Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987
Gerði hann líkan af hugmyndum
sínum um ráðhús og framtíðar-
skipulag Tjamarinnar og var
líkanið almenningi til sýnis í Har-
aldarbúð í Austurstræti 22, þar sem
nú er verslun Kamabæjar.
Ráðhúsnefndin hafði upphaflega
í hyggju að efna til samkeppni um
.eikningu hússins. Arkitektafélag
íslands mótmælti því að þeir arki-
tektar, sem starfað hefðu við
undirbúning að byggingu ráðhúss-
ins, hefðu heimild til að taka þátt
í samkeppninni. Ráðhúsnefndin brá
því á það ráð að bjóða sex húsam-
eisturum að hanna bygginguna.
Hópurinn tók nú til starfa undir
fomstu Þórs Sandholts fram-
kvæmdastjóra ráðhúsnefndar.
Fallegt og stílhreint
í byijun árs 1964 vom tillögur
húsameistaranna tilbúnar. Teikn-
ingarnar af ráðhúsinu sýndu
tveggja hæða hús með sex hæða
byggingu. Rúmmál hússins var
samtals 35.600 rúmmetrar. Einnig
var fyrirhugað, í samræmi við eldri
áætlanir, að breyta Skothúsvegi
þannig að sá hluti hans sem er út
í Tjörninni yrði fjarlægður en þess
í stað yrði yrði þar hólmi í miðri
Tjörninni og var ætlunin að tengja
hólma þennan við fastalandið með
tveimur léttum göngubrúm. Enn
sem fyrr var gert ráð fyrir að gamli
Iðnskólinn, Búnaðarfélagshúsið og
Iðnó yrðu íjarlægð.
Væntanlegt ráðhús var kynnt
almenningi með sýningu í Melaskól-
anum. Álit manna á væntanlegri
ráðhúsbyggingu var margvíslegt.
Öm Clausen lögfræðingur sagði í
samtali við Morgunblaðið að honum
finnist húsið fallegt og stflhreint
og í alla staði til sóma fyrir borg-
ina. Bróður hans, Hauki Clausen
tannlækni, fannst aftur á móti hús-
ið vera hinn aumasti kumbaldi og
„þessi kassi upp úr því er fyrir neð-
an allar hellur". Sigurði Lfndal
prófessor féll aftur á móti húsið vel
í geð og Birgi Ísleifí Gunnarssyni
borgarfulltrúa fannst húsið „einfalt
og stílhreint". Teikningar húsa-
meistaranna voru lagðar fram í
borgarstjóm í janúarmánuði 1964
og samþykktar. Tólf borgarfulltrú-
ar vom meðmæltir, Alfreð Gíslason
var andvígur, Adda Bára Sigfús-
dóttir og Bjöm Guðmundsson sátu
hjá.
Þrátt fyrir mikið fylgi við ráðhús-
byggingu í borgarstjóm, fór þó svo
að þessu sinni að ekkert ráðhús var
reist. Það vom ávallt einhver önnur
verkefni sem vom talin brýnni og
einnig reyndist erfítt að ná samn-
ingum um kaup á Iðnó og gamla
Iðnskólahúsinu. Áform um bygg-
ingu ráðhúss vom því lagðar á
hilluna um 1970.
Samantekt:PLE
Hugmynd Lárusar Axels Helgasonar rannsóknarlögreglumanns.
enda Tjarnarinnar. Einnig vom
veitt þriðju verðlaun B, þeim Þóri
Baldvinssyni og Ame Hoff Möller,
og gerði þeirra tillaga einnig ráð
fyrir byggingu í norðurendanum á
Tjöminni. Það var ljóst að það var
nokkur andstaða gegn því að rífa
Miðbæjarbamaskólann. 21. desem-
ber 1950 ályktaði bæjarstjóm um
að bæjarráð gerði tillögu um stað-
setningu ráðhússins. 8. ágúst 1952
lagði samvinnunefnd um skipulags-
mál fram tillögur sínar. Alls sextán
staðir fyrir ráðhúsbyggingu höfðu
verið athugaðir og mælti nefndin
með norðurenda Tjarnarinnar.
Borg-arstj órinn
átti afmæli
Tuttugasta og níunda desember
1955 samþykkti bæjarstjórn
Reykjavíkur einróma að ráðhús
skyldi byggt við Vonarstræti sunn-
anvert, á svæði milli Lækjargötu
og Tjamargötu. Jafnframt var kos-
in fímm manna nefnd til_ að undir-
búa ráðhúsbygginguna. í nefndina
vom kosin: Gunnar Thoroddsen,
sem var kosinn formaður nefndar-
innar, Auður Auðuns, Jóhann
Hafstein, Sigvaldi Thordarson og
Alfreð Gíslason. í umræðum kom
fram að ýmsir bæjarfulltrúar höfðu
augastað á öðmm möguleikum, t.d.
vildi Geir Hallgrímsson helst byggja
inn við Háaleiti og Alfreð Gíslason
var þeirrar skoðunar að Klambra-
túnið (Miklatún) væri besti staður-
inn fyrir ráðhús. Ennfremur taldi
hann að hætt yrði við því að skerða
Fyrirhugað ráðhús 1964, en einnig var ráðgert að fjarlæga Iðnó og gamla Iðnskólann.
þyrfti Tjörnina meira en sérfræð-
ingar gerðu ráð fyrir, enda yrði
húsið að vera mjög stórt, svo hátt,
að engir nema fuglar himins gætu
séð ofan á það; því það væri óvið-
kunnanlegt að nokkur maður gæti
litið niður á ráðhúsið. Þess má geta
að Alfreð Gíslason sagði fjórum
ámm seinna, á fundi, sem Stúd-
entafélag Reykjavíkur efndi til, að
hann hefði greitt tillögunni at-
kvæði, „til að vera ekki vargur í
véum, en einnig hefði borgarstjóri
átt afmæli þennan dag“. í umræð-
unum í bæjarstjórn komu líka fram
áhyggjur vegna umferðar gegnum
bæinn og skorts á bflastæðum, en
í ráði var að bæta úr þeim vanda-
málum með því að breikka Suður-
götu og Kirkjustræti og opna það
austur í Lækjargötu. Borgarstjóri
sagði framtíð Vonarstrætis enn
vera óleysta spumingu, sem ekki
yrði ákveðin fyrr en nánari tillögur
lægu fyrir um gerð ráðhússins, en
borgarstjórinn tók fram að gömlu
timburhúsin við Vonarstræti ættu
að hverfa, s.s. Iðnó, gamli Iðnskól-
inn og Búnaðarfélagshúsið og þegar
þessi hús hyrfu myndaðist mikið
opið svæði.
Kríur og- bæjarfulltrúar
Þótt bæjarstjóm hefði samþykkt
væntanlega staðsetningu ráðhúss-
ins einum rómi urðu nokkrir til að
lýsa óánægju sinni. Elías Mar rit-
höfundur ritaði gegn ráðhúsinu og
Sigurður Þórarinsson jarðfræðing-
ur taldi að kríumar væm meiri
yndisauki við Tjömina en ráðhús,
einnig kvað hann Tjörnina fremur
vera ætlaða til að spegla ósnortinn
náttúmunað en bæjarfulltrúa
Reykjavíkur.
Láms Axel Helgason rannsókn-
arlögreglumaður var meðal þeirra
sem vildu byggja ráðhúsið annars
staðar en í Tjörninni norðanverðri.
Hann vildi að ráðhúsið risi á homi
Skothúsvegar og Tjamargötu.
AUK hl. x80.7/SlA