Morgunblaðið - 15.11.1987, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 15.11.1987, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 hefur opið frá kl. 09.00 -16.00 ásunnudögum. Brauð og alls kyns meðlœti á boðstólum. Komið í Glæsibæ og fáið með- læti með sunnudagskaffinu. Sð ÍÍPeinnxtJakan Lærið í USA Pacific Lutheran University (PLU) er staðsettur í Tacoma, 60 km suöur af Seattle i norðvosturströnd Bandaríkjanna. Skólinn var stofnaður af skandinavískum innflytjendum árið 1890 og hefur ávallt haldið sambandi við Norðurlöndin. Yfir 60 skand- inavar stunda nú nám við PLU. Námið inniheldur m.a. listir, viðskipti, hjúkrun, kennaramenntun, fjölmiðlafræði og íþróttir. Fulltrúi frá PLU mun halda 3 fræðslufundi á íslandi. Á Hótel Esju: Þriðjudaginn 17. nóvember Miðvikudaginn 18. nóvember Á Hótel KEA, Akureyri: Fimmtudaginn 19. nóvember Fundirnir verða allir haldnir kl. 20.00. Allir velkomnir. «5 Ovenjugóð kornuppskera Hnauflum, Meðallandi. 10 BÆNDUR í Landbroti og á Síðu ræktuðu korn nú í sumar. Viðraði mjög vel á það. Varð kornuppskera óvenjugóð enda er þetta eitt hlýjasta svæðið á landinu. Einnig gekk komrækt hér mjög vel í fyrrasumar. Var korn þá ræktað á um 30 hektur- um og eitthvað aðeins meira núna. Tíðarfar Undanfarið hefur verið hér sum- arveður. Er ekki annað að sjá en að þetta óvenjugóða ár ætli ekki að gera endasleppt við okkur. Jörð er farin að gróa og mun slíkt ekki vera vejulegt um þetta leyti. Oft hefur verið gefið fé alllengi um þetta leyti, meira að segja í fyrra haust. Þá kom snjór í október. Nú kom aðeins frost á og fóru sumir að gefa. Eru ær nú farnar að missa átið að sagt er. Ekki álitlegt ef þeim finnst að komið sé vor og neiti ef til vill allri þjónustu bæði hjá hrútum og sæðurum. En sjálf- sagt kæmi það sér' vel fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins. Á Kirkjubæjarklaustri var slátrað um 27 þúsund fjár og mun það vera öllu meira en í meðallagi. GRTLA OG LEPPALUÐI eru komin með margskonar nýjar jólavör- ur ogjólaskraut og enn meira af jólavörum eru væntanlegar á næstu vikum. LOPAPEYSURNAR okkar eru viður- kenndar fyrir gæði og litasamsetningu. Mikið úrval af barnapeysum. • VÆRÐARVOÐIR í miklu úrvali. Við sendum um allan heim. Allar sendingar eru tryggðar af okkur. ISLEIMSKUR HEIMILISIÐNAÐUR Hafnarstræti 3, sími 11785 B0MBARDIER Bombardier Inc. Snowmobile Division Valcourt, Québec JOE 2L0 Gísli Jónsson & Co hf., Sundaborg 11, sími 686644. Ski-doo Mikið úrval vélsleða bæði nýrra og notaðra fyrirliggjandi. Flugvél í eftirleit Flugvél var fengin til eftirleitar á afréttum á Síðu og Fljótsskarði. Kristinn Siggeirsson í Hörgslandi fór í þennan leiðangur en flugmað- ur var Reynir Ragnarsson, Vík í Mýrdal. Sáu þeir 14 kindur á Síðu- afréttum og tvö lömb í Beinadal á Eystra-Fjalli. Er það í Núpsstaðar- landi. Nú er búið að sækja þetta fé nema lömbin tvö á Eystra-Fjalli. Mýrdalssandur Nú er hafin undirbygging á nýj- um vegi yfir Mýrdalssand. Liggur hann nærri sjó þar sem veður er miklu betra en á gamla veginum. Verður þar hægara að veijast sand- foki og snjór miklu minni en þar sem vegurinn er nú. Eru þetta góð tíðindi og ekki aðeins fyrir okkur hér. Vestur-Skaftafellssýsla er versti flöskuhálsinn á hringvegin- um. Er margra hagsmunamál að úr því verði bætt og hálfnað er verk þá hafið er segir spakmælið. Skálholtsskóli Dagana 17.og 18. október voru nemendur Skálholtsskóla hér. Sú ferð var liður í listakennslu skólans undir leiðsögn Sigrúnar P. Proppé myndlistarkennara. Fararstjórar voru séra Hanna María Péturs- dóttir og séra Sigurður Ámi Þórðarson Skálholtsrektor. Voru bæði hér kunnug fyrir, höfðu verið prestar í Asaprestakalli. Gist var í samkomuhúsinu í Efri-Ey. Var leit- ast við að komast í fótspor meistara Kjarvals. Hann fæddist í Mið- bænum fyrir 102 árum, 1885. Vorið 1890 er hann kominn á hest þar á hlaðinu og móðir hans segir er hún kemur að kveðja soninn: „Nú verð- ur langt þangað til við sjáumst aftur, Jói minn.“ Þessi ferð var löng á þeim tíma enda í Borgarfírði eystra. Ólst Kjarval þar upp hjá frændkonum sínum. Fyrri daginn sem skólinn var hér var farið á §öru í mjög góðu veðri. Undu nemnendur sér vel þar í skipa- kirkjugarðinum sem sér þó lítinn stað. Hafa sjór og sandur máð út flest flökin. Seinni daginn var ferð- ast nokkuð um héraðið. Komið fyrst að Kirkjubæjarklaustri og farið vestur Eldhraun með viðkomu í Botnum. Þá var farið aftur upp á aðalveginn í hrauninu, ekið suður með Kúðafljóti í Meðallandið og Gísli á Melhól heimsóttur. Um kvöldið var kvöldvaka hér á Hnaus- um og sagði ég þá frá kynnum mínum af Kjarval, frá því er hann kom hér í héraðið síðar á ævi og að lokum frægur maður. — Vilhjálmur Sauðfjárslátrun í Borgarnesi: Fallþungi 700 gr meiri en í fyrra Stafholti. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hjá Kaup- féiagi Borgfirðinga i Borgarnesi lauk hinn 29. október sl. og hafði þá staðið yfir frá 9. september. Alls var slátrað 63.150 kindum, þar af voru dilkar 56.930. Nokkur fækkun hefur orðið frá síðasta ári en þá var alls slátrað 65.550 fjár. Meðalvigt var nú 14,7 kíló en var 14 kíló í fyrra. Þetta þýðir að heildarfallþungi dilka er nú rúmlega 11 tonnum meiri en síðastliðið ár. Þrátt fyrir aukinn meðalþunga fóru aðeins 8-9% í O- flokka. Af áðumefndum íjáríjölda var 1.713 kindum slátrað vegna fækkunarsamninga bænda við Framleiðnisjóð. Um 160 manns vinna við slátrun í Borgamesi meðan á sláturtíð stendur. Sláturhússtjóri er Gunnar Aðálsteinsson. _ „ — Br.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.