Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987
23
Frá fiskmarkaði f Hakodate.
Japanskar stúlkur setja upp nót.
Líkan af botnneti, sem lagt er á gönguslóð.
Pokinn dreginn inn milli tveggja báta.
Settir upp pokar fyrir fiskeldiskvtar.
Á f iskmarkaði
í Hakodate
Snemma morguns næsta dag var
fiskmarkaðurinn í Hakodate heim-
sóttur. Þar var mikið um að vera
og úði og grúði af alls konar fiskteg-
undnum ásamt miklum fjölda
fiskkaupenda. Margar físktegundir
voru okkur íslendingunum fram-
andi. Þama sáum við m.a. íslenzkar
afurðir, fryst karfaflök frá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og íslenzka
hrygningarloðnu, sem virtist vera í
miklum metum hjá kaupendum.
Margar tegundir af krabbadýrum
voru þama einnig. Enn og aftur
dáðumst við af framsetningu sjáv-
arfangsins, öll pökkun var til
fyrirmyndar og geymslufyrirkomu-
lag var frábærlega innt af hendi.
ís var á ölium fiski og plastfilma
notuð til einangrunar í ríkum mæli.
Allir plastkassar voru glansandi
hreinir og snyrtimennska var í
heiðri höfð í hvívetna.
Þama fór einnig fram pökkun á
Kyrrahafslaxi fyrir Ameríkumark-
að og frágangurinn slíkur að
undmm sætti. Hver lax í sér frauð-
plastkassa, plastfílmu vafíð utan
um fiskinn og ísað vel á hliðum,
undir og ofan á. Meiri vandvirkni
og virðingu fyrir matvælum er vart
hægt að hugsa sér.
Eftir að hafa upplifað þessa
morgunstund rann upp fyrir grein-
arhöfundi hve gífurleg verðmæti
em dregin upp úr hafi við strendur
Japans og reyndar á fjarlægum
miðum einnig, því Japanir_ sækja
veiðar um öll heimsins höf. Ótrúleg
natni er viðhöfð til að ná sem mest-
um verðmætum úr veiddum afla.
Allt er nýtt, allir stærðarflokkar,
tegundir o.s.frv. Fjölbreytnin í
neyzlu físks f Japan er slík að eng-
an órar fyrir því að óreyndu. Mikið
er borðað af hráum fiski með sterk-
um sósum, grafínn fískur er vinsæll,
soðinn, steiktur, þurrkaður, grillað-
ur, bakaður o.s.frv. Það er með
ólíkindum hve lystilegan og fjöl-
breyttan mat má fá úr þessum
fisktegundum, sem á land em
dregnar.
Samsetning matar í Japan er án
efa mjög heilbrigð og á sjávarfang-
ið sinn hluta í þvf. Varla sést maður
á götu í Japan, sem ber meira en
kjörþyngd sína og telur greinar-
höfundur að matarvenjur Japana
séu með því heilbrigðasta sem ger-
ist í neyzlu- og allsnægtaþjóðfélög-
um nútímans. Fitusnauður matur
með mikið próteininnihald og heil-
brigðar framreiðsluvenjur.
Við íslendingamir, sem fómm í
þessa ferð, fundum töluvert fyrir
því, hve þjóðfélagið í Japan er snið-
ið fyrir smávaxið fólk með lítinn
líkamsþunga. Meðalhæð okkar
fimmmenninganna var 1,87 m og
meðalþyngd yfír 100 kg. Vakti
hersingin mikla athygli hvar sem
við komum, sérstaklega í Norður-
Japan, þar sem minna er um
heimsóknir Evrópu- og Ameríku-
búa. Iðulega ' þurfti að skipta
hópnum í tvennt, er farið var í lyft-
ur, því er við stigum allir inn í þær
í einu, þá heyrðist neyðarvæl og
þær neituðu að fara af stað vegna
ofhleðslu, þótt þær væra gerðar
fyrir 10 manns og 550 kg. Eins var
með ferðir í leigubifreiðum, þar var
oft þröng á þingi, en þetta vom
samt minni háttar vandamál og
hentum við bara gaman að þessu.
Okkur kom saman um að við hefð-
um allir gott af því að breyta til
og neyta japansks fæðis, um tíma
að minnsta kosti.
Fískirækt í Japan
Þótt Japanir séu mesta fiskveiði-
þjóð heimsins, þá em einnig miklir
og merkilegir hlutir að gerast í fisk-
eldismálum þeirrar þjóðar. U.þ.b.
10% af fiskneyslu Japana kemur frá
fiskeldisstöðvum víðs vegar um
landið. Þeir hafa alla möguleika í
hendi sér varðandi þennan þátt hrá-
efnisöflunar, gífurlegan markað,
mikinn áhuga á fiski, tæknivæðingu
í hámarki og hitastig sjávar er allt
frá 10 til 22 gráðum C.
Við skoðuðum fiskeldisstöðvar,
þar sem ræktaðar vora tegundir
óþekktar okkur, en okkur sýndust
þær helzt tengjast karfastofninum,
en liturinn var gulleitur. Þessar teg-
undir vom ræktaðar í 22 gráðu
heitum sjó og vom milli þijátíu og
flömtíu kvíar úti á víkinni. Hver
útgerð hefur tvær kvíar til umráða
og er vaxtarhraðinn mikill og ná
þeir matfíski á hveiju ári úr hverri
kví. Veidd em seiði Qarri ræktunar-
slóðum og þau færð í heitari sjó
og eldi hafíð.
Helzta vandamálið er hve mikill
gróður sezt í netið í kvíunum, en
Japanir sjá fram á bjartari tíð í
þeim efnum, því okkur var trúað
fyrir því, að ákveðið fyrirtæki í
Japan væri með tiiraunir á lokastigi
með net, sem ekki sezt gróður í eða
í mjög litlum mæli, og myndi þetta
valda byltingu í fískirækt er fram
líða stundir.
Kvíar þessar, sem em skammt
frá landi, vom af svipaðri stærð og
við þekkjum frá Islandi, u.þ.b.
40—50 m í ummál, en dýpt var allt
að sjö metmm. Sérhannaðir bátar
vom notaði við gjöf og umhirðu
fiskinn, afkastamiklar hakkavélar
em um borð og var þar hakkaður
fiskur og vítamínum blandað saman
við. Síðan var maukinu ausið út í
kvíamar og þá fór allt að sjóða í
kvíunum og upphófst mikill slagur
um fæðuna.
Einnig sigldum við út í kvíar, sem
vom langt frá landi, með stærri
fiskum í. Þar úti er áhættan mun
meiri, því ailtaf geta skollið á felli-
byljir, og þá þarf að hafa snarar
hendur til að draga kvíamar í var,
og em þær sérstaklega hannaðar
með þetta í huga.
Á svipuðum slóðum rækta þeir
einnig físk, sem notaður er til beitu
fyrir línuveiðar og tryggja þeir með
því, að alltaf er fersk beita til taks,
sem óumræðilega skilar betri ár-
angri í veiðum.
Þegar farið er yfir það í huganum
hvað við sáum og heyrðum í þess-
ari ferð vakna margar spumingar
um það, hvað veldur því að Japanir
hafi náð svo langt, sem raun ber
vitni, frá lokum heimsstyrjaldarinn-
ar síðari.
Við, sem þekkjum japanska
framleiðslu helzt af gífurlegri sókn
þeirra í bílaframleiðslu og alls kon-
ar rafeindatækjum og útbúnaði
tengdum þeim, komumst að því, að
á flestöllum sviðum komu Japanir
og japanskt þjóðfélag okkur á óvart.
Gffurleg tækni er í byggingariðn-
aði, samgöngu- og fjarskiptanet er
nánast fullkomið, heilbrigðiskerfið
er mjög vel byggt upp og þjóðfé-
lagsramminn allur er mjög skipu-
lagður. Einnig er andleg og
líkamleg menning í miklum metum
með þeim.
Alls staðar þar sem við komum,
jafnt í verksmiðjur, skrifstofur eða
fylgdumst með fiskimönnum við
störf sín, var gífurlega jákvæður
vinnuandi ríkjandi. Segja má, að
virðing fyrir vinnu sé ótakmörkuð,
allir ganga til starfa með góðu hug-
arfari og hugsa um það eitt að
framleiða sem bezta vöm og full-
nægja kröfum til hins ítrasta. Ófund
og yfirmannahatur virðist ekki eiga
upp á pallborðið og ekki trafla
störf. Sá gmnur læðist óneitanlega
að manni, að hugsunarhátturinn sé
sá hjá hveijum og einum, að fram-
lag einstaklingsins skipti mestu
máli fyrir velsæld og vellíðan þjóð-
arinnar í heild. Því vandaðri
vinnubrögð þeim mun hærra verð
fæst fyrir vömna, sem aftur skilar
sér til þegnanna í aukinni hagsæld
og betra lífi.
Ljóst er að íslendingar geta tek-
ið Japani sér til fyrirmyndar á mjög
mörgum sviðum. Það sem við fímm-
menningamir upplifðum í þessari
ferð færði okkur heim sanninn um
það.
Höfundur er framkvæmdastjóri
lyá Þ. Skaftason hf., sem erþjón-
ustufyrirtæki í sjá varútvegi.
Mýkir vöðva, losar um vöðvabólgur.
Siakar á taugum, losar um innri
spennu.
örvar blóðrás og rennsli sogæða-
vökva og stuðlar þannig að hreinsun
og endurnýjun líkamsvefja.
Fegrar samhliða almennri slökun og
með auknu blóðrennsli til húðar.
Stuðlar að líkamlegu sem andlegu
heiibrigði.
Hilmar Þórarinsson,
Sjúkranuddari