Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987
38
Minning:
Sólveig Guðmunds-
dóttir Kjerúlf
FæddG.júlí 1903
Dáin 7. október 1987
Að morgni miðvikudagsins 7.
október iést á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund Sólveig Guð-
mundsdóttir Kjerúlf. Sólveig
fæddist 6. júlí 1903 að Sauðhaga
í Vallahreppi, S-Múlasýslu, en flutt-
ist ásamt foreldrum sínum að
Hafursá við Hallormsstaðaskóg
1909. Foreldrar Sólveigar voru
hjónin Guðmundur Andrésson Kjer-
úlf, bóndi, og Vilborg Jónsdóttir.
Guðmundur var bróðir Þorvarðar
Kjerúlf, alþingismanns og læknis.
Vilborg rakti ættir sínar að Kleif í
Fljótsdal. Alls voru böm Guðmund-
ar og Vilborgar átta, sex komu3t
til fullorðinsára. Eftirlifandi eru
Guðbjörg, ekkja Odds Kristjánsson-
ar, byggingameistara á Akureyri,
og Andrés, sem búsettur er að
Reykholti í Borgarfirði. Látin eru
Anna, gift Sveini Pálssjmi, kaup-
manni og bónda í Hábæ í Vogum
á Vatnsleysuströnd, Sigríður, gift
Guðmundi Guðmundssyni frá
Freyshólum í Skógum og Jón G.
Kjerúlf, kvæntur Guðlaugu Péturs-
dóttur frá Eskifírði.
Árið 1924 gekk Sólveig að eiga
Gunnar Jónsson frá Hallormsstað.
Gunnar fæddist á Keldhólum í
Vallahreppi á Fljótsdalshéraði 29.
ágúst 1895. Foreldrar hans voru
hjónin Margrét Sigurðardóttir og
Jón Eiríksson, bæði af kunnum
bændaættum þar eystra. Frá
tveggja ára aldri ólst hann upp hjá
frú Elísabetu Sigurðardóttur að
Hallormsstað, en faðir hennar var
séra Sigurður Gunnarsson.
Þeim Sólveigu og Gunnari varð
ii/iikið
ÚRVAL
HUÓMTÆKJA
Videotæki
frá kr. 36.000,-
Skipholti 21 (Nóatúnsmegin),
sími 623890.
OplA til kl. 14.00 laugardag
fímm bama auðið, en fjögur þeirra
lifa nú móður sína, þau Vilborg
húsfrú, gift Jóni Vídalín Jónssyni
frá Herríðarhóli, Ásahreppi, Rang-
árvallasýslu, Guðmundur, verk-
fræðingur, kvæntur Önnu
Júlíusdóttur frá Atlastöðum í
Fljótavík, Margrét, húsfrú, gift
Preben Skovsted frá Danmörku, og
Jón, heildsali, kvæntur Dóru Reinis
Emilsdóttur, hjúkrunarfræðingi.
Einnig ólu þau Sólveig og Gunnar
upp Sólveigu, dóttur Vilborgar.
Ekki sakar að geta þess, að þegar
þetta er ritað, hefur Sólveig skilið
eftir sig alls 40 afkomendur.
Þau Sólveig og Gunnar bjuggu
nær óslitið á Akureyri til ársins
1954, er þau fluttust til Reykjavík-
ur. Á Akureyri starfaði Gunnar
m.a. sem lögreglumaður og fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra-
hússins á Ákureyri. í Reykjavík var
hann lengst af starfsmaður Tímans.
Sólveig vann heimili sínu og öll-
um sínum nánustu í ríkum mæli.
Heimili Gunnars og Sólveigar var
alla tíð mjög gestkvæmt og þangað
fannst öllum gott að leita. Sólveig
bjó yfír mikilli gestrisni og naut
þess að hafa margt fólk í kringum
sig. Ánægja hennar af því að hlúa
að gestum og heimilisfólki virtist
vera samofin ákaflega höfðinglegri
og tignarlegri framkomu í bland
við stillilegt æðruleysi. Er ekki að
efa að þá eðliskosti hafí hún fengið
í arf úr föðurhúsum. Mér hefur oft
flogið í hug fyrsta erindi þekkts
ljóðs eftir Davíð Stefánsson þegar
ég hef hugleitt eðliskosti Sólveigar.
Eg finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
Sólveig var einmitt ein af þeim
manneskjum, sem hljóðlega létta
öðrum lífíð, læðast helst, ef nokkur
kostur er, með eldhúslampann sinn,
bera eld að spópum og ylja upp —
og loka svo á eftir sér hóglátlega
og í gleði yfír að hafa ef til vill
gert öðrum lífið léttara.
Lífíð sjálft er Guðs gjöf og lang-
ir lífdagar náð á meðan heilsa og
kraftar endast. Sólveig átti langri
ævi að fagna, þó heilsan yrði lak-
ari og þrek minna hin síðari ár.
Ég held að Sólveigu hafí verið það
mikið kappsmál að halda reisn sinni
til hins síðasta, eða eins og segir í
góðu ljóði:
Bognar aldrei - brotnar í
bylnum stóra seinast.
(St.G.St.)
Fjölskylda Sólveigar þakkar
starfsfólki Grundar góða aðhlynn-
ingu og alúð í hvívetna.
Líklega er best að hafa sem fæst
orð um þá hluti, sem manni eru
helgastir. Það er eins og það fari
ekki vel að fjölyrða um fólk sem
er ofíð úr jafn dýru djásni og hóg-
værð og höfðingsskap. Sólveig
þekkti reyndar sjálf af eðlisávísun
gildi þess að segja fátt en ganga
þeim mun ákveðnar fram í önn
hinna virku daga. Og einmitt vegna
þess skal hér ekki fjölyrt frekar en
orðið er um líf og störf Sólveigar.
Hver og einn ástvinur geymir með
sjálfum sér helgustu minningar og
þakkarefni.
Útför Sólveigar hefur farið fram.
Megi friður Hans, sem mat svo
mikils fórnandi ást, ríkja yfír þeim
lundi, sem mun geyma jarðneskar
leifar Sólveigar og Gunnars.
Sit ég og sé, hvemig sólin sindrar,
sit hér í skóginum við Hallormsstað.
Ljómandi fegurð í ljósi tindrar
limið á kvistunum, er skelfur blað.
Og nið’r að Leginum þama - þama
þar fann ég lund, sem mér geðjast að.
Sit því og sé, hvemig sólin sindrar,
sit hér í skóginum við Hallormsstað.
(M. Joch.)
Já, skíni sól yfír þeim lundi.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Kær vinkona mín, Sólveig Guð-
mundsdóttir, fædd Kjerúlf, lést á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
þann 7. október sl. Útför hennar
var gerð í kyrrþey frá Fossvogskap-
ellu þann 12. s.m. að eigin ósk. Ér
það ekki einmitt táknrænt að hún
skyldi kveðja þennan heim við lok
eins yndislegasta sumars, er komið
hefur á þessari öld. Konan sem
hafði lagt dijúgan skerf til þess að
hér á okkar landi mætti verða „gró-
andi þjóðlíf með þverrandi tár“.
Nokkur síðustu æviárin dvaldist
t
Þökkum sýndan hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KARÓLÍNU LÁRU VIGFÚSDÓTTUR,
Lindarholti 4,
Ólafsvík.
Þorsteinn Hansson,
Jóhann Jónsson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir,
Ester Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
Birgir Þorsteinsson, Birna Árnadóttir,
Sigurður Þorsteinsson, Margrét Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Málarar - málarar
Sérstakur kynningarafsláttur til málara út
nóvember á BETT, MILLTEX og VITRETEX
Kynnið ykkur kjörin.
Málningarverksmiðja Slippfélagsins,
Dugguvogi4; Reykjavík, sími 91-84255.
Sólveig á Grund, þar sem hún naut
góðrar umönnunar starfsfólksins
og ekki hefði verið hægt að láta í
té heima hjá ástvinum hennar þó
að allir væru af vilja gerðir.
Sólveig fæddist í Sauðhaga í
Vallahreppi þann 6. júlí 1903 og
því á 85. aldursári þá er hún lést.
Foreldrar hennar voru hjónin Vil-
borg Jónsdóttir bónda á Kleif í
Fljótsdal og Guðmundur Andrésson
Kjerúlf bónda og bókbindara á
Melum í sömu sveit, Jörgenssonar
læknis á Brekku í Fljótsdal. Foreldr-
ar Jörgens læknis voru bæði dönsk
og búsett í Kaupmannahöfn, en
kona hans Arnbjörg var íslensk.
Föðurbróðir Sólveigar var Þor-
varður Kjerúlf læknir og alþingis-
maður á Ormarsstöðum í Fellum.
Hann lést aðeins 45 ára gamall,
þá orðinn þjóðkunnur maður. Vil-
borg og Guðmundur voru mikil
sæmdarhjón, hún lifandi, elskuleg
og sérstaklega gestrisin kona og
hann mikill bókamaður og sýnt um
að miðla öðrum af fróðleik sínum.
Árið 1909 flytjast þau Vilborg
og Guðmundur Kjerúlf með bama-
hópinn sinn, sex að tölu, að Hafursá
í Skógum, en Skógar nefnist innsti
hluti Vallahrepps. Á Hafursá bjó
þá á eignaijörð sinni Sólveig Andr-
ésdóttir Kjerúlf, systir Guðmundar,
ekkja eftir Sigurð Einarsson bónda
þar, ásamt dóttur sinni Guðrúnu.
Það verður að teljast mikið gæfu-
spor hjá foreldrum Sólveigar að
flytjast að Hafursá. Þar er nátt-
úrufegurð mikil. Jörðin liggur að
landi Hallormsstaðaskógar að aust-
an. Útsýni frá Hafursá er feikifag-
urt yfir Lagarfljót inn með
eggsléttri brún Fljótsdalsheiðar
með Snæfell fyrir stafni. Á þessum
fagra stað var systkinunum á Haf-
ursá búin ákjósanleg aðstaða til
vaxtar og þroska á myndarheimili
í sátt og samlyndi við frænkuna
góðu, Sólveigu, og dóttur hennar.
Þessu til stuðnings leyfí ég mér að
endurtaka orð er Jón G. Kjerúlf,
bróðir Sólveigar, lét falla í mann-
fagnað þá nær níræður að aldri:
„Það var gott mannlíf í Skógum."
Systkinin á Hafursá voru þessi,
talin í aldursröð: Anna, Jón, Sigríð-
ur, Guðbjörg, Sólveig og Andrés.
Sigríður dó úr brjósthimnubólgu á
miðjum aldri, þá gift en bamlaus.
Eftir lifa nú Guðbjörg og Andrés.
Það var einstaklega kært með þeim
Hafursár-systkinum öllum.
Árið 1924 giftist Sólveig Gunn-
ari Jónssyni frá Hallormsstað, þá
starfandi lögregluþjóni á Akureyri.
Gunnar var fæddur á Keldhólum í
Vallahreppi hinn 29. ágúst 1895.
Foreldrar hans vom Margrét Sig-
urðardóttir og Jón Eiríksson, bæði
af kunnum bændaættum á Héraði.
Tæplega tveggja ára var hann tek-
inn í fóstur af ömmu minni, Elísa-
betu Sigurðardóttur á Hallorms-
stað, er þá var ekkja eftir Pál
Vigfússon bónda og ritstjóra. Gunn-
ar hafði sem ungur maður hlotið
góða menntun, fyrst í heimahúsum
hjá fóstm sinni og dóttur hennar,
Sigrúnu P. Blöndal. Gunnar taldi
það gæfu sína að hafa alist upp á
Hallormsstað. Það hafði ætíð verið
mikill vinskapur á milli heimilanna
á Hafursá og Hallormsstað og með
giftingu Sólveigar og Gunnars
styrktust böndin enn meir. Fljótlega
prýddu myndir af ungu hjónunum
kommóðuna í stássstofunni á Hall-
ormsstað ásamt helstu ættmennum
og vinum heimilisins. Gunnar lauk
búfræðinámi frá Eiðaskóla og um
eins árs skeið dvaldist hann í Dan-
mörku, m.a. við Lýðháskólann í
Askov. Þar var þá skólastjóri hinn
merki skólamaður Jakob Appel.
Eftir heimkomuna frá Danmörku
gerist hann bamakennari í Valla-
hreppi. Það var á þessum árum sem
leiðir þeirra Sólveigar og Gunnars
lágu saman.
Eftir giftinguna lá leið hinna
ungu hjóna til höfuðstaðar Norður-
lands, Akureyrar. Sólveig, sem hér
er kvödd, hin unga brúður, fylgdi
manni sínum til nýrra heimkynna.
Hún var þá tæplega 21 árs að
aldri, ung og hraust, fríð sýnum
með höfðinglegt yfirbragð. Á fyrri
hluta þessarar aldar var ekki al-
gengt að stúlkur færu í langskóla-
nám, en það vitum við sem þekktum
Sólveigu að þar hefði hún ekki orð-
ið eftirbátur annarra, því að hún
var skarpgreind eins og margir í
hennar ætt. Hún lauk tilskilinni
bamafræðslu auk þeirrar menntun-
ar sem mannmargt menningar-
heimili gat veitt bömum sínum. Á
heimilum, á ámnum um og eftir
heimsstyijöldina fyrri, var mikið
lesið og um margt rætt og að sjálf-
sögðu vom störfín við sameiginleg-
an rekstur heimilisins fjölþætt.
Af framansögðu má marka að
þessi nýgiftu hjón vom vel í stakk
búin til að takast á við lífíð, enda
kom í ljós að þau skorti ekki mann-
dóm. Þau vom bæði bjartsýn á
framtíðina og snortin af andblæ
nýrra tíma sem boðaði upphaf hinn-
ar miklu framfarasóknar þjóðarinn-
ar á sviði efnahags og mennta.
Það var ekki algengt að fólk af
Héraði settist að á Akureyri, en
allt hefur sinn tíma, og svo tel ég
að hafí verið í þetta sinn. Það var
heldur ekki algengt á þessum ámm
að eignalítið ungt fólk réðist í að
eignast sitt eigið húsnæði, en Sól-
veig og Gunnar keyptu fljótlega hús
og skömnmu síðar byggðu þau ann-
að stærra hús við Barmastíg 15 á
einum fegursta stað í bænum með
útsýni yfir Pollinn. Þar átti heimili
þeirra eftir að standa í nær 30 ár.
Rétt upp úr 1930 með tilkomu
bílvegar milli Akureyrar og Austur-
lands íjölgaði ferðum fólks að
austan til Akureyrar. Þá kom sér
vel fyrir frændur og venslafólk að
eiga vini í varpa þar sem Sólveig
og Gunnar vom. Fyrsta koma mín
á heimili þeirra, þá ung að ámm á
leið suður, stendur mér ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum. Svo mikið
fannst mér til alls koma á þessu
heimili, að Akureyri naut þess einn-
ig, því að lengi á eftir áleit ég
Akureyri einn ákjósanlegasta stað
að búa á. Heimilið á Bjarmastígnum
varð fljótlega með stærri heimilum
í bænum, þar ríkti framúrskarandi
gestrisni og rausnarskapur. Sólveig
laðaði fólk að sér með höfðinglegri
en þó látlausri framkomu og hlýju
sem hún átti í svo ríkum mæli.
Henni tókst ásamt manni sínum að
skapa menningarheimili þar sem
öllum er það gistu leið vel. Gunnar
og Sólveig eignuðust fímm böm,
sem öll eru fædd á Akureyri: Vil-
borg, giftist Poul Hansen, dönskum
manni, þau skildu síðar. Seinni
maður hennar er Jón V. Jónsson
og eru þau búsett í Vogum. Elísa-
bet, önnur dóttir þeirra, andaðist á
fyrsta ári. Guðmundur, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Önnu Júlíus-
dóttur. Margrét, gift dönskum
manni, Preben Skovsted, þau em
búsett á Fjóni í Danmörku. Jón,
giftur Dóm Reinis Emilsdóttur og
búsett í Reykjavík. Afkomendur
Sólveigar og Gunnars em nú fjórir
tugir talsins.
Um miðjan áratuginn 1930—40
keyptu hjónin jörðina Hafursá og
fluttu heim á æskustöðvamar,
líklega með það fyrir augum að
böm þeirra, sem þá vom að vaxa
úr grasi, kynntust lífinu í sveitinni.
Miklar umbætur vom gerðar á jörð-
inni, bæði í ræktun og húsakosti,
studdar af frændfólki og tengda-
fólki. Þetta hefur verið heillandi
verkefni, en kreppuárin vom þá f
algleymingi og því varla von að
auðvelt væri að láta draum um stór-
búskap rætast og urðu þau að
hætta við búskaparáformin og