Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 RÆTT VIÐ HAFLIÐA HALLGRÍMSSON TÓNSKÁLD OG SELLÓLEIKARA Hafliði Hallgrímsson. Annað hvert ár úthlutar Norður- landaráð tónlistarverðlaunum og vonandi hefur ekki farið fram hjá neinum að í fyrrahaust hlaut Hafliði Hallgrímsson verðlaunin. Þeir sem eitthvað vilja af tónlistarlífinu vita, kannast líka við að Hafliði er selló- leikari, auk þess að vera tónskáld. Hann var fyrsti sellóleikari Skozku kammersveitarinnar í Edinborg til 1983 en hætti til að hafa tíma fyrir tónsmíðar, en býr áfram í Edinborg. Þrátt fyrir tónsmíðamar heldur hann tryggð við sellóið, kemur reyndar ekki oft fram sem einleikari en sér til skemmtunar spilar hann í Mondr- ian-tríóinu og í hljómsveit í London, London Festival Orchestra, sem fé- lagi hans stofnaði nýlega. Sveitin hefur þegar gert víðreist, hefur farið þijár ferðir um Þýzkaland og til Suður-Ameríku í vor. Þá sat Hafliði reyndar heima og vann að verkunum sem Sinfóníuhljómsveitin frumflutti um daginn. Nú um helgina, laugar- dag og sunnudag, eru tvær dagskrár í Norræna húsinu á vegum þess, þar sem Hafliði og fleiri flytja verk hans. Auk þess er þar sýning í kringum verk hans. Hafliði ólst upp á Akureyri, kynntri góðri _ tónlist í gegnum Ríkisútvarpið. Á þeim árum var oft hægt að heyra menn eins og Kreisler og Heifetz spila í útvarpinu og engum datt í hug að slíkt teldist einhæft. Nú er hægt að verða fertugur eða eldri og uppgötva þá fyrst tónlist, eftir að hafa verið fjötraður við létt- meti í Ijölda ára. En Hafliði gerði meira en að hlusta, vildi líka spila. Fiðla átti það reyndar að verða en honum var lagt til selló. Heldur heppnari en Pollý- anna sem fékk hækjur þegar hún óskaði sér brúðu og bæði gerðu gott úr öllu. Hafliði reyndar dúndurgott og gat sér gott orð fyrir sellóleikinn. En nú eru það tónsmíðamar fremur en sellóið sem laða og lokka Hafliða. Hvers vegna leitaðirðu frá sellóinu og í tónsmíðamar? „Upp úr tvítugu átti sér stað ræki- lega umbylting í lífi mínu og ég komst að því að ég vildi ekki stefna að því að verða sellóleikari eingöngu. Ég tók þá ákvörðun að gefa sjálfum mér tíu ár til að reyna ýmislegt, en ég er reyndar tíu ámm á eftir áætl- un, því það var fyrst upp úr fertugu sem ég fór að semja af alvöru." En af hveiju var sellóið þér ekki nóg? „Kannski fannst mér á einhvem hátt of þröngt um mig með sellóið eitt viðfangs, þó það sé meir en venjulegt lífsstarf. Þetta er líka sennilega löngunin tii að missa ekki af neinu. Það er eins og hvíslað að mér að þama sé kannski eitthvað fyrir mig, þó það sé óttalegt strit að semja tónlist og einmanalegt í þokkabót!" En félagamir og lífið í hljómsveit- inni. Var ekki erfítt að yfírgefa það? „Ég var I hópi og við lékum með heimsins beztu tónlistarmönnum, svo það var erfítt að hverfa frá þeim, en aðeins í fyrstu. Þetta var eins og að láta setja sig niður í árabát frá skemmtiferðaskipi, þar sem er glaumur, gleði og ljósadýrðog stefna á dauft ljós á eyju í fjarska. Þegar skipið fíarlægist deyr glaumurinn út og það er ekki um annað að ræða en að fara að róa sjálfur. En ég er reyndar ekki kominn að eyjunni... Svo hef ég slæðst svolítið inn í hljóð- færaleikinn aftur.“ Þú segist hafa gefíð þér tíu ár þama á Italíu, rúmlega tvítugur, en þau urðu tuttugu áður en þú hvarfst að tónsmíðunum fyrir alvöru. Hvers vegna ekki fyrr? „Ég fór að ferðast um heiminn og mála myndir. Það tók sinn tíma. Svo var ég svo heppinn að giftast og við eignuðumst böm. Ég hef reyndar samið frá því ég var um tvítugt, en af nokkru alvöruleysi framan af, fannst eins og það væri alltaf nógur tími. Svo vonast ég til að verða gamall, hundgamall eins og Síbelíus, reykja stóra vindla og hafa nógan tíma. Ég vil gjaman semja mikið, hef mörg plön um tón- verk. f raun eru tónsmíðamar mín að- ferð til að þakka fyrir mig, langar til að láta gott af mér leiða, því mér fínnst ég vera í þakkarskuld við svo marga og það er dásamlegt að vera til.... Ég held að ég hafí ekki gert neitt alveg hugsunarlaust, en sá sem stefnir á að verða snjall í hljóðfæra- leik, fer braut sem er að miklu leyti kunn, hvort sem þú nærð langt eða skammt. Það byggist mikið á að leika ákveðin verk, oftast sömu verkin og selja sálu sína umboðsmönnum. Það þarf að einbeita sér 100% og halda líkamanum í viðeigandi ástandi I þjónustu listarinnar. Maður þarf að geta hvenær sem er og hvar sem er borið á borð fullkominn vaming á sama fullkomna háttinn. Og svo er maður háður tíma, því það á sérstak- lega við um söngvara og strengja- leikara að þeir eru beztir ungir, þó það séu vissulega til undantekningar. Eftir tónsmíðabrautinni er farið í ótrúlegt ferðalag sem ekki er vitað hvar endar. Á leiðinni er hægt að setjast niður, hvfla sig, líta aftur og jafrivel taka aftur upp eldra verk og færa þau til betri vegar eftir því sem manni sýnist. Sá sem er sjálfíim sér samkvæmur og tekur ákvarðanir á eigin spýtur, þarf ekki að fara á fundi eða í nefhdir, getur svo mögu- lega sagt eitthvað sem hefur ekki verið sagt áður.“ Góður tónlistarmaður uppsker að- dáun. Var ekkert erfítt að yfírgefa spilamennskuna og fá ekki lengur hrós og aðdáunarorð, sem tónskáld verða minna vör við? „Ég hef aldrei sózt eftir að slá heiminn kaldan með leik mínum. Vildi frekar leika á hljóðfæri til að ná betra jafnvægi, ekki vegna þess að ég hafí verið svo ruglaður fyrir, heldur til að fullnægja þörf fyrir andlega iðkun. Ég hef tvisvar verið með umboðsmann en hætti því snar- lega í bæði skiptin. Ég hef aðeins einu sinni farið í prufuspil. Það var til að fá að leika á 3. rásinni hjá BBC og það tókst. Ég leik þar oft og nú tekur BBC upp mörg af verkum mínum. Annars hef ég mest rambað inn í verkefni eftir meðmælum sem ég vissi sjaldnast hvaðan komu. Sumir hafa frægðina að tak- marki, aðrir leita eftir innri friði og samvinnu við tónlistina. Það er svo ekki ónýtt ef þetta tvennt fer saman. Umboðsmenn grípa fólk ungt og glóðvolgt. Það þarf dijúgan þroska til að fara hinn gullna meðalveg og velja hæfílega mikið af verkefnum. Sumum tekst að halda utan um þetta, en þeir eru fáir. Við í tríóinu höfðum umboðsmann um hríð en lét- um hann snarlega fara, þegar hann fór að tala um að við ættum að gera Schubert-pakka!" Víkjum að tónsmíðunum. Það bregður stundum fyrir íslenzkum þjóðlögum í verkum þínum. Eru þau sérstök uppspretta? „Það er ekki dæmigert fyrir mig. Ég var einu sinni sem oftar að leita að góðum kennara og leizt sérlega vel á dr. Alan Bush, fannst hann heilsteyptur og lærður. Hann var af gamla skólanum í því að hafa ekki aðeins skoðanir á verkum nemand- ans og gera sér grein fyrir hvar hæfíleikar hans lægju, heldur einnig hvert hann ætti að stefna. Nemand- inn gat svo valið og hafnað. Þegar hann hafði skoðað verk eft- ir mig varð hann nokkuð spenntur, sagðist geta kennt mér hvaða stíl sem ég vildi en hann teldi að úr því ég væri íslenzkt tónskáld og af þeim heyrðist ekki mikið, þá ætti íslenzkt landslag og bakgrunnur að vera minn vettvangur. Þessi ræðustúfur olli mér miklum vonbrigðum því mér hafði ekki dottið slíkt í hug. En ég útsetti samt sem áður sjö þjóðlög fyrir hann og síðan hef ég notað þessi lög aftur og aftur. Það er eins og þau haldi alltaf áfram að spíra. Ég heyri þau jafnvel sem stórar tónsmíðar og mér fallast alveg hendur, svo ég held að það sé orðið tímabært að stinga þau upp með rótum og henda þeim út fyrir garð. Það er kannski blær á þessum lögum sem er hægt að lokka fram í nýstárlegum stfl. Kannski er þjóðleg- ur blær, tilfínning fyrir þjóðinni og landslaginu — norðlægum slóðum — geti orðið uppistaða í ný verk. Hver veit? Sem tónskáld er ég aðallega í að koma mér upp verkfærum sem ég get notað til að meitla ný verk. Ég hef varla neinn ákveðinn stfl enn. Mér finnst ég aldrei hafa náð tak- marki mínu og verkefnin eru óþijót- andi. Ætli maður líti ekki upp á dánarbeðinu og segi: „Hvemig var þetta, var nokkum tímann nokkuð gert?““ Tónskáld tala gjaman um að þau heyri og hlusti. Eftir hvetju hlustar þú? „Sem strákur fékk ég félagana til að hlusta á kletta, vorum að hlusta eftir söng álfanna og trúðum því að við heyrðum hann. Þeir sem heyrt höfðu álfasöng voru látnir sveija, en enginn trúði þeim. Tónsmíðar eru ekki bara skrifborðsvinna heldur líka innblástur. Þegar kviknar á perunni þá sér maður heildarformin, heild- arblæinn. En vandinn er að halda í þessa fyrstu tilfinningu fyrir verkinu meðan er unnið að því blákalt og allt að því rökrænt í langan tíma. Það er skemmtileg tilhugsun að hvert sólkerfí hafí sinn hljóm, sína sérstöku hljómlist eins og að hver maður hefur sinn takt, sitt göngulag, sína skrift. Um daginn fór ég í Bláa lónið. Þar voru mjög áberandi tón- svið. Sumir hlusta eftir þessu, öðmm nægir margföld raunlög daglegs lífs, sumir leggja hlustimar að duldum heimum, eða reikna allt út, eru stærðfræðingar og tölvumenn sem vinna kalt og byggja stóra, hrikalega strúktúra. Sjálfur vil ég geta sveigt^fnið til, ekki vera um of á valdi formúlu. Undirmeðvitundin verður að taka þátt í að sveigja efnið til. Þess vegna er gott að ganga með verk lengi í huganum. Eftir á sjást meginlínur í því. Ég held að sérhver maður hafi sína innri hrynjandi sem kemur smátt og smátt fram. Þá skipta ytri kring- umstæður ekki svo miklu máli. „Ajlt er portrett," sagði Rembrandt. Öll tónlist er hermitónlist því hún herm- ir frá hugarfari tónskáldsins. Fyrir mér er absolút músík ekki til. Ein- hver sagði að stærsta syndin væri að hugsa ómerkilega. Kannski eru tónsmíðamar tilraun til að hefja sig til flugs." Víkjum nánar að hugmyndum í tónsmíðar. Hvar eru þær gripnar upp, hvemig verða þær til? „Mér fínnst stundum eins og góð tónverk hafi alltaf verið til. Galdurinn er bara að koma auga á þau, lyfta þeim upp þó ég þekki þessa tilfinn- ingu ekki af eigin raun. Hugmyndim- ar fara ekki að fæðast fyrr en það er kominn ákveðinn rammi að verk- inu. Ef það á að verða fíðlukonsert, þá skipar fiðlan strax svolítið fyrir. Þá dugir ekki að fá hugmyndir sem falla ekki að hljóðfærinu. Ef ákveð- inn hópur hljóðfæraleikara pantar verk, þá er þegar búið að taka marg- ar ákvarðanir, setja verkinu skorður. Og kannski fylgir líka með í slíkri pöntun að verkið eigi að vera af ákveðinni lengd og eigi að flytjast við ákveðið tækifæri. Þá er ekki annað en að komast af stað, sem er nú reyndar oft það erfiðasta. Eftir upphafið gengur verkið oft hratt, en þó er þetta misjafnt. Hugmyndimar em kannski lítilfjörlegar í fyrstu, era eins og lítil fræ sem era sett í pott. Þegar að er gáð kemur kannski ekk- ert upp í sumum, en í öðram hefur spírað svolítið oft. Vonandi kemur eitthvað gott upp einhvers staðar." Þú talar um að hlusta og nefnir þá til íslenzk hljóð. Ertu þér meðvit- aður um að þjóðemið skipti þig máli? „Já, og það skiptir mig miklu máli. Ég vona að fyrr en seinna verði einhver persónulegur stíll ofan á í verkum mínum og að hann verði þá eitthvert bergmál af norðrinu. Ég sækist eftir þessari tilfínningu, því mér finnst hún vera mér nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að fínna sér ein- hvem gullsaum í kletti og geta rakið hann. Og ef landslagið ýtir undir list- ræna sköpun, þá er það einungis til góðs — en hugmyndin er ekki að gerast landslagsmálari... TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.