Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Onnur skáldsaga Kristjáns Jó- hanns Jónssonar IÐUNN hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Kristján Jóhann Jónsson. Nefnist hún Undir húfu tollarans og er önnur skáldsaga Kristjáns, Sú fyrsta, Húsið er rautt, kom út árið 1981. í kynningu útgefanda á bók- inni segir: „Undir húfu tollarans er samtímasaga úr Reykjavík, fjöl- skyldusaga, dæmisaga úr íslensku þjóðfélagi. Segja má að hér eigi ólíkar stéttir og samfélagshópar sína fulltrúa. Aðalpersónur eru bræður tveir, Karl kennari og Bjöm iðnaðarmaður. Karl og fjölskylda hans eru í forgrunni. Ymis skyld- menni og vandamenn þeirra brseðra koma hér við sögu og er óhætt að segja að samskipti þessa fólks gangi mjög á misvíxl. Þjóðfélagið beinir fólki í ákveðna farvegi sem örðugt er að rífa sig upp úr. Öllu þessu margbreytilega mannlífl og FASTEIGNA HÖLLIN MIÐBÆR-HÁALEiTlSBRAUT 58-60 SÍMAR: 35300 - 35522 - 35301 Austurströnd - 4ra herb. Vorum að fá í sölu glæsilega ca 110 fm endaíb. á 2. hæð við Austurströnd á Seltjnesi. Parket á gólfum. Skápar í öllum herb. Flísal. bað- herb. Óvenju vönduð eign. Bílskýli fylgir. Ákv.bein sala. Skúlagata - 2ja-4ra Vorum að fá t sölu 2ja herb. og eir>- staklib. á 1. hæð v. Skúlag. ib. eru 55 og 45 fm að stærð. Seljast saman eða 1 sitt hvoru lagi. Lausar strax. Skuldl. eignir. Nýlendugata - 2ja + 3ja Vorum aö fá í sölu heila húseign m. tveimur íb. Grunnfl. ca 60 fm. Gœti selst í einu eöa tvennu lagi. Ekkert áhv. Eigninni fylgir ca 30 fm bakhús. Hagst. verö. Álftahólar - 3ja Mjög rúmg. íb. á 3. hœö. Suöursv. Gott útsýni. Sameign nýstands. Mjög rúmg. bílsk. fylgir eigninni. Birkimelur - 3ja Mjög góð ib. á 3. hæð. Skiptist í tvær stofur og gott svefnherb., aukaherb. i risi og kj. Suðursv. Garðabær - 3ja Mikið endurn. og góð neðri hæð í tvlb. við Goðatún. Eigninni fylgir rúmg. bilsk. Sérinng. Utiö áhv. Framnesvegur — 3ja Til sölu góö íb. sem er hœö og kj. Samt. um 85 fm. íb. er öll ný stands. m. park- eti á gólfum. Tvœr saml. stofur. Laugavegur - 3ja Mjög góö íb. á hæö vel staösett viö Laugaveg. Ekkert áhv. Þangbakki - 3ja Vorum aö fá í sölu mjög fallega ca 90 fm íb. á 8. hæö í lyftubl. Stórar suö- ursv. Fallegt útsýni. Dúfnahólar 4ra + bílsk. Glæsil. íb. á 7. hæö. Skiptist í 3 góö svefmherb., rúmg. stofu og hol. íb. er öll mjög vönduö og vel meö farin. Bílsk. fylgir. Fæst í skiptum fyrir góöa 3ja herb. íb. helst meö bílsk. Kleppsvegur - 4ra Glæsil. íb. á 4. hæö. Skiptist I 3 svefnherb., fataherb., flísal. baö, stofu m. suöursv. og nýtt eldh. Lítiö áhv. Ingólfsstræti - 4ra Góö íb. sem er hæö og ris í tvíbhúsi. Sérinng. Ekkert áhv. Laus strax. Mávahlíð - sérhæð Mjög góö ca 130 fm efri hæö sem skipt- ist í 3 góö svefnherb. og stóra stofu. Suöursv. Nýtt gler og eldhús. Góöur bílsk. fylgir. Norðurbær — Hafn. Til sölu 2 mjög góöar 3ja herb. endaíb. á 1. hæö og jaröh. viö Hjallabraut í Hafnarf. íb. sem eru samt. ca 180 fm seljast saman og henta mjög vel fyrir tvær samhentar fjölsk. eöa eina stóra fjölsk. Skuldlaus eign. FASTEIGNA HÖLLIN MIÐBÆR - HAALEITISBRALÍT 58 - 60 35300-35522-35301 Parhús - Seljahverfi Til sölu mjög fallegt parh. á tveimur hæðum, samt. ca 126 fm. Skiptist m.a. i 3 svefnherb., stóra stofu og fallegt eldh. Húsið er mjög vandað, að mestu fulifrág. Mögul. á skiptum fyrir 4ra herb. íb. I hverfinu. Seljahverfi - raðh. Glæsil. ca 200 fm raöh. Skiptist í tvær hæöir og kj. í húsinu eru m.a. 6 herb., mjög góö stofa, tvö baöherb. o.fl. Allar innr. og frág. hússins hiö vandaöasta. Fallegur suöurgaröur. Bílskýli. Klapparberg - einb. Glæsil. ca 120 fm nýtt timburhús á einni hæö ásamt rúmg. bflsk. Skiptist m.a. í 3 svefnherb., rúmg. stofu og eldhús. Blesugróf - einb. Glæsil. nýtt einb. á tveimur hæöum, samtals ca 300 fm. Tilb. til afh. í dag u. tróv. Mögul. á tveimur íb. Kríunes - einbýli Glæsil. ca 340 fm einb. á tveimur hæö- um á Arnarnesi. Innb. tvöf. bflsk. Mögul. á séríb. á jaröhæð. Húsiö er aö mestu fullfrág. Gott útsýni. Álfhólfsvegur - einb. Til sölu gamalt en vel með fariö ca 70 fm timburh. á stórri hornlóð. Byggrétt- ur. Skuldlaust. Verð 3,0 millj. Kársnesbraut - einbýli Vorum að fá I sölu einbhús sem er hæð og ris samt. um 140 fm auk 48 fm bílsk. Skuldlaus eign. í smíðum Kópavogur - sérhæðir Vorum að fá í sölu glæsil. 165 fm sórh. í tvíbhúsum. Eignirnar skilast fullfrág. utan ásamt bflsk., tilb. u. tróv. innan. Garðabær - sérh. Glæsil. 100 fm efri hæö ósamt bflsk. viö Löngumýri. Til afh. strax fullfróg. utan og fokh. aö innan meö miöstöö. Ekkert áhv. Þingás - raðhús Glæsil. einnar hæðar ca 160 fm raöhús m. innb. bílsk. Skilast fullfrág. utan með gleri og útihuröum en fokh. aö innan. Teikn. á skrifst. Hesthamrar - einb. Glæsil. 150 fm einb. með 30 fm bilsk. á mjög góöum staö í Grafarv. Húsiö skilast fullfrág. utan m. gleri, útihuröum og bílskhurö. Fokh. innan eða lengra komiö eftir samkomul. Matsölustaður Vorum aö fá ( sölu mjög góðan mat- sölust. staðs. viö Laugaveginn í fullum rekstri. Miklir tekjumögul. fyrir þá sem vilja skapa sinn eigin atvrekstur. Benedlkt Slgurbjömsaon, lögg. fastelgnasall, Agnar Agnaras. vfðskfr., Amar Siguröaaon, Haraldur Amgrfmsson. Kristján Jóhann Jónsson samspili lýsir höfundur af kunnáttu og alúð svo að lesandinn fylgist með af lifandi áhuga frá upphafí til loka...“ ® 68-55-80 Austurberg - 4ra Mjög vönduö íb. meö góöum bílsk. Sameign nýstands. Vesturbær - 2ja Mjög góö íb. meö stórum suö- ursv. og miklu útsýni á 5. hæö í lyftuhúsi. Afh. tilb. u. tróv. Hverfisgata - 3ja 3ja herb. 95 fm íb. í góöu steinhúsi viö Hverfisgötu. Til afh. fljótl. Álfheimar - 4ra Endaíb. á 4. hæö m. góöu útsýni. Kleppsholt - sérh. Vel staös. sórh. í tvíbhúsi ósamt 27 fm bílsk. Þó nokkuð endurn. eign. Bygg- róttur fyrir ca 100 fm íb. ofan ó húsiö fylgir meö öllum teikn. Rauðalækur - sérh. 1. hæö meö rúmg. bílsk. Þó nokkuö endurn. í smfðum Vesturbær 2ja, 3ja og 4ra herb. glæsil. íb. tilb. u. trév. Góð grkjör. Raðhús Stórgl. raöhús viö Jöklafold í Grafar- vogi. íb. ca 142 fm. Bílsk. innb. ca 35 fm. Afh. fokheld eöa lengra komin. Kársnesbraut - parh. Glæsil., rúmg. og vel staösett parhús á tveimur hæðum ca 178 fm og 33 fm bflsk. Húsinu veröur skilaö fokh. aö inn- an en frág. aö utan í feb./mars '88. Vesturbær - 4ra 4ra herb. rúmg. endaíb. á efstu hæö í lyftuh. Nýi miðbærinn Raðhús ca 170 (m tilb. u. trév. en fuilfrág. eða utan. Hveragerði - raðhús Glæsll. raðhús á elnnl hæð m. Innb. bilsk. Húsin verða afh. fullfrág. utan en fokh. innan. V. 2470 þús. Sími I Hvera- gerði 99-4621. FASTEIGNASALAN FJÁRFESTINGHF. Ármúta 38 -108 Rvk. - & 6886L Lögfr.: Pétur Pór Stguröe*. hdl., Jónlna Bjartmarz hdl. Saga einokunar Bókmenntlr Erlendur Jónsson Gísli Gunnarsson: UPP ER BOÐIÐ ÍSALAND. 280 bls. Bóka- útg. Örn og Örlygur hf. 1987. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787 stendur á tit- ilsíðu þessarar bókar. Höfundur upplýsir í formála að ritið sé þýðing og endursögn á doktorsritgerð sinni sem skrifuð var á ensku. Er þetta annað meiri háttar ritið um sama efni en hið fyrra var Einokunar- verslun Dana á íslandi 1602-1787 eftir Jón J. Aðilssem út kom 1919. Gísli Gunnarsson vann mikið að riti sínu erlendis og ber það að sumu leyti merki þess: hann skoðar efnið í víðara samhengi og úr meiri fjar- lægð en títt er; horfir til ríkjandi ástands í Evrópu á umræddum öld- um og leiðir rök að því að stjómun mála hér hafi hverju sinni miðast við strauma og stefnur erlendis. Þegar leið á 18. öldina tóku að mótast í Evrópu breyttar hugmynd- ir um hagstjóm og viðskipti. Allt stefndi það í frelsisátt. Ætla mætti að íslendingar hefðu gripið þær á lofti þar eð einokunin var lengi búin að kreppa að þjóðinni og valda miklum búsiíjum. Til vom líka þeir sem kröfðust aukins verslunarfrels- is. En íslendingar voru, þegar hér var komið sögu, aðþrengd þjóð og þjökuð og óttuðust fátt meira en breytingar. »Áhættuhræðsla er al- geng meðal allra þjóða, en þó sérstaklega meðal fátækra þjóða,« segir Gísli. Þetta átti svo sannar- lega við um íslendinga á 18. öld. Líkast til hefur margur fslendingur- inn hugsað sem svo, ,og þá haft að leiðarljósi bitra reynslu, að sérhver breyting hlyti einungis að verða til hins verra. Þessi þjóð gæti ekki framar átt neitt gott í vændum. Því væri skást að breyta ekki í neinu. Engum blöðum er um að fletta að íslendingar stórtöpuðu á einok- unarversluninni alla götu meðan hún var við lýði. En hveijir græddu? Vom kaupmennimir ekki svíðingar af versta tagi? Satt var það, einok- unin var engin góðgerðarstofnun. Og kaupmennimir voru auðvitað upp og ofan. Var það ekki af fúl- mennsku einskærri, svo dæmi sé tekið, að þeir fluttu inn tóbak og brennivín eins og hver vildi hafa en skömmtuðu úr hnefa nauðsynja- vöra? Sá, er þetta ritar, gerði sér það að minnsta kosti í hugarlund þegar verið var að stauta sig fram úr íslandssögu í bamaskóla og hugsaði Dönum þegjandi þörfína. En málin vom kannski ekki alveg svona einfold. Gfsli bendir á að kaupmenn hafí einfaldlega grætt meira á tóbakinu og brennivíninu en á annarri vöru og því hafí þeir einatt freistast til að hafa nóg af því á boðstólum, jafnvel þótt annað skorti. Og víst græddu kaupmenn, að minnsta kosti þegar vel áraði. Mest- ur var þó gróði konungs, eða með öðrum orðum, danska ríkisins! Leig- an fyrir verslunina var jafnan há. Hana greiddu kaupmenn meðal annars með íslensku dilkakjöti sem síðan fór á borð sjóliða í orlogsflota Gísli Gunnarsson hans hátignar. En »meginaðdrátt- arafl íslandsverslunarinnar fyrir erlenda kaupmenn fólst í fískafurð- um landsins,« segir Gísi. Gallinn var á hinn bóginn sá að í þeirri atvinnu- grein urðu sáralitlar eða engar framfarir öldum saman. íslenskir búhöldar kærðu sig ekki um að hér risu þorp eða kaupstaðir sem kepptu við þá um vinnuaflið (og sú skoðun breyttist ekki þótt einokun væri aflétt). Það sem við mundum nú kalla lamandi stöðnun hefur fyr- ir þeirra sjónum merkt sama sem jafnvægi og stöðugleiki. í raun breyttist hér svo fátt frá upphafí til loka einokunar að furðu hlýtur að gegna. Fólks^öldinn stóð sem mest í stað, verðlag breyttist sama og ekkert, atvinnu- og lifnaðar- hættir héldust nánast óbreyttir. En í Kaupmannahöfn risu vöru- hús og hallir fyrir arðinn af íslands- versluninni. Og sjóliðamir dönsku, sem alltént urðu að vera við því búnir að veija konungdæmið, nærð- ust á fjallalambinu íslenska. ísland var þrautkúguð nýlenda; ekki vegna dreissugrar framkomu danskra kaupmanna við alþýðu manna á íslandi, þess háttar skipti ekki neinu höfuðmáli, heldur sakir þeirrar hrikalegu skattlagningar sem fólst í einokuninni. Ekki höfðu heldur vemleg áhrif í dæminu þau undantekningartil- felli sem fræðast má um í þessu greinagóða riti Gísla Gunnarssonar að sumir kaupmennimir voru jafn- vel framfarasinnaðir fyrir sinn tíma; og allt að því velviljaðir íslendingum — svo útrúlegt sem það nú kann að láta í eyrum! Einstaklingurinn mátti sín lítils andspænis þvílíku kerfi sem fólst í einveldinu. Og enginn má við margnum. Ekki var heldur hægt að reikna það einokuninni til stórtekna að kaupmönnum var stranglega fyrir- skipað að virða íslensk lög! »Þessi ákvæði voru endurtekin margsinnis í einkaleyfísskrám á einokunartím- anum, enda héldu kaupmenn íslensk lög og íslenskar venjur mjög í heiðri,« segir Gísli. Fagna ber að þetta rit skuli nú komið út á íslensku. Þama er ekki aðeins varpað ljósi á einokunina sem slíka. Því hún hafði áhrif á gervallt þjóðlífíð. Og reynslan af henni máðist ekki úr vitund þjóðar- innar á þeim degi sem henni var aflétt. Við lestur þessarar bókar má gera sér í hugarlund hvað það var að vera íslendingur á 17. og 18. öld. SSETTASEM TREYSTERÁ OTDK ÖRBYLGJUOFNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.