
sem er að hefja netaveiðar frá Grindavík.
Upplýsingar á skrifstofu í síma 92-68086 og
hjá skipstjóra í síma 92-68687.
Matreiðslumaður
Þýskur matreiðslumaður (talar ensku), 27
ára, óskar eftir atvinnu. Hefur 10 ára starfs-
reynslu bæði í mötuneytum og á veitingahús-
um. Getur byrjað strax. Meðmæli ef óskað er.
Áhugasamir hafi samband í síma 29710 eft-
ir kl. 18.00.
Maður
með mikla reynslu á sviði fjármálastjórnar,
bókhalds og tölvuvinnslu, en óskar eftir að
skipta um starf, vill komast í samband við
aðila sem vantar þannig starfsmann.
Þeir sem hafa áhuga á að sinna þessu, leggi
nöfn sín ásamt fleiri upplýsingum inn á aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir 20. nóvember nk.
merktar: „M - 2498“.
Lögfræðistofa
Á nýstofnaða lögfræðistofu vantar ritara í
hálft starf. Vélritunarkunnátta og góð
íslenskukunnátta áskilin. Góð laun fyrir
manneskju sem sýnir hæfni í starfi.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl.
merkt: „L - 4228“.
Vélaverkfræðingur
Fyrirtækið er með framleiðslu á rafeinda-
og véltæknibúnaði fyrir sjávarútveginn og
er með aðsetur á Vestfjörðum og í Reykjavík.
Starfið er á sviði verkefnisstjórnunar.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu véla-
verkfræðingar eða hafi sambærilega
menntun og hafi reynslu af verkstjórn og
skipulagningu stærri verkefna.
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember
nk. Ráðning verður sem fyrst. Aðstoðað verður
með útvegun húsnæðis.
Umsóknareyðubiöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysmga- og radningaþ/onusta
Lidsauki hf. W
Skólavördustig la - 101 Fteyk/avik - Simi 6?13Sr>
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Hjúkrunarfræðinga
vantar á handlækningadeild
Landakotsspítali býður ykkur ákjósanlegan
vinnustað í hjarta borgarinnar. Góðar stræt-
isvagnaferðir í allar áttir. Hjá okkur geta
hæfileikar ykkar notið sín, því við erum opin
fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk
okkar fái tækifæri til þess að vinna að þeim
með okkur. Við reynum að gera öllum kleift
að sækja námskeið og ráðstefnur. Við bjóð-
um aðlögunarkennslu áður en starfsmenn
fara á sjálfstæðar vaktir.
Hafið samband við skrifstofu hjúkrunar-
stjórnar sem veitir nánari upplýsingar í síma
19600-220-300 alla virka daga milli kl. 08.00
og 16.00.
Reykjavík, 13. nóv. 1987.