Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 — Hvernig tapa á eftír Guðrúnu Pétursdóttur Davíð Oddsson fer fyrir bijóstið á fylgismönnum sínum þessa dag- ana. Framkoma hans og málflutn- ingur í útvarpinu síðastliðinn þriðjudagsmorgun var ekki vænleg til að afla nokkrum manni fylgis, og menn finna sárt til þess, að það er langt til næstu kosninga. Enginn borgarstjórakandidat léti skína svona í vígtennumar, ef hann væri ekki í öruggu skjóli fyrir kjósendum. Ég held ekki að kjósendur Davíðs séu honum sammála, þegar hann kallar áætlanir um ráðhúsbyggingu við Tjömina „dægurmál á borði borgarstjómar". Ég held að flestir borgarbúar hafi skoðun á þessu máli, og ég er ekki í vafa um hver sú skoðun er: Menn vilja ekki láta troða ofan í sig ráðhúsi við Tjörn- ina. Akvarðanir, sem teknar em í tengslum við þessa byggingu eru svo flausturslega unnar, það er svo lítið hugsað fyrir afleiðingunum, að það er skelfílegt. Hvers vegna liggur svona á? Það er aðeins eitt svar til við því: Það á að keyra þetta mál í gegn, og ástæð- an held ég því miður að sé sú, að fylgismenn þess em hræddir við vilja borgarbúa. Þeir þora ekki að spyija okkur, því þeir vita hvað svarið verð- ur. Það verður: Byggið ráðhús ef þið viljið, en veljið því annan stað. Reisið það á stað, sem þolir slíka byggingu og þá umferð sem henni grunnnámskeið Fjölbreytt, gaqnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeio í notkun Macintoshtölva. Dagskrá: • Grundvallaratriði Macintosh • Teikniforritið MacPaint • Ritvinnslukerfið Works • Gagnagrunnurinn Works • Töflureiknirinn Works Helgar og kvöldnámskeið Næstu námskeiö hefjast 5,desember Halldór Kristjánsson verkfræöingur Tolvu- og verkfræðiþjónuatan Grensásvegi 13, sími 68 80 90 einnig um helgar fylgir. Tjömin í Reykjavík þolir það ekki. Tjömin í Reykjavík er einhver við- kvæmasti staður í allri Reykjavík. Hann er fíngerður og þolir ekki stílrof af því tagi sem hér á að fremja. Það er rétt hjá Davíð, að Bámlóð- in er til skammar eins og hún er núna. En að eina leiðin til að bjarga því sé að byggja á henni ráðhús er undarlegt læknisráð, og ég er hrædd um að Davíð vanmeti samtímamenn sína, ef hann heldur að þeir kyngi svona rökum. Það em borgaryfirvöld sjálf, sem bera ábyrgð á ástandi þessarar lóðar. Menn geta ekki varizt þeirri hugsun, að þau hafi vísvitandi látið hana fara svona á undanfömum ámm, til þess að hægt yrði að beita ástandi hennar sem rökum fyrir því að þetta væri ljótur blettur, sem lagfæra mætti með ráð- húsi. Það má lagfæra hann á annan hátt, nærtækast er að breyta honum í lítinn garð með tijágróðri og bekkj- um, svo að fólk geti notið Tjamar- innar frá þessu homi. Það yrði lausn sem menn kynnu að meta. Ráðhúsið á þessum stað mun hins vegar spilla heildarmynd Tjamarinn- ar. Davíð beitir þeim rökum að húsið sé lítið. Stærð er afstæð, og það verður að meta stærð þessa húss eftir stærð nágranna þess við Tjam- argötuna. Það verður hluti af einhverri fínlegustu götumynd í Reykjavík. Onnur hætta, sem ekki hefur ver- ið rædd, felst í líkum á því að þetta hús eigi eftir að stækka. Opinber stjómsýsla er þess eðlis að hún vex og vex. Það verður óhjákvæmilega þörf fyrir aukið húsnæði undir stjómsýslu borgarinnar með árun- um, — og hvar á að hýsa hana? í ráðhúsinum auðvitað, og ef það reynist of lítið, verður að byggja við Electrolux útlitsgallaðir kæli- og frystiskápar með verulegum afslætti ! TR1178 Tvískiptur kælir/frystir.............12.500 TR 1076 Tvískiptur kælir/frystir...........10.000 uppseldir TF 966 Frystiskápar...................S- 10.000 RP 1185Kæliskápur.......................... 7.500 RP 1348 Kæliskápur.......................... 9.400 Vörumarkaðurinn J KRINGLUNNI SÍMI 685440 fyigi „ Andstaða gegn ráðhúsi við Tjörnina er almenn, og er ekki síður innan Sjálfstæðisflokksins en í öðrum flokkum. Meiri- hluti borg-arstjórnar ætti að leggja við hlust- ir og minnast þess, að hann fer með umboð kjósenda.“ það. Það er skammsýni að byggja ráðhús á stað, sem alls ekki þolir að það vaxi. Ég held að það sé meira en skammsýni. Mér finnst það vera óheiðarlegt. Mér finnst að verið sé að lauma inn á okkur „litlu húsi“, en ég heyri þegar rökin sem beitt verður þegar leyfa verður húsinu að vaxa. Byggið ráðhús þar sem það getur vaxið, byggið það ekki við Tjömina. Umf erðaröngþveiti Hvemig á svo að komast að þessu húsi? Samkvæmt upplýsingum um- ferðardeildar borgarverkfræðings FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA uÆatn er mismunandi víða W um heim. Þess vegna skiptir máli að nota sjampó með réttri efnasamsetningu fyrir íslenskt vatn. Man sjampó er unnið af vísindalegri ná- kvæmni af efnafræðingum okkar. Það hefur rétt pH gildi fyrir íslenska notkun. Man sjampó er til i átta tegundum: • Milt • Balsam • Fjölskyldu • Flösu • Eggja • Barna • Húð og hár • Hárnæring Man-sjampó er fyrir allar gerðir hárs og fæst lika í heils lítra umbúðum. Rannsóknarstola FRIGG má gera ráð fyrir að umferð um Vonarstræti aukist um 20%. Hvaðan eiga þessir bílar að koma? Eftir Suðurgötu, Fríkirkjuvegi og Tjam- argötu. Aðrir em möguleikamir ekki. Suðurgata er svo þröng, að þegar er búið að taka gangstéttina öðmm megin til þess að bílar geti mætzt. Þessi gata liggur á brekku- brún meðfram gömlum kirkjugarði. Hvemig á að veita aukinni umferð um hana? Með því að fylla upp í brekkuna bak við húsin í Tjamar- götu? Eða flytja kirkjugarðinn? Aukinni umferð um Tjamargötu og Fríkirkjuveg verður aðeins mætt á einn hátt: Með því að breikka þau út í Tjöm. Þar er nóg pláss, eins og dæmin sanna. í áliti umferðardeildar borgarverkfræðings segir: „Frá um- ferðartæknilegu sjónarmiði er æskilegt að gert sé ráð fyrir breikk- un Sóleyjargötu-Fríkirkjuvegs í 4 akreinar. Ef til vill mæla umhverfis- sjónarmið gegn slíku.“ Ef til vill? Er nokkur vafi á því? Skipulagsstjórn ríkisins sam- þykkti tillögumar um byggingu ráðhúss án þess að fyrir lægju skýr- ar áætlanir um það hvernig leysa á það umferðaröngþveiti sem af því mun leiða. Den tid, den sorg. Hafa kjósendur ekkert um þetta að segja? Það em furðuleg vinnubrcgð að senda ráðherra tillögur til sam- þykktar, þar sem ekki er kynnt nema brot af því sem á að gera. Þeir sem ekki sætta sig við svona vinnubrögð, setja nú traust sitt á félagsmálaráð- herra. Við treystum því, að hún samþykki ekki þessar tillögur, held- ur fari fram á það, að gengið verði frá áætlun um hvemig mæta á þeirri auknu umferð sem af byggingu ráð- hússins hlýzt. Þegar svo þessar skipulagstillögur hafa verið lagðar fram, eiga borgarbúar rétt á því að tjá sig formlega um þær. Þeim hefur aldrei verið gefinn formlegur kostur á því að segja álit sitt á þessum fram- kvæmdum. Þetta ráðhús var ekki kynnt sem hluti af skipulagi fyrir miðbæ Reykjavíkur, heldur var því laumað inn á skipulagið löngu eftir að umsagnarfrestur borgarbúa rann út. f borgarstjóm var borin fram til- laga um það, að kjósendur yrðu spurðir álits áður en lagt yrði í þess- ar framkvæmdir. Meirihluti borgar- stjómar hefur álitið að landsmönn- um kæmi þetta dægurmál á borði borgarstjómar ekki við. Þeim skjátl- ast. Andstaða gegn ráðhúsi við Tjömina er almenn, og er ekki síður innan Sjálfstæðisflokksins en í öðr- um flokkum. Meirihluti borgar- stjómar ætti að leggja við hlustir og minnast þess, að hann fer með umboð kjósenda. Höfundur er lektor við Háskóla íslands. Fyrirlestur um byggingu Olympíuþorps- ins í Seoul Formaður handknattleikssam- bands Kóreu, Ryp-Kyu Suh, er staddur hér á landi og í tilefni af heimsókn hans efnir Verkfræð- ingafélag íslands til almenns félagsfundar í samstarfi við Olympíunefnd íslands og Hand- knattleikssamband íslands í Verkfræðingahúsinu við Suður- landsbraut þriðjudaginn 17. nóvember klukkan 17. Ryp-Kyu Suh er byggingaverk- fræðingur og rekur byggingafyrir- tæki sem hefur fengið stórt verkefni í sambandi við byggingu Ólympíu- þorpsins í Seoul. A fundinum greinir Suh frá byggingu Ólympíuþorpsins og keppnisstaða í Seoul og fjallar um framleiðslu forsteyptra bygging- areininga. Þá ræðir Gísli Halldórs- son, arkitekt og formaður Ólympíunefndar íslands þátttöku ís- lendinga í Ólympíuleikunum í Seoul og Jón Hjaltalín Magnússon, verk- fræðingur og formaður Handknatt- leikssambandsins, greinir frá undirbúningi landsliðsins í hand- knattleik fyrir Ólympíuleikana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.