Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 29
Störfuðu fleiri en Stefán Jóhann með þessum hætti? Stefán Jón Hafstein spyr eftir þessi orð Þorleifs: „Er eitthvað sem bendir til þess, annaðhvort í þínum rannsóknum eða í sambandi við það, sem komið hefur fram núna frá Noregi, að það hafi verið fleiri stjómmálamenn en Stefán Jóhann, sem hafi starfað með þessum hætti, annaðhvort í hans flokki eða öðrum flokkum?" Þorleifur svarar: „Mínar rann- sóknir hafa fyrst og fremst tekið til Alþýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins og ég hef undir höndum heimildir um að á sjötta áratugn- um, þegar Hannibal hefur gert sína hallarbyltingu í Alþýðuflokknum, Stefán Jóhann er hraktur út í kuld- ann, kemst ekki einu sinni á þing, að þá hefst grimm barátta um völdin, um að bola Hannibal frá, og á þessum árum voru héma ein- mitt bandarískir útsendarar. Marshall-fé og Iðnaðar- málastofnun Ég hef héma undir höndum ákaflega merkilega skýrslu, sem ég fann á dönsku skjalasafni frá 1954. Hún er frásögn bandaríska verkalýðsmálasendifulltrúans Gottfredsen og þessi skýrsla er send til forystumanna danskra sósí- aldemókrata. Gottfredsen hafði verið hér á landi bæði 1952 og 1954 og kynnt sér málin allnáið og hann hafði, eins og fleiri, mjög þungar áhyggjur af Hannibal og hans pólitísku stefnu. Á einum stað er endursögn á samtali þeirra Gott- fredsen og ritara danska Alþýðu- sambandsins sem tók þetta niður. Þar segir Gottfredsen að Hannibal sé sérdeilis hættulegur maður og hann byggir það álit á bæði frá- sögnum og eigin reynslu. Gott- fredsen þorði ekki að kveða upp úr um þá möguieika, sem væru á að fá Hannibal felldan. Og hann segir frá því að 1952, á Alþýðu- sambandsþinginu þá, eða fyrir Alþýðusambandsþingið, hafi hann útvegað Marshall-fé til að standa straum af útgáfu Alþýðusam- bandsins á fréttablaði. Hann segir einnig að hann hafi þá séð útgáfu á prentun á þrælabúðum Stalíns, ákaflega merkt rit sem einkennist af kaldastríðsbaráttunni." Már Jónsson spyr: „Þama kem- urðu inn á annað atriði, sem em peningarnir. Jón Einar nefndi áðan að norska verkalýðshreyfingin hefði fengið peninga frá Banda- ríkjunum, en Alþýðuflokkurinn fékk einhveija peninga frá Norð- urlöndum. Fékk hann kannski peninga frá Bandaríkjunum líka og það fyrir 1950?“ Þorleifur: „Ég var einmitt að segja það rétt í þessu, að þessi Gottfredsen segist hafa útvegað Marshall-fé til Alþýðusambands- ins, sem þá laut stjóm þríflokk- anna, Alþýðuflokksins, Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. Hins vegar hef ég nú ekki undir höndum heimildir um að verulegt íjármagn hafi að öðm leyti borist hingað. Það er vitað að hluti af Mars- hall-aðstoðinni fór til að reka stofnun, hálfpólitíska stofnun sem hér var, Iðnaðarmálastofnun. Sú stofnun var eins og ég sagði pólitísk á þann hátt, að hún leitað- ist við að slæva andstæðumar milli launavinnu og auðmagns og vildi meðal annars koma á námskeiðum fyrir hægrisinnaða verkalýðsfor- ystumenn. Þeir komu tveir saman, Bragi Ólafsson held ég að hann hafi heitið, formaður Iðnaðarmála- stofnunarinnar, og bandarískur sendifulltrúi sem kom til danska sendiherrans 1958, sem þá var Bodil Begtmp. Og þessir tveir fóm fram á, að hún hefði milligöngu um að danski Sósíaldemókrata- flokkurinn stæði fyrir námskeiði fyrir verkalýðsforystumenn þríflokkanna, eða lýðræðisflokk- anna eins og þeir kölluðu sig, og Ameríkanar myndu standa straum af kostnaðinum. Bodil Begtmp I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 skynjaði strax hvers eðlis þetta var og þetta hafði í för með sér miklar bréfaskriftir milli hennar og for- ystumannanna í Danmörku. Raunar varð ekkert úr þessu nám- skeiði, en þetta sýnir að allan þennan áratug, og mjög sennilega seinni hluta fimmta áratugarins líka, vom afskipti og áhyggjur er- lendra aðila af íslenskum stjóm- málum, og ekki síst verkalýðsmál- um, mjög umtalsverð." Ekkert um viðræðurn- ar á Þjóðskjalasafni I kvöldfréttum miðvikudaginn 11. nóvember er fjallað um aðgang að skjölum utanríkisráðuneytisins frá ámnum eftir síðari heimsstyij- öld. Sagt er að nokkuð sé um skjöl, sem almenningur hafi ekki aðgang að, en að öðm leyti sé það háð vilja yfirmanna ráðuneytisins, hvort leyfi fáist til þess að skoða skjöl þess. Einnig er sagt frá skjöl- um sem Agnar Klemens Jónsson ráðuneytisstjóri afhenti Þjóð- skjalasafninu árin 1967-68. Um þessi skjöl er íjallað nánar: „Engu að síður er þar eftir nokkm að slægjast og má þar merkust nefna skjöl um Atlants- hafsbandalagið 1949-50. Flest em þó skjölin um saklausari mál, svo sem embætti forseta, ráðherrabú- stað, boð ráðherra og ferðalög þeirra, sendiráð, ræðismenn og ýmsar alþjóðastofnanir, en þó líka það sem nefnt er einkamálefni ein- stakra ráðherra. Þau komu þó stjórnmálum lítið við, til dæmis er hvergi getið viðræðna Stefáns Jó- hanns Stefánssonar við bandaríska sendimenn hér á Iandi árið 1948, sem hafa verið í fréttum síðustu daga. En árið 1952 sendi hins veg- ar sendiráðið í Stokkhólmi utanrík- isráðuneytinu vekjaraklukku, sem Stefán hafði skilið eftir þar í borg til viðgerðar." Ekki er fjallað nánar um þessa vekjaraklukku, en í lokin er sagt frá því að þessa dagana sitji nefnd að störfum og ræði til- högun þess, að öll ráðuneyti afhendi safninu öll sín skjöl 30 ára og eldri. Þorleifur: Veit ekkert um þessi tengsl Sjónvarpið fjallar fyrst um þetta mál í fréttatíma miðvikudaginn 11. nóvember. Arnþrúður Karlsdóttir talar í síma frá Osló og er frétt útvarpsins frá 9. nóvember endur- tekin efnislega. Ennfremur er viðtal við Þorleif Friðriksson sem segir: „Varðandi tengsl Stefáns Jó- hanns við sendimenn frá banda- rísku leyniþjónustunni á þeim árum, sem hann var forsætisráð- herra, veit ég ekkert. Það er náttúrulega ljóst að hann hafði samskipti við bandaríska sendi- menn og ekki síst varðandi Marshall-aðstoðina 1948 og inn- göngu íslands í NATO 1949. Um þetta hef ég rekist á heimildir í erlendum gögnum og hann greinir frá þessu í einkabréfum sínum til forsætisráðherra Dana, Hans Hed- toft, mjög ítarlega. Ég býst nú ekki við að nokkur leyniþjónustu- maður hafi gengið á fund Stefáns Jóhanns og kynnt sig sem útsend- ara bandarísku leyniþjónustunnar. Þess vegna getur hann hafa talað við hvern sem var án þess að vita nákvæmlega hver þetta var, sem sé á þeim árum sem hann var for- sætisráðherra. En hins vegar hef ég óyggjandi heimildir um veru bandarískra útsendara hér á sjötta áratugnum.“ Tangen: Skjalið um Stefán er í Truman-saf ninu í hádegisfréttum útvarpsins fimmtudaginn 12. nóvember er skýrt frá umræðum utan dagskrár á Alþingi og er ræðu Steingrims Hermannssonar útvarpað. Hann segir að gengið verði eftir því að utanríkisráðuneytið fái umrædd skjöl í hendur. í kvöldfréttunum sama dag er útvarpað viðtali sem Jón Einar Guðjónsson hafði tekið við Dag Tangen fyrr um daginn. Jón Einar spurði Tangen hvemig hann hefði komist yfir skjalið um Stefán Jóhann og á eftir svari Tangens flytur Jón eftirfarandi þýðingu: „Þetta skjal er að finna í Islend- ingamöppunum í Skjalasafni Trumans í Independence í Miss- ouri, fæðingarbæ Bandaríkjafor- seta, en áður en lengra er haldið vil ég geta þess að mikil leynd hvílir yfir skjölum sem varða íslensk málefni í bandarískum söfnum. Þessi leynd er mun meiri en til dæmis hvað varðar skjöl um Grænland, Danmörk eða Noreg. Hver ástæðan fyrir þessu er veit ég ekki. í áðumefndu bréfi þar sem forsætisráðherrann er nefndur er meðal annars skýrt frá því að hann skuli ákveða hvaða Islendingar hafi samband við Bandaríkjamenn og hann átti einnig að ákveða hvaða íslendingar áttu að taka þátt í baráttunni gegn hugsanlegri byltingu kommúnista. Þá segir Dag Tangen að í bréfinu komi fram að vegna þess að í viðræðunum milli íslands og Bandaríkjanna var komið inn á viðkvæma hluti yrðu Bandaríkjamenn aðeins að hafa samband við forsætisráðherrann sjálfan.“ Ekkert að f inna um Stefán Jóhann í kvöldfréttum útvarps föstu- daginn 13. nóvember er skýrt frá því að utanríkisráðherra hafi boðað fréttamenn á sinn fund og afhent þeim þau skjöl sem norski sagn- fræðingurinn Dag Tangen hafi undir höndum. Jafnframt er skýrt frá því, að Steingrímur hafi bent á að í skjölunum væri ekkert að fínna, sem ekki hafi komið fram áður, og að hvergi væri minnst á Stefán Jóhann Stefánsson. Ræðu Steingríms er útvarpað og hann segir meðal annars: „Það getur hver einasti maður gengið að þess- um gögnum sem nennir að fara inn í Truman Library." Fréttamaður fjallar nánar um ræðu utanríkisráðherra: „Þá hafði Steingrímur það eftir sendiherra íslands í Osló, að Tangen segðist hafa séð bréf í Truman-safninu, þar sem fram kæmi, að Stefán Jóhann hefði verið í sambandi við Bandaríkjamenn hér á landi en að Tangen myndi ekki nákvæmlega efni þess. Steingrímur sagðist ætla að biðja starfsmann sendiráðsins í Washington að útvega þetta skjal." í sama fréttatíma flytur Jón Ásgeir, fréttaritari útvarpsins í Bandaríkjunum, pistil um heim- sókn sína í skjalasafn Trumans, þar sem hann ræddi við skjalavörð. „Starfsmaður Trumans-safnsins í Missouri-fylki sagði mér í dag, að þar fyrirfinnist einungis eitt plagg um Island, það er að segja 37 blaðsíðna skýrsla bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hún sé dagsett í júní árið 1948 og í henni sé lagt mat á stjómmálalega og efnahagslega stöðu mála á ís- landi. Skýrslan hefði verið ætluð Harry Truman forseta og sé geymd á meðal skjala einkaritara forset- ans. Þar sé meðal annars fjallað um málsmetandi samtíðarmenn á íslandi; Svein Bjömsson forseta, Stefán Jóhann Stefánsson og fleiri. í skýrslunni komi ekkert það fram sem gæti bent til þess að Stefán Jóhann hefði átt reglulega fundi með starfsmönnum bandarísku leyniþjónustunnar. I niðurlagsorðum skýrslunnar er fjallað rækilega um það, hversu mikilvæg staðsetning Islands sé í Norðuratlantshafi, flugvallarstöð- ina þar, og ályktað að ísland yrði mikilvæg herstöð, ef til átaka kæmi. Helsta hindrun í vegi fyrir herstöðvum sé þröngsýn, þjóðem- isleg andstaða Islendinga gegn hvers konar erlendum áhrifum. Þáverandi aðstaða Bandaríkja- manna á Keflavíkurflugvelli sé að þakka stuðningi fámenns hóps manna innan íslensku ríkisstjórn- arinnar. Ríkisstjórnin sé völt í sessi og hætta búin af öflugum kom- múnistaflokki, sem gæti lamað atvinnulíf með verkföllum, segir í skýrslunni. í þessari skýrslu er fjallað um íslensk efnahagsmál, þar á meðal gjaldeyrisskort og hagstæða samninga við Sovétríkin á ámnum 1946-47. Sagt er, að viðskipti íslands við Sovétríkin gætu breytt jákvæðri afstöðu ís- lendinga til vesturveldanna. I skýrslunni er rætt um æviferil Stefáns Jóhanns, aðild hans að stjómarmyndun og pólitísk afstaða almennt. Sagt er að Stefán sé hlynntur Sameinuðu þjóðunum og nanu stjómmálasambandi við Norðurlöndin og Bretland. Hann hafi greitt atkvæði með flugvallar- samningnum og sé vinsamlegur Bandaríkjunum. Stefán sé hægri- sinnaður sósíaldemókrati, sem vilji efla verkalýðssamtökin og auka eignir ríkisins. Dennis Bilger, starfsmaður Trumans-skjalasafns- ins, kannaði að minni ósk öll þau skjöl, sem norski sagnfræðingur- inn Dag Tangen fékk að sjá, þegar hann dvaldi þar á safninu í tvo daga. Bilger sagði, að í þeim skjöl- um kæmi hvergi fram, að Stefán hefði átt samskipti við starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar. Slíka vísbendingu sé hvergi að finna i Truman-safninu." Steingrímur: Ummæli Tangens orka mjög tvímælis í fréttatíma sjónvarpsins 13. nóvember er eftirfarandi haft eftir Steingrími Hermannssyni, utanrík- isráðherra: „Tangen segist aftur á móti hafa séð bréf í Trumans- safninu í borginni Independence í Bandaríkjunum þar sem fram komi að Stefán Jóhann hafí verið „contact", eins og það er orðað, Bandaríkjamanna á Islandi. Tang- en segir ekki hafa verið minnst á bandarísku leyniþjónustuna í því sambandi. í samræðum við íslenska sendiráðsmenn í Osló vildi Tangen hafa allan fyrirvara á með hvers eðlis bréfið hefði verið og kvaðst einungis muna að hafa séð nafn Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar sem „our contact man“, eins og það ér orðað". Guðni Bragason ræddi við Steingrím Hermannsson í þessum fréttatíma og spyr: „Telur þú að með þessu sé búið að hreinsa Stef- án Jóhann Stefánsson af á...“ Steingrímur svarar: „Já, ég tel það. í fyrsta lagi er ég sannfærður um það að Stefán Jóhann Stefáns- son hafði ekkert annað í huga, heldur en að gæta hagsmuna Is- lands og gera það á hinn réttasta máta. Mér dettur ekki annað í hug.“ Fréttamaður spyr, hver það sé, sem beri ábyrgð „á þessum áburði svokallaða". Steingrímur svarar: „Já, ég ætla ekki að kalla út af fyrir sig neinn til ábyrgðar, en mér fínnst nú satt að segja ummæli þessa norska sagnfræðings orka mjög tvímælis, eins og hann segir við okkar sendiherra reyndar þegar á hann er gengið, þá er mjög óvar- legt áð byggja á minni í svona sambandi. Af hveiju fær hann þá ekki ljósrit af þessu svokallaða bréfi?“ Rætt við Tangen í sjónvarpi Daginn eftir, laugardaginn 14. nóvember, er sjónvarpað viðtali sem Amþrúður Karlsdóttir átti við Tangen í Osló. Viðtalið er þannig í heild: Amþrúður: „Hvað er það í raun, sem þessi skjöl hafa að geyma varðandi ísland?" Tangen: „Þau íjalla um hlutverk Islands í þeirri stjómmála- og hernaðarlegu endurskipulagningu Evrópu, sem varð undir stjóm Bandaríkjanna að lokinni seinni heimsstyijöldinni. Hér er til dæmis skjal, sem er skýrsla til bandaríska Þjóðaröryggisráðsins, og fjallar um hvemig Bandaríkin eiga að haga sínum málum gagnvart Is- landi til að tryggja öryggishags- muni sína á Norður-Atlandshafi." „Hvaða Islendingar em nefndir í skjölunum?" Tangen: „í þeim skjölum, sem ég hef, eitt er ekki hér, það er á íslandi, þar eru Stefán Jóhann Stefánsson og Bjami Benediktsson nefndir. Það er ekkert undarlegt, )ví bandarísk yfirráðastefna bygg- ir mikið á aðilum eða tengiliðum sem_ þeir treysta.“ „í tengslum við hvað?“ „í tengslum við að þetta skjal er frá 29. júlí 1944 og þá óttuðust menn mjög uppreisn kommúnista á íslandi." „Nú eru þetta leyniskjöl. Hvern- ig komst þú yfir þessi skjöl?“ „í Bandaríkjunum er um tvenns konar leyniskjöl að ræða. Annars vegar gerist það sjálfkrafa og þá gildir leynd í 25 ár. Síðan sérstök leyniskjöl, þá kemur fram 4>eiðni um að ákveðnu skjali sé haldið leyndu. Þau skjöl, sem ég hef, til- heyra fyrri flokknum. Það skrítna er að Island er utan við þetta kerfi. íslensk mál eru með þeim leynilegustu, sem til em í banda- rískum skjalasöfnum." „Hvers vegna?“ „Ég veit það ekki. Það er engu líkara en það séu íslensk stjóm- völd, sem fara fram á þessa leynd, því ein af ástæðum þess, að Banda- ríkin geta haldið skjölum leyndum er að stjómvöld annars lands æski þess.“ * Ur lausu lofti gripið I kvöldfréttatíma útvarpsins fimmtudaginn 19. nóvember kem- ur síðan eftirfarandi frétt: „Fréttir um náin samskipti Stefáns Jó- hanns Stefánssonar og bandarísku leyniþjónustunnar hafa reynst úr lausu lofti gripnar. í Bandaríkjun- um hafa engin skjöl fundist, sem benda til slíkra samskipta og Dag Tangen, sagnfræðingur í Noregi, segir nú að hann hafi aldrei séð slík skjöl. Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari útvarpsins í Noregi, segir aftur á móti að Dag Tangen hafi áður sagt að hann hafi séð skjöl um slík samskipti. Jón Einar Guðjónsson hefur um langt skeið verið fréttaritari út- varpsins í Noregi og reynst áreið- anlegur fréttamaður. Hann sagðist í dag standa fast við það, að Dag Tangen hefði sagt sér, að hann hefði séð skjöl, sem sönnuðu náin samskipti Stefáns Jóhanns og leyniþjónustunnar. Jón Einar kveðst harma að hafa ekki tekið viðtöl sin við Tangen upp á segul- band. Hér stendur því staðhæfing á móti staðhæfingu. Fréttastofan harmar, að heimild, sem hún taldi ekki ástæðu til að vefengja, skyldi reynast ótraust." Tangen: Ekkí rétt haft eftir Einnig var rætt við Dag Tang- en, sem sagði eftirfarandi: „Ég hef ekki sagt, að ég hafi séð slcjöl, sem sýni samband milli CIA og Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Eg sagði: Ég hef undir höndum skjöl, þar sem vísað er í samtöl í Washington milli utanríkisráðherranna á ís- landi í mars 1949 um möguleika á byltingu kommúnista. Frásagnir af því ættu að finnast í skjalasöfn- um á íslandi. Skjalið, þar sem nafn Stefáns Jóhanns stendur, er ómerkileg orðsending, þar sem segir að fulltrúar Bandaríkjanna skuli ræða við hann. Annað hefði auðvitað vakið mikla athygli.“ Ég útskýrði ennfremur þær að- ferðir, sem Bandaríkjamenn notuðu í sambandi við hemaðar- leyndarmál. Sendiherrann er í slíkum tilfellum fulltrúi forsetans en ekki utanríkisráðuneytisins. Því, sem gerist, er haldið leyndu fyrir utanríkisráðuneytinu. Oftast hefur sendiherrann í fylgd með sér stjómmálafulltrúa sendiráðsins, sem að jafnaði er einnig yfírmaður bandarísku leyniþjónustunnar á staðnum. Það var ennfremur venj- an, að Bandaríkjamenn hlemðu forystumenn í löndum banda- manna í því skyni að fá sem mestar pólitískar upplýsingar með sem minnstri fyrirhöfn. Upplýsing- ar um slíkt birta Bandaríkin aldrei opinberlega."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.