Morgunblaðið - 15.11.1987, Side 30

Morgunblaðið - 15.11.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 Frakkar leita í „Eksund": 150 lestir af hergðgnum. Vopnunum úr „Eksund“(inn- fellda myndin t.v.)skipað upp f Frakklandi. Skipstjórinn Adr- ian Hopkins (innfellda myndin hægra megin) Fimm írar verða að dúsa í fangelsi í Frakklandi í vetur meðan reynt verður að ganga úr skugga um hvers vegna gamall ryðkláfur þeirra fannst í reiðileysi á Ermarsundi með svo mikið magn vopna að þeir gátu gert byltingu. Litlu munaði að íramir kæmust upp með stórbrotnasta vopnasmygl í sögu hryðrjuverka, en franskir tollverðir réðust um borð í skipið, þar sem það lá skammt frá strönd Bretagneskaga, og yfirbuguðu þá áður en þeim tækist að sökkva því og komast undan. Smyglaramir vom í froskmannabúningum, vopnaðir sovézksmíðuðum rifflum og áttu aðeins eftir að þrýsta á hnapp í brúnni til að sprengja skipið í tætlur, hraðskreiður bátur beið þeirra við skipshlið, en gæfan sneri við þeim baki eftir áhættusama siglingu frá Líbýu. ÍRSKT HERGAGNASKIP STÖÐYAÐ Á ERMARSUNDI Alls voru 150 lestir af hergögnum að verð- mæti 20 millj. punda í skipinu Eksund, sem er 239 lestir, sigldi und- ir Panamafána og var smíðað í Hollandi 1929. Vopnasafnið var flölskrúðugt og í því voru m.a: 20 loftvamaflaugar af gerðinni SAM 7 (án skotpalla, sem auðveldara er að komast yfír), 16 sovézkar 12,7 mm vélbyssur, 8 léttar vélbyssur, 448 flísasprengjur, sprengjuvörpur, gagnskriðdrekavopn og flugskeyti og 975 rifflar af gerðinni Kalas- hnikov AK-47, skotfæri, a.mk. tvær lestir af sprengiefni o.fl. Foringi íranna um borð reyndist vera 49 ára gamall gjaldþrota ferðafrömuður, Adrian Hopkins, sem var loftskeytamaður á brezkum kaupskipum á yngri árum. Hvorki hann né vinur hans um borð, fom- bðkasali að nafni Henrv Caims, höfðu verið orðaðir við Irska lýð- veldisherinn (IRA), sem stóð bersýnilega á bak við smygltilraun- ina. Allir félagar þeirra þrír, Gabriel Cleary, fiskimaðurinn John James Docherty og rafvirkinn James Coll, voru liðsmenn IRA. Cleary, sem er líka lærður rafvirki, var einn þriggja helztu sprengjusérfræðinga IRA og yfírmaður birgðaþjónustu lýðveldis- hersins. Handtaka Clearys er mikið áfall fyrir írska lýðveldisherinn, m.a. vegna þess að aðeins hálfum mán- uði áður var aðalsprengjusérfræð- ingur IRA, Gilbert McNamee, dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir þátt- töku í sprengjutilræðinu í Hyde Park 1982, þegar flórir menn úr Lífvarðaliði hennar hátignar biðu bana. Vegna skorts á sönnunum var Cleary sýknaður fyrir 10 árum af ákæru um að hafa tvær lestir af sprengiefni í fórum sínum, en hann sat um tíma í Portaloise-fangelsi í írska lýðveldinu. Þótt talið sé að hann hafí tekið þátt í mörgum helztu aðgerðum IRA hefur ekkert sannazt á hann fyrr en nú. írska Franskur tollvörður fjarlægir Kalashnikov-riffll um borð i „Ek- sund“: Með kveðju frá Gaddafi. lögreglan hefur haft eftirlit með honum, en hann hvarf út f buskann fyrir nokkrum vikum og mun hafa unnið við að leggja sérfræðilegt mat á vopnin frá Líbýu. Síðan kom hann fyrir sprengjubúnaðinum, sem átti að sökkva Eksund þegar fokið var í öll skjól, en var of svifaseinn. + Ovarkár Hopkins keypti Eksund í Svíþjóð fyrir 52.500 pund í maí. Hann var eigandi einnar stærstu ferðaskrif- stofu írlands, Bray Travel, þar til fyrirtækið varð gjaldþrota 1980, þegar það gat ekki greitt skuld er nam einni milljón punda. Vegna gjaldþrotsins urðu 600 ferðamenn á Kanaríeyjum strandaglópar. Að sögn brezka blaðsins Observ- ervar engu líkara en Hopkins hefði engan áhuga á að leyna fyrirætlun- um sínum og hjá þvf gat ekki farið að þær vektu nokkra athygli. í febr- úar sl. bað hann brezka sendiráðið f Dyflinni um upplýsingar um um- boðsmenn, sem seldu skip. í júlí fór hann þaðan í tveggja daga hraðferð til Lúxemborgar, Sviss, Amsterdam og Lundúna. Nokkrum dögum síðar hélt hann til Kalmars í Suður- Svíþjóð og greiddi sfðustu afborgun af Eksund. Hann fól reyndum skip- stjóra að sigla skipinu til Möltu og skildi eftir um borð uppdrætti af siglingaleiðum við strendur Líbýu og írlands. Hann lét í veðri vaka að skipið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.