Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Helgi Hálfdanarson: TJARNHÝSH) FAGRA Hvenær hefði því verið spáð, að svo þröngt yrði um mannfólkið á íslandi, að höfuðstaðarbúar gætu hvergi fundið stað undir ráðhús á þurru iandi? En margt gerist með ólíkindum; og fyrir ráðamönnum Reykjavíkur átti það að liggja að lenda í þeirri klípu. En að reisa svo aðsópsmikið mannvirki I homi Tjamarinnar var hugmynd sem hlaut að valda miklum ágreiningi. Annars vegar eru þeir, sem líta á Tjömina og umhverfi hennar sem kæran heimareit allra Reykvíkinga og eins konar tryggðaband milli kyn- slóðanna, sem varðveita skuli með alúð og nærgætni, og hins vegar þeir, sem telja nauðsyn fyrir ráð- hús á þessum stað svo brýna, að slík tilfinninga-viðhorf verði að þoka, enda sé hið væntanlega hús hin fegursta smíð, sem verða muni svæðinu öllu og einkum Tjöminni sjálfri fremur til prýði en vandræða. Þegar menn fóm almennt að gera sér ljóst, að ráðamönnum væri full alvara með þessa til- högun, hófst nokkur umræða um málið, og hefur andstaða færzt í aukana því meir sem valdið hefur virzt forhertara. Fjölmennur úti- fundur var haldinn til mótmæla; og litlu síðar sýndi skoðanakönn- un, að dijúgur meiri hluti bæj- arbúa (um 60%) og raunar meiri hluti landsmanna allra er því andvígur, að hús þetta verði reist þar sem nú er ráðgert. Loks fór fi-am í sjónvarpi viðræða við borg- arstjóra um málið og síðan langt samtal í Morgunblaðinu. Að sjálfsögðu hafa komið fram athyglisverðar röksemdir með og móti. Reynt hefur verið að láta það skipta sem mestu máli, að þama eigi að koma fallegt ráð- hús. Hér er hins vegar ekki um það að ræða, hvort Reykvíkingar eigi að koma sér upp fallegu ráð- húsi eða ljótu. Auðvitað á það að vera fallegt, hvar sem það skal rísa. Það sem skiptir máli er 'Ijömin og hvað henni kemur vel eða illa. Það væri út af fyrir sig skiljanlegt, að borgarstjóranum þætti notaleg tilhugsun að fá skrifstofu með útsýni suður yfir Tjöm. Og víst er svo að sjá, að fremur eigi 'Ijömin að verða húsi þessu eins konar gluggasælgæti en að hún sjálf njóti góðs af. En er húsið fallegt? Ætli það sé nú ekki rétt svo sem á er litið. Ég leyfí mér að halda því fram, að það fari eftir stað og um- hverfi, hversu fagurt það geti talizt. Ég get vel hugsað mér ýmsa staði, þar sem hús þetta yrði fallegt. Én í Ijamarhominu er það í mínum augum harla ófag- urt. Sjálf Notre Dame yrði ljót á Fjalakattarlóðinni, jafnvel þótt stærðarhlutföll hennar skryppu til samræmis við Morgunblaðshúsið. Þau hús yrðu bæði ljót, ef þau stæðu hlið við hlið, þó hvort um sig sómdi sér vel í réttu umhverfi. Einhvem tíma í þessari um- ræðu benti borgarstjórinn á það, að deilt hafi verið um stað undir Þjóðleikhúsið á sínum tíma; en þegar húsið var komið upp þama við Hverfisgötuna, hafi allir verið ánægðir. Þetta var því miður eitt- hvert alversta dæmið, sem borgarstjórinn gat valið, og furðu- legt að honum skyldi koma það til hugar. Kannski má tómlæti bæjarbúa um þá staðreynd, sem þar blasir við, kallast dæmi um hæfileika manneskjunnar til að- lögunar að ókjömm. Þó hallast ég frekar að hinu, að öllum sé ljóst, að ekki tjóar að sakast um orðinn hlut. Sú ráðstöfun að setja Þjóðleikhúsið niður við hliðina á Landsbókasafni var eitt af meiri háttar menningarslysum aldar- innar. Safnahúsið f sinni klám stíltegund var á sínum tíma sér- stök bæjarprýði, svo jafiivel var mynd af því valin á frímerki sem flytja skyldi hróður þess út um allar jarðir. Þjóðleikhúsið hefði á vel völdum stað orðið eitthvert hið fegursta af húsum Guðjóns Samúelssonar. En harkalegri and- stæða við stfl Safnahússins er vandfundin. Og með því að hnoð- ast hvort utan í öðm fara þessi tvö hús langt með að eyðileggja hvort annað, æpandi hatursrómi hvort að öðm. En borgarstjórinn nefiidi tvö dæmi máli sínu til stuðnings. Hitt dæmið var Hallgrímskirkja, sem hann kvað góðu heilli hafa risið á Skólavörðuhæð öllum til yndis- auka. Mig furðar að það skuli dyljast borgarstjóranum, hve margir þeirra, sem vildu sjá hóf- lega sniðna og umfram allt snotra og virðulega kirkju rísa á þessum stað, bera nú harm sinn í hljóði eftir annað stórslysið frá. Og hvemig getur hann hrósað happi yfir því, að þessi blessuð vansmíð skuli setja svip sinn á bæinn, og óskað þess að hún verði tákn Reykjavíkur? En um það mál mun bezt að hafa sem fæst orð, úr því sem komið er, enda er þar um að ræða ólán af öðm tagi en tjam- hýsið. Það er eins og ekki eigi af þess- um vesalings gamla miðbæ að ganga. Maður er alltaf á nálum, að þegar minnst vari sé sprottið upp eitthvert óhræsis banka- diymbi í Ijamargötunni eða margföld hraðbraut sé farin að böðlast fram þar sem sízt skyldi. Er það virkilega svona torskilið á hærri stöðum, að þessi bæjarhluti er umfram allt gamalt sögufrægt smáhverfi, og einmitt þess vegna einstaklega notaleg menningar- vin, sem alls ekki þolir frekari átroðning en orðið er. Eins og margur hefur bent á, hlyti Ijam- hýsið að kalla á stóraukna umferð og áður langt liði aukið húsnæði, sem hvergi yrði komið fyrir ann- ars staðar en f Ijöminni. Alþingis- húsið var á sínum tíma gert vel við vöxt, svo að auk þingsins sjálfs gat það einnig hýst Háskóla Islands. Síðan svo var, er ekki lið- inn langur tími. En nú kemst þingið ekki af nema fá til viðbótar nýtt stórhýsi, sem nauðsynlegt þykir að sé allt að því áfast við Alþingishúsið sjálft. Hvað halda menn að langt verði í það, að ráðhúsið góða þurfi aukið hús- rými, þó kannski sé ekki tjaldað til einnar nætur í upphafi? Og hvar á það slot að rísa? Árið 1964 samþykkti borgarstjóm og bygg- ingamefnd að smíða ráðhús við norðurenda Tjamarinnar, og átti sá kastali að vera sjö hæðir. Skyldi þörf borgaryfirvalda fyrir húsnæði hafa minnkað stómm síðan 1964? Hveijum dylst, að nú væri stigið stórt skref út í algerar ógöngur? Og gatnaklastrið, sem af hraklegri nauðsyn er ráðgert í næstu grennd við tjamhýsið, er augljós sjálfsblekking þeirra sem að því standa. Þama er bókstaf- lega ekkert rými til neins. Borgarstjórinn gerir sem mest úr því, að ráðhús þetta þurfi fyrir hvem mun að rísa í „hjarta borg- arinnar", enda séu næg fordæmi fyrir því erlendis. En ráðhús hafa ekki ævinlega verið reist í „hjarta borgar". Hins vegar hefur hjarta borgar einatt orðið þar sem risið var ráðhús. Gamli miðbærinn í Reykjavík er fyrir löngu orðinn alltof þröngur til að vera það „hjarta borgarinnar", sem hann hefur rejmt að vera til þessa, hvað þá til frambúðar ef þar skal í þokkabót belgja sig aðal-stjóm- sýslumiðstöð Reykjavfkur með öllu sínu hafurtaski. Þráhyggja borgarstjórans um þetta ráðhús er því miður orðin að slíkum rembihnút, að hann lætur það skipta máli í ofurkappi sínu, hvar Ingólfur heitinn Amar- son kann hugsanlega að hafa kropið undir þak á sinni tíð. í við- talinu við Morgunblaðið lætur hann svo heita, að mikil þátttaka arkitekta í samkeþpni um ráð- hústeikningu sýni, að fagmenn telji staðinn vel valinn. Þetta sýn- ist mér vera hæpinn málflutning- ur, því ég man ekki betur en keppendum væri fyrir sett að teikna hús, sem standa skyldi við Ijömina. Ekki þykir mér síður undarleg sú kenning borgarstjórans, að skoðanakönnun, sem sýnir and- stöðu sextíu bæjarbúa ajf hveijum hundrað, sýni í raun meirihluta- fylgi þeirra, vegna þess að rekinn hafí verið öflugur einhliða áróður gegn tjamhýsinu. Sá áróður hefur að vísu hvorki verið öflugur né einhliða; en látum gott heita að svo hafi verið. Ættum við þá e.t.v. að efast um réttmæti þess, að Davíð Oddsson er hafður fyrir borgarstjóra, vegna þess að meiri- hluti borgarstjómar, sem kaus hann til starfsins, styðjist við langtum voldugri áróðurs-vél en nokkur önnur samtök? Víst mætti halda því fram, að dæmið sýni nokkra veilu í lýðræðislegum stjómarháttum. En þetta em eigi að síður þeir stjómarhættir, sem við teljum þá skástu sem völ er á, þegar alls er gaett; við unum því, að sannfæring okkar sé borin ofurliði, þegar leikreglum lýðræð- is er fylgt, enda emm við, hvert og eitt, þrátt fyrir gott sjálfs- traust, ekki handviss um að ganga með allan sannleik á bak við eyr- að. Út yfir tekur þó að vilja vísa á bug meirihluta-mótmælum bæj- arbúa vegna þess, að þau hafi látið á sér standa áður en staður hússins var ráðinn í nefndum, en þá hafi öll gögn, sem máli skipta, þegar legið frammi. Enda þótt óbeit bæjarbúa á þessu ráðhúsi hafi ekki náð að renna saman í einn farveg fyrir þann tima, er engin ástæða til að efast um, að sú andúð hafi jafnan verið í sam- ræmi við þá skoðanakönnun, sem nú hefur farið fram. Og jafnvel þótt svo hafi ekki verið, ætti mönnum að leyfast að skoða hug sinn betur í tæka tíð. Áætlanir um ráðhús við Ijömina hafa fyrr komið upp og verið samþykktar í nefndum; en sem betur fer hefur þær dagað uppi. Eðlilegt var að vænta þess, að skynsamleg gát og tillitssemi yrði enn sem fyrr ráðandi áður lyki. Það er ekki annað en hlálegur formhengils- háttur að láta slík aukaatriði skipta máli áður en borgarstjór- inn fer í bússumar til að taka fyrstu skóflustunguna. Öðm máli gegndi, ef enginn hreyfði and- mælum fyrr en tjamhýsið væri fokhelt. Eitt af því sem margur hefur áhyggjur af, er lífríki Ijamarinn- ar og örlög þess. Ekki veit ég hvort sá ótti er á rökum reistur, en það þarf að rannsaka eftir föngum, og gegnir furðu, að ekki þótti skylt að láta svo sjálfsagðar rannsóknir fara fram áður en þetta rask var ákveðið. Það er engu líkara en óráðlegt hafi þótt að hleypa í málið einhveijum nátt- úmvemdarlýð, sem væri vís til að tefja það með illum Iátum, þegar hvað mest riði á að hespa framkvæmdir af í snatri. Ekki er laust við að reynt hafi verið að blanda fiokkapólitik í þetta ráðhúsmál. Það er þó mjög illa til fundið, því margir af flokks- mönnum borgarstjórans hafa ráðið frá því, að hér sé að verki flanað, og lýst sig andvíga þessu tiltæki. Eins er það misskilningur, að Ijömin geti orðið „vatn á myllu kommúnista". Það er einlæg von okkar Reyk- víkinga, að þeir sem hér ráða ferðinni, bijóti odd af oflæti sínu nú, þegar vilji bæjarbúa virðist ljós, og endurskoði ákvörðun sína í svo viðkvæmu og afdrifaríku máli. Annað væri ósæmileg vald- frekja, sem ekki er ætlandi sönnum lýðræðissinnum. Nýr veitingastaður opnaður í Eyjum V estmannaeyj um. NÝR veitingastaður, Muninn, var opnaður fyrír stuttu i Eyjum. Hinn nýi veitingastaður er til húsa á neðstu hæð Hótels Þórs- hamars og tekur rúmlega eitt hundrað manns i sæti. Með til- komu Munans hafa Vestmanney- ingar nú úr þremun veitingastöð- um að velja. Veitingastaðurinn er staðsettur í hjarta bæjarins, á neðstu hæð nýs hótels, Þórshamars. Eldri menn muna aðra starfsemi í þessum sal, því að fyrr á árum var í mörg ár rekið bíó á sama stað. Innrétting- amar eru hannaðar af eigendum. í salnum er „koníaksstofa", búin mjúkum Ieðurstólum og hom er fyrir bömin, þar sem þau geta „kubbað“ eftir matinn meðan for- eldramir taka því rólega. Málverk eftir Hreggvið Hermannsson og Sigurpál ísijörð prýða veggi Mun- ans. Ingi Bjöm Erlendsson, einn af Séð yfir hluta veitingaaalar Munans. Morgunbiaaia/sigurgeir Jönaaaon Eigendur Mnnans á opnunardeginum, talið frá vinstri: Hólmfríður Sigurpálsdóttir, Ingi Brynjar Erlingsson, Sigurrós Sigurhansdóttir og Guðmundur Gunnar Erlingsson. eigendum staðarins, sagði í spjalli að þeir hefðu undanfarin tvö ár verið með veitingastaðinn Skútann á leigu. Þeim hefði boðist pláss fyr- ir veitingastað á hótelinu og útkoman væri Muninn. Ingi sagði að reynt yrði að brydda upp á ýmsum nýjungum í vetur. Nú væru í gangi sérstök hádegistil- boð, boðið væri upp á sérstaka baraamatseðla og á sunnudögum væri kaffíhlaðborð. Staðurinn verð- ur einnig leigður út fyrir veislur og fundi. Yfírkokkur á hinum nýja stað er Guðmundur Sigurhansson, en hann hefur þjónað í Kvosinni og á óðinsvéum í höfuðborginni. — Bjarni V estmannaeyjar:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.