Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 56
Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! XJöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! SUNNUDAGUR 15. NOVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. - Morgunblaðið/RAX FÖLUR máninn skín yfir Snæfellsnessfjallgarðinum. Myndin var tekin skammt frá Eldborg- á Mýrum. Davíð Oddsson: Borgarráð undir- býr aðgerðir gegn erlendum heitum „VIÐ ERUM sammála viðskipta- ráðherra og munum verða við hans tilmælum sé þess kostur," sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri en Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur leitað eftir aðstoð borgarráðs við að fram- fylgja lagaákvæðum um íslensk heiti á fyrirtækjum í borginni. Davíð sagði að borgarráð hefði ákveðið að óska eftir því við Hjör- leif Kvaran, framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar, að kannaðar verði þær heimildir sem byggingamefnd hefur til að hafa þau afskipti af málum, sem ráð- herra leggur til. „Ef þær heimildir em fyrir hendi þá á ég von á að byggingamefnd muni laga sig að þeim,“ sagði Davíð. í bréfi viðskiptaráðherra til borg- arráðs varpar hann fram þeirri hugmynd að „byggingaryfirvöld beiti ákvæðum byggingarreglu- gerðar þannig, að ekki sé leyfð uppsetning auglýsingaskilta á er- lendum málum utanhúss á fyrir- tælqum nema hinu íslenska heiti fyrirtækisins, vöra eða þjónustu, sem á boðstólum er, sé þar gert jafnhátt undir höfði.“ Álllkm. hraða í kappakstri á Miklubrautmni LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði tvo unga ökumenn sem mældust i radar á 111 kílómetra hraða á klukkustund, austarlega á Miklubraut í Reykjavík að- faranótt föstudagsins. Piltamir reyndust hafa verið í kappakstri. Piltamir, sem stöðvaðir vora klukkan 3.34 aðfaranótt föstudags- ins, vora sviptir ökuskírteinum sínum á staðnum. Þeir höfðu þá haft ökuréttindi í þijár vikur. Grænmeti sett á uppboð næsta vor Selt „undir úri“ sem telur verðið niður UPPBOÐ á grænmeti hefst hjá grænmetismarkaði Sölufélags garð- yrkjumanna við upphaf ræktunartimans á næsta ári, það er í mars eða aprílmánuði. Vom áætlanir um uppboðsmarkaðinn kynntar á aðalfundi Sölufélags garðyrkjumanna sem haldinn var á föstudag. Kristján Benediktsson í Víðigerði, formaður stjómar Sölufélagsins, lýs- ir sölufyrirkomulaginu þannig: „Allt grænmeti sem framleiðendumir vilja selja fer á vprabrettum inn í kæli- geymslu þar sem kaupendumir geta skoðað það fyrir uppboðið. Uppboðið fer fram i sérstökum uppboðssal og Afskráningum bíla fjölgar gífurlega: Bílakirkjugarði i Kapelluhrauni lokað „Getum ekki keypt alla bíla sem kom- ið er með,“ segir verksljóri hjá Vöku VÍÐA era að skapast vandræði með ónýta bíla og annað jámdrasl og er kominn vísir að „bílakirkjugarði" i Kapelluhrauni við Hafnarfjörð og víðar. Fólk skilur þar eftir bílhræ þrátt fyrir að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafi reynt að koma í veg fyrir það. Landgræðslusjóður er eigandi landsins og ætlar stjóm sjóðsins að loka svæðinu með þvi að setja hlið á veginn, að sögn Kristins Skæringssonar framkvæmda- stjóra. Er þetta gert í samvinnu við stjóra kvartmilubrautarinnar sem þarf að hafa aðgang að kvartmílubrautinni um þennan veg. Bjóst Kristinn við að hliðið yrði jafnvel sett upp nú um helgina. Margir era í vandræðum með að losna við gömlu bílana sína, ekki síst núna til að losna við að greiða nýja bifreiðaskattinn af þeim. „Fólk reynir mikið að fá okkur til að kaupa bílana af sér, en framboðið er svo mikið að við höfum þurft að neita mjög mörgum," sagði Steinar Már Gunnsteinsson, verkstjóri hjá Vöku hf. Margir bifreiðaeigendur fengu sendan innheimtuseðil fyrir bifreiða- skatt af gömlum bifreiðum, sem vora jafnvel ekki í notkun lengur, en trassað hafði verið að afskrá. „Við höfum aldrei þurft að neita eins mörgum um að kaupa af þeim gömlu bílana og nú,“ sagði Steinar Már, en Vaka hf. hefur keypt gaml- ar eða skemmdar bifreiðir og selt Bílakirkjugarðurinn í Kapelluhrauni. Motgunblaðið/RAX varahluti úr þeim. „Fólki stendur þó enn til boða að skilja bílana eftir hjá okkur og þá getum við séð um að aka þeim á haugana. Þá hirðum við ef til vill eitthvað nýtilegt úr þeim, til að hafa fyrir kostnaði við flutning- ana. Það er auðvitað skiljanlegt að fólk vilji fá einhverjar krónur fyrir bílana, en við eigum svo mikið af þeim að við höfum ekkert að gera með meira. Þetta á þó auðvitað ekki við um allar tegundir.“ Steinar Már sagði að þær bifreið- ir sem komið er með til þeirra séu flestar af árgerð 1978 eða eldri. „Það er áberandi, að nú koma til okkar bílar í þokkalegu ástandi, sem fólk hefði áður fyrr reynt að lappa upp á eða selja. Innflutningur á nýjum bílum er hins vegar svo mik- ill, að það lítur enginn við þessum árgerðum lengur." er áætlað að það verði þijá daga vikunnar og hefjist klukkan 7.30. Flestar grænmetistegundimar verða boðnar upp undir númeri eða vöru- merki framleiðenda. Á skjá upp á vegg koma upplýsingar um þá vöra sem bjóða á upp í það skipið. Svo- kallað úr er stillt á verð sem er talsvert fyrir ofan það sem menn búast við að fá fyrir vörana og síðan hefst niðurtalning verðsins. Sá kaup- andi sem fyrstur stöðvar úrið, með því að ýta á hnapp við borð sitt, fær eins mikið úr umræddri einingu og hann vill á því verði sem úrið sýnir og síðan er afgangurinn boðinn upp á meðan einhver vill kaupa eða þar til varan er uppseld. Að vísu verður sett ákveðið lágmarksverð en það verður þó langt fyrir neðan fram- leiðslukostnaðarverð. Kaupendur munu auðvitað láta verðið falla eins lengi og þeir þora og hafa þá í huga hvað framboðið er mikið á hveijum tíma. Með þessu móti ræðst verðið algerlega af framboði og eftirspum." Kristján sagði að uppboðsmarkað- urinn væri ætlaður fyrir grænmetis- heildsala, stórmarkaði og aðra þá verslunaraðila sem gætu keypt það lágmarksmagn sem tilgreint yrði í uppboðsskilmálum. Hann sagði að markaðurinn yrði algerlega sjálf- stæð eining og söludeild Sölufélags- ins sjálfs myndi þurfa að kaupa á uppboðinu það grænmeti sem hún dreifði með nákvæmlega sömu kjör- um og aðrir grænmetisheildsalar. Sölufélagið undirbýr nú byggingu nýs húss fyrir starfsemina en þar til það kemst í gagnið verður upp- boðsmarkaðurinn væntanlega í húsnæði fyrirtækisins í Skógarhlíð 6, sð sögn Kristjáns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.