Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 16

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Ég varð að standa mig Békmenntir Erlendur Jónsson MINNINGAR HULDU Á. STEFÁNSDÓTTUR. IH. 188 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. 1987. Húsfreyja í Húnaþingi er undir- titill þessa þriðja bindis minninga Huldu Á. Stefánsdóttur. Á Akur- eyri höfðu æskuár hennar liðið við glaðværð og öryggi eins og frá greinir í öðru bindi endurminning- anna; »engin ábyrgð hvfldi á mér önnur en sú að reyna að vera heiðar- leg manneskja.« Vorið 1923 lá leiðin svo að Þingeyrum í Austur-Húna- vatnssýslu. Kynni höfðu tekist með Huldu og Jóni S. Pálmasyni sem þar hafði þá búið í nokkur ár. Þau giftu sig um sumarið og Huldu beið það hlutskipti að verða hús- freyja á flölmennu sveitaheimili. Þvflíkri stöðu fylgdi þá talsverð vegsemd, en kannski sýnu meiri vandi. Hulda og Jón brugðu sér til Reykjavíkur þar sem hjónavígslan fór fram. Á heimleiðinni henti óhapp: Einn hestanna — en þau voru vel ríðandi sem nærri má geta — datt niður dauður. »Mér brá illi- lega við,« segir Hulda, »því að ég hafði alítaf verið dálítið hjátrúar- full, og nú riflaðist upp fyrir mér það sem gamla fólkið sagði: »Fall er fararheill frá bæ, en ekki að.« Atvik þetta reyndist líka fyrirboði margs konar erfíðleika sem Huidu biðu í búskapnum á Þingeyrum. Bóndi hennar var sér til óhagræðis greiðvikinn. Fyrir bragðið runnu háar fjárhæðir út úr búinu. Snemma í búskapnum brann bærinn ofan af ijölskyldunni og þar með vetrar- forði heimilisins. Állir geta gert sér í hugarlund hvað það þýðir að horfa upp á heimili sitt brenna til ösku í einu vetfangi. Hið síðar talda var líka bagalegt, og mun alvarlegra en fólk getur almennt gert sér grein fyrir nú á dögum. Nokkrum árum síðar skall á kreppan sem lék alla bændur grátt vegna stórverðfalls á afurðum. Síðan kom heimsstyijöld- in sem varð að vísu uppgripatími fyrir þjóðarbúið sem heild. En með þjóðlífsbreytingum þeim, sem hemám og stríðsgróði höfðu í för með sér, var stoðunum í raun kippt undan stórbúskap af því tagi sem þau hjónin höfðu stundað á hinu fomfræga höfuðbóli. Fjölmenn sveitaheimili með margs konar umsvifum og lífí og fjöri þar sem kynslóðimar deildu lqomm undir sama þaki taldist brátt til liðna tímans. Þau hjón gátu ekki haldið jörðinní. Hún komst í eigu fjársterk- ari manna. Svo var sköpum skipt að laxveiðin var orðin dýrmætari en grasið á jörðinni. Það var því ómælt andstreymi sem beið ungu stúlkunnar sem hleypti heimdraganum frá Akureyri snemma á þriðja tug aldarinnar í þeim vændum að gerast húsfreyja í sveit og ekki ófyrirsynju að hún hét að standa sig. Á því þurfti hún svo sannarlega að halda. En Hulda átti útgönguleið fram- ar öðmm konum í sams konar stöðu á þeim tíma: Hún gat tekið að sér ábyrgðarstarf utan heimilis. Þannig gekkst hún inn í annað hlutverk sem óneitanlega var meir í sam- ræmi við breytta tíma. Hún hvarf aftur í þéttbýlið. En þrátt fyrir annríki og mótlæti í búskapnum á Þingeymm er Hús- freyja í Húnaþingi engin sorgar- saga, síður en svo. Búkonan er ekki að beija sér. Þau hjón létu áföllin ekki buga sig. Heimilið var fjölmennt, samskipti við nágranna góð, héraðsbragur líflegur. Þama þurfti því hreint ekki að kvarta um fásinni né einangmn. Húnvetningar reyndust hvorki betri né verri en fólkið í átthögum Huldu, en öðm vísi: »Ég hef oft hugsað til þess, þegar bændur I Eyjafirði stóðu yfír fé daglangt með prjóna í höndunum. Seint hefðu Húnvetningar staðið í slíku. Mér fannst meiri háttar bændur í Húnavatnssýslu taka heldur lítinn þátt í daglegu amstri. Þeir höfðu nóg af vinnufólki, en vom sjálfír veisluglaðir og mikið út á við eða þá að taka á móti gestum.« Einkenni þessara endurminn- inga, auk þess hversu vel þær em skrifaðar, er allur mannfjöldinn sem þama kemur við sögu. Er þá ekki farið í manngreinarálit því Hulda deilir höfðingja sem húskarli jafnt í frásögn sinni. Hún átti náin, og reyndar alltént góð samskipti við Qölda fólks nær og fjær og em í þeim hópi giæsimenni jafnt og kynjakvistir. Mannlýsingar Huldu em oft með ágætum. Hún tekur vel eftir sérkennum í fari manna og nemur grannt hvem mann hver og einn hefur að geyma. Tek ég sem dæmi lýsingu hennar á Jósef á Hjallalandi, þeim stórbrotna bú- höld. Hann var að vísu látinn fyrir nokkmm ámm er Hulda kom að Þingeymm en »þrátt fyrir það vom fáir menn jafn lifandi í sögn og sögu, enda Jósef enginn hvers- dagsmaður«. Af útlitinu mátti ráða að hann væri ekki, fremur en marg- ur annar Húnvetningur, »framá- maður í góðtemplarareglunni*. Líka bendi ég á þáttinn Litla-DIsa sem minnir á að Húnvetningurinn kýs í lengstu lög ráða sér sjálfur, alveg án hliðsjónar af efnahag, lífskjömm og almenningsáliti. Staða Huldu, uppeldi og menntun, olli því að hún þurfti ekki að öfunda; gat horft á þetta allt frá bæjardyram þess sem hefur víðari sjónhring fyrir augum. Hulda Á. Stefánsdóttir Og svo var hún mannblendin að nokkur kynni hlutu að takast með henni og flestum sem á vegi hennar urðu. Hún er gædd þess konar eftir- tekt sem nemur hið smáa í fari manna ekki síður en hitt sem blas- ir við á ytra borði. Frásögn hennar er alla tíð samúðar eðlis. Það aftrar henni þó ekki frá að vera hreinskil- in. Hulda er bæði gagnorð og opinská. 0g kómísku hliðamar á mannlífinu hafa ekki farið fram hjá henni. Vitanlega felur saga Huldu einn- Békmenntir JennaJensdóttir Dennis JUrgensen Ást við fyrsta hikk Þýðandi Björg Thorarensen Vasa-útgáfan, Reykjavík. Höfundurinn, sem er einn af yngri rithöfundum Dana, hefur sent frá sér nokkrar smellnar unglinga- sögur. Hann tekur oft hraustlega upp í sig í frásögninni og um leið er hann fundvís á viðkvæma þætti í fari uppburðarlítilla unglinga en oftast dylst i góðlátlegu gríni hans vísir að útgönguleið úr óþarfa flækj- um er geta skapast sökum ráðleysis og feimni. Ást við fyrsta hikk lýsir á skemmtilegan hátt táningunum Önnu og Viktor og segir hann sög- una. Eins og aðrir strákar í áttunda bekk verður hann strax hrifínn af Önnu haustið sem hún kom í bekk- inn. Hún var alit öðmvísi en allar hinar stelpumar. „Hún hafði alveg sérstaka persónutöfra sem líkt og geisluðu út frá henni." í tvö ár blómstrar ást Viktors til Önnu aðeins í draumum hans. Það gerist svo í veislu hjá skólabróður þeirra á gamlárskvöld að með þeim Ónnu takast kynni sem verða upp- haf að öðm og meira. Viktor á við það vandamál að stríða að fá öðm hveiju óstöðvandi hiksta og helst þegar verst gegnir. Það gerist ein- mitt í nefndri veislu. Anna sem ig í sér margháttaða þjóðlífslýsingu. Sem að líkum lætur er fjöldamargt breytt frá fyrstu búskaparámm hennar á Þingeymm. Þá vom í heiðri hafðar ýmsar venjur sem lagst hafa niður með ámnum og senn væm gleymdar ef þeirra væri ekki getið í rituðum heimildum. Til að mynda lýsir Hulda því nákvæm- lega hvemig búa skyldi mann út í göngur, en þess háttar fór að sjálf- sögðu eftir rótgróinni hefð. Og ekki að furða að ungir menn væm fúsir að taka að sér það hlutverk! Matar- gerð á stórheimili var líka gerólík því sem nú þekkist og hvfldi mest á húsfreyju. Á hausti hveiju varð að birgja heimilið upp til vetrarins; og að nokkm leyti til ársins! Þeim þætti búskaparins lýsir Hulda vel. Heimili eins og hennar varð líka að vera við því búið, svo að segja nótt sem dag, að taka á móti gest- um; oft til lengri eða skemmri dvalar. Þó gestakomur boðuðu til- breyting og skemmtun fyrir heimafólk fylgdi þeim ærið erfíði fyrir húsfreyju. Hulda fór hvergi varhluta af þeirri ánægju og — fyr- irhöfn. Þegar öllu er á botninn hvolft hljóta _ þessar endurminningar Huldu Á. Stefánsdóttur að teljast í röð merkari og umfram allt skemmtilegri ævisagna. Hulda hef- ur svo mikið að segja, segir vel frá og talar hreint út. aldrei má neitt aumt sjá tekur Vikt- or að sér eftir gróflegar aðferðir skólabræðra þeirra til að stöðva hikstann. Þar með rætist ýmislegt í draum- um Viktors um Önnu, en um leið birtast alls konar tilfinningaleg vandamál sem gerir lífið mun erfíð- ara en áður. Foreldrar Viktors vilja vera skiln- ingsríkir og jákvæðir, en em þó með nefíð niðri í öllu. Tíu ára bróð- ir hans, Ásbjöm, er miklu fróðari um líkamlegt samband kynjanna en Viktor, þar sem hann er matað- ur á alls konar fróðleik þar að lútandi í skólanum. En slíkt þekkt- ist ekki á bamaskólaáram Viktors og Önnu. Anna á líka bróður, jafn- aldra Ásbjöms. Þeir em saman í deild og hafa nú fundið sameigin- legt áhugamál. Foreldrar Önnu taka Viktor vel og faðir hennar talar opinskátt við Viktor um lífíð og framtíðina og ávinnur sér traust piltsins vegna hreinskilni sinnar þótt sumt sýnist óskiljanlega flókið í ljósi hennar. Allt virðist ætla að ganga að óskum, þegar afbrýðisemin steypist yfír þau. í örvæntingu verður Vikt- or fyrir stórslysi. Hér verða ekki rakin sögulok. Saga þessi er sögð af mikilli glettni sem á þó talsverða alvöm að baki sér. Hún er bundin í kilju í þægilegu broti. Prófarkalestur er ekki nógu góður. ÁJhcmmtun. jjtó&hiJut cxj 5pennánÁ láppm. ju&ujjoi ipUtUWVfOL OýóV&C J, Trivial Pursuit Fæst í bóka- og leikfanga- verslunum um land allt. ( Jiivit I ■l 1A Sfl 1 .Trivial Pursuit" er skrásett vörumerki. Dreifing á íslandi: Eskifell hf., s. 36228. Lelkur frá Horn Abbot. Gefinn út meö leyfi Horn Abbot Intl. Ltd. Svart og bjart Jólafragtin - er fljótust og öruggust með Arnorflugi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.