Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 7 Á æfingu í gærmorgun: Pétur Jónasson, Mist Þorkelsdóttir og Joaquin Rodrigo. Morgunbiaðið/BAR Sinfóníuhljómsveit íslands: Frumflutt verk eftir Mist Þorkelsdóttur Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar Islands á morgun, fimmtu- dag, verður frumflutt nýtt íslenskt verk eftir Mist Þorkels- dóttur. Pétur Jónasson gítarleik- ari leikur einleik i spænsku verki og frumflutt verður hérlendis Sinfónía nr. 1 eftir William Wal- ton. Stjórnandi verður Frank Shipway, sem stjórnað hefur tvennum tónleikum hljómsveitar- innar í haust, auk þess sem hann stjórnaði við útvarpsupptökur í síðustu viku. í fréttatilkynningu frá Sinfóníu- i hljómsveitinni segir m.a.: „Verk Mistar heitir Fanta — Sea og þar er leikið með tóna rétt eins og leikið er með orðin í nafni verksins. Mist hefur vakið athygli fyrir tónsmíðar sínar og hlaut hún meðal annars 2. verðlaun í samkeppni Ríkisútvarps- ins fyrir ung tónskáld 1985. Þetta verk er fyrsta verk hennar fyrir full- skipaða sinfóníuhljómsveit. Pétur Jónasson gítarleikari leikur í fyrsta skipti á tónleikum með Sin- fóníuhljómsveitinni en hann lék með henni í sjónvarpsupptöku 1982. Pét- ur Jónasson lærði gítarleik hérlendis og erlendis, í Mexíkó og á Spáni. Hann hefur víða komið fram og haldið fjölmarga tónleika. Hann hef- ur hlotið margháttaða viðurkenn- ingu og styrki, m.a. frá „Sonning"- sjóðnum í Danmörku. I fyrra var hann valinn ásamt ellefu öðrum úr stórum hópi gítarleikara hvaðanæva úr heiminum til þess að leika fyrir Andrés Segovia á námskeiði sem haldið var í Los Angeles í Banda- ríkjunum. Pétur leikur á þessum tónleikum „Fantasia para un gentilhombre" eftir spænska tónskáldið Joaquin Rodrigo. Joaquin Rodrigo er fæddur 1902 og samdi tvo gítarkonserta og er þetta annar þeirra. Miklar kröfur eru gerðar til einleikarans í þessu verki og stundum er eins og það sé leikið af fíngrum fram, en um leið er yfír því þjóðlegur, spænskur blær.“ holemmtun. foö&biha orj ipennúnÁ (fL&vjjaz ipuZrthvfCZ ojivih Trivial Pursuit Fæst í bóka- og leikfanga- verslunum um land allt. \ "TmT \ • n .. jg| **“^£2?***<»'*m- il .Trivial Pursuit" er skrásett vörumerki. Dreifing á Islandi: Eskifell hf., s. 36228. Leikur frá Horn Abbot. Gefinn út meö leyfi Horn Abbot Intl. Ltd. HAFÐU ALLT Á HREINU FÁÐU ÞÉR OTDK lt«nUot \ S,i/ns % (r , ‘n,ossi 1. , fur ‘ Vn»illíu . J r> arH»l y»g<i- 20q gr. Síríus Kbnsum suóusúkkulaói Gam/a góða Síríus Konsum súkkulaðið er í senn úruals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og drjúgt til suðu og í bakstur, enda jafnuinsælt í nestispökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er uinsælast hjá þeim sem uelja bara það besta. JMOÍl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.