Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 Vegna blaðaskrifa að und- anfömu um svokallaða „höfða- tölureglu“ hefur Morgunblaðið farið þess á leit við Jakob F. Ásgeirsson, að fá að birta kafla úr bók, sem hann vinnur að um þessar mundir, um sögu haftaáranna. Bók sina kallar Jakob Þjóð í hafti og er hún ítarleg úttekt á þijátfu ára sögu verslunar- fjötra á fslandi, 1931—60, og margt þar dregið fram í dags- Ijósið sem legið hefur í þagnar- gildi. Inn í sjálfa haftasöguna er auk þess tvinnuð almenn efnahags- og stjómmálasaga tímabilsins. ítarlegast segir frá árunum 1934-39 og 1947-50, „þegar höftunum var beitt af fullri hörku, “ eins og höfundur kemst að orði: „Þá var öll versl- un á íslandi hneppt ísvo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfírvöld um leyfí. Og ef bókin var pöntuð áður en menn fengu skriflegt leyfí í hendur höfðu þeir gerst brotlegir við lands- lög. Verslunarhættir þessara ára voru biðraðir, bakdyra- verslun og svartamarkaður. Fólk mátti ekki fara úr landi án þess að gera yfírvöldum grein fyrir því hvemig það ætlaði að framfleyta sér í útl- andinu; þannig voru viðjamar á flestum sviðum og tóku til almenns mannlffs f landinu. “ Sá kafli, sem hér birtist, fjallar um höfðatölureglu fjórða áratugsins. Markmið hennar, segir höfundur „var að efla innfíutningsdeild SÍS á kostnað annarra innfíytjenda, draga verslunina með valdboði úr höndum kaupmanna.“ Það er áður komið fram í bókinni, að árið 1933 var aðeins um 10% af heildarinnfíutningi til landsins á vegum kaupfélag- anna og Sambandsins. Rétt er að taka það skýrt fram, að bók Jakobs mun ekki koma út fyrr en á næsta ári (1988). Höfða- tölureglan KAFLIÚR ÓPRENTUÐU BÓKARHANDRITIEFTIR JAKOB F. ÁSGEIRSSON Samvinnumenn fóru ekki í laun- kofa með þann ásetning sinn að ná undir kaupfélögin sem stærstum hluta af verslun landsmanna. „Stjóm sambandsfélaganna þarf að flytjast til Reykjavíkur og efna þar til voldu- grar heildsölu fyrir allt landið," sagði í Tímariti íslenskra samvinnu kaup- félaga 1917 og þá „mundi þess ekki langt að bíða að takmarkinu yrði náð, þvi takmarki að mestöll verslun íslendinga verði í höndum samvinnu- félaganna". í Tímaritinu voru lögð drög að þessu og kynnt þau ráð sem best myndu duga. „Ef kaupfélögin ætla sér að sigra kaupmannavaldið má ekki vanrækja þessa hlið,“ sagði t.d. um útbreiðslu samvinnustefn- unnar. Kaupmönnum voru ekki vandaðar kveðjumar í málgögnum samvinnu- manna. „Fátæktin og sú almenna niðurlæging sem blasir við manni í hverju þorpi þar sem kaupmenn em einvaldar ber ótvírætt merki um hvílík martröð kaupmannastéttin er og hefiir verið á framkvæmdaafl al- þýðunnar," sagði í Tímariti kaup- félaganna: „Það er vafasamt hvort til væri nokkur kaupmaður í landinu ef allir kaupendur gerðu sér grein fyrir þeim gífurlegu okurrentum sem þeir borga kaupmönnum af veltufé þeirra ... Og samt er kaupmönnum ekki nógur þessi mikli gróði. Hvenær sem færi gefst herða þeir ánauðar- hlekkina að hálsi fólks.“ Sláturfélag Suðurlands gaf út sitt Tfmarit og þar var tekið svo til orða: Með „gjöfunum til kaupmanna" er bóndinn „að ala blóðsugu". Kaup- mennskan „er skaðlegasta átumein þjóðfélagsins". „Kaupmennimir eru ekki aðeins óþarfir, heldur landsins verstu ómagar." „Kaupmennskan leiðir til sálarsýkingar og örbyrgðar hjá Qölda fólksins, en samvinnufé- lagsskapurinn eflir sálarheilbrigði og almenna velmegun" o.s.frv. Samvinnan sagði að „hinn djúp- setti ágreiningur" milli kaupmanna og kaupfélaga fælist í öndverðum skoðunum á eðli verslunarinnar. Við- horf kaupmanna („hin raunverulega undirstaða og megin orsök illdeilna og árása þeirra á hendur samvinnu- félögunum frá fyrstu tíð“) sprytti af rótfastri vitund um „einskonar aðal- borinn rétt til þess að reka viðskipti við almenning og hagnast á þeim, eftir því sem ástæður og hugkvæmni þeirra sjálfra gerir fært“. Samvinnu- menn hefðu aftur á móti „samkvæmt uppruna og tilgangi stefnunnar" gert sér ljóst að verslunin væri ekki „þjóð- aratvinnuvegur" á sama hátt og landbúnaður, sjávarútvegur og iðn- aður, heldur „atvinnugrein, hliðstæð samgöngum, umboðsstörfum, opin- berri sýslan eða hverskonar öðrum störfum sem miða til þess að hag- nýta lífsverðmætin, þjóðinni til framfærslu og aukinnar menningar". Með öðrum orðum: „Samvinnumenn óska þess og kreflast þess að verslun- in færist öll í það horf að verða rekin eins og umboðsstarf fyrir almenning og með sem minnstum kostnaði. Kaupmenn líta aftur á móti á versl- unina eins og stéttaratvinnuveg þar sem þeim sé og eigi að vera heimilt að hagnast á kostnað almennings eftir því sem ástæður leyfa og eftir því sem geðþótti þeirra sjálfra segir til um.“ Úr þessum jarðvegi var höfðatölu- reglan sprottin. I bók sinni um sögu samvinnu- hreyfingarinnar skrifar Jónas Jóns- son frá Hriflu: „Eysteinn Jónsson sem verið hafði mikill hvatamaður að stofnun Kaup- félags Reykjavíkur, varð fjármála- og verslunarráðherra sumarið 1934. Á hans baki hvíldi ábyrgðin á fram- kvæmd innflutningshaftanna og var það erfitt verk og óvinsælt hjá versl- unarstéttinni. Hann leitaðist við að byggja sem mest leyfi til innflutnings á því ástandi sem verið hafði meðan innflutningur var frjáls. En hann og Skúli Guðmundsson, sem var form- aður í innflutningsnefnd, gerðu þó eina undantekningu í þessu efni. Þeir mynduðu hina svonefndu höfða- tölureglu. Samkvæmt henni skyldu kaupfélög og pöntunarfélög fá inn- flutning í hlutfalli við félagsmanna- tölu. Þeir töldu ekki fært að svipta menn því ffelsi að kaupa sjálfir sínar eigin nauðsynjar. Samkvæmt þessu fékk Pöntunarfélag verkamanna (sem 1937 sameinaðist Kaupfélagi Reykjavíkur í KRON) aukin innflutn- ingsleyfi jafnóðum og nýir félags- menn bættust við. Kaupfélögin söfnuðu skýrslum um tölu heimilis- fólks hjá skrásettum félagsmönnum. Kom þá í ljós að yfirleitt voru 3V2—4 heimilismenn á framfæri hjá hveijum félagsmanni. Voru þessar tölur að mestu lagðar til grundvallar við út- hlutun innflutningsleyfa. Þó varð sú raunin á að bæði kaupfélögin og Sambandið báru jafnan nokkuð skarðan hlut frá borði við fram- kvæmd höfðatölureglunnar því að kaupmenn voru aðsúgsmeiri en sam- vinnumenn í kröfum um innflutn- ing.“ I árslok 1935 voru samkvæmt útreikningi formanns innflutnings- og gjaldeyrisnefndar 26.390 manns í landinu á vegum SÍS eða 23% lands- manna og því átti Sambandið rétt á 23% hlutdeild í innflutningi allrar almennrar verslunarvöru til landsins. Síðla árs 1936 reiknaði hann dæmið upp á nýtt og þá var SÍS-hluturinn orðinn 31%. Árið síðar hafði þessi hlutdeild enn aukist, svo sem fram kom í Samvinnunni: „í árslok 1937 voru félagsmenn í Sambandsfélögun- um 10.805. Ef gert er ráð fyrir að á hvem félagsmann komi fjögurra manna flölskylda, sem láta mun nærri, þá eru þeir sem kaupa lífsnauðsynjar sínar í kaupfélögunum rúmlega 43 þúsund eða um 36% af allri þjóðinni og átti því innflutning- urinn ef réttilega væri skipt, að vera 36% af öllum innflutningi." (Auðk. hér). Og 1938 hljóðaði krafa SIS upp á rúmlega 38% alls innflutnings til landsins. Formaður innflutnings- og gjald- eyrisnefndar, Skúli Guðmundsson, sagði réttindi kaupfélaganna ekki önnur en þau að „fá innflutning bara handa eigendum kaupfélaganna" og ef sama gilti um kaupmenn þá áttu þeir „aðeins að fá innflutning handa sér og stnum Qölskyldum, því að það er sami réttur og kaupfélögin hafa Árni Jónsson frá Múla, alþingismaður og ritstjóri: „Höfðatölureglan er einhver sú hroðvirknislegasta, ónákvæmasta og óvísindalegasta regla, sem nokkurn tíma hefur verið fundin upp. “ nú“. Allar kröfur SÍS um sérréttindi, fyrr og síðar, eru reistar á þessu ákvæði í samvinnulögunum um að skráðir félagar í kaupfélögun séu eigendur þeirra! „Til að hnekkja stöðugum áróðri samkeppnisstaðanna um, að sam- vinnufélögin hafi betri aðstöðu í Landsbankanum heldur en eðlilegt er,“ komst Jónas Jónsson svo að orði í Samvinnunni (1935): „Það er rétt, að þau 8.000 heimili, sem eiga Sam- bandið og sem reka nokkuð mikinn hluta af verslun helmings þjóðarinn- ar, hafa allmikil skipti við Lands- bankann. En annað fyrirtæki, Kveldúlfur, sem er eign 6 heimila, hefur þar að öllum jafnaði ekki minni tiltrú. Gagnrýni samkeppnismanna er í þessum efnum mjög ranglát. Samvinnumenn hafa til muna minna af veltufé Landsbankans að láni, ef miðað er við fólksfjölda, heldur en fylgismenn Morgunblaðsstefnunn- ar.“ Samkvæmt höfðatölureglunni áttu þeir sem skráðir voru félagar í kaup- félagi engin viðskipti við kaupmenn. Ennfremur að neysla hinna ýmsu vörutegunda væri jöfn á hvem íbúa, hvort sem hann var karl eða kona, sextugur eða fímm ára og hvar sem hann var búsettur í landinu. Allir vissu þó að þetta var og er alls ekki svo. Þarfír mannanna ráðast mjög af aldri og kynferði, og í þennan tíma var auk þess mikill munur á neyslu- venjum sveitafólks og bæjarbúa, eins og stjómvöld komust að raun um þegar þau tóku upp vöraskömmtun í byijun heimsstyijaldarinnar. Og Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra: „Églítsvo á að þetta sé réttlátregla ogégmun ekki víkja frá henni. Það er af þeirri ástæðu að égmun ekki telja mérfærtað taka ábyrgðáþvíaðtakafyrir vöxt kaupfélagsskaparins í landinu." kaupfélagsmenn skiptu auðvitað, ekki síður en aðrir, meira og minna við hinar fjölmörgu sérverslanir kaupmanna, svo sem byggingavöra-, búsáhalda-, vefnaðarvöra- og skó- búðir, þótt þeir keyptu e.t.v. sínar daglegu nauðsynjar í kaupfélaginu. Sökum þess að kaupfélögunum var tryggður aukinn innflutningur eftir því sem meðlimum þeirra flölg- aði höfðu menn tvímælalausan hag af því að láta skrá sig í næsta kaup- félag, því „um leið og neytendur gera slíkt", sagði dr. Oddur Guðjóns- son, „fá kaupfélögin ávfsun á gjald- eyris- og innflutningsnefnd um aukinn innflutning. Aukningin er svo dregin af kvóta kaupmanna. Ef kaupmenn hins vegar koma til gjald- eyrisnefndar og segja að þeir þurfi daglega að neita tugum og jafnvel hundraðum viðskiptavina um vam- ing er þeir hafa haft á boðstólum í tug ára, þá standa ekki ávísanir á aukinn innflutning til reiðu. En svikamylla ármálaráðherra byggist einmitt á því að svo sé ekki. Hljóta allir að sjá að með þessu er kaup- félögunum sköpuð ótakmörkuð vaxtaskilyrði en kaupmönnum sniðin sú spennitreyja sem lamar þá því meir sem þeir era lengur í henni.“ Félagsmönnum kaupfélaganna fjölgaði um nær 76% á áranum 1935—38, þegar höfðatölureglunni var beitt af mestu hörku eða úr 8.684 félagsmönnum í 15.298. Eysteinn Jónsson sagði: „Sann- leikurinn í rnálinu er sá að ég setti inn f reglur gjaldeyrisnefndar ákvæði um að kaupfélög og pöntunarfélög hafi rétt á að fá aukinn innflutning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.