Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Smábátaveið- ar í þj óðarhag eftir Níels Einarsson Þessa dagana er verið að vinna að nýjum lögum um stjómun fisk- veiða og hefur sjávarútvegsráðherra lagt fram sínar tillögur. Í þeim tillög- um felst m.a. að verulega verði gengið á rétt þeirra sem eiga lífsaf- komu sína undir veiðum á smábátum og hafa smábátaeigendur því eðlilega mótmælt harðlega. En hvers vegna á að leyfa trillu- körlum að stunda sjóinn án boða og banna yfirvalda? Hér eru þijár rök- semdir mikilvægastar. í fyrsta lagi færa trillukarlar sem stunda dagróðra að landi ferskan fyrsta flokks físk sem vinna má úr verðmætustu vöruna sem skilar mestu í þjóðarbúið. Í öðm lagi er mun minni kostnað- ur á bak við hvert kíló af trillufíski ef miðað er t.d. við togarafísk. Hér má taka sem dæmi að á meðan skut- togari af minni gerðinni notar um 330 lítra af olíu á hvert veitt tonn má búast við að hefðbundinn trillu- bátur noti liðlega 30 lítra, eða um tífalt minna á tonn. Með þetta eitt í huga er hægt að fullyrða um þjóð- hagslega hagkvæmni smábátaveiða. I þriðja lagi má búast við að menn fari að róa harðar og meir í tvísýnum veðmm ef þeim er skammtaður tími til veiða. Nógu mörg og löng em þau tímabil sem ekki má veiða nú þegar og trillukarlar verða eins og aðrir að sjá sér og sínum farborða. Afskipti yfírvalda af veiðum smá- báta em ekki af hinu góða. Þau þjóna í mesta lagi stundarhagsmunum þeirra stórútgerðarmanna sem er eftirsjá í afla smábáta sem þó er nú aðeins 8% þorskafla landsmanna. Sömu útgerðarmönnum er einnig í mun að stöðva flótta sjómanna frá stóm skipunum til smábátanna. Þessir sjómenn vilja nú koma undir sig fótunum sem sjálfstæðir trillu- karlar enda margir búnir að fá nóg af því að eyða meirihluta ársins á sjó án þess að bera mikið meira úr býtum en meðaljóninn i landi. Það verður ekki fyrr en sjómenn fá aftur þann skiptahluta sem rænt var frá þeim fyrir fjórum ámm að þeir hætta að flýja stóm bátana. Sjómenn gera það ekki að gamni sínu að vinna erfítt og hættulegt starf sem krefst að auki þeirra fóma sem langtíma fjarvera frá heimilum hefur í för með sér. Að lokum: Ef það fólk sem ákveð- ur fískveiðistefnu næstu ára hefur skynsemi og þjóðarhag að leiðarljósi mun það komast að þeirri niðurstöðu að trillukarlar skuli fá að stunda sinn veiðiskap í friði. í þessu tilfelli er smátt svo sannarlega fagurt. Höfundur er námsmaður. í Níels Einarsson „Ef það fólk sem ákveð- ur fiskveiðistefnu næstu ára hefur skyn- semi og þjóðarhag að leiðarljósi mun það komast að þeirri niður- stöðu að trillukarlar skuli fá að stunda sinn veiðiskap í friði.“ J«iSte,„arCunn, augsson Deilt á dómarana Bókin sem fjallað hefur verið um i fréttatímum og á forsíðum dag- blaða. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður gagnrýnir meðferð Hæstaréttar á sex málum þar sem reynir á nokkur mannrétt- indaákvæði stjórnarskrárinnar. Þagnarmúrinn um Hæstarétt rofinn. bók góðbók Ámi Böðvarsson Orðalykill eftir Árna Böðvarsson BÓKAÚTGÁFA Menningar- sjóðs hefur gefið út Orðalykil eftir Árna Böðvarsson cand. mag. Orðalykill skiptist í þrjá efnisflokka. Hinn fyrsti nefnist Latnesk-íslenskur nafnalykill úr náttúrufræði, annar Ymis fræðiorð og hinn þriðji Landa- fræðiheiti. í fyrsta hlutanum, Latnesk-ís- lenskum nafnalykli úr náttúru- fræði, eru um 7000 latnesk vísindaheiti á ættum, ættkvíslum og tegundum í náttúrufræði með íslenskum þýðingum. — Annar hluti bókarinnar, Ýmis fræðiorð, nær yfir um 2100 alþjóðleg heiti fræðigreina, svo og ýmis fræði- orð, einkum úr málfræði, bók- menntafræði og skyldum greinum. Gera má ráð fyrir að hann komi einkum að notum skólanemendum sem lesa.fræðirit á útlendu máli. — Þriðji hlutinn, Landafræðiheiti, sýnir um 1850 sérnöfn úr erlendri landafræði, svo sem á löndum, héruðum, borg- um, vatnsföllum og svo framvegis. Sum þessara nafna hafa fylgt þjóðinni frá upphafí íslands- byggðar, önnur hafa fslendingar lært á seinustu missirum, sum eru notuð að staðaldri, önnur eru löngu horfin úr notkun eða hafa aldrei verið almenn. Við öll staða- nöfnin er sýnt hvað eðlilegast þykir að nefna íbúana á íslensku, svo og samsvarandi lýsingarorð. í leiðbeiningum til notenda seg- ir höfundur, Ámi Böðvarsson, meðal annars: „Þessi bók ætti að vera gagnleg skólanemendum, þýðendum, blaðamönnum og öðr- um sem þurfa að fá vísbendingu um íslenska þýðingu á svonefnd- um „alþjóðlegum" orðum. Ekki skyldi þeirri staðreynd gleymt að orð sem kölluð eru „alþjóðleg" í okkar heimshluta em algeng fyrst og fremst í vestur-evrópskum málum. Alþjóðleiki margra þeirra mun varla vera miklu meiri.“ Höfundur tileinkar bók þessa minningu kennara síns, séra Ragnars Ófeigssonar á Fellsmúla í Rangárþingi (1896—1955). Orðalykill er 351 blaðsíðna að stærð, í sama broti og íslensk orðabók, og unnin í prentsmiðj- unni Odda. Almanak 1988 komið út BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út Almanak Hins íslenska þjóð- vinafélags 1988, en aðalhluti þess er Almanak um árið 1988 sem dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur þjá Raunvís- indastofnun Háskólans, hefur búið til prentunar. Annað efni Þjóðvinafélagsalmanaksins þessu sinni er Árbók íslands 1986 sem Heimir Þorleifsson mennta- skólakennari tók saman. Þetta er 114. árgangur Þjóðvina- félagsalmanaksins sem er 200 bls. að stærð, prentað í Odda. Umsjón- armaður þess er Jóhannes Halldórs- son cand. mag. Forstöðumenn ARI5TON jgÐ# ■BL—j' 230 lítra kæliskápur kr. 28.075, með söluskatti. Hverfisgötu 37 Víkurbraut 13 Reykjavík Keflavík Símar: 21490, Sími2121 21846 Þjóðvinafélagsins auk Jóhannesar (kosnir á Alþingi 17. apríl 1986) eru: Bjarni Vilhjálmsson fyrrver- andi þjóðskjalavörður (hann andað- ist 2. mars 1987) forseti; Einar Laxness menntaskólakennari; dr. Guðrún Helgadóttir fyrrverandi skólastjóri og dr. Jónas Kristjáns- son forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar. Heimspekideild HÍ: Bygging-u þjóðar- bókhlöðu verði flýtt Heimspekideild Háskóla ís- lands hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að „taka ekki máttinn úr því átaki við þjóðarbókhlöðu, sem Alþingi ákvað með lögum um eignarskattsauka til að ljúka byggingu hennar sem fyrst,“ eins og segir í ályktuninni. í ályktuninni segir ennfremur að „gott bókasafn sé undirstaða há- skólastarfs, en efling Háskólabóka- safns sé vafalaust sá þáttur í uppbyggingu skólans sem lengst og mest hefur verið vanræktur." (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.